Lögberg - 17.03.1955, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1955
—
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
NÚMER 11
Góðir gestir væntanlegir
Guðrún Johnson
— MINNIN G ARORÐ —
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri frá Reykjavík og kona
hans, frú Vala, eru væntanleg
til Winnipeg 24. marz næstkom-
andi. Er Gunnar á ferð til Banda-
ríkjanna í erindagerðum á veg-
um Reykjavíkurbæjar, en hing-
að norður koma þau hjónin í
boði Manitobaháskóla og Þjóð-
ræknisfélagsins. Mun Gunnar
flytja fyrirlestur við háskólann
25. marz, og efni hans verða
Alþingi hið forna.
Þá munu þau heimsækja
nokkrar íslendingabyggðir, og
eru þegar ráðgerðar samkomur
á eftirtöldum stöðum:
Að Ashern sunnudagskvöldið
27. marz kl. 7. Verður fyrst guð-
þjónusta í lútersku kirkjunni, sr.
Bragi Friðriksson prédikar, en
síðan farið yfir í samkomuhús
bæjarins og haldið þar áfram.
Mun Gunnar Thoroddsen þá
m. a. flytja erindi um Reykjavík
og sýna kvikmynd þaðan.
Næsta samkoma verður í
Árborg þriðjudagskvöldið 29.
marz, á Gimli miðvikudags-
kvöldið 30. marz og í Winnipeg
(Fyrslu lúfersku kirkju) föstu-
dagskvöldið 1. apríl, kl. 8.30 öll
kvöldin.
Auk erindis þess, er Gunnar
mun flytja, og myndasýningar-
innar, er í ráði, að fleiri komi
fram á samkomum þessum, og
eru þau skemmtiatriði nú í
undirbúningi á hverjum stað.
Gunnar Thoroddsen var fædd-
ur í Reykjavík árið 1910, lauk
embættisprófi í lögfræði við
Háskóla íslands 1934 og stund-
aði síðan framhaldsnám erlendis
um hríð, í Danmörku, Þýzka-
landi og Englandi. Hann var
settur prófessor í lögum við Há-
skóla íslands 1942, en lét af því
embætti, er hann var kjörinn
borgarstjóri í Reykjavík 1947.
Ekki a!t með fcldu k
Ungverjalandi
Að því er fregnir frá Vínar-
borg herma, er ekki alt með
feldu um kommúnistastjórnina í
Ungverjalandi, því nú hefir
flokkur rauðliða ráðist opinber-
lega á forsætisráðherrann, Imre
Nagy, fyrir að hafa brugðist
skyldum sínum varðandi við-
reisn landbúnaðarins og aukna
hergagnaframleiðslu. Mr. Nagy
var um hríð undir vernd-
arvæng Georgi Malenkovs með-
an hann fór með æðstu völd í
Rússlandi og fór eftir fyrir-
skipunum hans; en er stjarna
Malenkovs lækkaði á lofti, tók
að síga á ógæfuhlið fyrir Mr.
Nagy, er var víst sjaldan viss í
sinni sök, ef til þess kom að
taka þyrfti sjálfstæðar ákvarð-
anir; nú hefir ungverska ríkis-
útvarpið borið Mr. Nagy það á
brýn, að hann hafi haldið hlífi-
skildi yfir auðmönnum og yfir-
stéttum og kært sig kollóttan
um sauðsvartan almúgann.
Mr. Nagy er 59 ára að aldri og
var um langt skeið átrúnaðargoð
kommúnista og auðsveipur við
yfirboðara sína í Moskvu; lík-
legt þykir, að ný pólitísk hreins-
un fari fram í Ungverjalandi
áður en langt um líður og að Mr.
Nagy verði á einn eða annan
hátt veitt lausn í náð, en að eftir-
uiaður hans verði Mathyas
Rakosi, er lét af forsætisráð-
herraembætti í júlímánuði 1953
°g sagður er að vera óbrigðull
þjónn Moskvuvaldsins.
Gunnar Thoroddsen varð al-
þingismaður 1934, aðeins 23 ára
gamall, og hefur hann átt sæti á
alþingi æ síðan, að undantekn-
um árunum 1937—1942.
