Lögberg - 21.04.1955, Side 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SiLVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. APRÍL 1955
NÚMER 16
Því rækta sunnlenzkir bændur
ekkifóðurkorn?
Þannig spyr WILHELM ANDERSON frá Hemlu
Heimsókn borgar-
stjórahjónanna tiI
Bismarck
Borgarstjórahjónin frá Reykja
vík, Gunnar og Vala Thorodd-
sen, komu til Bismarck flug-
leiðis kl. 2 eftir hádegi miðviku-
daginn 6. apríl. Á móti þeim á
flugvellinum tóku þau Nels G.
Johnson hæstaréttardómari og
frú Grimson, en Guðmundur
dómari var að dæma í máli þá
stundina og gat því ekki komið.
Var nú fyrst ekið til þing-
hússins og þar setzt að hádegis-
verði, en þinghúsið síðan skoðað
að nokkru. En um kvöldið var
efnt til samsætis í heiðursskyni
við gestina í Bismarck County
Club. I samsætinu tóku þátt
Brunsdale ríkisstjóri og frú
hans, dómarar hæstaréttar og
aðrir starfsmenn ýmsir, lög-
sóknari ríkisins, borgarstjórinn
í Bismarck og konur þeirra allra
auk margra gesta annarra svo
sem allra þeirra íslendinga, er
til náðist. Guðmundur dómari
var veizlustjóri, en ávörp fluttu
Brunsdale ríkisstjóri, Burke for-
seti hæstaréttar og Lipps borg-
arstjóri, er buðu hina góðu gesti
velkomna með nokkrum hlýjum
orðum.
Síðar flutti Gunnar borgar-
stjóri fróðlegt erindi um Reykja-
vík, en kom auk þess víða við í
máli sínu, er gerður var að hinn
bezti rómur. Að lokum sýndi
Gunnar kvikmynd af Reykjavík.
Morguninn eftir var þeim
hjónum sýnd Bismarck, þing-
húsið, söfn o. s. frv. Um hádegið
sat frú Vala hádegisverðar-
boð ríkisstj órafrúarinnar ásamt
nokkrum gestum, en Gunnar boð
íslendinga í bænum.
Létu borgarstj órahj ónin óspart
í ljós þakklæti sitt fyrir hinar
góðu viðtökur, er það mál allra,
er kynntust þeim, að á betri
fulltrúa íslands yrði naumast
kosið.
Að loknum hádegisverði héldu
borgarstjórahjónin með lest á-
leiðis til Minneapolis, þar sem
þau munu hafa dvalizt um pásk-
ana. En ferðinni síðan heitið
austur á bóginn og heim á leið.
Uppgjafakonungur
í atvinnuíeif
Fyrrum konungur Egypta-
lands, Farouk, sem búsettur er
í ítalíu um þessar mundir er,
að því er ítalska tímaritinu
Tempo segist frá, farinn að
hugsa til þess að vinna fyrir sínu
daglega brauði, enda líklegt tal-
ið, að nokkuð sé tekið að ganga
á fjársjóðu hans; fram að þessu
hefir hann í útlegð sinni lifað í
vellystingum praktuglega, verið
tíður gestur á dýrustu nætur-
klúbbum í Róm og borist mikinn
á; nú er hann farinn að leita
fyrir sér um atvinnu, þó það sé
síður en svo að slíkt gangi greið-
lega fyrir sér; ekki alls fyrir
löngu vitjaði Farouk á fund eins
af meiriháttar iðjuhöldum
ítölsku þjóðarinnar og lýsti fyrir
honum ýmissum sérkostum sín-
um til margs konar trúnaðar-
starfa, en alt kom fyrir ekki;
hinn voldugi iðjuhöldur hristi
höfuðið, kvaðst hafa nægan
mannafla eins og sakir stæðu,
auk þess sem hann hafði ekki
nokkra minstu reynslu viðvíkj-
andi starfshæfni uppgjafakon-
unga. Svo fór um sjóferð þá.
Vikuna sem leið dvaldi hér
starfsmaður í landbúnaðarráðu-
neytinu í Washington, Mr. Wil-
helm Anderson, sérfræðingur
ráðuneytisins í því er við kemur
búnaðarmálum í Asíu.
Morgunblaðið sannfrétti að
Wilhelm þessi væri norrænni en
starf hans og staða bendir til og
náði tali af manninum.
-— Hvað er um það, að þú sért
af íslenzku bergi brotinn?
