Lögberg - 21.04.1955, Síða 2

Lögberg - 21.04.1955, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRIL 1955 Tvö frumskilyrði til framfara á Þingvöllum Eftir sr. JÓHANN HANNESSON Ýmsir mætir menn meðal þjóðar vorrar hafa tekið sér ^yrir hendur að gera tillögur til ið hefia hinn forna höfuðstað landsins til vegs og virðingar í samræmi við óskir og kröfur nú- tíma manna. Má í því sambandi benda á merka grein eftir for- mann Þingvallanefndar, Gísla Jónsson alþingismann, er hún birtist í Morgunblaðinu í júlí s.l. ár. Getur sá, er þetta ritar, af heilum hug tekið undir það, sem sagt er í þeirri grein, enda munu varla skiptar skoðanir um flest það, er þar segir meðal þeirra, er Þingvöllum unna. Mætti einnig segja hið sama um tillögur ann- arra merkra manna, sem hug- leitt hafa einstök verkefni, er hér bíða úrlausnar. Það er sjálf- sagt rétt og nauðsynlegt að hér þarf nýja kirkju, nýtt gistihús og yfirleitt margt nýtt hér í Þjóðgarðinum, sem hér hefir al- drei verið, en þarf þó að vera í sérhverjum sæmilegum þjóð- garði — bæði til sæmdar staðn- um og til þæginda fyrir al- menning. Margt hefir hér verið vel gert og viturlega til varðveizlu staðn- um, en mikil eru þau verkefni, sem enn bíða, eða hafa ekki verið varanlega leyst ennþá. Hafa sum þau mál, er Þingvelli Kaupið Lögberg VmLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ varða, verið rædd á Alþingi og verður þá vonandi eitthvað úr framkvæmdum, einnig þeirra verka, sem eru svo kostnaðar- söm að Þingvallanefnd getur a. m. k. ekki ein komið þeim í framkvæmd nema með miklum fjárveitingum. Samstillt þjóðfé- lagsátak þarf t. d. til að gera hér sæmilega kirkju og gistihús við hæfi nútímans. — En hvers vegna skyldu þessi verkefni vera ofvaxin íslenzku þjóðfélagi svo mjög sem menn draga nú saman fé til hvers konar stórfram- kvæmda? Ef það er satt, sem sagt er um gistihús landsins, að þeirra mál séu mjög óviðunandi og ekki sambærileg við fram- farir á öðrum sviðum, þá getur það ekki verið af öðru en að menn vilja ekki leggja það til þeirra, sem þeir heimta af þeim. Skepna, sem fær of lítið að éta, stækkar ekki eðlilega né þrífst og sama lögmál gildir um stofn*- anir, þar á meðal íslenzk gisti- hús. Tilgangur minn er hér ekki að gagnrýna neitt, sem aðrir hafa gert, heldur benda á tvö einföld atriði, sem þó eru frumskilyrði til annarra framfara í sambandi við Þjóðgarð íslands á Þingvöll- um. Menn gera sér ekki grein fyrir nauðsyn jafn einfaldra hluta, er þeir koma hingað í sól- skyni og sumarblíðu, hrifnir af fegurð fjallatinda, hlíða og hæða, niðursokknir í unað landslags og veðurblíðu og fríðleik náttúr- unnar (eða flöskunnar) í hennar fegursta skrúða hér á þessum stað. — að er vinnan hér og reynslan, sem kennir mönnum hvar skórinn kreppir. COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins BALBRIGGAN LÉTTU NÆRFÖT Halda yður þægilega köld- um með verndar-hlífum fyrir handarkrika og læri. Penmans léttu bómullar- nærföt, eyða svitanum — fara vel, engin bönd þörf, auðveld í þvotti. í hvaða sniði sem ðr fyrir menn og