1 bæjarstjórn Reykjavíkur
hefur hann verið samfleytt í 17
ár og gegnt fjölmörgum trúnað-
arstörfum öðrum.
Gunnar er ræðumaður ágætur,
snjall í máli og flutningurinn
skörulegur. Verður því til-
hlökkunarefni að hlýða á erindi
hans, þegar þar að kemur.
Áður hefur verið frá því
skýrt, að Gunnar muni koma
fram á ársfagnaði The Viking
Club föstudagskvöldið 25. marz,
en þar verða þau hjónin heiðurs-
gestir.
Glæsilegur
ncmsframi
íslendingur við flugvirkjanám í
Bandaríkjunum hæsiur af 4000
nemendum í skólanum
Er nú að læra um þrýsti-
loftsvélar, verður kennari
við skólann, er hann hefir
lokið 2ja mánaða kennara-
námskeiði.
Ungur Islendingur, sem stund-
ar flugvirkjanám í Bandaríkjun-
um, hefir hlotið þann frama að
vera hæstur í skóla sínum, sem í
eru um 4000 nemendur. Maður
þessi er Sveinn Þórðarson, sonur
Þórðar Þorsteinssonar hrepp-
stjóra á Sæbóli, 24 ára gamall.
Fór vestur sem innflytjandi
Sveinn fór vestur um haf sem
innflytjandi í marz 1953. Var
ætlun hans, og fyrir það fór
hann vestur sem innflytjandi, að
fá vinnu sex mánaða tíma áður
en hann byrjaði nám við skóla
sinn. Vann hann fyrir sér þenn-
an tíma vestan hafs.
Var kallaður í herinn
Nú stóð svo á, að hann komst
ekki í skólann fyrr en nokkru
seinna en ætlað var í upphafi,
og af því að hann var enn talinn
innflytjandi en ekki námsmað-
ur, var hann kallaður í herinn.
Mátti hann reyndar ráða, hvort
hann færi heim eða í herinn, en
hann valdi að ganga í herinn, af
því að þar gafst honum kostur á
að nema flugvélavirkjunina.
Var hann fyrst í Minneapolis, en
síðan í Amarillo í Texas, þar
sem hann er nú.
Sveinn hefir undanfarið verið
að læra þrýstiloftshreyfla-virkj-
un og sérgrein hans verður svo-
nefndar Sabree-þrýstilofsflug-
vélar. — Hann lýkur námi sínu
nú í marz, en síðan fer hann á
tveggja mánaða kennaranám-
skeið í þeirri grein, er hann hefir
verið að læra. Verður hann svo
kennari við skólann, er því er
lokið, en það er venja, að taka
einhvern hinna færustu af nem-
endum og gera þá að kennurum,
eftir sérstakt kennaranámskeið.
—Alþbl., 18. febr.
Flugslys og
skógareldar
Hinn 9. þ. m., fórst í Mexico
flugvél með 26 manns innan-
borðs; slysið vildi til í fjalllendi
í miklu skógarþykni svo að
segja rétt eftir að vélin hóf sig
til flugs á Puerto Vallonto flug-
vellinum við strönd Kyrrahafs-
ins; flugvélin brann til agna, en
logar frá henni kveiktu skógar-
elda, er erfitt reyndist að
slökkva.
Heimsfrægur
vísindamaður
lófinn
Sir Alexander Fleming 73ja
ára að aldri, lézt í London síðast-
liðinn föstudag; hann var fædd-
ur á Skotlandi og lauk ungur
fullnaðarprófi í læknisfræði við
Edinborgarháskóla; hann hafði
um langt skeið verið formaður
rannsóknardeildarinnar Wright-
Peaming Institute of Micro-
bioly við St. Mary’s sjúkrahúsið
í London, en lét af því starfi í
desembermánuði síðastliðnum.
Sir Alexander öðlaðist heims-
frægð, er hann uppgötvaði
undralyfið penicillin skömmu
fyrir síðari heimstyrjöldina og
á meðan á henni stóð bjargaði
meðal þetta þúsundum manns-
lífa og olli víðtækum breyting-
um á vettvangi læknavísind-
anna; ýmissir sjúkdómar, sem
taldir höfðu verið nálega, eða
alveg óviðráðanlegir, læknuðust
svo að segja að næturlagi og
sár, sem valdið gátu bráðum
bana, greru á skammri stund; og
nú framleiða stórar verksmiðjur
um víða veröld undralyf þetta í
tonnatali.
