Lögberg - 17.03.1955, Page 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1955
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
GefiíS 6t hvern fimtudag aX
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and publlshed by The Ct/lumbia FTesB Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa
Viturlegra aðgerða þörf
Adam kendi Evu um og Eva aftur höggorminum.
Flestum ber saman um það, að atvinnuleysi hér í landi
sé nú komið á það stig að við svo búið megi ekki lengur
standa; og víst er um það hverju, sem um má kenna, að
tala atvinnuleysingja er hærri um þessar mundir en hún
nokkru sinni hefir áður verið síðan að seinni heimsstyrjöld-
inni lauk; um tölurnar ber ekki öllum saman og einn
kennir öðrum um hvernig komið sé, þó sannleikurinn sé
sá, að engum einum aðila verði haldið ábyrgum fyrir
ástandinu eins og því nú er háttað; með þessu hafa skapast
aðstæður, sem að sjálfsögðu grípa djúpt inn í efnahagslega
afkomu þjóðarinnar og leysa verður með viturlegum að-
gerðum hlutaðeigandi stjórnarvalda í samráði við iðnaðinn,
landbúnaðinn og þau önnur framleiðslustörf, sem að verki
eru í landinu.
Svo sem nú er háttað til, verður ekki annað sagt, en
þjóðin sé frá efnahagslegu sjónarmiði séð allvel á vegi stödd
og mun nærri láta að eins margt fólk sé nú að verki og
síðastliðin tvö undanfarin ár, en ástæðan fyrir hinni hækk-
andi tölu atvinnuleysingja er fólgin í því, hve vinnufæru
fólki hefir fjölgað, svo sem vegna aukinna fólksflutninga
inn í landið án þess að framleiðslan ykist að sama skapi,
svo að rétt hlutföll héldist í hendur.
1 byrjun yfirstandandi sambandsþings var nokkuð
liðkað til um hækkun atvinnuleysisstyrksins og afnotatím-
inn í vissum tilfellum nokkuð framlengdur; þetta var vita-
skuld til nokkurra bóta þó þær síður en svo væri full-
nægjandi; einhverjar aðferðir þarf að finna upp, er leitt
geti til þess, að allur sá fjöldi, sem ekki á sem stendur að-
gang að atvinnuleysisstyrk fái notið hans þegar vanda ber
að höndum, svo sem fiskimenn, sem alveg standa uppi með
auðar hendur þegar afli bregst, sem nú á tímum verður
naumast til tíðinda talið; í þessu felst misrétti, sem úr þarf
að bæta og á ekki að viðgangast í lýðfrjálsu landi.
Atvinnuleysi í landinu er tíðum bundið við árstíðir,
en jafnaðarlegast mest að vetrarlagi til, er fjöldi sérfróðra
verkamanna, sem þrá atvinnu og þarfnast hennar hafa
ekkert fyrir stafni; í þessum efnum er það engin smáræðis
ábyrgð, sem hvílir á herðum hagkerfisins og iðnaðarfyrir-
tækjanna varðandi úrlausn málsins.
Náin og einlæg samvinna milli sambandsstjórnar,
stjórna hinna einstöku fylkja og héraðsstjórna, ætti að geta
ráðið fram úr vandanum leggist þar allir á eitt, því að skella
skuldinni í kaldhæðni á aðra, kemur að litlu haldi.
Byggingarstarfsemi af hálfu þess opinbera getur um
stundarsakir greitt nokkuð úr atvinnuleysinu, en allar slíkar
ráðstafanir þurfa að vera gerðar með hliðsjón af því hvað
framtíðinni verði fyrir beztu með heill ófæddra kynslóða
fyrir augum, því það eru þær, sem eiga að erfa landið.
