Lögberg - 14.04.1955, Page 1

Lögberg - 14.04.1955, Page 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILYERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. APRÍL 1955 NÚMER 15 Gagnkvæm hópferð milli Reykjavíkur og Winnipeg Borgarstjórahjónin í Reykjavík boðin velkomin á jlugvellinum í Grand Forks, N. Dakota. Frá vinstri til hægri: Dr. Richard Beck, ræðismaður Jslands í Norður-Dakota; Mrs. Bertha Beck; frú Vala Thoroddsen; Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykjavík; Oscar Lunseth, borgarstjóri í Grand Forks; og dr. George W. Starcher, forseti ríkisháskólans í N. Dakota (University of N. Dakota). Heimsókn borgarstjórahjónanna í Reykjavík til Grand Forks, N.D., var minnistæður viðburður Þar sem enn hafa eigi borizt endanlegar upplýsingar um fargjaldið, sem þó munu væntanlegar innan fárra daga, þykir rétt að endur- prenta grein þá, er birtist í Lögbergi 31. marz síðastl. Þrír áhugamenn í Winnipeg, flugfélagið Loftleiðir og ferða- skrifstofan Orlof í Reykjavík, hafa síðan fyrir jól verið að at- huga möguleika á gagnkvæmri hópferð flugleiðis milli Reykja- víkur og Winnipeg á sumri komanda. Er nú málið komið á þann rekspöl, að ákveðið hefur verið að auglýsa slíka för á vegum ferðaskrifstofunnar Or- lofs bæði austan hafs og vestan. Áætlaður farartími verður sem hér segir: Hópur frá íslandi 12. júní, brottför frá Reykja- vík. — 13. júní, komið til Winni- peg, eftir um 19 stunda flug. Sami hópur flýgur frá Winni- peg 2. ágúst, komið til Reykja- víkur 3. ágúst. Hópferð Veslur-íslendinga til íslands 14. júní, brottför frá Winni- peg. —15. júní, komið til Reykja- víkur. On Post Graduate Scholarship Dr. George Johnson, M.D., of Gimli ,Manitoba has been given a scholarship to attend a special post graduate course at the Lankenau Hospital in Phila- delphia, Pennsylvania from April 20 to April 23rd. He and Mrs. Johnson will be leaving for the East Coast on Monday April 18th. This scholarship was offered to him by the Board of Social Missions of the United Lutheran Church in America in recognition of the outstanding service that he has rendered to aged people through his position as Staff Physician of the Ice- landic Home for the Aged, Betel, in Gimli. He will be taking a special course on “Stress and Aging” which is part of a pro- gram that will precede the meeting of the American Col- lege of Physicians. Along with three American Physicians, Dr. George Johnson is the only Canadian being offered this scholarship which comes also as an honor to the Home for the Aged which he serves and which has rendered a remarkable ser- vice to the cause of aged people for the past forty years. 30. júlí, brottför frá Reykja- vík. — 31. júlí, komið til Winni- Peg- Verður hér því nálega um 7 vikna ferð að ræða. í ráði er að skipuleggja 3—4 daga ferð (auk annarra ferða, ef menn kjósa það) um nærsveitir Reykjavíkur fyrir hóp þann, er héðan færi til Islands. Yrði sú för farin rétt eftir komuna þangað, en þó örugglega dvalist í Reykjavík á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní. Svipuð ferð verður og skipu- lögð um næstu íslendingabyggð- ir og víðar um Manitoba fyrir hóp þann, er frá Jslandi kæmi, en lengri ferð, t. d. vestur að hafi, fyrir þá, er þess óskuðu. Allar þessar ferðir yrðu farnar á vegum ferðaskrifstofunnar Orlofs, er samband hefur við ferðaskrifstofur um allan