Lögberg - 17.03.1955, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1955
Á VÍÐ OG DREIF
Góðir gestir
I haust, 29. nóvember (1954),
komu góðir gestir í kirkjusókn
séra Eiríks S. Brynjólfssonar í
Vancouver. Það voru þau séra
Eric H. Sigmar og kona hans,
frú Svava; sömuleiðis foreldrar
prestsins, Dr. Haraldur Sigmar
og frú Margrét, komu með syni
sínum. Einnig var staddur hér
þá forseti Kirkjufélagsins og
Þjóðræknisfélagsins, Dr. Valdi-
mar J. Eylands.
Aðalerindi þessarar heimsókn-
ar var myndasýning sú, er séra
Eric flutti með sér úr hinni víð-
tæku og fróðlegu Islands- og
Evrópuferð þeirra hjónanna. —
Myndasýningin hafði verið til-
kynt, en samt ekki með venju-
legum stórstafa-auglýsingum
heldur kyrlátum og vinsamleg-
um frásögnum bæði sóknar-
prestsins hér og annara. En til-
kynningin hafði hrifið. Húsið,
neðri salur dönsku kirkjunnar,
var alsetinn .
Mótið setti safnaðarforsetinn,
hr. Sigfús V. Gillies, tilkynti
hann komu og erindi gestanna
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
BLOOD BANK
'foeetyMeeuwf
TMIS
SPACI
CONTRIBUTED
DREWRYS
MANITOIA
DIVISION
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
HD-85Í
og bauð bæði framsögumenn og
áheyrendur velkomna. Þá hófu
ungu hjónin samkomuna með
söng. Séra Eric er söngmaður
með ágætum og frúin hefir
hljómþýða og aðlaðandi rödd.
Móðir prestsins, frú Margrét H.
Sigmar, var við hljóðfærið. Svo
tók við myndasýningin.
Myndirnar af Islandi voru
víða að, flestar minnir mig að
væru úr Þingeyjarsýslu og svo
úr Reykjavík, og* víðar, af
sveitabæjum, kirkjum og fólki.
Einarsstaðir, heimastaður þeirra
Sigmars-manna, komu mikið
við sögu þessa máls. Mér koma
jafnframt til hugar þær mjög
svo ánægjulegu frásagnir, sem
faðir unga prestsins, séra Har-
aldur Sigmar, D.D., okkar fyrr-
verandi, góðkunni sóknarprest-
ur Vatnabygðabúa, hefir látið
okkur í té hér í blöðunum frá
Winnipeg. Er vel hægt að skiija,
hve sérstaklega bæði viðkvæmt
og hrífandi þar hefir verið fyrir
þessa menn, að koma á slóðir
þeirra, sem á undan voru gengn-
ir og geta lesið úr minningum og
merkjum um tíðina á undan og
þá, sem famir voru, og mætt
frændum og vinum, sem enn
voru uppi við góða líðan og létu
í té fögnum og gestrisni við
komuna. Frú Margrét á sinn
hlut þarna, þar sem sýndir voru
bústaðir og heimahagar Thor-
lákssonar fjölskyldunnar, það
er séra N. Steingríms Thorláks-
sonar og ættmenna hans.
Myndirnar af fólkinu alstaðar,
eru mjög fallegar og það var
áhrifamikið að heyra sumt af
frásögnunum, sem þar fylgdi.
Maður var mintur á kynslóðirn-
ar, sem farnar eru og sér margt
af því svipfríða fólki, sem enn
byggir Island, yngra og eldra.
Ungu hjónin ferðuðust víða
um Norðurálfuna og mættu
ýmsum atvikum, sumum spaugi-
legum.Þar gat að líta, að til eru
menn enn, sem treysta ókunn-
ugum, sem þeir sjá alveg fyrir
víst, að eru góðir menn. Og það
var í Frakklandi, sem sérstak-
lega reyndi á það.
Þau komu til Noregs, sem er
ættland, í móðurætt, móðurætt-
ar séra Erics, og kyntust þar
ýmsu því, er segir frá manngöfgi
og hæfileikum þess fólks. Þau
heimsóttu Danmörku, Þýzka-
land, England, Frakkland og
fleiri lönd. Og þau sýndu úr
þessum ferðum fögur héruð og
miklar borgir, rismiklar kirkjur
og hallir, margt frá gamalli tíð.
