Lögberg - 17.03.1955, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1955
5
WWWW WWWWWWW WWWWWV ftttfttfl
X ÁIK AMÍI
t\VCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÞRÍTUGASTA OG SJÖTTA ÁRSÞING
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
í Winnipeg 21.—23. febrúar
(Þótt fréttir af þinginu varíi karla jafnt sem konur, leyfi ég mér
aS birta þær í Kvennasíðu Lögbergs í þetta skipti, vegna þess aö mér
vannst ekki tími til a8 skrifa bæSi þær og grein fyrir dálkinn. Vænti
ég þess, a8 enginn misvirði þa8. —I. J.)
Aðsókn að síðasta þingi var
góð, þrátt fyrir hinn mikla
hríðarbyl sólarhringinn áður en
þingið hófst. Sjö deildir sendu
27 erindreka, er fóru með 445 at-
kvæði; auk þeirra voru staddir á
þingi allmargir meðlimir er fóru
með eitt atkvæði hver. Að þessu
sinni sátu á þingi tveir fulltrúar
frá Ströndinni í Vancouver, og
aldrei lætur Dr. Beck frá Grand
Forks sig vanta. Er þakkarvert
hve löng og kostnaðarsöm ferða-
lög þessir menn leggja á sig ár
hvert til þess að vinna að málum
félagsins.
Milliþinganefnd var kosin á
síðasta þingi til að athuga og
leggja fram álit um hvernig
breyta skyldi lögum félagsins til
að tryggja hlut hinna fjarlægari
deilda, er örðugast eiga um
þingsókn. Hafði sv/ nefnd ekki
komist að sameiginlegri niður-
stöðu og lagði fram meirihluta
og minnihluta álit. Spunnust
miklar og langar umræður út af
þessu máli og skoðanir voru
mjög skiptar, var því að lokum
vísað frá. Væntanlega mun þó
stjórnarnefnd félagsins taka
þetta mál til frekari íhugunar
og fyrirgreiðslu, áður en næsta
þing kemur saman.
Skýrslur deilda leiddu í ljós,
að þær höfðu allflestar afkastað
miklu og góðu starfi á árinu.
Skógræktarmálið
Tveir milliþinganefndarmenn
í þessu máli höfðu átt tal við
skógræktarstjóra íslands á s.l.
sumri, er sagði að hlutaðeig-
endur á íslandi vildu fúslega
standa straum af trjáreitnum á
þingvöllum — Minningarlund
Vestur-íslendinga — en kysu
fremur, að fjárframlögum frá
Þjóðræknisfélaginu eða öðrum
aðilum vestan hafs væri varið
til þess að útvega trjáfræ héðan
að vestan. Lagði nefndin til, að
félagið leggði, eftir ástæðum,
fram nokkra fjárupphæð til
frækaupa og hvatti menn til að
styðja málið með frjálsum fram-
lögum og með því að gerast fé-
lagar í Skógræktarfélagi ís-
lands. Nefndin var endurkosin:
Dr. R. Beck, frú Marja Björns-
son og Próf. F. Guðmundsson.
Fræðslumál
Formaður þessarar þingnefnd-
ar, F. Guðmundsson, skýrði frá
að nú væri í vörzlum félagsins
nokkrar birgðir af íslenzkum
kennslubókum í lestri og les-
bókum, er Fræðslumálaskrifstof-
an í Reykjavík hefði góðfúslega
sent vestur; fengjust þær ókeyp-
is. Eru þetta sams konar bækur
og félagið útvegaði fyrir nokkr-
um árum og reyndust vel. Hvatti
nefndin deildirnar til að efna
til skólahalds á komandi ári.
Byggingarmálið
Sex manna milliþinganefnd,
undir forystu frú Bjargar V.