★ ★ ★
Við sama heygarðshornið
Það væri synd að segja að Rússinn héldi sér ekki við
sama heygarðshornið, eða öllu heldur rússnesk stjórnar-
völd, því sjálf mun þjóðin næsta fáfróð um það, sem fram
fer á háum stöðum í Moskvu; og hvað ætti líka sauðsvörtum
almúganum að koma annað eins við? Hvað segja má og
framkvæma er vitaskuld alt í höndum hinna fáu útvöldu,
því lengra ná nú ekki mannréttindin en það.
Meðal þeirra leppríkja rússneskra, er eiga sendiráð í
Svíþjóð, eru Rúmenía og Tjekkóslóvakía og hafa þau, svo
sem vænta mátti, notið fylztu diplómatískrar aðbúðar af
hálfu sænskra stjórnarvalda, en nú hafa erindrekar áminstra
leppríkja í Stokkhólmi launað gistivináttuna með fyrirlit-
legri njósnarstarfsemi, þar sem ítrekaðar tilraunir voru til
þess gerðar til þess að komast yfir sænsk hernaðarleg
leyndarmál og lauma þeim í hendur sinna rússnesku yfir-
boðara; en hér brást þeim bogalistin; sænska rannsóknar-
lögreglan komst að því hvað á seiði væri og hefir nú að
fyrirmælum stjórnarvaldanna látið handsama ellefu af
starfsmönnunum við áminst sendiráð og gert suma þeirra
þegar landræka, en aðrir bíða dóms og laga í Stokkhólmi;
um nöfn þeirra, sem handteknir voru er eigi vitað, nema að
einn þeirra er Avert nokkur Abrahamson, 47 ára vélaverk-
fræðingur, sem starfað hefir undanfarið við Bofors vopna-
verksmiðjuna í Karlsskógum; nú þykir sýnt, að njósnar-
starfsemi hafi að einhverju leyti verið rekin á stöðvum
þessum síðan 1952 þó eigi hafi upplýst verið fyr en þessa
síðustu daga.
Saksóknari hins opinbera, Werner Rhyningar, telur
víst, að fleiri handtökur verði þá og þegar gerðar og máls-
sóknir fyrirskipaðar.
Tveir sænskir borgarar hafa verið teknir úr umferð
vegna þessa hneykslis- og landráðamáls.
Utanríkisráðherra Svía, Oesten Uden, hefir gefið í
skyn, að hann muni kveðja til fundar við sig æðstu em-
bættismenn áminstra sendiráða og leggja fyrir þá nokkrar
alvarlegar spurningar.
KVEÐJUMÁL
flutt við útför séra SIGURÐAR S. CHRISTOPHERSON í Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg, Man., 11. janúar 1955
Kæru kristnu vinir:
Vér eigum hér samfund
til
þess að veita þessum látna bróð-
ur hinztu kveðjur vorar, og til
þess að leysa af hendi þá óum-
flýjanlegu þjónustu að flytja
lík hans til legstaðarins. Fjöldi
manns er saman kominn til að
votta honum virðingu sína með
návist sinni, og aðrir minnast,
hans með blómagjöfum. Á-
nægjulegt er að sjá söngflokk
kirkjunnar hér viðstaddan, þótt
á virkum degi sé, og prestar
kirkjufélagsins, þeir sem hægt
var að ná til með stuttum fyrir-
vara, eru hér staddir sem lík-
menn.
Séra Sigurður var fæddur að
Ytri-Neslöndum við Mývatn í
Suður-Þingeyjarsýslu, 21. apríl
1876. Foreldrar hans voru Sigur-
jón Kristófersson, einn þeirra
bræðra er síðar urðu nafnkunnir
landnáms- og dugnaðarmenn hér
vestan hafs, og kona hans, Helga
Jórunn Jónsdóttir frá Heiðar-
bót í Reykjahverfi, í sömu sýslu.
Þau hjón fluttust vestur um haf
ásamt börnum sínum, Sigurði og
Þorgerði Ólöfu árið 1893 og
settust þau að í Argyle byggð og
dvöldu þar til dánardægurs.