Svo mikið af öllu þessu, sem
veröldin á, á vettvangi fjöldans
og auðmagnsins, sem og mikillar
menningar.
Myndirnar voru vel teknar,
prýðilega sýndar og ágaetlega
fyrir þeim mælt.
Ég á mynd í huga mér, all-
margra ára gamla, en hún er þar
samt og kemur fram sérstaklega,
þegar ættmenn þessarar fjöl-
skyldna, sem hér um ræðir, bera
fyrir mann við opinber störf.
Það er líka í kirkjulegum
fundarsal og margt manna
saman komið. Þar fer fram söng
samkoma, sennilega hefir prest-
urinn þar talað. Ég er búin að
gleyma því. Það, sem ég man
gleggst er, að kona, fremur
grannvaxin, er á söngpallinum.
Hún er klædd í látlausan brúnan
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK
kjól og syngur ljóð á íslenzkri
tungu. Og viðkvæði ljóðsins er:
„Drengurinn minn!“ — Þessi
kona var frú Erika Thorláksson,
kona séra Steingríms Thorláks-
sonar, og amma séra Erics.
Samkomustaðurinn var Tjald-
búðin í tíð séra Friðriks J. Berg-
manns. En það var eitthvað sér-
staklega innilegt í fari konunn-
ar, sem söng, og máske mést svo,
þegar hún söng viðkvæðið, að
mér hefir ekki fallið það úr
minni.
Þegar séra Octavíus Thorláks-
son fór kornungur í trúboðsferð
til Japan, eitthvað um 1914, kom
hann til Vatnabygða að kveðja.
Wilhelm H. Paulson þingmaður,
ók með hann í kring á eineykis-
vagni með hesti fyrir til kveðju-
ferðanna. Séra Octavíus mess-
aði í Leslie þá, áður en hann fór.
Og þegar hann kom heim í leyfi
eftir árin mörgu, sem hann
dvaldi í Japan, þá heimsótti
hann líka ásamt og með leið-
sögn Wilhelms íslendinga við
Leslie, messaði í bygðinni og
flutti fyrirlestra um lífið í
Japan.
Árið 1943 flutti séra Octavíus
guðsþjónustu í Westside skóla-
húsinu austur af Leslie, og skírði
ásamt séra Theódór B. Sigurðs-
syni tvo fallega drengi þar úr
nágrenninu, syni Mr. og Mrs.
John Goodman. Séra Octavíus
heimsótti í snatri sóknina ís-
lenzku hér fyrir meir en ári
síðan. Hann talaði ógleymanleg
orð í kirkjunni þá, þó þau væru
fá. Hann sagði þetta: „Hér er
gott að vera!“ — Það er gott
fyrir alla að muna það, að það
er gott að koma í Guðs hús. —
Hann leit inn til okkar hérna
seinna, gamalla Vatnabygðar-
búa, og maður mintist ofurlítið
þá á eitt og annað af því, sem
liðið er. Hann er altaf ljúfmann-
legur, eins og hann á kyn til í.
báðar ættir, glaður og fullur af
góðum vonum.
Þegar maður hefir séð L. H.
Thorláksson bróðir hans sinna
kirkjulegu störfunum hér, safn-
aðarstörfum, einum og öðrum,
þá hefir mér komið til hugar
bæði faðir þessara bræðra, ljúf-
mennið og kennimaðurinn, séra
Steingrímur Thorláksson, og
einnig konan á brúna kjólnum,
sem söng um drenginn sinn. Og
frú Margrét, kona Dr. Sigmar,
er kunn að ljúfmensku og öllu
fögru í sambandi við hið göfuga
starf manns hennar.
Og nú, á þessari samkomu,
kemur enn fallegt svar til kon-
unnar, sem söng svo innilega um
drenginn sinn.
Myndasýningin hjá séra Eric
og konu hans tókst svo prýðilega
vel, að það er vel hugsanlegt, að
sýningin mætti endurtakast með
góðum árangri.
