Lögberg - 21.04.1955, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRÍL 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið fit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritatjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 743-411
Verð $5.0U um árið — Borgist fyriríram
The ‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized aa Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa
Albert Einstein
Síðastliðinn mánudag lézt á Princeton sjúkrahúginu í
New Jersey, hinn heimsfrægi vísindamaður, Albert
Einstein, 76 ára að aldri, er samtíðarmenn hans á vettvangi
vísindanna tíðum kölluðu “Isaac Newton” tuttugustu aldar-
innar; hann var aðeins 26 ára gamall er honum féll heims-
frægð í skaut vegna kenningar sinnar, Theory of relativity
afstæðiskenningarinnar svonefndu; hann varði nálega allri
sinni starfsævi í leit að samræmdum, stærðfræðilegum
skilningi á því lögmáli, er stjórnaði algeimnum og hann
svipti hulunni af mörgu, er gamlar erfikenningar höfðu
talið til staðreynda.
Albert Einstein var af Gyðingaættum kominn, fæddur
í Þýzkalandi hinn 14. dag marzmánaðar 1879 og þar hlaut
hann sína aðalskólamentun; hann fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1933, gerðist á sínum tíma amerískur þegn og
prófessor í eðlisfræði við Princetonháskólann; hann lifði
fábrotnu lífi til daganna enda, hataðist við nazismann
þýzka og taldi persónuhelgina þá æðstu gjöf, er börnum
jarðar gæti hlotnast; hann var frábitinn sjálfsauglýsingum
og þurfti þeirra heldur ekki við fremur en önnur mikil-
menni; um auðsöfnun hirti hann heldur ekki, enda væri
lífið sjálft æðri öllum fjársjóðum annarar tegundar.
Nú mun það nokkurn veginn alment viðurkent, að
Einstein hafi átt upptökin að notkun kjarnorkunnar þótt
beint væri í annan farveg en þann, er hann í fyrstu ætlaðist
til; hann fann til sársauka yfir því, er fyrsta atómsprengjan
skall yfir Hiroshima 1945. „Eins og vopnin nú hafa snúist í
höndum okkar“, sagði Einstein, eftir að áminst sprengja
reið af, „eru horfur á, að þessi nýja uppgötvun, sem verða
átti öllu mannkyni til ómetanlegrar blessunar, - verði því
til ægilegri bölvunar, en orð fái lýst“.
Árið 1921 hlaut Einstein Nobelsverðlaunin í eðlisfræði
og ógrynni annara viðurkenninga þyrptust að honum svo
að segja úr öllum áttum án þess að hann sæktist eftir
nokkurri þeirra; hann lét meðal annars í því sambandi
svo ummælt, að sér fyndist það nálgast kaldhæðni örlag-
anna, að sér skyldi vera slíkur sómi sýndur, er hann að
engu leyti ætti sök á sjálfur.
Albert Einstein unni hugástum þjóðflokki sínum og
þráði þá stund, er hann yrði leiddur út af eyðimörkinni inn í
landið helga.
★ ★ ★
Alþjóða kornbanki
Framkvæmdanefnd bændasamtakanna canadisku er
þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé, að komið verði á fót
alþjóða kornbanka, er það hlutverk hafi fyrst og fremst
með höndum, að hlutast til um að afgangskornbirgðir kom-
ist til þeirra þjóða, sem skemst eru á veg komnar með að
fullnægja framleiðsluþörfum sínum í þessum efnum; uppá-
stunga í þessa átt hefir verið fengið hveitiráðinu í hendur
og mun hún vafalaust verða tekin þar til alvarlegrar íhug-
unar; ennfremur fer áminst nefnd fram á það, að haldinn
verði fundur meðal þeirra þjóða, er um innflutning og út-
flutning korns, einkum hveitis, annast, með það fyrir
augum, að ræða um að hrinda í framkvæmd endurnýjun
alþjóðahveitisamninganna, International Wheat Agree-
ment, áður en slíkt verði um seinan, því núverandi samn-
ingar renna út þann 31. júlí 1956. Er hér í báðum tilfellum
um svo mikilvæg mál að ræða, að lausn þeirra ætti ekki
undir neinum kringumstæðum að dragast á langinn.