— Já, vissulega, meirá að
segja Rangæingur í föðurætt og
Skagfirðingur í móðurætt. Réttu
nafni heiti ég Vilhelm Sigurðs-
son Andréssonar. Faðir minn,
Sigurður Andrésson, einna hinna
mörgu systkina frá Hemlu í
Landeyjum, fór til Ameríku
1886. Hann bjó ýmist í Minne-
sota, og þar er ég fæddur, eða í
Norður-Dakota og Manitoba, en
síðast vestur á Strönd, sem við
köllum. Hann giftist vestra
Ólínu Maríu Björnsdóttur Jóns-
sonar frá Frostastöðum í Skaga-
firði. Systkini föður míns lifðu
öll og dóu hér á íslandi. A ég
því fjölda systkinabarna hér, t.
d. Ágúst bónda í Hemlu, Andrés
Andrésson klæðskera og kaup-
mann hér í borg og marga fleiri.
Hefir víða farið
— Hefir þú aldrei komið til
íslands áður?
— Nei, ég ólst upp að mestu í
Minnesota, lauk fyrst námi í
guðfræði, því að Rögnvaldur
heitinn Pétursson frændi minn
vildi gera úr mér prest. Síðar
tók ég doktorspróf í heimspeki
við háskólann í Chicago, og loks
stundaði ég nám í búnaðarhag-
fræði við háskólann í Manitoba.
Á undanförnum árum hefi ég
ferðast nokkuð mikið fyrir land-
búnaðarráðuneytið, mest til Asíu
landa og Afríku, var t. d. 5 ár í
Kóreu ,en til Islands hefi ég
aldrei getað komist. Ég hefi þó
kynnst nokkrum búnaðarmönn-
um héðan eins og t. d. Runólfi
heitnum Sveinssyni og Árna G.
Eylands, hann hefi ég þekkt og
,haft samband við síðan 1945. —
Nú í febrúar-marz var ég á ráð-
stefnu í Sviss sem fulltrúi
Bandaríkjanna og þá stóðst ég
ekki mátið, að skreppa hingað
fáeina daga, mig hefir alltaf
langað svo mikið til að sjá Rang-
árvallasýslu og Hemlu.
— Hefir þér þá orðið að ósk
þinni, . og ertu ánæður með
komuna?
— Já, og meira en það. Árni
Eylands í landbúnaðarráðuneyt-
inu og frú hans fóru með mig
tveggja daga ferð austur og
Andrés frændi minn var einnig
með í förinni. Það var mjög
skemmtileg og stórfróðleg ferð
fyrir mig og ég hitti margt ætt-
menna minna þar.
— Hvað skoðuðuð þið helzt í
förinni?
— Við komum að Selfossi,
Hellu og á Hvolsvöll, að Ægis-
síðu og fórum niður í fjóshellir-
inn, að Sámsstöðum og Gunnars-
holti, ókum fram hjá Hlíðarenda
og inn að Múlakoti. Skoðuðum
tilraunabúið í Laugardælum og
Miólkurbú Flóamanna og gróð-
urnús í Hveragerði, og síðast en
ekki sízt gistum við í Hemlu hjá
Ágúst frænda mínum.
Hvernig lýst þér á landið?
— Hvernig lýst þér svo á
búnaðarskilyrðin hér og bú-
skapinn? %
— Ég er undrandi yfir víð-
áttunni. Árni Eylands hafði sagt
mér, að það væri ekki búið að
rækta nema um 5% af því landi,
sem er ræktanlegt. Ég skildi
þetta ekki almennilega, en nú
skil ég það. Ég sá hinar miklu
framræsluframkvæmdir, sem
eru undirstaða áframhaldandi
ræktunar, og hve afskaplega
mikið er óunnið. En ég sá líka
að það er búið að gera mikið.
Ég er t. d. hissa á hve vel er
byggt mjög víða, sérstaklega
íbúðarhúsin nýju, þau eru full-
komlega sambærileg við það sem
gerist í sveitum vestra og líklega
meira en það.
— Það er nú gott og blessað,
en það sem okkur langar til að
vita, er hvað þú segir um öll
þessi boðorð, hvernig þér sem
búnaðarsérfræðingi, sem víða
hefir farið, líst á sjálfan búskap-
inn, sem verulegur hluti þjóðar-
innar æflar að lifa á í fram-
tíðinni.