ísfeld, hafði rannsakað málið all
ýtarlega. í skýrslu nefndarinnar
er sagt, að lóð muni fáanleg á
suð-austur horni Toronto og
Sargent gatna, innan tveggja til
Þriggja ára, en hún sé ekki nægi-
lega stór fyrir bæði Samkomu-
hús og bílstæði. Mælti nefndin
með þessari lóð, því annars yrði
að reisa húsið í útjaðri borgar-
innar. Aætlun um kostnað all-
fullkominnar byggingar var
$200,000 til $250,000. Nefndin
lagði fram teikningu, gerða af
húsameistara, af hinu fyrirhug-
aða húsi. Mælti nefndin með því
að Þjóðræknisfélagið seldi bygg-
ingu sína að 652 Home Street og
léti það fé, sem þannig fengist í
byggingasjóð. Að loknum all-
miklum umræðum var kosin
þingnefnd í málið og lagði hún
til að milliþinganefndin yrði
endurkosin og henni leyft að
bæta við sig starfsmönnum; að
néfndinni sé falið að leita fyrir
sér um fjárhagslegar undirtektir
einstaklinga, annað hvort með
frjálsum framlögum eða sem
hluthafar fyrirtækisins; að
stjórnarnefndinni sé heimilið að
leggja fram alt að $250.00 í starfs
kostnað milliþinganefndar. Var
síðasta lið vísað til stjórnar-
nefndar, en hinir samþykktir.
Útgájumál
Forseta hafði borizt bréf frá
formönnúm útgáfunefnda ís-
lenzku vikublaðanna, er fóru
þess á leit að þingið athugaði
framhaldandi útgáfu þessara
blaða og hugmyndina um sam-
einingu þeirra. Útgáfumálaþing-
nefnd lagði til að málinu væri
vísað til væntanlegrar stjórnar-
nefndar til alvarlegrar athugun-
ar og fyrirgreiðslu, sem nauð-
synleg reynist eftir samræður
við hlutaðeigandi útgáfufyrir-
tæki.
Útbreiðslumál
Þingnefndin er fjallaði um
þessi mál mælti eindregið með
því, að félagið skipaði sérstakan
útbreiðslustjóra eins fljótt og
fjárhagslegar ástæður leyfðu;
ennfremur að félagið aðstoðaði
deildirnar við öflun dagskrár-
atriða fyrir fundi þeirra og sam-
komur.
Varðveizla sögulegra gagna
og minjagripa
Séra Eiríkur S. Brynjólfsson
vakti máls á því, að mikið af
ljósmyndum af eldri íslending'
um færu nú í glatkistuna.
Mæltist hann til, að Þjóðræknis-
félagið beitti sér fyrir að safna
slíkum myndum og koma þeim
á öruggan stað, svo sem í ís-
lenzka safnið við Manitoba há-
skóla. Skyldi hvetja fólk til að
skrifa nöfn, ætterni, fæðingar-
daga, heimilisföng og aðrar upp-
lýsingar aftan á myndaspjöldin;
væri hér um mikinn sögulegan
fróðleik að ræða. Ennfremur
vék hann að því, að útfararræð-
um presta ætti einnig að safna
og geyma á öruggum stað, því í
þeim fælist mikill sögulegur
fróðleikur um látna Islendinga,
er hvergi annars staðar væri að
finna. Sagði hann að söfnun
slíkra heimilda væri þegar hafin
á Islandi og þessi gögn geymd á
Þjóðskjalasafni ríkisins. Var
góður rómur gerður að máli séra
Eiríks, enda er það mikilvægt og
aðkallandi. Forseti, Dr. Valdimar
J. Eylands benti á, að margar
merkar íslenzkar bækur færu
forgörðum, þegar eigendur
þeirra féllu frá, og væri einnig
mikilsvert að reyna að safna
þeim og varðveita. Frú Marja
Björnsson sagði, að sér væri
kunnugt um, að margir verð-
mætir minjagripir, svo sem ís-
lenzkir kvenbúningar og skraut-
munir, týndust og eyðilegðust.
Var minjasafnsnefndin endur-
reist og þessar konur skipaðar í
hana: Marja Björnsson, Ingi-
björg Jónsson og Herdís Eiríks-
son.
Samkomur og fundir
Allir starfsfundir voru vel
sóttir og umræður frjálsmann-
legar, enda stjórnað röggsam-
lega af forseta, Dr. Valdimar J.
Eylands. Kaffihlé í. neðri sal
hússins voru skemmtileg. Sung-
ið var af miklu fjöri undir stjórn
séra Eiríks, en frú Lovísa Gísla-
son var við hljóðfærið. Hagyrð-
ingar létu fjúka í kviðlingum.