★ ★ ★
Tekur til starfa á ný
Eftir tólf daga páskahlé frá störfum, hefir sambands-
þing nú sezt á rökstóla á ný og tekið til meðferðar fjárlaga-
frumvarpið, er hinn nýi fjármálaráðherra, Mr. Harris, fyrir
skömmu lagði fyrir þing; búast má við löngum og hörðum
umræðum, því skoðanir verða vafalaust ærið skiptar urA
ýmis atriði frumvarpsins; stjórnarandstæðingum þykir
frumvarpið ekki ganga nándar nærri nógu langt varðandi
lækkun skatta, þó tekjuskattur einstaklinga lækki óneitan-
lega að mun almenningi til drjúgra hagsmuna; fjárlaga-
frumvarpið að þessu sinni er ólíkt sams konar frumvörpum
allmargra undanfarinna ára að því leyti, að það gerir ráð
fyrir rekstrarhalla á næsta fjárhagsári, er nemi 160 miljón-
um dollara; þetta telja ýmsir vafasöm búhyggindi, þó aðrir
líti þannig á, að stjórnin ætti að verja langtum meira fé
til félagslegra umbóta og stórfeldra atvinnufyrirtækja,
hvað svo sem greiðslujöfnuði líði; en megi á annað borð
eitthvað af reynslunni læra, hefir hún jafnaðarlegast orðið
sú, að hollasti búskapurinn sé skuldlaus búskapur hvort
heldur ræðir um einstaklinga eða þjóðir.
Hinn látni
Franskur læknir segisl haía
vakið mann upp írá dauðum
Maðurinn hafði verið dáinn
í 15—20 mínúlur
Meðlimir frönsku. lækna-
akademíunnar klöppuðu
mikið og lengi. Elzti maður-
inn í þeirra hópi, dr. Leon
Benet hafði verið að lýsa
fyrir þeim hvernig hann
hefði lífað hund við þrem
stundarf jórðungum e f t i r
dauðann með hjartanuddi,
svo að hann lifnaði við.
ÞEGAR fagnaðarlátunum linnti,
reis dr. Maurice Chevassu, pró-
fessor við læknadeild Parísar-
háskóla, úr sæti sínu, og skýrði
frá því að hann gæti einnig sagt
mönnum frá eftirtektarverðu
dæmi um það, hvernig lífvera,
sem hefði verið „klíniskt dáin“,
hefði verið vakin til lífsins. Allir
viðstaddir vissu, að dr. Chevassu
var fær skurðlæknir, sem vann
einkum við skurðarborðið en
ekki í rannsóknarstofu. Um á-
heyrendahópinn fór því kliður
undrunar og eftirvæntingar.
Þetta gerðist 25. janúar s.l. og
hafa viðstaddir síðan lýst yfir
því, að sá dagur verði í vitund
þeirra einn mesti dagurinn í
sögu læknavísindanna. — Dr.
Chevassu tók til máls á þessa
leið:
„Ég hefi vakið mann til lífs-
ins, er hann hafði verið stung-
inn í hjartað með hníf.“
Komið með látinn mann
Einn viðstaddra greip þá fram
í: „Mig rekur minni til að hafa
séð kvikmynd, þar sem eitthvað
þvílíkt gerðist.“ (I frönsku
myndinni „Undir himni Parísar“,
sem sýnd var hér, er læknir lát-
inn vekja „klíniskt dáinn“ mann
til lífsins).
Chevassu hélt áfram: „Ég
mun gefa nákvæma skýrslu um
það, sem fyrir kom. Ég var á
verði í slysadeild stórs sjúkra-
húss, þegar komið var með
mann, sem stunginn hafði verið
í hjartað. Maðurinn var örend-
ur, þegar ég sá hann. Ég skoðaði
hann vandlega og gekk úr
skugga um, að hann var með
öllum ummerkjum þess, sem er
„klíniskt“ látinn. Ég kvað því
upp þann úrskurð, að ekkert
væri fyrir hann að gera, þar sem
hjartað og blóðrásin hefðu
stöðvazt. Ég gaf því fyrirmæli
um, að líkið skyldi flutt á brott.
