Lögberg - 31.03.1955, Side 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. MARZ, 1955
EINAR SIGURFINNSSON:
ÁVARP
flulí á Skálholtshálíð
18. júlí. 1354
Lifi minning liðins tíma,
langt um meir þó tímans starf.
Lifi og blessist lífsins glíma,
leyfi framtíð göfgan arf.
Hverfi ofdrambs heimskuvíma,
hefjist magn til alls er þarf.
Lifi og blessist lífsins glíma,
lifi og blessist göfugt starf.
H. Hafst.
Heiðruðu hátíðargestir! Mér
er ljúft að ávarpa ykkur fáum
orðum á þessum helga stað.
Um upphaf varanlegrar manna
vistar á Skálholti er tjáð í forn-
um ritum á þessa leið:
„Gissur hinn hvíti færði bú
sitt í Skálholt frá Höfða. Hann
lagði allan hug á að styrkja
kristni í landinu. Hann sendi Is-
leif son sinn í skóla suður til Sax
JUMBO PUMPKIN
Risajurt, sem unnið hefir mörg
verölaun á sýningum, getur orð-
ið um 100 hundrað pund á
þyngd. Endingargöð, ágæt til
gripafóðurs og eins í skorpu-
steik. (Pakkinn 15c) (únza 30c)
póstf rítt.
Alveg cinstakt fa-ðujurta,safn.
Jumbo Pumkin, Jumbo Cab-
bage, Ground Cherry, Garden
Huckleberry, Ground Almonds,
Japanese Giant Radish, China
I.ong Cucumber, Yard Long
Bean, Guinea Butter Vine, Vine
Peach, allar þessar 10 tegundir
auðgrónar og nytsamar. Verð-
gildi $1.60 fyrir $1.00 póstfrítt.
lands. En er hann (þ.e. Isl.) kom
til Islands, kvæntist hann JDöllu
Þorvaldsdóttur, þeirra son var
Gissur, svo og Teitur í Haukadal
og Þorvaldur. Landsmenn sáu,
að ísleifur var ágætur klerkur,
og þeir báðu hann að fara utan
og láta vígjast til biskups, og lét
hann tilleiðast. ísleifur var bisk-
,up í fjóra vetur og tuttugu. Eftir
lát ísleifs biskups báðu lands-
menn Gissur son hans að taka
blskupsvígslu. Hann fór utan og
var vígður tveimur vetrum eftir
lát ísleifs biskups.
Gissur biskup var svo ástsæll
af landsmönnum, að hver maður
vildi hans boði og banni hlýða.
Gissur biskup lagði þau lög á,
að stóll biskups þess, er á Islandi
væri, skyldi ávallt vera í Skál-
holti, og hann lagði þar til stóls-
ins landið heims og mörg önnur
auðæfi í löndum og lausum
aurum.“
Þannig segir Kristnisaga frá
upphafi blskupsdóms á landi hér
og staðsetningu biskupsstóls hér
í Skálholti, og samhljóða frásögn
stendur í Islendingabók.
Eins og kunnugt er héldu þess
ir feðgar, Isleifur og Gissur,
skóla hér á staðnum og kenndu
bændasonum þau fræði, sem til
prestskapar þurfti, og reis þann-
ig upp menntasetur á staðnum,
samhliða biskupsstólnum. Ann-
an skóla stoínaði Teitur í Hauka
dal, bróðir Gissurar biskups.
Hann var og einn hinn ágætasti
meður og lærður vel.
Á þessum tíma voru því tveir
menntaskólar hér í Biskupstung
um. Við báða þessa skóla gátu
menn fengið þá menntun, sem
fullnægjandi var til klerkdóms
og kennslustarfa.
Þannig var það hin kristna
kirkja — jafnskjótt og hún
komst í nokkurn veginn fastar
skorður hér \ landi — sem gerð-
ist brautryðjandi í menntamál-
um þjóðarinnar. Þessi unga
stofnun hlaut af Guðs náð þá
SÍÐAN 1910
Canadískir menn bera traust til
Tip Top Tailors elztu og stærstu
fatagerðarinnar í Canada. Tip
Top föt, sniðin eftir máli,
njóta mestrar hylli í Can-
' ada vegna sniðs, gæða og
== endingar. Spyrjist fyr
ir hjá nágranna yðar
hann veitir svarið.