Sigurjón lézt árið 1920, en Helga
1934. Voru þau hjón bæði talin
greind og bókhneigð, og hann
mjög nærfærinn við lækningar,
sem verið hafði einnig Hernit
bróðir hans.
Hugur S i g u r ð a r stefndi
snemma til bóknáms. Gekk hann
í fyrstu á alþýðuskóla sveitar-
innar. Á árunum 1901—1904
stundaði hann nám við Wesley
skólann gamla hér í borginni;
næstu fimm árin var hann við
guðfræðinám við lúterska
prestaskólann í Chicago, unz
hann prestvígðist á kirkjuþingi
vorið 1909. Starfaði hann síðan
á vegum kirkjufélags vors ára-
tugum saman, sem heimatrú-
boðsprestur, en fast prestakall
hafði hann síðast í Church-
bridge, Sask., en þar mun hann
hafa þjónað um tólf ára skeið,
sem eftirmaður séra Jónasar A.
Sigurðssonar. 5. marz 1916 gekk
hann að eiga Þorbjörgu Johnson
frá Árborg, Man.; en samvistir
þeirra urðu skammar, því að hún
létzt árið 1920. Einn sonur hafði
þeim fæðst, Lúter að nafni, sem
nú er búsettur í Vancouver, B.C.
Kom hann í skyndi, er hann
frétti um veikindi föður síns, og
er nú hér staddur. Séra Sigurður
létzt eftir stutta legu af lungna-
bólgu á Victoria spítalanum hér
í borginni á laugardaginn var,
8. janúar 1955.
Þess gerist ekki þörf að gefa
persónulýsingu á þessum látna
vini. Hann var fyrir löngu gjör-
þekktur orðinn á méðal vor. En
er ég hugsa um það orð ritning-
arinnar, sem ég tel tilhlýðilegt
að vér festum í minni við þessa
kveðjuathöfn, koma mér í hug
orð frelsarans, er hann mælti:
Sælir eru hjartahreinir, því að
þeir munu Guð sjá. í þessum
orðum felst bæði yfirlýsing og
fyrirheit; yfirlýsing um það í
hverju hin mesta sæla sé fólgin,
og fyrirheit um hina mestu
blessun sem andi mannsins
þráir, um að fá um síðir að koma
fram fyrir algóðan Guð, og að fá
að dvelja í sæluríkri návist hans.
En engum, sem þekkti séra
Sigurð, mun detta í þug að bera
á móti því að hann var maður
hjartahreinn, eða það sem vér í
daglegu tali nefnum vandaður
og góður maður. Hið hreina
hjartalag mun hann hafa þegið
að erfðum frá foreldrum sínum,
en síðan hafa þroskað það með
sjálfum sér um langa ævi. Hann
ber þessu sjálfur vitni með vali
sínu á lífsstöðu, og hann túlkar
það á vígsludegi sínum, er hann
segir í sjálfsævisögu sinni, sem
þá var lesin: „Brátt skildist mér
það að gáfur, jafnt andlegar sem
líkamlegar, geta eigi orðið að til-
ætluðum notum, nema því að-
eins að þær séu hagnýttar hon-
um til dýrðar, sem gaf þær. Ég
hefi leitast við að fullkomna mig
svo að mér mætti verða nokkuð
ágengt í því efni.“
Um föður Sigurðar er þess
getið í byggðarsögu Argyle sveit-
ar, að hann hafi lagt mikið á
sig til að hjálpa mörgum, og að
hann hafi ekki gert það til fjár.
