Lögberg - 14.04.1955, Page 7

Lögberg - 14.04.1955, Page 7
7 Hjátrú um Þrátt fyrir aukna menntun, erum vér haldin hinni römm- ustu hjátrú á ýmsum sviðum. Þetta á ekki sízt við um matar- æði. Eða svo segir lífefnafræð- ingurinn dr. Abel Lajhta við læknadeild Columbia háskólans í Nw York. Hann hefir tekið saman bækling um hjátrú í mataræði og kveður þar niður ýmsar algengar firrur. Hér er dálítið sýnishorn af þessari rit- gerð hans. Eru firrurnar prent- aðar með skáletri, en svör hans með grönnu letri svo að menn átti sig betur á þessu. Steikt brauð er ekki jafn nær- ingarmikið og venjulegt brauð. Þetta er firra. Sterkja er aðal- kjarninn í brauði og breytist í sykur við meltinguna. Brauð breytist við steikingu að því leyti að sterkjan í yfirborði þess breytist í dextrin, sem er skylt sykri, og þess vegna verður brauðið sætara á bragðið og maginn á auðveldara að melta það. Auðvitað má ekki steikja brauðið svo að það brennist, því að þá er það eyðilagt, en ella er það jafn næringarmikið og ósteikt brauð. Hrátt kjöt eða lítið steikt er næringarmeira heldur en soðið kjöt. Nei. Lífefnin (proteins) í kjöt- inu skemmast ekkert við hita, en vel soðið kjöt er auðmeltara en illa soðið eða illa steikt. Aldrei má salta fisk áður en hann er látinn i kæliskáp. Þvert á móti er ágætt að strá salti í fiskinn, því að þá geymist hann betur í kæliskápnum. Sykursýki stafar af of miklu sœtindaáti. Nei, sykursýki stafar af því að efnaskipti og efnabruni líkam- ans er í ólagi, sérstaklega að því er snertir hagnýtingu kolvetnis. Sykurefnin safnast fyrir í blóð- inu, í stað þess að breytast og brenna og koma líkamanum að notum, og fara síðan út í þvagið. Hjá þeim mönnum, sem hafa heilbrigða kirtlastarfsemi, brenn ur sykurinn úr blóðinu, og þeim verður ekki meint af sykuráti öðruvísi en að þeir safna offitu. Mikið salt í mat veldur æða- kölkun. Saltið hefir engin áhrif á æð- arnar, en það eykur á erfiði nýrnanna og þess vegna er ó- hollt fyrir nýrnaveika menn að borða saltan mat. Gott ráð við hita er að eta vel kryddaðan mat. Þetta er ekki rétt. Að vísu er það algengt í hitabeltislöndum að krydda mat mjög mikið, en það er sjálfsagt vegna þess að menn hafa fundið að kryddið fjörgar og eykur matarlyst, en hitinn dregur bæði úr líkams- fjöri og matarlyst. En því meira, sem þú etur af kryddi, því heit- ara verður þér. Gúrkur skyldi aldrei flysja, því að þá eru þœr auðmeltari. Það hefir ekki hina minnstu þýðingu vegna meltingarinnar hvort gúrkur eru flysjaðar eða ekki. Gúrkur eru yfirleitt auð- meltar, en hafa sáralítið nær- ingargildi. Menn þurfa járn til þess að stæla vöðvana. Vitleysa. Járnið er aðallega til þess að mynda „hæmoglobin“ í blóðinu og það ber svo súrefnið frá lungunum út um allan lík- amann. Kolvetni, svo sem sterkja og sykur, efla og stæla vöðvana. Járnefni fá menn aðal- lega úr lifur, nýjum og þurrkuð- um ávöxtum og skelfiski. Heitt brauð er óholt og ill- meltanlegt. Heitt brauð, nýtekið út úr ofn- inum, er jafn nærandi og auð- meltanlegt sem eldra brauð. En vegna þess hvað það er mjúkt, hættir mönnum við að tyggja LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. APRÍL 1955 íslenzkur lisfiðnaður á sýningu í Munchen mataræði það lítið. En ef menn tyggja það eins vel og þeir mundu tyggja hart brauð, þá meltist það jafn vel. Ef melting er slæm verður að hvila magann og fasta einn eða