Við mættum á þessari sam-
komu öðru fólki, sem minti á
landnema í Vatnabygðum, er
höfðu skilið eftir markverðar
minningar; það voru þau Lin-
coln Thorn og systir hans, Miss
Rose Thorn, börn landnemans
og kaupmannsins Stefáns sáluga
Thorn og konu hans Thoru,
Foam Lake, Saskatchewan. —
Lincoln er pósthússtjóri og kaup
maður hér úti einhvers staðar,
en Miss Thorn, sem er skóla-
kennari, stundar skólakennslu
hér all-langt í burtu. Þau voru
glöð og vinsamleg að mæta þeim.
Ég hefði persónulega kynst Miss
Thorn áður dálítið, hún er vel
gefin og umgengnisgóð stúlka.
Einnig sá ég þarna í fyrsta
sinni, þingmanninn frá Lundar,
Kristján Halldórsson. Það var af
því ég minntist svo margra ætt-
menna hans, frá mínum barns-
árum, að ég talaði til hans, en
hann kvaðst bezt þekkja fólkið í
Álftavatnsbygðinni, og er það
vel skiljanlegt.
Kvenfélag ísl. lúterska safnað-
arins, hafði ágætar veitingar að
vanda á þessari samkomu. —
Margt fleira gæti ég til tínt 1
þetta mál, en þetta mun flestum
þykja nógu langt.
Með vinsemd,
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
HANS STRIJDOM — eftirmaður dr. Malans
Spémaður kynþáttahatursins
„Nú er barizt um síðasta
virkið!“ Með þessum alvarlegu
orðum hóf brezki hákirkju-
presturinn Fr. G. Sidebotham
ræðu sína á mótmælafundi, sem
háður var í Jóhannesarborg
fyrir skömmu gegn þeim of-
sóknum, sem svertingjarnir í
Suður-Afríku verða nú að þola
af hálfu stjórnarvaldanna. Þús-
undum saman eru svertingjarnir
hraktir frá heimilum sínum og
fluttir á sérstök „einangrunar-
svæði“, og um leið eru heil
hverfi lögð í eyði til þess að
unnt sé að halda þeim „hvítu“
og „svörtu“ aðskildum.
Fram að þessu hefir kynþátta-
hatrið ekki brotizt út í jafn
skefjalausum hrottaskap og
þeim miskunnarlausu aðgerðum,
sem nú er beitt. Og maðurinn,
sem teljast verður ábyrgur fyrir
þessari harðýðgislegu stjórnar-
stefnu, er hinn nýi forsætisráð-
herra suður-afríkanska ríkja-
sambandsins, ,Afríkaninn‘ Hans
Strijdom. Hann er 61 árs að
aldri, og áhangendur hans kalla
hann „ljónið úr norðri".
Þar sem hann er, hefir enn
einu sinni komið fram á sjónar-
sviðið miskunnarlaus ofstækis-
maður, sem ekki tekur tillit til
neins, og aldrei efast um, að
hann einn hafi lög að mæla í
hverju máli. Það voru einmitt
þessir skapgerðarþættir, sem
einkenndu Hitler og Mussolini,
manngerð, sem bezt verður sér-
kennd með orðum Robespierre,
að það skipti engu þótt veröld-
inni blæði út, ef hún fær vilja
sínum framgengt. Og það gerir
Hans Stripdom enn hættulegri
viðureignar, að hann vefur
stjórnmálastefnu sína fánum
kalvinismans, með sífelldum til-
vitunum í ritningarnar og skír-
skotun til guðs vilja, þar eð
hann telur sig aðeins auðmjúkan
þjón og þræl hins almáttuga.
Hann sker sig algerlega úr
þeim öðrum afríkönskum stjórn-
málamönnum, sem þó skipa sér
undir merki hans og hlýða hon-
um í blindni. Það eru virðulegir
og ráðsettir menn, sem hafa,
þráit fyrir allt, varðveitt tals-
vert af hinni upprunalegu já-
kvæðu afstöðu hollenzkra for-
feðra sinna til lífsins, og geta
jafnvel brugðið fyrir sig kímni.
Malan virðist jafnvel vingjarn-
legasti náungi samanborið við
Strijdom, og er hann þó ekki
beinlínis ástúðlegur í viðmóti.
Strijdom er gæddur hinu stælta
fjaðurmagni ofstækisins, og það
er ekki sönnu fjarri, að hann
minni á eyðimerkurljónið, þegar
hann stendur í ræðustólnum.