Kveldsamkomurnar voru og all
vel sóttar. Allar skemmtiskrár
vandaðar, ræðurnar hverri ann-
ari betri, allar fluttar af starf-
andi félagsmönnum í þetta
skipti, nema ræðan á samkomu
Icelandic Canadian félagsins, en
hana flutti Ásmundur dómari
Benson af sinni alkunnu
mælsku; var hún um stefnu
Bandaríkjanna í utanríkismál-
um. Sérstaklega ber að þakka
börnunum frá Nýja íslandi fyrir
yndislegan söng og framsögn á
íslenzku síðasta kveldið og for-
eldrum þeirra fyrir það for
dæmi, er þau gefa með rækt
sinni við íslenzka arfleifð. Ekki
verður hér minst fleiri einstakra
atriða á samkomunum, þó góð
væru, en athygli skal þó dregin
að því, að þeir Dr. Beck, séra
Bragi Friðriksson og Walter
dómari Lindal, hafa tekið að sér
að selja minnismerki um 900 ára
afmæli Skálholtsstaðar og mun
ágóðinn sendur nefndinni á Is-
landi, sem hefir forgöngu um
endurreisn þessa forna helgi-
staðar og hin fyrirhuguðu há-
tíðahöld 1956. Voru fluttar ræð-
ur á öllum samkomunum þessu
máli til fulltingis.
Er óhætt að segja, að þetta 36.
ársþing Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi hafi
verið um alt hið ánægjulegasta.
Ingibjörg Jónsson, ritari
Tízkukóngarnir í París
Þessi grein er ekki beinlínis
konum ætluð, heldur þeim sem
greiða verða klæðnað þeirra, og
búast mæti við að hefðu gaman
af að vita í hvað þeir peningar
fara. Hin miklu frönsku tízku-
fyrirtæki, sem selja nú fram-
leiðslu sína um víða veröld, eru
ekki kölluð mikil að orsaka-
lausu. Þau eru hluti af frönsk-
um stóriðnaði, ein af tíu stærstu
framleiðslugreinum landsins, og
önnur stærsta, ef miðað er við
þær dollaratekjur, sem hún
veitir inn í landið.
I Parísarborg einni hafa átta
þúsundir manna atvinnu við
tízkuiðnað. Stærsta tízkufyrir-
tækið, DIOR, veitir. 950 manns
atvinnu, þar af þó aðeins 250
saumakonum, en meðalstór fyr-
irtæki, eins og Lanvin-Sastillo,
hafa 350 manns í þjónustu sinni.
Fjárfestingin í hinum nýju vor-
klæðnuðum nemur um sextíu
milljónum króna og slík fjár-
fésting þýðir gróða eða gjald-
þrot fyrir viðkomandi fyrirtæki,
þar eð gera má ráða fyrir að
að minnsta kosti 25% seljist
ekki.
Hver gerð klæða út af fyrir
sig kostar of fjár, og þó verður
kostnaðurinn alltaf meiri en
söluverðið. Vandaðasta gerð af
kvenklæðnaði kostaði til dæmis
í fyrra tuttugu þúsund krónur í
framleiðslu, en söluverðið nam
þó aðeins ellefu þúsund krónum,
og ekki var selt nema eitt „ein-
tak“ af þeirri gerð.
Hallinn er greiddur með því
fé, sem fæst fyrir réttinn á að
gera eftirlíkingar af hverri ein-
Ötull útvörður íslenzkra bókmennta
Hans Hylen, skólastjóri og
skáld í Sauðá (Sauda) í Roga-
landi, er, eins og löngu er kunn-
ugt, mikill íslandsvinur og að-
dáandi bókmennta vorra; hefir
hann einnig ríkulega sýnt það
í verki með þýðingum sínum úr
þeim á nýnorsku, bæði ljóðum
og sögum. Þó kominn sé hátt á
áttræðisaldur, heldur hann
ótrauður áfram því ágæta kynn-
ingarstarfi sínu í þágu lands
vors og þjóðar, eins og tvö jóla-
hefti á nýnorsku, sem mér hafa
nýlega borizt í hendur, bera
fagurt vitni.
I jólaritinu Bondens Jul — en
þar birti hann í fyrra prýðilega
þýðingu á merkiskvæði Steph-
ans G. „Við verkalok“ — kom
síðastliðið haust út eftir Hylen
vönduð þýðing af smásögu
(„Tape eigneluter“) eftir Elin-
borgu Lárusdóttur skáldkonu,
og nær þýðandi þar prýðisvel
efni og anda frumsögunnar.
Eigi hefir Hylen þó látið þar
við lenda. I öðru fallegu og víð-
lesnu jólariti á nýnorsku, Norsk
Jul, sem einnig er gefið út í
Osló, var prentuð um sama leyti
snjöll þýðing hans á snilldar-
kvæði Jónasar Hallgrímssonar
„Ferðalok", og fylgir þýðandinn
henni úr hlaði með gagnorðri
skýringu um tildrög kvæðisins.