Árið 1944 var Alexander
læknir aðlaður af Hans Hátign
Bretakonungi, en ári síðar var
hann sæmdur Nobelsverðlaun-
um fyrir afrek sín á sviði læknis-
fræðinnar.
Skipaður í
trúnaðarstöðu
Mr. Stanley Loptson stórbóndi
í grend við Bredenbury, Sask.,
hefir af sambandsstjórn verið
skipaður í Board of Grain Com-
missioners, og er slíkt mikil
trúnaðar- og virðingarstaða. Mr.
Loptson er 42ja ára að aldri,
fæddur og alinn upp í áminstu
bygðarlagi, þar sem afi hans,
Sveinbjörn Loptson, var í hinni
fremstu frumherjaröð.
Mr. Loptson rekur búskap
vestur þar á 1,700 ekrum lands
við mikinn orðstír og góðan;
hann hefir árum saman tekið
virkan þátt í málefnum korn-
ræktarbænda og gegnt margs
konar sýslunum í þágu United
Grain Growers samtakanna, sem
eru sameignarfélag bænda.
Hinn nýi Grain Commissioner,
er sonur Ásmundar Loptssonar
fylkisþingmanns í Saskat-
chewan fyrir Saltcoatskjördæm-
ið, sem var um skeið þingleið-
togi Liberal-flokksins í fylkis-
þinginu, og er skeleggur í orða-
sennum með afbrigðum.
Afnóm dauðarefs-
ingar ræff í brezka
þinginu
LONDON, 10. febr. — 1 dag hóf-
ust umræður í brezka þinginu
um afnám dauðarefsingar þar í
landi. Lloyd George innanríkis-
ráðherra hóf umræðurnar með
því að leggja áherzlu á, að opin-
ber yfirvöld í landinu séu and-
víg slíkri lagabreytingu, jafnvel
þó að breytingunni yrði komið
til leiðar í tilraunaskyni um
fimm ára bil.
Þó að stjórnin sé andvíg því
að afnema dauðarefsingu, hafa
einstakir fulltrúar tækifæri til
að greiða atkvæði með eða móti
sinni persónulegu sannfæringu
og taka ekkert tillit til afstöðu
forustumanna flokkanna.
Síðan síðustu heimsstyrjöld
lauk, hafa staðið miklar deilur
um, hvort afnema beri dauða-
refsingu í Bretlandi. Dauðarefs-
ing þar er framkvæmd með
hengingu og allt að 15 manns
láta lífið þannig ár hvert.
Eftir all-langa vanheilsu and-
aðist á Elliheimilinu Betel á
Gimli, Manitoba, 19. febrúar
síðastliðinn, Guðrún (Jónsdóttir)
Johnson, 83 ára að aldri.
Hún var fædd að Setbergi í
Nesjum í Hornafirði í Austur-
Skafafellssýslu, á Islandi, 28.
maí 1871. Fóreldrar hennar
voru þau hjónin, Jón Jónsson og
Sesselja Sigurðardóttir. Hún
ólst upp með foreldrum sínum,
ásamt allstórum systkinahóp.
Árið 1890 fluttist hún, ásamt
Jóni bróður sínum, sem hér tók
sér nafnið Hornfjörð, og heit-
mey hans Guðleifu Árnadóttur,
vestur um haf, og settust þau að
í Winnipeg. Þar var heimili
hennar til ársins 1923. Hún var
ötul til starfs, en á hana sótti,
er árin liðu, allmikil og langvar-
andi heilsubilun.