drengi. FRÆG SÍÐAN 1868 B-FO-5 Til hótelreksturs þarf öruggt rafmagn Áður en skilyrði geta orðið sæmileg til hótelrekstrar, þarf að leiða hingað rafmagn frá Soginu. Nú framleiðir Hótel Valhöll rafmagn handa sér með dieselvél. Eyðist til rafmagns og hitunar á þriðja þúsund lítrar af olíu á hverri viku meðan hótelið er starfrækt og þarf sérstakan, vel hæfan mann til að gæta vél- anna. Þarf ekki að skýra það nánar hve gífurlega þetta tor- veldar rekstur hótelsins og gerir hann dýran — og auðvitað með öllu óarðbæran, þegar aðsókn er lítil. Þó er þetta rafmagn alls ekki öruggt. Fyrir kemur að vélin bilar þegar mest á liggur og mikið er um gesti. Geta menn gert sér í hugarlund hversu óþægilegt það er fyrir hótel- stjóra, starfsfólk og gesti þegar rafmagnið bregzt. Vatninu er til dæmis dælt daglega með raf- magni, en þegar það vantar, verður að bera það í fötum úr Öxará, eins og fornmenn gerðu — en þá gerðu heldur ekki gestir Þingvalla þær kröfur, sem þeir gera nú, — og höfðu engan hótel stjóra til að hella skömmum sínum út yfir. Þó að þjóðgarðsvörður hafi engan veg né vanda af hótel- rekstrinum, sem betur fer — því meir en nóg er hér að gera á sumrin — þá er mér kunnugt um ýmsa erfiðleika þeirra, sem leggja þetta erfiði á sig, að ég veit greinilega að það er fyrst og fremst þessi geysihái kostn- aður og óþægindi, sem valda því að hótelið sér sér ekki fært að halda starfi sínu áfram nema þennan stutta tíma, 3—4 mánuði ársins í mesta lagi, þó að aðsókn sé nokkur bæði fyrir og eftir þann tíma. Hvorki Hótelið né Þjóðgarð- urinn hefir fjármagn til umráða til að bera allan kostnað af raf- lögn frá Soginu til Þingvalla, enda væri ekki verjandi að ráð- ast í slíka framkvæmd fyrir Þingvelli eina ef gert yrði. En fyrir þjóðfélagið yrði það ekki óarðbært að leggja fram nokkuð fé til raflagna umhverfis Þing- vallavatn, með því að á þessu svæði yrði rafmagnsnotkun á- líka og í stórri sveit með 45—50 notendur (hér í innifalin býlin umhverfis vatnið, sumarbústaði og hótelið, miðað við núverandi þörf og jafnaðartíma). Mun þetta þó án efa aukast miðað við það, sem nú er. Til þess að hvergi sé máli hallað ber að geta þess, að Þing- vallanefnd lét gera góða diesel- rafstöð fyrir bæinn á Þingvöll- um árið 1953. Nægir það raf- magn bænum og kirkjunni vel. En rafmagnsskortur umhverfis- ins er jafn eftir sem áður, eins og gefur að skilja. Ánægjuleg sjón Hér við Þingvallavatn hafa menn stundum þá ánægju, á vetrarkvöldum í góðu veðri, þegar skýin eru í hæfilegri hæð, að sjá bjarman af rafljósunum við Ljósafoss og í Reykjavík uppi í skýjunum. Er gleðilegt til þess að vita, að það vatn, sem héðan rennur, skuli nú svo vel notað í þágu fjölda manns, sem raun ber vitni. En varanleg raf- lýsing fyrir hinn forna höfuð- stað landsins er þetta þó ekki, því bjarminn hverfur þegar skýin lækka, og þá sézt héðan hvergi neitt ljós í neinni manna- byggð, — nema á bænum sjálf- um og í kirkjuturninum. Til öryggis umferðar þarf nýjan vegarkafla Á hinum þrönga vegi, sem liggur milli hamranna niður í Almannagjá að vestan, er þegar