Um soninn má vissulega segja
hið sama. Hann lagði mikið á
sig, hann leitaðist við að hjálpa
mörgum, og hann gerði það
vissulega ekki til fjár. En sá var
munurinn á kærleiksþjónustu
íöðursins og sonarins, að þjón-
usta föðursins var þegin með
þökkum, vegna þess að menn
kenndu líkamlegra meina sinna,
og voru þakklátir honum, sem af
nærfærni sinni og reynzlu gat
sefað þjáningar þeirra. En um
andlega lækningu, flutning orðs-
ins og þjónustu sakramentanna
er öðru máli að gegna, vegna
þess að allur þorri manna er sér
þess naumast meðvitandi, að
þeir þurfi slíkra hluta með. Það
hefir aldrei verið auðvelt að
vera prestur á meðal Islendinga,
og oft hefir það starf verið mis-
skilið og vanþakkað. Séra Sig-
urður fór þá heldur ekki var-
hluta af misskilningi og van-
þakklæti. Hann varð oft fyrir
barðinu á andlegum hroka-
gikkjum. En allur vantrúar-
vaðall var honum hin sárasta
raun. En öllu slíku tók hann
jafnan með kristilegri auðmýkt
og umburðarlyndi, en bað þá oft
hinnar gömlu bænar: „Snú þú
augum mínum Drottinn, frá því
að horfa á hégóma.“ Löngum
gekk hann á meðal vor, einmana,
heimilislaus að heita mátti, og
blásnauður. En hann vissi það
ofurvel, að þannig var einnig
hlutskipti Meistarans mikla,
lærisveina hans og postula. Hann
taldi það gæfu lífs síns að fá að
feta í fótspor þeirra, þótt þau
væru sjaldnast rósum stráð.
Einkunnarorð séra Sigurðar má
finna í orðum postulans: „Mér
er það fyrir minnstu að vera
dæmdur af yður, eða mannlegu
dómþingi, Drottinn er sá, sem
dæmir mig.“ En þó að dómur al-
mennings um séra Sigurð sem
prest væri á ýmsa lund, eins og
gerist og gengur um presta yfir-
leitt, gat enginn maður fundið
blett eða hrukku á persónulegu
lífi hans. Hann var yfirlætislaus
með öllu, hógvær, hjartahlýr,
bjartsýnn og laus við alla sjálfs-
elsku. Hann var ekki talinn á-
hrifamikill prédikari, en samt
hika ég ekki við að staðhæfa, að
hann var að ýmsu leyti fyrir-
myndar prestur. Hann prédikaði
ekki aðeins á sunnudögum,
heldur alla daga og öllum stund-
um er hann bar trú sinni vitni
með flekklausu líferni sínu og
hreinu hjartalagi.
Séra Sigurður lauk aldrei guð-
fræðinámi sínu; sá prestur er
illa staddur, sem telur sig hafa
lokið því, er hann gengur frá
prófborðinu. Hann var alltaf að
læra. Jafnvel nú, síðustu Srin,
er aldur hafði færzt yfir hann
og hann var hættur prestsskap
að mestu, varð ég þess var í
samtali við hann, og heimsókn-
um til hans, að hann var enn að
reyna að brjóta til mergjar ýms-
ar greinar guðfræðilegra vís-
inda. Einnig leitaðist hann við
að lesa Nýja testamentið á
grísku, og hafði þýzkar fræði-
bækur við hendina, auk þess
sem hann las mikið á móður-
máli sínu, íslenzku, og fylgdist
vel með í bókmenntum stofn-
þjóðar sinnar. Hann var líka
alltaf að vaxa og þroskast, eins
og ýmsar ritgerðir hans frá
seinni árum bera vott um. Ný-
lega gaf hann út smárit, sem
nann nefndi: „Vegferð og vinar-
kveðjur.“ Þar hefir hann sjálfur
flutt húskveðju sína, og kveðju
til samferðamanna sinna yfir-
leitt. Það er margt vel og spak-
lega mælt í þessu litla riti. Ekki
er þar einu orði minnst á hrakn-
ingana, fátæktina og baslið, sem
hann mætti sem farandprestur á
meðal frumbýlinga í ýmsum
sveitum. Hér er svanasöngur
hins trúaða, bjartsýna og góð-
viljaða manns. Á einum stað
segir hann: „Mig langar til að
minnast lítið eitt þeirra, sem
lögðu liljur á leið mína. Til-
gangurinn með smáriti þessu er
að bera vinarkveðju öllum, sem
liðsinntu mér með heilhuga hlý-
leik í orði og verki.“
Allir góðir menn virtu séra
Sigurð sakir mannkosta hans og
einlægni. Einn vinur hans
kvaddi hann eitt sinn með þess-
um vísuorðum:
Gegnum allt þitt starf og stríð
stafar bjartur Ijómi,
ásýnd Jesú angurblíð,
ofar mannadómi.