tvo daga. Allt er undir því komið hverj- ar eru orsakir slæmrar melt- ingar. Ef það stafar frá tauga- kerfinu, þá er bezt að hvíla sig vel. Stafi það af óhollum mat, læknast það bezt með niður- gangsmeðulum. En stafi það af ofáti, þá er augljóst, að rétt er að eta minna. Það gerir mönn- um ekkert til þótt þeir hlaupi yfir eina máltíð eða tvær, en föstur geta beinlínis haft ill áhrif á magann. Það er óholt og eyðir matar- lyst að eta milli máltíða. Þetta er undir því komið hvað menn láta ofan í sig. Feitmeti og sætindi draga úr matarlyst og trufla meltinguna, en kjöt og ostar auka matarlyst. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á börnum, verksmiðjufólki og skrifstofu- fólki, sýna að ofurlítill biti milli máltíða örfar menn, varnar þreytu og eykur athyglisgáfuna. Menn verða feitir af því að drekka mikið vatn. Nei, þú mátt óhræddur drekka eins mikið vatn og þú getur torgað. Líkaminn mun sjálfur losa sig við það, sem hann þarfn- ast ekki. Enginn skyldi drekka mikið vatn með máltíðum, því að það þynnir út meltingarsafann svo maturinn meltist ekki. Þetta er tilhæfulaust. Vatn fer mjög fljótt í gegn um magann og það stuðlar að auknu rennsli meltingarsafans. Heitt vatn örvar og starfsemi magans og mýkir það, sem í hann er látið svo að það verður auðmeltara. Við hita er gott ráð að svelta, en við köldu að eta. Þessi kenning er úrelt. Að vísu verður melting ekki jafn ör, ef menn hafa hita, en brun- inn í líkamanum eykst. Þess vegna þurfa menn, sem hafa hita, að eta auðmelta fæðu með stuttu millibili. Læknar ráð- leggja vanalega magurt kjöt, vegna þess að fita er þungmelt. En þeim sem hafa köldu líður aðeins ver ef þeir eta mikið. Heilnæm fæða eykur viðnáms- þrótt líkamans, hvort sem um hita eða köldu er að ræða, og flýtir því fyrir bata. Kjöt verður að vera hraðsoðið svo það missi ekki safa sinn og næringargildi. Eftir því sem kjöt verður fyrir meiri hita því meira missir það af safanum. Þess vegna fer meira af safanum forgörðum við snögga og ákafa suðu heldur en ef kjötið er hægsoðið. Snögg- soðið kjöt er og ekki soðið nema yzt. — En um fisk er það að segja, að hann missir minna af næringargildi sínu ef hann er steiktur í mjög heitri feiti. Fryst matvœli eru ekki jafn nœrandi og ný. Jú, þau eru jafn nærandi ef menn láta þau ekki liggja tím- unum saman eftir að frostið er farið úr þeim. Öll matvæli, hvort þau eru ný eða fryst, missa C- fjörvi ef þau eru látin liggja lengi áður en þau eru soðin. Annars hefir löng geymsla ekki áhrif á næringargildi matvæla meðan þau eru frosin. Geitamjólk er heilnœmari en kúamjólk. Það er nú allt undir því komið á hverju geiturnar eða kýrnar nærast. Allir hafa tekið eftir því að meiri kjarni er í sumar- mjólk en vetrarmjólk. Það er varla annar munur á geitamjólk og kúamjólk að því er heilnæmi snertir, en að geitamjólkin er örlítið fitumeiri. Magrir menn eta ekki minna en feitir menn. Á því sést að mónnum verður misjafnlega gott af matnum. Yfirborð líkamans er meira hjá háum og grönnum mönnum heldur en hjá feitum og stuttum mönnum, enda þótt þeir vegi hér um bil jafn mikið. En því stærra, sem yfirborð líkamans er í hlutfalli við líkamsþungann, þeim mun meiri hiti gufar út úr líkamanum, og þess vegna þarf maðurinn meira að borða en aðrir til þess að halda við brunanum í líkamanum. Það hefir líka mikla þýðingu hvaða vinnu menn stunda. Erfiðis- menn