Þegar ég var á leið til herberg-
is míns, flaug mér eftirfarandi í
hug: Maðurinn er nýdáinn, hann
er ekki orðinn kaldur, hann
hefir verið dáinn í 5 til 10
mínútur, áreiðanlega ekki miklu
lengur. Ætti ég ekki að reyna
að vekja hann upp frá dauðum,
þótt ég eigi á hættu að verða
að athlægi fyrir slíka tilraun?"
15—20 mínúlur frá andlátinu
Chevassu fór Inn í herbergið,
þar sem lík voru geymd, þar til
þau voru kistulögð og sagði við
hjúkrunarkonuna þar: „Komið
þér með hann niður!“ Hún áVar-
aði: „Hvert? 1 líkstofuna? Ég er
einmitt að fara með hann þang-
að!“ Chevassu- mælti: „Nei, í
skuðstofuna!“ Hjúkrunarkonan
starði á hann, eins og hann væri
orðinn viti sínu fjær, en hlýddi
þó.
Þegar líkið hafði verið lagt á
skurðarborðið voru um tíu mín-
útur liðnar frá því að Chevassu
hafði fyrst rannsakað manninn,
er hafði þá a. m. k verið dáinn í
15 mínútur, en varla lengur en
20 mínútur. Chevassu sagði, að
hann hefði varla gefið sér tíma
til að setja á sig gúmmíhanzka
og sótthreinsa brjóstkassa
mannsins, sem hann opnaði síð-
an og skar inn að hjartanu. A
því var þriggja sentimetra lang-
ur skurður, sem hann saumaði
saman.
Þá gat hann tekið hjartað milli
handanna og nuddað það. Gerði
hann það margar mínútur með
rok upp óp
mestu gætni en með regluleg-
um, kröftugum hreyfingum. Þá
tók hann eftir því, að veikra
hreyfinga varð vart í hjartanu.
Og þá kom hið ægilega augna-
blik milli lífs og dauða: Líkami
og andlitsdrættir hins látna
kipptust saman, engdust sundur
og saman. Og þegar hjartað fór
að slá í höndum læknisins,
reyndi líkið að rísa upp, og um
leið rak hinn „látni“ upp ógur-
legt sársaukavein.
Læknakandídat, sem við-
staddur var, rak upp skelfingar-
óp, greip höndunum fyrir and-
litlið og flýði úr skurðstofunni.
Hins vegar varð skurðstofu-
hj úkrunarkonan kyrr, en skalf
þó frá hvirfli til ilja. Chevassu
varð hins vegar að vernda hjart-
að, sem farið var að slá, veikt þó,
og verjast jafnframt hinum
æðislegu umbrotum mannsins,
sem hann hafði vakið upp frá
dauðum.
Hann mundi eflir öllu
„Fljótar, haldið honum og
gefið honum klóróform!" hróp-
aði hann til hjúkrunarkonunnar.
Hún greip um axlir mannsins
annari hendi, en með hinni tók
Lýsing
SVEINS PÁLSSONAR
landlæknis sumarið 1794
Sveinn Pálsson, landlæknir,
kom í Hallormsstaðarskóg
sumarið 1794 og skrifaði þá
þessa lýsingu af honum:
„Skógurinn hjá Hallormsstað
og þar fyrir ofan er sennilega
bezti skógur, sem nú er til á
landinu. Vegurinn gegnum skóg-
inn minnir víða á fögur trjá-
göng, því að trjákrónurnar ná
saman svo hátt yfir jörð, að vart
næst upp í þær með svipunni.
Á þessum stað getur maður
tekið undir með þeim Eggert og
Bjarna, að Fljótsdalur sé feg-
ursta hérað landsins. Útsýni er
þarna hið fegursta.
