Lögberg - 21.04.1955, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRÍL 1955
ifyftttfftft wvwwwwwvwvwww*
Alili 4*iVI
IWENISA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HANN ÁTTI LÍKA SÍNA GALLA“
Hún kom oft í heimsókn til
mín og vildi vera mér vingjarn-
leg, en þó var eins og ég væri
aldrei fyllilega með sjálfri mér í
návist hennar. Ég reyndi að yfir-
buga þessa undarlegu tilfinn-
ingu, því ég vissi að hún var
vinafá og þarfnaðist samúðar og
velvildar. Það sem einkanlega
olli óróa mínum, þegar hún
heimsótti mig var, að hún virt-
ist vera í stöðugum taugaspenn-
ingi; var afar þrætugjörn, og
fremur hörð í dómum um menn
og málefni, svo að ég mátti gæta
varúðar, að brjóta ekki upp á
umtalsefni, er gæfi henni á-
stæðu til þrætu. Það er skemmti
legt að ræða við andstæðinga
sína í skoðunum, ef umræðurnar
eru kaldar og rólegar og byggðar
á rökum, hins vegar eru þrætur
hvimleiðar.
Dag einn sagði ég henni lát
manns, sem mér fannst að mörgu
merkismaður, er komið hafði
fram til góðs í sínu bygðarlagi.
Eftir að ég hafði útmálað þetta,
e. t. v. nokkuð sterkum litum,
varð henni að orði: „Hann átti
nú líka sína galla!“
Þessi vinkona mín hefir nú
fyrir löngu safnast til feðra
sinna, og þó hún ætti nú sína
galla, eins og hér hefir verið
vikið að, var hún á margan hátt
vel gefin. Og hver er það, sem
ekki á sína galla? En mismun-
andi er, hve mönnum verður
starsýnt á breyzkleika og yfir-
sjónir annara.
Oft hefi ég hugsað til ofan-
greindra orða vinkonu minnar
og hygg ég að í þeim felist or-
sök þess taugaspennings og van-
heilsu, er þjáði hana. Enginn
vafi er á því, að álit okkar á
fólki litast ósjálfrátt af okkar
eigin upplagi og skapgerð; við
dæmum aðra af sjálfum okkur.
Eigingjarn maður heldur að
flest fólk sé eigingjarnt; óráð-
vandur maður ætlar aðra óráð-
vanda og getur engum treyst. —
Og sá sem sífelt situr á dómstóli
yfir öðrum, grunar aðra um, að
þeir séu sífelt reiðubúnir að lasta
hann fyrir lýti hans og ávirð-
ingar. Slíkur maður getur aldrei
verið rólegur, hann er alltaf á
verði; hann er haldinn stöðug-
um taugaspenningi, og er van-
sæll að sama skapi. — Fari um-
burðarleysið og dómgirnin út í
öfgar getur það raskað sálarlífi
manna þannig, að það gangi geð-
bilun næst.
Nýlega hefi ég verið að lesa
Dægradvöl, ævisögu Benedikts
Gröndals skálds. Hann var einn
hinn fjölgáfaðasti maður, sem
uppi hefir verið á íslandi, en
segja hefði mátt við hann:
„Enginn frýr þér vits, en meir
ertu grunaður um græzku“.
Ofannefnt rit er sennilega það
mesta níðrit um einstaklinga,
sem birzt hefir á íslenzku. Hann
nefnir varla svo nokkurn mann,
lífs eða liðinn, að hann ekki for-
dæmi hann og mannskemmi. Og
harðast dæmir hann aðra fyrir
þann löst, er varð honum sjálf-
um til falls: ofdrykkju. Brjóst
umkennanlegur er hann, þega^r
hann lýsir aðdragandanum að
því, að hann var rekinn frá
kennaraembætti við Latínuskól-
ann vegna drykkjuskapar; það
er svo augljóst, að mannaum-
inginn er langt frá því að vera
andlega heilbrigður. Allt ólánið
finnst honum öðrum að kenna
menn rægja hann og ofsækja;
aðrir drekka meir en hann en
þeim er ekki vikið frá; hæfileik-
ar hans eru ekki metnir að mak
leikum o. s. frv. o. s. frv. Vælið
og skælurnar eru átakanleg.
Þetta rit er ljóst dæmi þess
hve lágt menn geta fallið
íslenzka safnið í Manitoba-háskóla
HELGU
Eftir
PÁLSDÓTTUR
hversu gáfaðir sem þeir eru, ef
þeir leggja það í vana sinn að
fordæma og níða aðra. Allir
ókostir ágerast eftir því sem
þeir eru iðkaðir meir, ekki sízt
lastmælgin, sem getur orðið að
fullkominni geðbilun, eins og
fyrr er sagt.
Annar höfundur er nú uppi
með íslenzku þjóðinni, er þáði
miklar gáfur í vöggugjöf, en
hefir misnotað þær þannig að
þær eru að verða honum og
þjóð hans að hermdargjöf. Hann
hefir verið svo harður 1 dómum
sínum um þjóð sína, hefir dregið
svo fáránlegar og ógeðslegar
myndir úr íslenzka þjóðlífinu,
að allir, sem lesa sögur hans, og
ekki þekkja til, halda að þar í
landi búi hinn versti skríll. I
síðustu bók sinni, GERPLU,
leggst hann á hin andlegu verð-
mæti þjóðar sinnar, bæði með
því að misbjóða íslenzkri tungu
með alls konar orðskrípum og
með því að reyna að rífa niður
gildi fornrita þjóðarinnar, sem
hafa verið henni sem lífsins
lind í aldaraðir, meginþáttur í
viðhaldi íslenzks þjóðernis.