Fylgi og greiði ófarinn veg
Friðarherrann mildi.
Hann þig leiði hvert eitt stig,
Hann þitt metur gildi.
Vér tökum undir þessi orð.
Vér þökkum. Séra Sigurður
leitaðist um langa ævi við að
leggja liljur trúar, vonar og kær-
leika á leið samferðamanna
sinna. Drottinn gefur ávöxtinn.
Hann mun blessa þennan hjarta-
hreina þjón sinn um alla eilífð,
og veita honum sælu Guðs
barna. —V. J. E.
Advance
Registration
There is every indication that
enrolments for Kindergarten
and Grade I classes in the Win-
nipeg schools will remain high
in September 1955. The records
of the City Health Department
show that in 1950 there were
5045 children born to residents
of Winnipeg. A large percentage
of these children will be eligible
for admission to Kindergarten
in September next. The present
enrolment in Kindergarten
classes is approximately 3550. It
is obvious that this figure could
be much higher in September
next.
Children who have not at-
tended public school Kinder-
garten classes, and who will
reach their sixth birthday by
November 30th, 1955, should be
registered for Grade I.
It will be of great assistance
if parents will register such
children, before April 15th, with
the principal of the school serv-
ing the area where they reside.
Þessar M-H jarðabótavélar eru
gerðar til að endast
509 ONE-WAY DISC endist betur og gerir meiri yfirferð vegna sérstakrar
M-H ROTO-LIFT, sem reisir og lækkar diskana liðugt og vel, en bregst þó aldrei.
Hér eru handa hverjum, sem halda vill jarðvegi sínum í góðu standi nokkrar
MASSEY-HARRIS jarðyrkjuvélar, sem reyndar hafa verið til vinnu—á akrinum!
Lengi áður en þær komu til vélasalans, höfðu þær verið reyndar og lagfærðar
á akrinum upp aftur og aftur eftir þörfum. Þær hafa verið gerðar til að endast
árum saman og til að vera notaðar án bilunar-kostnaðar. Það er því engin
furða, þó vélar þessar geri vinnu sem dáðst er að. Ár eftir ár geturðu reitt þig á
afköst þeirra í að undirbúa jarðveginn fyrir þá mestu uppskeru, sem hann getur
gefið. Umbæturnar sem það gerir á jarðveginum halda honum jafnframt rökum.
Fyrsta sýnishorn: 28 THRASH
KING ný 7 feta vél, er áhald,
sem allra annara hefir reynzt
bezt I þungum jariSvegi, áBur
óbrotnum, sérstaklega gerB fyr-
ir vanalega traktors-stærS á
smærri búum. Einnig eru til 10
til 12 feta stærSir. MikiS úrval
tanna.
AnnaS sýnishorn: 26 WIDE
LEVEL DISC HARROW hefir
einnig Roto-Lift, hina beztu
sem til er búin. Skilur jarð-
veginn eftir vel varinn og
haldandi I sér raka. I 9, 12, 15
feta vldd.
Þriðja sýnishorn: 306 SEED
DRILL. Ágætt hvar sem er til
vinnu. StöSug mekkanisk afl-
lyfta. GerSin varnar of miklu,
engu, eSa of litlu fræi viS
sáningu.
assey-Harris-Ferguson
Toronto. Canada
LIMITED