— Um það mega útlendir
menn eins og ég dæma varlega,
þó þeim gefist tækifæri að litast
hér um fáeina daga, jafnvel þó
þeir séu sérfræðingar. En það
geta vaknað margar spurningar
hjá manni við að sjá búskapinn
hér og víðáttuna og viðbrögðin
hvernig þið takið á hlutunum,
og eruð auðsjáanlega ekki smá-
tækir, um það ber vott margt
sem gert er.
Því rækla bændur ekki
fóðurkorn?
Ég kom að Sámsstöðum og
þótti mér stórfróðlegt að ræða
við Klemens tilraunastjóra og
sjá hvað þarna hefir verið gert
á 27 árum. Merkilegast þótti
mér að sjá og heyra að hann
ræktar bygg og hafra, svo full-
um fetum að það hefir ekki
komið fyrir nema einu sinni á
28 árum að kornið hefir frosið.
Bygg og hafrar, sem ég sá, var
þungt og fallegt korn. Þar ofan
á bætist svo að meðaluppskeran
er engu minni en hjá okkur
vestra.
Þið flytjið inn kolvetnafóður-
bæti fyrir tugi milljóna — eggja-
hvítuna hafið þið í landinu í
góðu fiskimjöli og síldarmjöli.
Eftir að hafa séð það sem ég
sá á Sámsstöðum verður mér á
að spyrja bæði sjálfan mig og
ykkur: því rækta bændur á
Suðurlandsundirlendinu e k k i
sjálfir þann kolvetnafóðurbæti,
sem þeir þurfa að nota? Ég held
að framleiðslan yrði ódýrari með
því móti og þetta yrði til þjóðar-
hags. Og því sjá bændur í ná-
grenni Sámsstaða sér ekki hag
í því að gera það sem Klemens
græðir á að gera?
Ég kom að Gunnarsholti og sá
hinar miklu sandauðnir, og líka
hinar miklu grassléttur, og ég sá
nautahjörðina, hálfblendinga
með Galowayblóð í æðum og
einkenni. Mér varð að spyrja:
því flytjið þið ekki inn sæði til
þess að koma upp hreinni stofni
holdanauta? Mér lízt vel á að
gera þarna tilraunir með hjarð-
búskap og holdanaut og nota
þannig hina sérstöku aðstöðu
sem þarna er, og mér leist vel á
það, sem þarna er verið að gera,
en samt er þetta í hálfgerðri
sjálfheldu meðan ekki er flutt
inn sæði (eða gripir) til þess að
koma upp hreinkynjaðri hjörð.
Ég sé ekki a ðtilraunin nái til-
gangi sínum án þess. Þetta vitið
þið auðvitað sjálfir og fyrirgefið
að ég minnist á það. Ég held það
verði ekki fram hjá þessu gengið,
því vafalaust á nautakjötsfram-
leiðsla rétt á sér hér á landi við
hlið annarar kjötframleiðslu.
Eru íslenzku kýrnar ættaðar
frá Ermasundseyjum?
Islenzku kýrnar, sem ég sá
t. d. á Ægissíðu og í Laugar-
dælum leist mér vel á, sérstak-
lega systrahóp af Kluftakyni í
Laugardælum, en meðal annara
orða, mér fundust sumar kýr,
sem ég sá, bera greinileg ein-
kenni hinna heimskunnu kynja
Guersney og Jersy og einnig
Ayrshire. Getur skeð að eitt-
hvað af formæðrum 'íslenzka
kúastofnsins hafi verið af þess-
um gömlu og góðu stofnum frá
Skotlandi og brezku eyjunum í
Ermasundi?
— Þú ert ekki sá fyrsti sem
bendir á þetta Anderson, og vel
má vera að eitthvað sé til í því.
— Úr því ég fór að tala við
ykkur í Morgunblaðinu, vil ég
biðja ykkur að færa öllum hér
sem greitt hafa götu mína og
veitt mér fróðleik, mínar beztu
þakkir. Ég er svo ánægður með
komuna, að ég hefi ásett mér
að koma aftur einhvern tíma
þegar allt er grænt og sjá meira
af landinu. Ég veit það er fleira
gott og fallegt en Rangárvalla-
sýsla, sem faðir minn sagði mér
svo margt frá. Mér fannst ég
anda að mér nýju og betra lofti
þegar ég var kominn austur yfir
Þjórsá, svo mikil ítök á Rangár-
vallasýsla í uppeldi mínu á Ame-
ríkusléttunum. En Árni Eylands,
sem er Skagfirðingur eins og
móðir mín, segir mér að ég eigi
mest eftir að skoða Skagafjörð,
því ber vel saman við sögur
móður minnar — ég kem aftur
til að sjá það og sannfærast.