heim. Þessi frásögn er aðeins til að vekja athygli á ferðinni, svo að menn geti þegar farið að hugsa sér til hreyfings. Ég undirritaður hef tekið að mér að afla þátttakenda vestan hafs og bið ég menn því að hafa beint samband við mig, þegar þar að kemur. Þeir Jakob Krist- jánsson og Finnbogi Guðmunds- son hafa unnið að undirbúningi með mér og munu veita mér að- stoð eftir því, sem á reynir. Vitað er, að talsverður áhugi er á íslandi á hópferð vestur og vonandi, að áhugi á Islandsferð héðan verði ekki minni. Gagn- kvæm hópferð er í senn skemmtilegasta og verklegasta leðin til aukinna kynna milli Is- lendinga vestan hafs og austan að ógleymdum þeim þægindum og sparnaði, sem vinnast hlýtur við slík samtök. Veitið athygli frekari greinar- gerð í næstu blöðum. THOR VIKING, Forsetahjónin heimsækja Noreg í vor Ráðgert, að M.s. GULLFOSS flytji forseta og frú hans til Osló; munu þau dvelja þar í tvo daga Afráðið er nú, að forseta- hjónin fari í opinbera heim- sókn til Noregs í maímánuði í vor. Er ráðgert, að M.s. Gullfoss flytji forseta og og frú hans til Osló, en að lokinni tveggja daga dvöl þar, munu forsetahjónin ferðast um Noreg í boði norsku ríkisstjórnarinnar. Fréttatilkynning frá skrif- stofu forseta Islands fer hér á eftir: Féll niður á s.l. ári „Eins og kunnugt er, ætluðu forseti Islands og frú hans að heimsækja Noreg, ásamt hinum Norðurlöndunum, á síðastliðnu ári, en sökum hins sviplega frá- falls Mörthu krónprinsessu varð ekki af hinni opinberu heim- sókn þá. Hefur nú verið ákveðið, að forsetahjónin komi í opinbera heimsókn til Noregskonungs hinn 25. maí næstkomandi. Ráðgert er, að M.s. Gullfoss flytji forseta og frú hans til Osló, en að lokinni hinni opin- beru heimsókn þar 27. maí, munu forsetahjónin ferðast um Noreg í boði norsku ríkisstjórn- arinnar.“ —Alþbl., 12. marz Eftir rúma hálfrar annarrar viku dvöl á slóðum Islendinga í Manitoba komu þau Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri í Reykjavík, og frú Vala Thor- oddsen, með flugvél frá Winni- peg til Grand Forks, N. Dakota, snemma dags þriðjudaginn 5. apríl. Á flugvellinum tóku á móti hinum kærkomnu gestum þeir heri’a Oscar Lunseth, borg- arstjóri í Grand Forks, dr. George W. Starcher, forseti ríkisháskólans í N. Dakota (University of N. Dakota), dr. Richard Beck, ræðismaður Is- lands þar í ríkinu, og frú Bertha Beck. Að móttökuathöfninni jol^ inni, var ekið beint til Dacotah Hotel, þar sem borgarstjóra- hjónin höfðu dvalarstað, meðan þau voru í Grand Forks. Rak nú hver atburðurinn annan. Kl. 11 f. h. hélt Gunnar borg- arstjóri fyrirlestur í lagaskóla ríkisháskólans fyrir fjölmenn- um áheyrendahópi háskólakenn- ara og stúdenta. Skólastjóri lagaskólans, dr. Olaf H. Thor- modsgard, stýrði samkomunni og kvaddi ræðismann íslands til að kynna fyrirlesarann. Flutti borgarstjóri því næst ítarlegt og fræðimannlegt erindi um Al- þingi hið forna; fór þar saman prýðileg efnismeðferð og sam- bærilegur flutningur, enda var fyrirlesarinn örlátlega hylltur í ræðulok, og þakkaði skólastjóri honum komuna og hið gagn- merka erindi hans fögrum orð- um. Hafa margir háskólakennar- ar og stúdentar einnig farið miklum lofs- og þakkarorðum um fyrirlesturinn í samtali við höfund þessarar greinar. Að loknum fyrirlestrinum var Gunnar borgarstjóri heiðurs- gestur og ræðumaður í miðdegis- verði og á vikulegum fundi Rotaryklúbbsins í Grand