Þetta áðurnefnda ár flutti hún
til Jóns bróður síns og Guð-
leifar konu hans, sem þá bjuggu
við góða líðan í Leslie í Saskat-
chewan. Bróðir hennar dó 1928;
en hún hélt áfram að vera á
heimilinu, fyrst hjá ekkju Jóns
heitins og síðar hjá dóttur hans,
Mrs. Bergþóru Pell, þangað til
árið 1950, að hún flutti á Elli-
heimilið Betel á Gimli í Mani-
toba. Þar var hún það sem eftir
var æfi. Eins og hún hafði notið
mikils kærleika hjá ástvinum
sínum í Saskatchewan, eins
fékk hún velviljaða og ágæta
umönnun á Betel undir leiðsögn
þeirra Miss S. Hjartarson og
Mrs. Ingibjargar Sveinsson, sem
stjórna heimilinu. Fyrir alla þá
dásemd, sem mætti henni þar
Góður íslendingur
genginn
Hinn 2. þ. m., lézt á sjúkra-
húsi í Saskatoon Bogi Pétursson
(Peterson) 55 ára að aldri, fædd-
ur að Garðar, N. Dak., 15. októ-
ber 1900, fluttist þaðan til Red
Deer, Alberta, en kom til Wyn-
yard árið 1910 og gerðist, er
fram í sótti, mikill forustu-
maður á vettvangi landbúnaðar-
og mannfélagsmála; hann átti
sæti í skólaráði og bæjarstjórn,
var um hríð forseti Wynyard
Board of Trade, átti sæti í Wheat
bygðarlagi sínu; hann lagði
mikla stund á ræktun skrásetts
útsæðis í félagi við Pétur bróðir
Pool framkvæmdarnefndinni í
Wynyard, stúku Independent
Order of Forrester, og starfaði
mikið í þágu 4-H klúbbanna í
sinn og aflaði sér í þeim efnum
svo sem.annars staðar hylli al-
mennings og trausts.
Árið 1950 kvæntist Bogi og
gekk að eiga Margaret Peel og
varð þeim þriggja barna auðið,
sem öll eru kornung.
Auk konu sinnar og barna,
lætur Bogi eftir sig tvo bræður,
Pétur og Helga í Wynyard og
fjórar systur, Mrs. H. Björnsson
og Mrs. W. Grímsson, báðar í
Wynyard, Mrs. G. Blomgreen,
Gibson’s Landing, B.C., og Mrs.
H. Fordham, New Westminster,
B.C.
Útförin var gerð í Wynyard, 6.
marz. Rev. D. Chrighton jarð-
söng.
Kveðja til R. Beck
Ortu fagurt tslands mál,
andans lagað gulli.
Alla daga, sólelsk sál,
sittu að Bragafulli.
Hjálmar Þorsteinsson
frá Hofi
Guðrún Johnson
eru ástvinir hennar og aðrir
hjartkærir vinir af öllu hjarta
þakklátir.
Þessi minningarorð mín eru
samin eftir beiðni Mrs. Unu
Líndal í Winnipeg. Hin fram-
liðna og Mrs. Líndal voru
tengdar óvanalega sterkum
vinsemdarböndum um sextíu
ára skeið.
Kveðja frá Mrs. Líndal er á
þessa leið:
„Guðrún heitin var vel greind
kona. Hún las mikið af góðum
bókum og hafði mikla unun af
þeirri nautn. Hún var að upplagi
mjög glaðlynd, og gladdi þá,
sem með henni voru. Hún var
sterktrúuð kona og hélt fast við
kenningu lútersku kirkjunnar.
Hún hafði sanna trú á bæninni,
samtali við Guð og hans al-
mætti. Það var henni óvið-
jafnanlegt dýrmæti á allri lífs-
leiðinni“.
Útför hennar fór fram að
Betel 23. febrúar. Heimilis-
presturinn, séra Haraldur Sig-
mar, flutti geislaríkt kveðju-
mál, að viðstöddum flestum
vistmönnum og nokkrum ætt-
mennum og gömlum vinum
hinnar látnu. Meðal aðkominna
ættmenna og vina voru þar Mrs.
H. Hornfjörð, kona bróðursonar
hennar, sömuleiðis Mr. Emil
Sigurdson, fóstursonur Jóns
bróður hennar, ásam konu sinni;
einnig Mrs. Bergþóra Pell,
bróðurdóttir hennar.
Blessuð sé minnig þessarar
ágætu konu.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt“.