Skulu hér tekin upp nokkur
erindi þessa fullfagra og hjarta-
heita kvæðis og síðan þýðing
þeirra á nýnorskunni, til þess að
gefa lesendum sýnishorn þess,
hvernig þýðingin hljóma* á
þessu náskylda máli íslenzkunni
og þá um leið nokkurn vitnis-
burð þess, hvernig þýðandinn
hefir leyst verk sitt af hendi:
Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð.
Knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.
Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkar skildu.
Dogg það við hugðum,
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Paa fjellet me plukka
me tvo saman
blom í höge lid.
Kransar eg knytte
og la i fanget ditt
Ijuvlege gaavor.
Gode blomealvar
gret daa i gropi,
skyna me laut skiljast.
Det tok me for dogg,
og dropar kalde
or krossgraset kysste.
Himmelromet skil
dei höge klotar,
knivsblad skil bakke og egg.
Men aander som elskar
kan ævelengdi
aldrei meir skilja.
stakri gerð. Það eru einkum
bandarísk fyrirtæki, sem fram-
leiða „lagersaumaðan" kven-
fatnað, sem kaupa eftirlíkinga-
réttinn. Fulltrúar slíkra fyrir-
tækja verða á stundum að
greiða allt að því tuttugu þús-
und krónur, aðeins fyrir það að
fá að skoða nýja gerð af slík-
um fatnaði, og ef þeir kaupa eitt
„eintak“ af slíkri gerð, verða
þeir- að greiða þrefalt verð fyrir.
35% af allri tízkuframleiðslu
Diors fer til slíkra kaupenda, en
um 25% af framleiðslu Lanvin-
Castello.
Þrátt fyrir það verða það þó
alltaf einkaupendurnir, sem allt
veltur á. Þeir kaupa venjulega
sem svarar 65—75% af fram-
leiðslunni. Þótt einkennilegt
kunni að virðast, eru það
frönsku konurnar, sem mest
kaupa. Jafnvel Dior, sem ræður
mestu á alþjóðlegum markaði,
segir, að um 60% af einkavið'
skiptavinum hans séu franskar
konur, þar næst koma Banda-
ríkjamenn og síðan Svisslend-
ingar, Belgir, ítalir og Bretar.
Fyrirtækin virðast hafa náð
samkomulagi um skipti á mark-
aðinum. Balenciaga, sem nú er
þriðja stærsta tízkufyrirtækið á
Frakklandi, virðist einkum hafa
ráð yfir franska markaðinum,
Lanvin-Castillo flytur fram-
leiðslu sína fyrst og fremst til
Suður-Ameríku og Dessé til
Austurlanda. Þau markaðslönd
eru þó dálítið hættuleg við að
fást, — til dæmis er sagt, að tvö
frönsk tízkufyrirtæki hafi orðið
gjaldþrota, er Faruk var steypt
af konungsstóli í Egyptalandi.
Annars hafa tízkuhúsin ekki
ýkja mikinn áhuga á ríkum og
tignum viðskiptavinum. Þeir
eru fyrst og fremst taldir kröfu-
frekir og duttlungafullir, en auk
þess hættir þeim við að gleyma
að borga .Það gerðist hjá tízku-
fyrirtækinu Faith síðastliðið ár,
að sama konan keypti fatnað
fyrir sex hundruð þúsund krón-
ur á einum og sama degi, en þó
telur fyrirtækið beztu viðskipta-
vini sína og öruggustu úr hópi
efnaðri miðstéttarmanna. Flest-
ar þær konur eru franskar, á
aldrinum 30—45 ára, og kaupa
að jafnaði fatnað fyrir um fimm-
tíu þúsund krónur árlega.
Gerð og snið flestra kven-
klæða er því fyrst og fremst
miðað við slíka viðskiptavini.
Skrautlegir kjólar eru öllu held-
ur fyrir ungar og glæsilegar
stúlkur, en þar sem tízkufyrir-
tækin telja ekki mikið upp úr
viðskiptum við þær að hafa, er
aðaláherzlan lögð á framleiðslu
látlausra hversdagsklæða, sem
seld eru á níu til tólf þúsund
krónur.