Forks, er var mjög fjölsóttur, enda hafði ýmsum utanfélagsmönn- um verið sérstaklega boðið til þess að hlýða á ræðumann og kynnast honum. Gat nú að líta á fundinum fjölda fremstu og kunnustu manna Grand Forks borgar á ýmsum sviðum. Stjórn skemmtiskrár hafði með hönd- um Paul Benson lögfræðingur, fyrrv. dómsmálaráðherra í N. Dakota. Lundseth borgarstjóri í Grand Forks bauð hinn reykvíska em- bættisbróður sinn velkominn með hlýjum orðum og bað hann síðan fyrir vinsamlegar kveðjur til Reykvíkinga og íslendinga almennt. Þá kynnti Beck ræðis- maður Gunnar borgarstjóra sem aðalræðumann fundarins. Hóf hann mál sitt með því að þakka hinar ágætu viðtökur, en flutti að því búnu snjalla ræðu um Reykjavík og sýndi ágæta kvikmynd af henni. Var máli hans að verðugu framúrskar- andi vel tekið, og höfðu margir fundarmenn orð á því við grein- arhöfund, að Reykjavík væri drjúgum stærri borg og með meiri nútíðar- og menningar- brag, en þeir hefðu áður gert sér grein fyrir. Samtímis því er Gunnar borgarstjóri sat fund Rotary- klúbbsins, var frú Vala Thor- oddsen gestur frú Berthu Beck í hádegisverði, ásamt nokkrum öðrum konum borgarinnar. Seinna um daginn var haldin virðuleg móttaka til heiðurs ís- lenzku borgarstjórahjónunum á hinu fagra heimili dr. Starchers háskólaforseta og frú Starcher, er ræðismannshjónin íslenzku í Grand Forks stóðu einnig að. Var þar margt manna viðstatt, sérstaklega úr hópi forustu- manna ríkisháskólans og for- ráðamanna Grand Forks borgar, ásamt frúm þeirra. Meðal þeirra var Olger B. Burtness héraðs- dómari og fyrrum þjóðþing- maður, sem íslendingum er að góðu kunnur síðan hann kom til íslands sem einn af fulltrúum Bandaríkjanna á Alþingishátíð- ina 1930. Af íslendingum voru þar, auk ræðismannshjónanna, þau Frímann M. Einarson, ríkis- þingmaður frá Mountain, N. Dakota, og frú Einarson, og Andrew L. Freeman verkfræð- ingur í Grand Forks og framkvæmdastjóri Rafvæðingar sveita á þeim slóðum, að nokkrir séu taldir. Á þriðjudagskvöldið voru þau Gunnar borgarstjóri og frú Vala heiðursgestir í veizlu á ríkis- háskólanum, og tóku þátt í þeim ánægjulega mannfagnaði margir háskólakennarar og frúr þeirra og íslendingar í Grand Forks. Dr. Starcher háskólaforseti flutti kveðjur háskólans, og gat þess sérstaklega, að háskólinn í N. Dakota hefði brautskráð fleiri stúdenta af íslenzkum ætti- um en nokkur annar háskóli í Bandaríkjunum; síðan þakkaði forseti hinum ágætu gestum komuna og afhenti þeim fagra gjöf frá háskólanum í þakklætis- skyni og til minja um heim- sóknina. Frímann Einarson ríkisþing- maður frá Mountain, og sonur eins íslenzka landnemans þar, flutti borgarstjórahjónunum kærar kveðjur og velfarnaðar- óskir íslendinga í þeim byggð- um, jafnframt því og hann rakti í nokkrum megindráttum sögu íslenzka landnámsins og benti á merkilegt framlag þess til þró- unar ríkisheildarinnar með mörgum hætti. Þótti honum vel mælast og sanngjarnlega. Aðalræðu kvöldsins flutti Gunnar borgarstjóri, um Reykja vík, sögu hennar, öran vöxt og víðtæka hlutdeild hennar í at- hafna- og menningarlífi þjóðar- innar, og sýndi síðan hina fróð- legu og skemmtilegu kvikmynd af borginni. Var máli hans tekið með miklum fögnuði, og þau hjónin bæði ákaft hyllt af sam- komugestum. Var samþykkt einum rómi að senda forseta íslands og frú, og íslenzku þjóðinni, símkveðju í virðingar- og þakkarskyiii fyrir komu hinna