eyða 4000—6000 hitaein- ingum á dag, en skrifstofumenn ekki nema svo sem 2000—3000 hitaeiningum. Og sem betur fer er líkaminn nú svo hugvitssam- lega úr garði gerður, að matar- lystin segir nokkurn veginn til um þarfir hans. En það er ó- sjálfræði að fitna af ofáti. Feitir menn njóta þess betur að eta en magrir menn. Reynslan sýnir að feitir menn háma í sig matinn og finna ekki jafn vel bragðið af honum eins og aðrir. Eftir því sem menn tyggja matinn betur, þykir þeim hann betri og þurfa minna. Það er því ekki vegna þess að mönn- um bragðast maturinn svo vel að þeir eta yfir sig, heldur af græðgi — einkum þegar um sætan mat er að ræða. Dökkt kjöt er saðsamara en hvítt kjöt. Dökkt kjöt er ekki jafn auð- melt og hvítt kjöt, vegna þess að það er feitara, en öll feiti er tormelt. Vegna fitunnar eru dá- lítið fleiri hitaeiningar í dökku kjöti, en upp á móti því vegur að það er tormeltara. • Fiskur er góður fyrir heilann. Því miður hefir enginn komizt að því enn, að ein fæða sé betri fyrir heilann en önnur. Það eru heldur engar sannanir fyrir því að áreynsla á heilann þarfnist aukinnar næringar. Það eru svipuð efni í eggjum eins og heilaaum, en þó er ekki kunn- ugt að menn verði vitrir af því að eta egg. Amino-sýra virðist þó hjálpa treggáfuðum börnum, en ekki hafa nein áhrif í þá átt á fullorðið fólk. Mönnum liði betur ef þeir æti hrátt en ekki soðið. Soðinn matur er miklu betri að öllu leyti, auðmeltari, bragð- betri og laus við alla sýkla og sníkjudýr. Ef menn hættu að eta soðinn mat og tæki upp á því að eta hrátt, mundi meðal- aldur fljótlega lækka og heil- brigði manna hraka. Menn dreymir illa ef þeir borða undir svefninn. Meltingin er áreynsla og eftir því sem menn borða meira undir svefninn, því meira erfiði hefir líkaminn við meltinguna. Auð- vitað hefir þetta áhrif á svefn- inn og þá sennilega á draumana líka. En menn sofa oft betur ef þeir fá sér ofurlítinn bita áður en þeir ganga til náða. En orsök vondra og góðra drauma er öll önnur en matur. Súrmjólk er heilnæmari en nýmjólk. Þegar mjólk gerjast breytast sýkurefni hennar í sýrur, en næringargildi hennar breytist ekki neitt. Ef þú drekkur ný- mjólk, gerjast hún undir eins í maganum og verður að þykku súrhlaupi, vegna sýruefna í maganum, sem sumir nefna hleypir. Hún verður því þegar að súrmjólk. En vegna þess að hleypirinn er í súrmjólkinni þarf maginn ekki að leggja hann til og þess vegna meltist súrmjólk fyrr en nýmjólk. Það þynnir blóðið að drekka mikið vatn. Alls ekki. Þótt menn drekki einn eða tvo potta af vatni á fastandi maga, þá hefir það eng- in áhrif á blóðið. Einhvern tíma munu vísindin hafa fundið upp töflur, sem inni- halda öll þau nœringarefni, er líkaminn þarfnast og koma í stað fæðu. Það er álíka mikil fjarstæða að hugsa sér að hægt sé að gera slíkar töflur, eins og hægt sé að gera töflur úr hreinu vatni. Menn þurfa ekki annað en hug- leiða, að olífiv-olía, smjör og svínafeiti eru hér um bil hrein feiti, og í venjulegum sykri er samanþjappað eins miklu af kolvetni og unnt er. Og að und- anskildu ofurlitlu af vatni, er magurt kjöt nær eingöngu líf- efni. Fæðan hlýtur því alltaf að verða fyrirferðarmikil. Það er ekki hægt að þjappa henni sam- an á annan hátt en þann að ná úr henni vatnínu — en þá þurfa menn þeim mun meira af vatni að drekka til þess að geta melt hana. ----0---- Þegar menn hafa losað