R. Marteinsson
Hlýtur mikinn
nómsframa
Frá því var skýrt í Lögbergi
þann 20. maí síðastliðinn, að
þessi ungi maður hefði þá ný-
lokið prófi í verkfræði við Mani-
tobaháskólann með ágætis-
einkunn og verið sæmdur gull-
medalíu háskólans; frá mörgum
öðrum sigurvinningum hans á
glæsilegum námsferli, var þá
einnig sagt í blaðinu; nú hefir
Mr. Björnsson hlotnast ný sæmd
með því að honum hafa verið
veitt Athlone námsverðlaunin
til tveggja ára náms í “Soil
Mechanics” frá næstkomandi
september að telja, en námið
stundar hann á Bretlandi; fær
hann greiddan ferðakostnað
báðar leiðir, ókeypis kenslu og
ókeypis viðurværi yfir tíma-
bilið.
Mr. Björnsson er fæddur í
Winnipeg 25. júlí 1932 og eru
foreldrar hans þau Árni Björns-
son og frú Pearl Björnsson, sem
búsett eru að 853 Sherburn St.
hér í borginni.
Alvarlegur
◦greiningur
Nú er svo komið, að flest
eyktamörk benda til þess, að
verkamannaflokkurinn brezki
sæti alvarlegum klofningi áður
en langt um líður og veldur þar
mestu um ágreiningur milli for-
manns flokksins, Mr. Clements
Attlee fyrrum forsætisráðherra,
og Areuin Bevans, formanns
hins róttækara fylkingararms,
er vill út af lífinu komast að
vináttusamningum við Rússa og
er mótfallinn endurhervæðingu
Vestur-Þýzkalands. Mr. Bevan,
sem er 57 ára að aldri og fágæt-
ur mælskumaður, var gerður
flokksrækur árið 1939 vegna
óhlýðni sinnar við forustumenn
flokksins, en tekinn í sátt nokkr-
um mánuðum síðar; nú hefir
ágreiningurinn færst það mjög í
aukanna, að Mr. Attlee og stall-
bróðir hans Mr. Herbert Morri-
son, vilja láta reka Mr. Bevan
úr flokknum ásamt öllum fylgi-
fiskum hans í þinginu; svo sem
gefur að skilja hafa skapast um
mál þetta hörð átök innan vé-
banda flokksins og þá ekki sízt
með hliðsjón af því, að nokkurn
veginn má víst telja, að almenn-
ar þingkosningar fari fram á
Bretlandi fyrir lok yfirstandandi
árs.
Ræðst inn í
sendiráð
Síðastliðið sunnudagskvöld
réðst rússneskur stigamaður,
vopnaður, inn í brezka sendi-
ráðið í Moskvu og ætlaði sér
alla leið inn í íbúð sendiherrans,
Sir Williams Hayter; illræðis-
maðurinn skaut á rússneskan
gæzlumann í sendiráðsbygging-
unni og særði hann hættulega;
tveir brezkir skrifstofumenn
sendiráðsins veittust að stiga-
manninum, náðu af honum byss-
unni og héldu honum unz rúss-
nesku lögregluna bar að garði;
náunginn hafði auðsjáanlega
ætlað að hafa hendur í hári
sendiherrans án þess að leita
viðtals eftir diplomatiskum
leiðum.
Viðræður um
sameiningu
verkalýðsfélaga
I Toronto eru nýhafnar við-
ræður milli megin verkalýðs-
samtakanna canadísku, The
Trades and Labor Congress of
Canada og The Canadian Con-
gress of Labor með það fyrir
augum, að samræma í eina heild
þessi tvö félög, er telja til sam-
ans á aðra miljón meðlima; þessi
sameiningarhugsjón er margra
ára gömul, en framkvæmd
hennar farist fyrir mestmegnis
af persónulegum metnaði hinna
helztu forustumanna; en nú
munu leiðtogarnir vera farnir
að hallast á þá sveif, að velferð
og styrkleiki áminstra samtaka
hvíli á því í framtíðinni, að full
eining náist um framgang máls-
ins og það, sem allra fyrst.
Heimsækir Ottawa
Forsætisráðherrann í Ástralíu,
Robert Menzes, var staddur í
Ottawa í fyrri viku og dvaldi
þar fimm daga; átti hann þar
viðræður við St. Laurent for-
sætisráðherra og viðskiptamála-
ráðherrann, Mr. Howe, um sam-
skipti milli Canada og Ástralíu;
lét hann hið bezta af viðtökun-
um í höfuðborginni, en þaðan
fór hann til Washington til
fundar við Eisenhower forseta.