Skógurinn stendur í fjallshlíð
með smástöllum, er hallast líð-
andi móti norðvestri og speglast
í hinu mjólkurhvíta Lagarfljóti,
sem liggur niðri í dalnum með-
fram skógarhlíðinni. Sums stað-
ar slútir skógurinn út yfir
fljótið. Hinum megin fljótsins,
andspænis blasir við lág og
brattalítil fjallshlíð með ótelj-
andi láréttum stöllum eða kletta
beltum, er stefna til sjávar, en
alls staðar er hún samt grasi
gróin og býlum byggð. En svo
mun fara um þetta fagra hérað
sem aðrar skógasveitir á Islandi.
Það verður lagt í örtröð til
skammar fyrir aldna og skaða
fyrir óborna!
Alls staðar, og þó einkum hjá
Hallormsstað og innst í dalnum,
blasa við hryggileg verksum-
merki. Hin fegurstu birkitré hafa
verið stráfelld á þessum slóðum,
ekki samt með rótum, heldur
hefir stofninn verið bútaður allt
að mannhæð frá jörðu, svo að
svæðið er yfir að líta sem væri
það krökt af vofum eða hvítum
staurbeinum draugum, er hest-
arnir mínir voru í fyrstu dauð-
hræddir við og rammfælnir.
Skógarhöggsmennirnir hafa ekki
nennt að hafa fyrir því né viljað
leggja það á sig að höggva hin
stóru tré með rótum, en með því
hafa þeir banað fjölmörgum
rótarteinungum. — Stofnarnir
visna, og samt sem áður geta
þessir skógræningjar ekki dratt-
ast til að höggva þá til elds-
neytis, heldur láta þeir þá grotna
niður, og halda áfram að kvista
lifandi tré, ef til vill hálfvaxin.
En í þokkabók er svo alls staðar
fullt af kalviði: snjóhvítum og
visnandi toppum, jafnvel á ung-
um trjám. Þetta stafar af því, að
menn ráðast á skóginn að vetr-
arlagi, slíta upp yngstu grein-
hún klóróformflöskuna og hellti
nokkrum dropum í bómull.
Læknirinn lagði hana síðan yfir
vit mannsins: „Önnur svæfing
kom ekki til greina eins og á
stóð. Sjúklingurinn, sem hafði
komizt aftur yfir landamæri lífs
og dauða með einu hjartaslagi,
hné aftur á bak.“
Líkami mannsins kipptist enn
við um hríð. Læknirinn hélt á-
fram að nudda hjarta hans, og
eftir nokkrar mínútur kyrrðust
bæði hjartsláttur og andar-
dráttur, og hlé varð ekkert á
þeim, þótt hvorugt væri alveg
reglulegt. Skurðurinn á brjóst-
holi mannsins var saumaður
saman og búið um sárið, og
stuttu síðar svaf hinn særði ró-
lega af'klóróforminu.
„Þegar maðurinn vaknaði
aftur daginn eftir,“ hélt dr.
Chevassu áfram „mundi hann
eftir öllum smáatriðum „morðs-
ins“ fram á síðustu sekúndu, og
er það sönnun þess, að heili
hans og taugakerfi störfuðu til
fullnustu eftir að hinn „klíniski“
dauðdagi var genginn í garð . . .
Ég geri ráð fyrir, að þetta mikla
mótstöðuafl megi rekja til þess,
að þegar hinum særða var veitt
fyrsta hjálp, voru honum ekki
gefin nein deyfilyf, af því að
menn töldu hann þegar örend-
arnar, þegar þær standa einar
upp úr snjónum og nota bæði
til fóðurbætis og eldsneytis, af
því að þeir hafa vanrækt jöfnum
höndum að afla heyja og eldi-
viðar að sumrinu."