Hann er enginn mælskumaður,
en sjálfstraust hans og skefja-
laus fyrirlitning á öllum þeim,
sem ekki hugsa og álykta á
sama hátt og hann, gera hann
að hættulegum og áhrifasterk-
um andstæðingi. Tillitssemi er
orð, sem ekki fyrirfinnst í orða-
bók hans.
Þella er þó aðeins upphafið
Það gerir hann þó ef til vill
enn hættulegri, að hann er al-
gerlega háður hinu þrönga sjón-
armiði heimahaganna. — Hann
er fæddur og uppalinn í Suður-
Afríku, sem að vissu leyti er af-
skekkt land og einangrað, hvað
snertir afstöðu til þeirra stefnu-
breytinga og straumhvarfa, er
orðið hafa á sviði alþjóðamála
að undanförnu. Til Evrópu kom
hann að vísu fyrir skömmu, en
það er einkennandi fyrir hann,
að hann fór þá för með leynd og
reyndi ekki, að því er vitað verð-
ur, að hafa nokkurt samband við
málsmetandi stjórnmálamenn.
För þessa fór hann í þeim til-
gangi einum, að komast á snoðir
um hvern dóm kynþáttastefna
hans hlyti meðal Evrópumanna.
Liggur nærri að álykta, að hann
telji samskipti Evrópu og Suður
Afríku í framtíðinni velta á
þeirri spurningu.
Óhætt mun að fullyrða, að
hann hafi ekki orðið var við
mikla samúð hér í álfu í sinn
garð eða þeirra stjórnmála-
manna, sem fylgja honum að
málum í kynþáttaaðskilnaðin-
um, — eins og þeir sjálfir nefna
stjórnmálastefnu sína. I augum
flestra Evrópubúa er þar um að
ræða sams konar kynþáttahatur
og það, sem nú er verið að reyna
að uppræta í Bandaríkjunum, og
þó mun fæstum hér í álfu ljóst,
að þessi „aðskilnaður“ er ekki
að neinu leyti endanlegt mark-
mið Strijdoms, heildur einungis
áfangi á leiðinni til ótakmark-
aðrar drottnunar hvíta kynþátt-
arins í Suður-Afríku. Sjálfur
telur Strijdom sig af guði kjör-
inn til að koma þessari stefnu í
framkvæmd, en hana álítur
hann eina ráðið til að bjarga
kristinni siðmenningu í Suður-
Afríku úr hinu „svarta synda-
flóði“. „Það er“, eins og hann
hefir sjálfur sagt, „enginn með-
alvegur til, þegar um drottnun-
arvald og jafnrétti er að ræða,
og þeir, sem halda það, eru
heimskari en menn hafa leyfi til
að vera.“
Hans Strijdom er það Ijóst, að
takmarkinu verður því aðeins
náð, að óháð lýðveldi verði sett
á stofn í Suður-Afríku. Á meðan
hið „brezk-gyðinglega auðvald“
á þar nokkur ítök, verður slíkri
yfirdrottnun ekki komið þar í
framkvæmd, og honum þykir
sem hann geti talið Suður-
Afríku sína eigin fósturjörð, á
meðan þeir íbúar landsins, sem
eru af brezkum ættum, standa í
einhverju sambandi við „krún-
una“.
Fyrir þá sok hatar hann and-
stæðingana, — meðlimi sam-
bandsflokksins, — heilu hatri,
og þess vegna brosir hann nú
meinlega, þegar hann fylgist
með þróuninni innan þess flokks.
Það er sorgleg staðreynd að inn-
an vébanda hans hefir ríkt
sundrung og óánægja síðan
Smuts marskálkur lézt, og um
leið hefir baráttustyrkurinn
farið þverrandi að sama skapi.
Það er eins og Strijdom verði
gripinn einhverri tröllsgleði,
þegar á það er minnzt, svo viss
er hann um, að hann muni ekki
þurfa að eyða kröftum sínum í
baráttunni við þá andstæðinga
til lengdar, þar sem þeim sé
strádauðinn ætlaður. 1 þessu er
harmleikur Suður-Afríku ef til
vill fyrst og fremst fólginn, og
æðstu menn Bretlands bíða þess
árangurslaust, að einhver sá
maður komi fram á svið stjórn-
málaátakanna suður þar, er
reynist þess umkominn að taka
upp merki hins fallna foringja.