orðin mikil slysahætta, þegar umferð er mest á sumrin. Hefir stundum horft til vandræða og umferð stöðvast í bili, er bifreið- ar hafa bilað í brekkunni. Vegur þessi er svo brattur og mjór að hann hæfir engan veginn þeim stóru bifreiðum, sem nú er tekið að nota hér á landi. Vildi ég óska að úr yrði bætí áður en stórslys verða. Ekki dregur það úr hættunni, að vatn rennur þarna í leysing- um vor, haust og vetur, en oft frýs þetta vatn svo öll brekkan verður hál sem gler, svo slys vofa yfir, ef ekki er gætt ýtrustu varúðar. Auk þess þarf ekki nema tveggja stunda skafrenning til þess að þessi vegarspotti í gjánni verði ófær með öllu þótt aðrir vegir, bæði að austan og vestan, séu vel færir. — Gerði ég tilraun í vetur með þetta og gerði gjána færa bifreiðum eitt sinn er hún var ófær. Tveim til þrem stundum síðar var allt verkið ónýtt vegna þess að skaf- renningurinn fyllti meira en það, sem hreinsað hafði verið. Oft vill svo til að leiðin austur um Þingvelli er vel fær úr Reykjavík þótt Hellisheiði sé ófær. Þótt undarlegt megi virð- ast, fær almenningur hér alls engar fréttir í útvarpinu um þetta eða beinlínis rangar þegar talað er um fjallvegi. Kom einu sinni í vetur sú frétt, að Mos- fellsheiði myndi ófær. Menn fóru þó heiðina þann sama dag og farið var líka þar yfir með veikan mann nokkrum tímum eftir að fréttin barst. Daginn eftir var mælst til þess við Fréttastofu Útvarpsins, að frétt- in yrði leiðrétt, en hún var samt ekki leiðrétt. Þá tjáði mér bíl- stjóri, að fyrir nokkrum árum hefði sams konar frétt komið í Útvarpinu. Kvaðst hann þó hafa ekið þá leið viðstöðulaust þann sama dag eins og ekkert hefði í skorizt. Nú getur einnig staðið svo á, að Mosfellsheiði sé fær og yfir- leitt öll leiðin vestan og austan Þingvalla e,n Almannagjá ein sé ófær vegna þess að á veginum í gjánni liggur djúpur snjór eftir skafrenning. Þannig var t. d. nú fyrir skömmu, er skólabörn urðu að fara í skóla og önnur að koma úr skóla. Var þá ak- fært að gjánni að vestan og frá Valhöll að austan, en á þessum stutta kafla var torfæran. Urðu börnin að klifra niður — og upp — gjána og bera farangur sinn í rigningu og ófærð — en þó telst þetta til minniháttar erfið- leika hér um slóðir. Hinn góðkunni vegaverkstjóri, Jónas í Stardal, hefir af miklum dugnaði haldið þessari leið op- inni mest af þeim tíma, sem liðinn er af þessum vetri. En það er ekki lítið erfiði fyrir menn og vélar að glíma við ófærðina í Almannagjá og hlýt- ur að kosta þjóðfélagið árlega nokkurt fé. Öruggasta leið lil sigurs á þessari torfæru Veðurfræðingar hafa athugað ýmsa möguleika (sbr. grein Gísla Jónssonar alþm.) til að komast fram hjá hættum og erfiðleikum Almannagjár. Þegar menn hafa séð hvernig ísar, snjó ar og vötn haga sér á þessu svæði á ýmsum árstímum, þá virðist ein þeirra leiða, sem hafa verið athugáðar, bera af hinum. Hygg ég að hún sé bæði örugg- ust, ódýrust og þægilegust úr því sem komið er með bygging- ar á svæðinu fyrir vestan Þjóð- garðinn. Vilji menn fá öruggan veg til Þingvalla og um Þingvelli og um leið forðast