Beztu
f&t f
Canada,
sem fáanleg eru.
Avalt Tip Top búð
í grendinni.
r 3/
Tip
Top
tailors
gæfu, að ágætir menn urðu þar
til forustu, sem mörkuðu leiðina
í aðalatriðum, vörðuðu veginn,
ef svo mætti segja, og lögðu
undirstöðuna trausta og góða,
sem síðan hefur verið byggt ofan
á í mennta- og menningarmálum
þjóðar vorrar.
Og hin kristna kirkja hefur
um aldirnar, sem síðan eru liðn-
ar, átt drýgstan og blessunarrík-
astan þátt í menntun og menn-
ingu á landi hér. Hún varð fljótt
og var lengi ríki í ríkinu, sjálf-
Stæð stofnun, sem stjórnað var á
hverjum tíma af hinum mestu
og beztu sonum þjóðarinnar, og
í starfsliði hennar — prestastétt
inni — hafa jafnan verið braut-
ryðjendur í menningar og at-
vinnumálum. Menn, sem hafa
haldið uppi sóma lands og þjóð-
ar og verið blysberar kynslóð-
anna.
Þessu verður ekki með rökum
í móti mælt, þó að hin óheilla-
vænlega efnishyggja nútímans
vilji mjög snúa mönnum frá
kirkju og kristnihaldi.
Um 7 alda skeið var mestum
hluta kristindóms og kirkjumála
stjórnað héðan frá Skálholti. Þar
sátu á biskupsstóli margir ágæt-
ir menn. Höfðingjar, sem létu
sér mjög annt um stofnun þá,
sem þeim var trúað fyrir —
kirkju landsins. Hér í Skálholti
var höfuðstaður landsins. Þaðan
var stjórnað andlegum málum
mikils meirihluta íslenzku þjóð-
arinnar og að talsverðu leyti
e i n n i g veraldlegum málum.
Kirkjan — þ. e. húsið, sem upp-
haflega var reist á staðnum —
hrörnaði, en var jafnan endur-
bætt og reist að nýju, ef hún féll
eða brann, sem fyrir kom.
Skálholtskirkja var dómkirkja,
vígð Pétri postula. Hún var höf-
uðkirkja landsins, brátt auðug
að löndum og lausafé og búin
fögrum og dýrum gripum.
Um síðaskiptin var hún að
vísu rúin og rænd mörgum dýr-
gripum og miklum eignum, en
hélt samt sem áður nafni sínu
og höfuðforustu. Mikilhæfir
menn sátu að stóli sem áður.
Menn, sem stjórnuðu kirkju og
kristindómsmálum með rögg og
skörungsskap.
En svo fór, að kúgun erlends
valds drepur í dróma þrek og
framtak landsmanna, svo að
þeir verða að taka með þögn
hverri lögleysu, sem á þeim er
framin. Þá er gjafabréf og lög
Gissurar Isleifssonar að engu
virt. Biskupsstóllinn er fluttur
og Skálholtsdómkirkja afmáð
sem slík. Þá verða hús og lendur
staðarins einstaklingseign og lítt
er hirt um veg og gengi eða útlit
staðar og kirkju. 1 því efni sígur
lengi á ógæfuhlið, og ekki batn-
ar, þótt ríkið eignist Skálholt
með gögnum þess og gæðum og
væntu þá margir, að gott myndi
leiða af þeim eigendaskiptum.
Á síðustu árum hefur ýmsum
áhugamönnum ofboðið meðferð
þessa helga staðar, og nokkrir
þeirra hafa bundizt samtökum
og stofnað félag, honum til við-
reisnar, og hafa stórvirki í huga.
Og alþingi og ríkisstjórn hefur
nú rumskað og mun væntanlega
veita ríflegan stuðning, svo sem
skylt er. En „Róm var ekki
byggð á einum degi.“ Péturs-
kirkja í Skálholti verður ekki
uppbyggð að nýju á skammri
stundu. En viljinn er máttur, og
sameinaðir kraftar, sem beitt er
í Guðs trausti og Guðs nafni,
geta gert kraftaverk. Og sá er
tilgangurinn með samkQmunni í
dag, að samstilla hugina, að
vekja vilja góðra manna, til að
leggja lið því þjóðþarfaverki,
sem hér þarf að vinna. Þjóðar-
heiður liggur við, að helgidómi,
slíkum sem þessi staður er, sé
sýndur sá sómi, sem hæfir for-
sögu hans.