sig við alla hjátrú um mataræði, þá mun maturinn bragðast þeim betur og þeim verða betra af honum, Menn segja t. d. að sum- ar fæðutgeundir, tvær eða fleiri, megi ekki eta samtímis, því að þær fari ekki saman í maganum. En ef maður etur ekki annan mat en þann, sem honum verður gott af, þá er alveg sama hve margar fæðutegundir hann læt- ur í magann í senn, þær bland- ast þar blessunarlega. Það er hjátrúin en ekki maginn, sem þá gerir uppsteyt, ef manni verður ekki gott af því. —LESB. MBL. Icelandic Government Scholarship The Government of Iceland has offered a scholarship to enable one Canadian student to study at the University of Ice- land in Reykjavík during the Academic Year 1955-1956. VALUE 12,500 Icelandic Kronur (about $750. Canadian) and free tuition. The first half of the scholar- ship will be paid upon arrival in Iceland; the second half will be paid on January 1, 1956. CONDITIONS The permissible fields of study are the history, the litera- ture, and the language of Ice- land. During the first term, the recipient of the scholarship must attend courses which have been specially planned for foreign students. During the second term, the recipient must attend at least four classes each week in Icelandic literature courses of his own choice. The successful applicant must begin his studies not later than October 1, 1955, and continue until at least May 1, 1956. LIVING ACCOMMODATIONS The Icelandic Ministry of Edu- cation will arrange for accom- modation in the students’ house and for food in the students’ dining hall. Last year students availing themselves of these facilities paid 300 kronur per month for rent and 810 kronur per month for food. (About $68.00 per month). These rates may be raised slightly during the 1955-56 Academic wear. APPLICATIONS Applications should be ad- dressed to W. J. Waines, Dean of Arts and Science, University of Manitoba, Winnipeg, Manitoba. They must reach Winnipeg not later than May 9, 1955. A short autobiography mentioning age, place of birth, educational quali- fications-, and other training and experience should be included. Applicants are requested to furnish at least one recom- mendation from a person familiar with their work and qualified to recommend it. Vörusýningarnefndin, sem iðnaðarmálaráðherra skipaði fyrir skömmu til þess að vinna að þátttöku af íslands hálfu í erlendum vörusýn- ingum, barst fyrir nokkru boð . frá stjórn listiðnaðar- sýningarinnar í Munchen um þátttöku í alþjóðlegri sýningu, sem haldin hefir verið þar árlega undanfarin 7 ár. Sýningin hefst að þessu sinni 6. maí og lýkur hinn 15. maí. Megintilgangur sýningarinn- ar er að sýna fallegar og vand- aðar handunnar vörur frá lönd- um innan Evrópu og utan, m. a. húsgögn, hýbýlaskraut, vefnað, leirmuni, listmuni úr málmum, tré, gleri, leðri, plasti, strái o. s. frv. Á sýningum sem þessum gefst því tækifæri til samanburðar á því bezta, sem framleitt er af listmunum og fá sýningargestir þar tækifæri til þess að kynnast stíl, tækni og framleiðsluaðferð- um hinna ýmsu þjóða. Eftir að hafa leitað álits hins nýstofnaða félags „íslenzk list- iðn“ og framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna á málinu, ákvað vörusýningar- nefndin þátttöku af íslands hálfu í sýningunni. Skarphéðinn Jóhannsson arki- tekt mun verða trúnaðarmaður nefndarinnar við undirbúning sýningarinnar, en