Hin fornfrægu tízkufyrirtæki,
sem aðeins fengust við fram-
leiðslu á glæsilegum tízkufatn-
aði, eiga því erfitt uppdráttar.
Auk þess eiga þau við sam-
kepnni úr tveim áttum að stríða.
Bæði í Rómaborg og Madrid
hafa risið upp tízkufyrirtæki,
sem þegar hafa reynzt þeim
frönsku skæðir keppinautar.
Auk þess eru það fyrirtæki, sem
selja vandaðan tilbúinn fatnað,
og ná til sín viðskiptavinum frá
þeim fyrirtækjum, sem aðeins
sauma klæðnað eftir máli.
Tízkufyrirtækin verða því að
skapa sér öruggan rekstrar-
grundvöll með því að verzla
með aðrar vörur, svo sem skó,
hatta, sokka, hanzka og ilmvötn.
Dior selur til dæmis nylonsokka
í milljónatali, og hefir sett á
stofn sokkaverksmiðjur og sokka
verzlanir í New York og Vene-
zuela.
En fyrst og fremst freista
tízkukonungarnir að fá fjármála
jöfrana til liðs við sig. Dior á
til dæmis ekki fyrirtæki það,
sem við hann er kennt, heldur
Marcel nokkur Boussac, sem
ræður yfir því nær helmingi
allrar franskrar vefnaðarvöru-
framleiðslu. önnur tízkufyrir-
tæki hafa síðan farið að dæmi
Diors. Sumir þessara iðjuhölda
eiga og stórblöð, svo hægt er um
heimatökin varðandi beina og
óbeina auglýsingastarfsemi. Til
dæmis á Prouvost, sá er stendur
á bak við Faith tízkuhúsið,
Parísarblöðin Figaro og Paris
Match, auk kvikmyndatímarits-
ins Marie-Clare. Dior er talinn
hafa skipulagt fyrirtæki sitt
bezt, auk þess sem hann hefir
mest fjármagn á bak við sig. En
fjármagn þetta er þó ekki orsök
þess, að hann er sjálfkjörinn
konungur í ríki tízkunnar . . .
heldur hitt, að hann er allra
manna hugmyndaríkastur.
-Alþbl., 18. febr.
Ætla ég, að slíkur samanburð-
ur á frumkvæðinu og þýðing-
unni í heild sinni leiði það ótví-
rætt í ljós, að högum höndum
er þar farið um þetta ljúflings-
ljóð hins ástsæla þjóðskálds vors,
enda er Hylen sjálfur skáld gott,
svo sem kvæðabækur hans sýna
deginum ljósar, og önnur kvæði
hans, er síðar hafa á prent
komið.
Skuldum við íslendingar
mönnum eins og Hans Hylen
miklar þakkir fyrir þýðingar-
starf þeirra. Þeir eru landnáms-
menn bókmennta vorra og
menningar á erlendum vett-
vangi.
Richard Beck
FOR SALE
Fishing station, buildings and
office at Gimli. Owned by Bond
Fisheries.
Apply:
Violet Einarson — Gimli, Man.
Twelfth Annual
VIKING BANQUET
and BALL
Friday, March 25 — 6:30 p.m.
RANCHO DON CARLOS
650 Pembina Highway
Speaker:
Mayor G. Thoroddsen
of Reykjavik, Iceland
Adm. $3.50 — Dance only $1.50
Reserve Early!
■
. p v' §m
LÆGSTU fargjöld til ÍSLANDS
Douglas Skymasters, er 7 norrænir menn æfðir í Banda-
ríkjunum stjórna, tryggja yður þægindi, öryggi og vin-
gjarnlega aðbúð.
C. A. B. vottfest . . . reglubundið áætlunarflug frá New York
til ÍSLANDS. NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR og
ÞÝZKALANDS.
Bein sambönd við öll Evrópulönd.
Kaupið far hjá ferðaskrifstofu yðar
n r~) n
ICELAMDICl AIRLINES
ulAm±j
X
15 West 47th Street, Nevv Yorh 36
PL 7-8585
BRÚÐUR
StœrB: 11"
$4.00
Ver8:
glæsilegum íslenzkum þjóðbúningum
(Skaut og upphlutur)
Sendið pantanir til
zMariu Olasson
c/o H. RÓTSDÓTTIR
CONSULATE GENERAL OF ICELAND
50 Broad St., New York, N. Y.
(Burðargjald innifalið)
Stær8: 11"
Ver8: $3.00