Ég sagði, að Skálholtsfélagið
hefði stórvirki í huga. Já, hér
duga engar smávegis umbætur.
Hér er allt í rústum. Alt verður
því að reisa að nýju frá grunni.
Fyrst er kirkjan sjálf, Skálholts-
dómkirkja, endurbyggð á sínum
forna grunni og sem líkust því,
sem hún hefur fegurst verið.
íbúðarhús handa biskupi, sókn-
arpresti og öðrum þeim, er á
staðnum búa. Margt fleira þarf
að gera hér og verður gert smátt
og smátt.
En við sem nú lifum, verðum
að byrja. Níu alda afmæli bisk-
upsstólsins er skammt undan.
Þá verður hér mjög gestkvæmt.
Þá verður að sjást myndarleg
byrjun og glögg merki þess,
hvert stefnt er og stefna á.
Gestir góðir! Staðurinn, sem
vér stöndum á, er heilög jörð.
Hér hefur h 1 j ó m a ð vígðra
klukkna hljómur oft og lengi, og
þeir hljómar hafa laðað og kall-
að fólk til helgra tíða. Hér hafa
helgir söngvar ómað ótal sinn-
um, Guði allsherjar til lofs og
dýrðar og ótelj"andi mannahjört-
um til huggunar og harmaléttis.
Héðan hafa bænarandvörp og
blessunaróskir stigið frá ótelj-
andi fjölda ungra og aldinna,
upp að hástóli herrans Krists.
Hér eru hvarvetna dulin spor
mikilmenna og kirkjuhöfðingja.
Á slíkum stað er hollt og heil-
brigt að taka ákvörðun. Að
vinna heit, hátt eða í hljóði.
Heita því, að leggja lið því máli,
sem hér er um rætt, uppbygg-
ingu og endurreisn Skálholts-
staðar og kirkju. Að leggja þótt
ekki sé nema lítið korn í þann
mæli, sem fullur þarf að verða
til þess að sögulegum heiðri
þessa staðar sé borgið á viðhlít-
andi hátt.
Hafið þökk fyrir hingaðkom-
una.
Hljótið öll blessun Drottins.
— Heimilisblaðið
Vaxandi trúaróhugi meðal
brezkra hóskólakennara
í gær kom hingað til lands
góður gestur frá Englandi.
Er það Arnold S. Aldís, sem
er kennari í skurðlækning-
um við háskóla Wales í Car-
diff. Kemur hann hingað á
vegum kristilegsfélags stúd-
enta til að halda hér fyrir-
lestar um trúmál og vísindi.
Blaðmenn ræddu við Aldis í
gær, en hann er einkar viðkunn-
anlegur og skemmtilegur maður,
sem víða hefir farið. Hann lauk
prófi í grasafræði og lífeðlis-
fræði, áður en hann háf læknis-
fræðinám, en er sonur kristni-
boðshjóna, er lengi dvöldu í
Kína og er fæddur austur þar.
Hann er vinsæll fyrirlesari og
hefir mikið látið trúmál til sín
taka og farið til fyrirlestrahalds
á vegum kristilegra félaga á
Norðurlöndum og víðar um Evr-
ópu, og einnig til Bandaríkjanna
og Kanada, þar sem hann flutti
jafnframt fyrirlestra við háskóla
í vísindagrein sinni skurðlækn-
ingum.
Hinn brezki fyrirlesari mun
WESTINGHOUSE 21" TV...
Gerir skýrustu myndir, sem
hægt er að hugsa sér!
Þarna eru myndir sem að kveður þegar um kaup á
sjónvarpstæki (T. V.) er að ræða. Westinghouse
gerir skýrastar, bjartastar og stærstar myndir —
jafnvel í umhverfi, sem viðtaka er erfið. Hinn
sérstaki nýi stillir í hverju Westinghouse sjón-
varpstæki, gefur greinilegri myndir með minni
„snjó.“ Kjósið Westinghouse, það er trygging sjón-
varpskaupum yðar.
AÐ VIÐBÆTTU ÖLLU ÞESSU
Fögur gerð
prýði hverrar stofu. Temprarar eru á hliðunum til
þess að áhaldið haldi sem beztu útliti.