hættuleg þrengsli, brekkur, hálku, snjóa og vatns- rennsli á veginum, þá mun heppilegast að leggja þann veg fyrir vestan Almannagjá og yfir hana á móts við velli þá, sem Leirur nefnast. Kæmi hinn nýi vegur þar á Kaldadalsveginn á Leirunum, en þær eru skammt norður frá Efri Völlunum. Væri þá hægt að friða þann hluta Al- mannagjár, sem geymir hinar sögulegu minjar, Lögberg og búðir og gamla veginn. Áður voru oft torfærur á Leir- unum sökum vatnsflóða, en s.l. sumar var úr því bætt. er Vega- gerð ríkisins lét gera nýjan veg- arkafla yfir það svæði, sem lægst liggur. (Verkstjóri Jónas í Stardal). Um leið gerði Þing- vallanefnd skurði til að verja Leirurnar gegn frekari skemmd- um af völdum vatnavaxta og hafa þeir til þessa reynzt vel. Mikið er talað um vaxandi slys og skemmdir í umferð. Skyn samlegra væri að gera nú ör- uggan veg til hins forna höfuð- staðar en að bíða eftir að slys minni mann á það, enda efast ég um að þessar vegabætur kosti meir en ein ný stór bifreið kostar. Þingvöllum í febrúar 1955 Jóhann Hannesson —Mbl., 10. marz Úrræði Dana í gjaldeyrismálum: Lagóur neyzluskattur á margar vörur— Fólk fær ríkisskuldabréf í sfaðinn Minnka á neyzluna um 4—500 milljónir — Endurgreiðsla hindrar hækkun vísilölu —Stytt úr POLITIKEN Á laugardaginn lagði danska stjórnin fram lagafrumvörp, er miða að því að bæta úr gjald- eyrisvandræðum þeim, sem Danir hafa átt við að stríða um alllangt skeið. Alls var hér um 17 lagafrumvörp að ræða, flest breytingar á lögum til sam- ræmis. Tvö nýmæli eru merk- ust. Annað gerir ráð fyrir 10 til 25% skatti á ýmis konar neyzlu- vörur, hitt er um útgáfu ríkis- skuldabréfa, sem neytendum skuli afhent eftir árlegri hæð skattskyldra tekna viðkomanda. Ríkissjóður ávaxtar þessi bréf í eins konar sparnaðarsjóði eða fjárfestingarsjóði, en greiðslur hefjast 1962. Markmiðið er að ná jafnvægi í greiðslujöfuði við útlönd, án þess að grípa til inn- flutningshafta eða niðurskurðar á fjárfestingu en draga í þess stað úr heildarneyzlu lands- manna. Greiðslujöfnuður Dana við út- lönd hefir verið mjög óhagstæð- ur allt frá 1953 og á árinu 1954 voru gerðar ráðstafanir, er áttu að bæta úr þessu. Var dregið nokkuð úr fjárfestingu af opin- berri hálfu og bitnaði þetta einkum á framkvæmdum í þágu landvarna. Þessar aðgerðir hafa reynzt ófullnægjandi, enda hefir þróun verðlags erlendis verið Dönum mjög óhagstæð á þessu tímabili. Verð á innfluttum vörum hækkað en útflutnings- vörur ekki. Danska þingið mun nú hafa samþykkt frumvörp stjórnarinnar í höfuðatriðum. n > v ii' • n - j Lækka heildarneyzluna 1 greinargerð sinni fyrir laga- frumvörpum stjórnarinnar sagði Kampmann, fjármálaráðherra, að stjórnin stefndi fyrst og fremst að lækkun neyzlunnar 1 landinu í heild, en ekki beinlínis að því að draga úr neyzlu þeirra vara, sem skattlagðar verða. Stjórnin vildi komast hjá að skera niður fjárfestingu bæði af opinberri hálfu og einstaklinga fram yfir það sem gert var með lögunum frá 1954. Skallur á neyzluvörur Hinn óbeini skattur á neyzlu- vörur nemur frá 10—25% eftir vörutegundum. Skattur