(Á. G. E.)
—Mbl., 5. apríl
ATHS. Bróðir Wilhelms Ander-
sonar, Sigurður, fyrrum bóndi
að Piney, er búsettur í Winni-
peg. —Ritstj.
Þingrof og nýjar
kosningar
Brezka þingið hefir verið rofið
og verða almennar kosningar
haldnar þann 26. maí næstkom-
andi; undirbúningur kosning-
anna er þegar hafinn og fram-
boð komin fram í allmörgum
kjördæmum; munu meginflokk-
arnir hafa frambjóðendum á að
skipa í hverju einasta og einu
kjördæmi.
Leiðtogi verkamannaflokksins,
Mr. Attlee, sem verið hefir á
fyrirlestraferðalagi hér í landi
nokkra undanfarna daga, er nú
horfinn heim til harðar sóknar
í kosningabaráttunni.
Fluttur til Ottawa
Síðastliðinn mánudag lagði af
stað austur til Ottawa til fram-
tíðardvalar, Mr. Leifur Hall-
grímsson lögfræðingur, en hann
var í fyrrasumar skipaður í
embætti við lögfræðingadeild
tekjuskattsráðuneytis sambands-
stjórnarinnar. Mr. Hallgrímsson
lauk embættisprófi í lögfræði
við háskóla Manitobafvlkis fyrir
tveimur árum með fyrstu ágætis
einkunn, svo sem á sínum tíma
var skýrt hér í blaðinu, en
vegna veikinda móður sinnar
fékk hann leyfi til að starfa hér
í borginni í vetur; hann er gáfu-
maður mikill og líklegur til góðs
frama; foreldrar hans eru hin
valinkunnu hjón, Mr. og Mrs.
T. L. Hallgrímsson, 805 Garfield
Street hér í borginni.
Hópferðin til
íslands
Einhverjar óviðráðanlegar or-
sakir hljóta að valda því, að
engar endanlegar upplýsingar
hafa enn borizt frá Islandi um
fargjöld og annað varðandi hina
væntanlegu hópferð. Má vera,
að verkfall það, er staðið hefur á
Islandi að undanförnu, eigi sinn
þátt í þessum drætti og lausn
muni fást í þessu máli jafnskjótt
og verkfallið leysist, en um það
hafa ekki enn borizt neinar
fréttir. Er því ekki annað að
gera en taka á þolinmæðinni og
sjá, hverju fram vindur.
Vinsamlegast,
THOR VIKING,
515 Simcoe Street,
Winnipeg 10. Man.
433 miljóna-
mæringar í Noregi
Að því er norsku hagstofunni
nýlega segist frá voru í Noregi
árið, sem leið, 433 miljónamær-
ingar og hafði þeim fjölgað
nokkuð frá árinu á undan; af
þessari tölu eru 296 búsettir í
borgum og bæjum, en 137 úti á
landsbygðinni; þessir menn
greiða nú margfalt hærri skatta
en viðgekst fyrir síðari heims-
styrjöldina.
Hætta ó verkfalli
Eins og nú horfir við, eru
daufar horfur á, að takast muni
að afstýra verkfalli kornhlöðu-
þjóna að Port Arthur og Fort
William; þó hefir sambands-
stjórn skorist í leikinn og skipað
Eiric Taylor í Toronto til að
reyna að miðla málum, en hann
er talinn einn hæfasti sátta-
semjari í vinnudeilum í landinu;
er vonandi að honum lánist að
ráða fram úr vandanum, því
verkfall um þessar mundir í á-
minstum hafnarborgum hlyti að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
bændur vestanlands. -
Gegnir framvegis
flokksforustu
Um miðjan vetur gaus sá
kvittur upp, að J. M. Coldwell,
foringi C. C. F.-flokksins, mundi
láta af forustu fyrir næstu sam-
bandskosningar vegna hnignandi
heilsu og því jafnframt spáð, að
eftirmaður hans myndi verða
T. C. Douglas forsætisráðherra í
Saskatchewan; nú er það komið
á daginn, að hér hafi einungis
verið um orðasveim að ræða.
Mr. Coldwell er nú talinn við
allgóða heilsu; en Mr. Douglas
segir að sér hafi aldrei til hugar
komið að láta af embætti meðan
hann svo að segja njóti óskipts
trausts kjósenda.