Stærstu myndir
Canada stærsta, bjartasta, skýrasta sjónvarpstæki
. . . aluminerað til meiri fullkomunar.
Fullkomnust hljómbrigði
Fylstu tónbrigði og öryggi með stóru konsert-horni
VOU CAN SE SURE...IF ITÍ
Sjáið þetta nýjasta undur Model
2V2K í næstu búð í dag — úr
valhnotu, eða ljósum við.
Wfestindiouse
dvelja hér á landi þar til 5. marz
og halda marga fyrirlestra fyrir
almenning í húsi K. F. U. M. á
Gamla garði, í dómkirkjunni og
hátíðasal háskólans. Auk þess í
ýmsum framhladsskólum. Séra
Jóhann Hannesson verður túlk-
ur á fyrirlestrunum.
Fyrirlestrar hans munu aðal-
lega fjalla um afstöðu vísind-
anna gagnvart kristinni trú og
mun hann svara þeirri spurn-
ingu hvort vísindin hafi rýrt
gildi trúarinnar.
Arnold Aldis, sagði á blaða-
mannafundinum í gær, að trúar-
áhugi hefði aukizt mjög á Bret-
landi frá lokum styrjaldarinnar
og væri víða mikill fjöldi há-
skólanemenda í kristilegum fé-
lögum.
Einnig gætir þess mjög þar í
landi að læknar snúa ekki baki
við kristinni trú, heldur leita sér
og sjúklingum sínum aukins
trausts í trúnni. Eru um 1000
læknar í félagsskap, sem að þess
um málefnum vinnur, enda er
mönnum þar í landi nú að verða
það ljósara en áður, að til er
traustur lækningamáttur í fleiru
en meðölum og aðgerðum, enda
útbreidd skoðun að lækaaar þurfi
að sinna meira, en gert er þeim
þætti starfsins, er snýr að hinu
innra lífi hvers manns og geta
þannig veitt huggun og hjálp,
sem ekki verður veitt með með-
alablöndu, eða skurðhníf.
— TIMINN 23. febr.
Lesið Lögberg
Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL
Heimili 686 Banning Street.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆ •
Lúterska kirkjan í Selkirk
Pálmasunnudag:
Ensk messa kl. 11. árd. Sunnu-
dagaskóli kl. 12. íslenzk messa
kl. 7. síðd.
Föstudaginn langa
Föstuguðsþjónusta kl. 3
síðd.
Páskadaginn:
Ensk messa kl. 11 árd. Altaris-
ganga safnaðarins. Islenzk há-
tíðamessa kl. 7 síðd.
Fólk boðið og velkomið.
S. Ólafsson
ÍSLENZKAR HLJÓMPLÖTUR
sungnar af
Karlakór Reykjavíkur, Stefáno
íslandi, S m á r a Kvartettinn,
Elsa Sigfúss, Guðmundur Jóns-
son, María Markan, M. A. Kvart-
ettinn, Einar Kristjánsson, Hauk
ur Morthens.
fást í
Björnsson's Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg 3, Man.
☆
Stúkan Hekla, I. O. G. T. held-
ur næsta fund sinn þriðjudag-
inn 5. apríl, á venjulegum stað
og tíma.
CrissXCross
(Patentod 1945)
French Shorts
Fara alveg sérstaklega vel, meö
teygjubandi um mittiö — einka-
leyfÖ — knept meösjalfvirku
“Criss x Cross’’ aö framan, er
hið bezta lltur út, búið til úr
efnisgóðri k e m b d r i bómull.
Auðþvegin . . . engin strauing
. . . sézt lltið á vjð brúkun . . .
Jersey er við á.
LÆGSTU fargjöld til ÍSLANDS
Douglas Skymasters, er 7 norrænir menn æfðir í Banda-
ríkjunum stjórna, tryggja yður þægindi, öryggi og vin-
gjarnlega aðbúð.
C. A. B. vottfest... reglubundið áætlunarflug frá New York
til ÍSLANDS, NOREGS, SVÍÞJÓÐAR, DANMERKUR og
•ÞÝZKALANDS.
Bein sambönd við öll Evrópulönd.
Kaupið far hjá ferðaskrifstofu yðar
n /—\ n
ICELANDIO AIRLINES
U/AlUo
15 West 47th Street, New Yark 36
Pl 7-8585