þessi verður innheimtur hjá heildsöl- um, þar sem hentugra þótti að innheimta hann þar fremur en hjá smásölum. Helztu vöruteg- undir sem skattlagðar verða eru vefnaðarvörur alls konar fatnaður, einkum yfirfatnaður, skór, gull- og silfurvörur, leik- föng, útvarpstæki. Einnig er lagður skattur á eldspýtur, rak- vélablöð, kaffi, te, benzín, og skemmtanaskattur á aðgöngu- miðum kvikmyndahúsa hækkar um 25%. Ríkisskuldabréf eftir lekjum manna Annað meginatriðið í ráðstöf- unum stjórnarinnar er útgáfa ríkisskuldabréfa, sem óbeint á að bæta almenningi skattlagn- inguna. Hér er raunverulega um tímabundinn skyldusparnað að ræða. Bréfin verða afhent neyt- endum fyrir þetta ár og næsta. Útborgun þeirra hefst 1. apríl 1962 og lýkur 1972. Verður dreg- inn út 1/10 hluti af heildarupp- hæð bréfanna árlega til útborg- unar. Upphæð sú sem hver neyt- andi fær í skuldabréfum árlega fer hækkandi miðað við tekjur hans og er þetta byggt á því að þeim mun hærri sem tekjur manna eru, þeim mun meira muni þeir veita sér af neyzlu- vörum og þannig greiða hærri neyzluskatt. Þeir, sem eiga fyrir fjölskyldu að sjá, fá hærri skuldabréf en einhleypir. Fjöl- skyldufaðir með 4000—4500 danskar krónur í skattskyldar tekjur fær ríkisskuldabréf að upphæð kr. 80, en sá sem hefir 20 þús. krónur eða þar yfir í skattskyldar tekjur árlega fær bréf upp á 280 kr. Vextir eru síðan greiddir af bréfum þessum. Loks er gert ráð fyrir, að þeir væntanlega fáu, sem hafa lægri árstekjur en nemur 4 þús. kr. skattskyldum, skuli fá bætur sínar fyrir skattlagninguna á neyzluvörurnar greiddar í pen- ingum. Niðurgreiðslum hæit Jafnframt þessum ákvæðum eru hinum allra tekjulægstu ætlaðar nokkrar skattlækkanir í beinum sköttum. Hætt verður algerlega við niðurgreiðslur á mjólk, en hún var sú eina vöru- tegund, sem enn var greidd niður í Danmörku og nam sú upphæð um 25 milljónum króna. Ráð var fyrir því gert í frum- varpinu að barnalífeyrir skyldi hækka nokkuð. Neyzluskatiurinn sem sparnaður Reiknað er með að skattarnir á neyzluvörurnar muni færa í ríkissjóð röskar 200 milljónir árlega og þar eð ákvæðin gilda til tveggja ára verða það um 400 milljónir, sem þannig koma í ríkissjóð. Þessu fé má ekki eyða og fyrir því verða ríkis- skuldabréfin gefin út. Hér er því mm eins konar lán að ræða handa ríkissjóði frá almenningi, er verkar sem tímabundinn skyldu sparnaður. Þá er vert að vekja á því sérstaka athygli, að sök- um þess að almenningur fær tollana endurgreidda, koma þeir ekki fram á vísitölunni til hækkunar. Laun verða því ó- breytt, enda sagði fjármálaráð- herrann að ráðstafanir þessar myndu gagnslausar, ef um leið væri sett af stað kapphlaup milli verðlags og launa í landinu. —TIMINN, 15. marz # Veljið í öryggi hjá Tip Top Tailors Gamlir og nýir viCskiptavinir njóta hlnna sömu kjörkaupa, hinnar sömu persónulegu afgreiSslu hjá elztu og frsegustu fatagerSarverzlun I Canada eftir máli, Jafnt fyrir konur sem karla. BúSlr og umboSsmenn 1 hverri borg frð. strönd tll strandar. r ’t

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.