Á þessa leið lýsir Sveinn
læknir Pálsson Fljótsdalshéraði
og Hallormsstaðaskógi. Svo
margar skógarsveitir hefir hann
séð eyddar og örfoka á ferðum
sínum, að hann hikar ekki við
að spá Fljótsdalshéraði sömu
örlaga. Þessi spá rættist þó ekki
sem betur fer. Landið vestan
fljótsins er enn grasi gróið og
býlum byggt og Hallormsstaða-
skógi varð forðað frá eyðingu á
síðustu stundu. Birkiskógurinn
hefir vaxið upp að nýju og skýlir
an eða deyjandi — enda var það
rétt.“
Læknar eiga ekki að hika
Þannig lauk Chevassu frásögn
sinni, og bætti því við, að eng-
inn læknir ætti að hika við að
reyna að bjarga örendum manni,
þegar öll von virðist vera úti,
jafnvel ekki þegar læknirinn
verði að gera ráð fyrir, að
skemmd hinna „æðri líffæra",
og sérstaklega heilans, sé byrjuð,
og því megi óttast taugabilun
þess, sem kynni að vera vakinn
aftur til lífsins.
Viðstaddir þökkuðu Chevassu
með miklu lófataki, og hefir
verið ákveðið, að gefin skuli út
nákvæm skýrsla um þetta til-
efni, því fram að þessu hefir
Chevassu haldið rtafni hins
endurlífgaða leyndu.
—VISIR, 28. febr.
Hvert land hefur sína sápu-
tegund hvað lögun, stærð, lit~og
ilm snertir. Sápuframleiðendur,
sem reyndu að vinna kínverska
markaði, komust að raun um,
að þar var ekki keypt nema hvít
sápa, því húsmæður óttuðust, að
allar aðrar sápur gæfu frá sér
lit.
nú þúsundum barrplantna, sem
munu vaxa birkinu upp fyrir
höfuð er fram líða stundir.
Frumskilyrðið fyrir því, að
gróðursetningarstarfinu geti mið
að fljótt og vel áfram er að
ávallt sé nægar plöntur fyrir
hendi til þess að setja í jörðina.
Gróðursetningarstarfinu hefir
miðað alltof hægt til þessa, en
til þess að verulegur skriður
kæmist á, hefir verið gripið til
þess ráðs, að efla Landgræðslu-
sjóð með því að leggja 20 aura á
nokkrar vindlingategundir og
láta þá renna til plöntuuppeldis.
En 60 aurar geta orðið að vænu
tré, er fram líða stundir.
—VÍSIR, 1. marz
Innköllunar-menn Lögbergs
Bardal, Miss Pauline..........Minneota, Minnesota
Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A.
Einarson, Mr. M...............Arnes, Manitoba
Fridfinnson, Mr. K. N. S......Arborg, Manitoba
Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba
Hnausa, Manitoba
Riverton, Manitoba
Vidir, Manitoba
Arnason, Mr. R................Elfros, Saskatchewan
Leslie, Saskatchewan
Mozart, Saskatchewan
Foam Lake, Sask.
Wynyard, Sask.
Gislason, T. J...............Morden, Manitoba
Gislason, G. F................Churchbridge, Sask.
Bredenbury, Sask.
Johnson, Mrs. Vala............Selkirk, Manitoba
Bjarnason, Mrs. I.............Gimli, Manitoba
Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba
“Betel”, Gimli, Man.
Winnipeg Beach, Man
Lindal, Mr. D. J..............Lundar, Manitoba
Lyngdal, Mr. F. O.......... Vancouver, B.C.
5973 Sherbrook St.
Vancouver, B.C.
Middall, J. J.................Seattle, Wash., U.S.A.
6522 Dibble N.W.
Seattle, Wash., U.S.A.
Myrdal, S. J..................Point Roberts,
Box 27 Wash., U.S.A.
Oleson, G. J.................Glenboro, Manitoba
Glenboro, Man. Baldur, Manitoba
Cypress River, Man.
Simonarson, Mr. A. .........Blaine, Washington
R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash.
Valdimarson, Mr. J............Langruth, Manitoba
Langruth, Man. Westbourne, Manitoba
Hallormsstaðaskógur fyrir hólfri annari öld