Slík er ævisaga hans
En Hans Strijdom á sér þó enn
stórfenglegri draum en þann,
sem nú hefir verið lýst. Með
honum brennur sú löngun, að
geta náð brezku verndarríkjun-
um, Bachuanalandi, Basutolandi
og Swasilandi, þar sem reynt
hefir verið að fylgja frjálslyndri
stefnu í kynþáttamálunum, und-
ir „verndarvæng“ suður-afrík-
önsku stjórnarvaldanna.
Strijdom er mun unglegri en
ætla mætti eftir aldri hans.
Ungur nam hann lögfræði, en
kaus sér raunhæfara ævistarf.
Hann vildi vera Afríkani í öll-
um háttum og setti á stofn
strútabú, en varð gjaldþrota í
kreppunni 1914. Ef til vill var
það einmitt það, sem varð þess
valdandi, að hann fór að taka
þátt í stjórnmálum. Árið 1918
hafði hann þegar náð þeim
frama, að vera kjörinn ritari
þjóðvarnaflokksins í Transvaal.
Ekki var hann samt orðinn af-
huga búskapnum, því að nú setti
hann á stofn nautabú í félagi við
bróður sinn. Þjóðernisofstæki
hans var honum að vísu öruggt
til vegsauka í stjórnmálunum,
en það spillti að vísu ekki fyrir,
að hann var einn af fræknustu
Rugby-leikurum Suður-Afríku.
Þótt einkennilegt sé, nýtur þessi
brezki knattleikur svo mikilla
vinsælda suður þar, að þeir, sem
þar skara fram úr, eru taldir
með þjóðhetjum.
Úm þetta leyti kynntist hann
afríkönsku leikkonunni Marda
Vanne, og kvæntist henni. Um
aðra rómantík er víst ekki að
ræða á ævibraut hans, enda
varð það hjónaband ekki lang-
ætt. Nú er hann kvæntur konu
„við sitt hæfi“, dóttur prests við
hina hollenzku siðbótarkirkju.
Hjónaskilnaðir eru hneykslis-
mál í þeim hópi, sem hann telst
nú til, og þess vegna má ekki
minnast á hjónaband hans og
leikkonunnar fremur en það
hafi aldrei verið.
Strijdom reykir ekki og
bragðar vín aðeins til þess að
móðga ekki hina mörgu vín-
framleiðendur, sem að flokki
hans standa. Nú helgar hann
allt sitt líf og alla sína krafta
baráttunni fyrir skilyrðislausu
drottnunarvaldi þjóðflokks síns
í Suður-Afríku. Og nú þegar
verið er að grafa með moksturs-
vélum djúpa og breiða skurði til
að einangra svæði svartra
manna frá aðsetursstöðum hinna
hvítu, sér hann hylla undir það,
að draumurinn mikli verði að
veruleika.
—Alþbl., 4. febr.
Kaypið Lögberg
VIÐLESNESTA
ISLENZKA BLAÐIÐ
n
Lltli Tim
Tomato fyrir gluggakassa
Fyrir potta.
k a s s a e8a
gart. V e x
snemma. —
Litli Tlm er
a 6 e i n s 8
þuml. ft hæC,
dverg vaxlnn
og þéttur. —
HlaCinn klðs
um aí rauC-
um évöxtum 1 þuml. I þvermfi.1.
Litli Tim er smftvaxinn, en gefur
þér gómsæta fivexti á undan öCrum
matjurtum og þegar aCfluttlr
tomatoes eru I háu verCi. Einnlg
litfagur og skrautlegur 1 pottum
eCa i garCi.
(20c pkt.) (75 %oz.) póstfrítt
rnrr big 1953 seed and
rnrr nursery book —
Best Ever!
Síðan 1910
Canadfskir menn bera
traust til Tip Top Tailors,
elztu og stærstu fata-
gerCarinnar í Canada. Tip
Top föt, sniCin eftir mfili,
njðta mestrar hylli I
Canada vegna sniCs, gæCa
og endingar. Spyrjist
fyrir hjá nfigranna
yCar, hann veitir
svarið.
Beztu
föt í
Canada, sem
fáanleg eru.
Tip
Top
tailors