virðulegu gesta. Richard Beck ræðismaður stjórnaði hófinu og lauk sam- komunni með því að biðja borgarstjórahjónin fyrir kærar kveðjur heim um haf, eigi aðeins frá þeim ræðismannshjónunum, með innilegum þökkum fyrir síðast, heldur einnig í nafni ís- lendinga í N. Dakota og annarra vina og velunnara íslands þar í ríkinu. Dagblaðið í Grand Forks, Tekst ó hendur prestsembætti í Duluth Séra Skúli J. Sigurgeirsson Svo að segja alveg nýverið barst Lögbergi sú fregn, að séra Skúli J. Sigurgeirsson, sem um nokkur undanfarin ár hefir verið þjónandi prestur að Walters, Minn., hafi tekizt á hendur prestsþjónustu í borginni Duluth í Minnesotaríkinu og sé nú fluttur þangað ásamt frú sinni; hinn nýi söfnuður hans heitir St. John’s English Lutheran Church og var stofnaður árið 1884 sem einn af fimm söfnuð- um, er fyrst mynduðu North- west lúterska kirkjufélagið þar um slóðir. Séra Skúli hefir einnig verið ráðinn statistician (hagfræðingur) fyrir kirkjufélag sitt. Lögberg árnar séra Skúla og frú Sigríði heilla og blessunar í hinu nýja umhverfi og verka- hring. “Grand Forks Herald”, eitt af allra víðlesnustu blöðum ríkis- ins, flutti ítarlegar frásagnir um heimsókn borgarstjórahjónanna, meðal annars langan útdrátt úr hinum merkilega háskólafyrir- lestri Gunnars borgarstjóra um Alþingi, og tók blaðið sérstak- lega fram, hvað fyrirlesturinn hefði verið fluttur á ágætri ensku. Einnig var heimsóknar þeirra hjónanna getið í öðrum blöðum ríkisins og í útvarpi; ennfremur komu þau fram í sjónvarpi frá Fargo, N. Dakota. Með glæsilegri og prúðmann- legri framkomu sinni heilluðu þau borgarstjórahjónin hugi ís- lendinga og annarra, sem kynnt- ust þeim í Grand Forks, og þeir voru margir, og með þeim hætti öfluðu þau hjónin Islandi einnig nýrra vina á þeim slóðum. Með ræðum sínum vann Gunnar borgarstjóri auk þess ágætt landkynningarstarf. Hafi þau hjónin því hjartans þakkir fyrir komuna og kynninguna. Góð- hugur allra, sem kynntust þeim á þessum slóðum, fylgir þeim á veg. Slíkum fulltrúum íslands er gott að fagna á erlendri grund. Richard Beck Góður gestur væntanlegur Ólafur Skúlason Blaðið Parish Messenger lætur þess getið, að von sé hingað vestur í byrjun næstkomandi 'júlímánaðar á ungum manni, Ólafi Skúlasyni, er ljúki seinni- partinn í maí guðfræðiprófi við Háskóla íslands, þiggi þegar prestsvígslu og kvænist um sömu mundir. Ólafur er dóttur- sonur Ágústs Helgasonar frá Birtingaholti, en Ágúst var föðurbróðir Ásmundar Guð- mundssonar biskups. Óumræðilegt fagnaðarefni Á þriðjudaginn bárust út um heim allan frá háskóla Michigan ríkis þau gleðilegu tíðindi, að fundið hefði verið upp meðal gegn hinni ægilegu lömunar- veiki, polio, er myndi í lang- flestum tilfellum ráða niður- lögum hennar; sá, sem fann upp þetta undralyf, er Dr. Jonas Salk frá Pittburgh. Framleiðsla meðalsins er þegar hafin í Canada og svo til ætlast, að hvert einasta barn verði bólu- sett til öryggis gegn áminstum vágesti. Dr. Salk hefir uijnið að þessari uppgötvun sinni árum saman af frábærri elju og ekki orðið svefnsamt, því löngu fyrir venjulegan fótaferðatíma hefir hann verið kominn á rannsókn- arstofu sína og tíðum ekki komið heim fyr en liðið var að mið- nætti; ekki hefir hann fram að þessu auðgast af rannsóknum sínum, enda hefir hann það einkunnarorð, að lífið sé meira virði en peningar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.