nýstofnað fé- lag „íslenzk listiðn" hefir auk þess góðfúslega lofað aðstoð sinni við undirbúninginn. Þeir sem framleiða muni, er þeir telja að eigi erindi á sýn- ingu þessa, eru beðnir að til- kynna vörusýningarnefndinni það bréflega í pósthólf 417 sem fyrst og eigi síðar en 15. þ. m. I gærkvöldi átti Mbl. stutt samtal við Gunnar J. Friðriks- son, framkvæmdastjóra, for- mann vörusýningarnefndarinn- ar, um þátttökuna í þessari sýn- ingu. Kvaðst hann álíta að Is- lendingar ættu erindi þangað með þátttöku sinni. Á slíkum sýningum er ekki um að ræða almenna fjöldaframleiðslu, þar sem einkum er spurt um fram- leiðslugetu og verð. Á listiðnað- arsýningum er fyrst og fremst um það spurt hvort gripirnir séu listrænir, eigulegir eða sjald- gæfir. íslenzkir silfurmunir verða vafalaust ein aðaluppistaðan í íslenzku deildinni, en þar verð- ur einnig vefnaður og dúkar, keramik og mjög kemur til mála að senda húsgögn og tréskurð. íslenzkir munir sjaldgæfir Ef okkur tekst að senda eigu- lega muni á þessa sýningu í Munchen, þá þurfum við ekki að óttast að þeir verði ekki sjald- gæfir, jafn fámennir og við ís- lendingar erum, sagði Gunnar. Þessar listiðnaðarsýningar í Munchen hafa farið fram ár hvert undanfarin sjö ár og taka þátt í þeim mikill fjöldi þjóða hverju sinni. Gunnar J. Friðriksson gat þess að lokum, að Dönum hefði orðið vel ágengt með þátttöku í alþjóðlegum listiðnaðarsýning- um. Þeir hafa hazlað sér völl á heimsmarkaðinum í húsgagna- framleiðslu á tiltölulega fáum árum, svo og keramik. Þátttaka íslands í slíkri list- iðnaðarsýningu getur orðið upp- haf að því að hér rísi upp list- iðnaður, sem bjóði vörur sínar á erlenda markaði. Væntir vöru sýningarnefndin hins bezta sam- starfs við alla þá, sem hér geta lagt hönd á plóginn, sagði Gunnar J. Friðriksson. —Mbl., 8. marz Fáninn hans Peary Framhald af bls. 5 úr forgengilegu efni, hafði lent í ýmsu og drukkið í sig svita meðan faðir minn bar hann innan klæða. Það kom því 1 ljós, að hann var að byrja að grotna í sundur og mikil hætta á að hann eyðilegðist með öllu. Það var því tekið til bragðs að sauma hann á annan dúk, strengja þann dúk og setja hann síðan í glerkassa, þar sem loft getur ekki komizt að honum. Þannig var hann um mörg ár geymdur á heimili mínu í Wash- ington. En nú er allt breytt. Móðir mín er orðin 91 árs og hún vill gjarna að fáninn komist á þann stað þar sem honum sé óhætt. Við höfum því ákveðið að gefa hann félaginu National Geographic Society í virðingar- og þakklætisskyni fyrir allt, sem félagið gerði fyrir föður minn. —Lesb. Mbl. French-Style SHGRTS Nákvæmt sniS, svöl og þægi- leg . . . fagurlega prjónafi úr sjálfkembdri baSmull . . . sléttir saumar, teygjanlegt um mitti og veitir hinn fullkomnasta stuöning. Jerseys, sem eiga vi8. RUST A THREAT Stem rust is developing rapidly in the Southern States. Given favorable conditions rust could again damage Manitoba’s wheat crop. Selkirk wheat is the only variety resitant to 15 B stem rust. Stocks are ample to plant most of the acreage intended for wheat. Don’t take chances on seeding non- rust resistant varieties. Sow Selkirk M'heat and Beat the Threat Your Agricultural Reprentative can assist you in locating seed. MANITOBA DEPARTMENT OF AGRICULTURE HON. R. D. ROBERTSON J. R. BELL Minister Deputy Minister

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.