Það mun almenningi sérstakt
ánægjuefni, að fregna að Mr.
Coldwell njóti enn fullra starfs-
krafta, því hann nýtur almennr-
ar þjóðhylli og trausts án tillits
til flokka.
Gullna hliðið
synt á ný
Akveðið er, að Leikfélag land-
ans sýni á ný þætti úr Gullna
hliðinu í fyrstu vikunni í maí.
Verður ein sýning í Winnipeg
og önnur — að öllu forfalla-
lausu — í Geysisbyggð, en fleiri
sýningum því miður ekki við-
komið.
Sýningar þessar verða nánara
auglýstar í næsta blaði.
Úr borg og bygð
— HJÓNAVÍGSLUR —
Á fimmtudaginn, 14. apríl,
voru gefin saman í Fyrstu lút-
ersku kirkju þau Norma Loraine
Ingimundsson, dóttir Jakobínu
og Lawrence Ingimundsson, 18
St. Elmo Rd., St. Vital, og David
Willingdon Busby, frá Clover-
dale, B.C. Brúðurin er hjúkrun-
arkona að menntun, og hefir að
undanförnu stundað það starf í
Whitehorse, Yukon Territory,
þar sem brúðguminn einnig á
heima, og stundar verzlunar-
störf. Verður framtíðarheimili
ungu hjónanna þar. Að afstað-
inni kirkjuathöfninni fór fram
vegleg og fjölmenn veizla á
Marlborough hótelinu. Við það
tækifæri mælti Laugi Breckman
fyrir minni brúðarinnar, systur-
dóttur sinnar, en brúðguminn
svaraði með snjallri ræðu.
Á laugardaginn, 16. apríl, voru
gefin saman í Fyrstu lútersku
kirkju þau Beverley Louis
Schaldemose, 139 Green Avenue,
E. K., og Louise Leynick, 170
Helmsdale Avenue. Brúðgum-
inn er íslenzkur í báðar ættir,
foreldrar hans eru Jóhann
Hannibal Schaldemose, og kona
hans Ethel Isfeld Schaldemose,
139 Green Avenue. Framtiðar-
heimili ungu hjónanna verður
hér í borginni.
William Howard Malcolm, og
Helen Margaret O’Farrell, bæði
til heimilis að Lundar, Man.,
voru gefin saman á prestssetrinu
að 686 Banning St. á laugardag-
inn 16. apríl. Brúðurin er dóttir
Snæbjarnar heitins Gíslasonar,
og konu hans Guðríðar, sem nú
á heima að Lundar.
☆
Á laugardagskvöldið kemur
hinn 23. þ. m., verður Dr.
Richard Beck, prófessor í nor-
rænum málum og bókmentum
við ríkisháskólann í North
Dakota, aðalræðumaður á
skemtisamkomu, sem Þjóð-
ræknisdeildin Esjan stofnar til
í Geysir Community Hall, og
fjallar ræða hans einkum um
Islands- og Norðurlandaför
þeirra hjóna í fyrra sumar; þarf
eigi að efa að samkoman verði
afarfjölsótt því flesta mun fýsa
að hlusta á slíkan ræðugarp sem
Dr. Beck er og hið hugljúfa um-
talsefni hans.
Samkoman hefst stundvíslega
kl. 9. Dans á eftir.
☆
— ÁRDÍS —
Samkvæmt venju um þetta
leyti árs byrjar undirbúningur
næstu útgáfu Ársritsins ÁRDIS
(1955).
Töluvert af ritum síðustu út-
gáfu (1954) eru ennþá útistand-
andi.
Eins og gefur að skilja eykur
það óþægindi að hafa tvær út-
gáfur á prjónunum í einu. Vil
ég því biðja þær konur, er ekki
hafa lokið við sölu síðustu út-
gáfu að gjöra það nú þegar.
Bækurnar verða yfirskoðaðar
í fyrstu viku maí.
Færri eintök voru prentuð
1954 en undanfarið; áríðandi er
að hvert eitt og eftiasta seljist.
Verð helzt við það sama (75c),
þótt kostnaður fari vaxandi ár-
lega.
Æskilegt er að auglýsinga-
söfnun næstu útgáfu (1955) gangi
fyrir sig eins fljótt og unt er,
og að listi embættiskvenna
kvenfélaganna fyrir 1955 fylgi
með.
I. Gillies, 971 Dominion St.
Winnipeg 10, Manitoba