Eftir því sem hann hefir iðkað
níðið meir, hefir sýkin ágerzt,
aar til nú, að hann svífst þess
ekki að fara kámugum höndum
um helgustu dóma þjóðarinnar.
Gengur þetta ekki geðbilun
næst? Víst er um það, að hæfi-
leikum hans er að förla; margir
þeir, er áður dáðu rit Kiljans,
geta nú varla fengið sig til að
lesa síðustu bækur hans. —
Sálfræðingar halda því fram,
að öfgafull dómgirni og last
mælgi stafi af vanmáttartilfinn-
ingu, að þeir, sem tali illa um
aðra, séu að reyna á þann hátt,
að upphefja sjálfa sig í áliti.
Víst er um það, að þeir, sem búa
yfir sjálfstrausti, jafnvægi og
rólyndi, leggja sig sjaldan niður
að því að gagnrýna um of
breyzkleika náungans. Þeir eru
umburðarlyndir og vita, að
hvorki þeir eða nokkrir aðrir
eru lýtalausir. Gallarnir verða
oft áberandi, þegar fólk á við
örðugleika að stríða. Þegar
maður veit hvað amar að fólki
þá skilur maður betur framkomu
þess. Umburðarleysi stafar oft af
misskilningi og vanþekkingu.
Að skilja er að fyrirgefa.
Já, víst átti hann sína galla,
en hann átti líka sína kosti, og
það er svo miklu skemmtilegra
og heilbrigðara að sjá og muna
hið góða og göfuga í fari sam-
ferðamannanna en það sem
verra er.
Frú Helga Pálsdóttir frá
Reykjavíkur, sem nú dvelur
í Winnipeg, þar sem maður
hennar, Björn Sigurbjörns-
son, stundar háskólanám í
landbúnaðarvísindum, hefir
skrifað eftirfarandi grein
fyrir amerískt tímarit um
íslenzka bókasafnið í Mani-
tobaháskóla, en frúin hefir,
að ráði íslenzku prófessor-
anna við þennan skóla,
unnið að því að koma
skipan á safnið. Frú Helga
er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík.
í bókmenntum er oft vitnað
Island sem „Sögueyna“. 1 alda-
raðir var ísland einangrað frá
umheiminum og þjóðin varð
aðallega að sjá sér sjálf fyrir
skemmtunum og þá jafnt í bók-
menntum sem öðru. Vegna þess-
arar einangrunar og þjóðsagn-
anna hafa íslendingar varðveitt
tungu sína gegnum aldirnar,
þannig að nútíma-íslendingar
geta lesið hinar gömlu þjóðsög-
ur, sem voru ritaðar á bókfell á
12.—15. öld og prentaðar síðar,
eftir að prentun hófst á Islandi
um 1540.
Lestur og frásagnir voru
helztu skemmtanir þjóðarinnar.
Þjóðsagnirnar og aðrar bók-
menntir voru þannig snar þátt-
ur í daglegu lífi íslendinga. Þess
vegna voru bókakistlar oft dýr-
mætustu eigur þeirra tslend-
inga, sem fluttust búferlum til
Ameríku á seinni hluta 19. aldar
Árið 1877 heimsótti Lord
Dufferin landstjóri íslenzku ný-
lendunnar í Manitoba. Hann
hélt margar ræður og í einni
þeirra segir hann: .... 1 raun
og veru hef ég ekki komið í eitt
einasta hús eða kofa í þessari
nýlendu, sem hefir ekki að
geyma bókasafn með 20—30
bókum, hversu auðir sem vegg-
irnir eru og fátækleg húsgögn-
in. Og mér er sagt, að varla
finnist það barn á meðal yðar,
sem ekki getur lesið og skrifað.
Þessum formála er ætlað að
svara þeirri spurningu, sem svo
oft er spurt í íslenzka lestrar-
salnum: „Hvernig stendur á
öllum þessum íslenzku bókum
hér?“
Viðhald menningararfs sins
skipti hina íslenzku landnema
miklu máli og meðal fyrstu
verka þeirra var stofnun prent-
smiðju og lestrarfélaga (almenn
bókasöfn).
Framfaraspor í varðveizlu ís-
lenzkrar tungu og þjóðsagna var
tekið, er hafið var námskeið
íslenzku við Wesley College árið
1901. Frá 1927 lá þessi fræðsla
að mestu niðri, þangað til stofn-
að var fast kennaraembætti í
íslenzku og íslenzkum fræðum
1951 við Manitobaháskólann og
☆ ☆ ☆
UM STOFUPLÖNTUR
Seinnipart vetrar og að vor-
inu þarf að taka stofublómin til
athugunar. Sum þeirra þarf að
klippa og laga í vexti, og önnur
að umpotta og gefa áburð. Sé
plantan orðin það rótarmikil að
sýnilega sé orðið of þröngt um
hana í pottinum, verður annað
hvort að setja jurtina í stærri
pott eða mylja nokkuð utan af
rótarhnausnum og jafnvel skera
neðan af rótinni, og má þá oft
nota sama pottinn áfram. Virð-
ist hins vegar nógu rúmt um
rætur plöntunnar, er ekki á-
stæða til umpottunar. En gott er
þó að losa nokkuð af moldinni
ofan af rótunum, án þess að
skemma þær, og setja nýja frjó-
efnaríka mold í staðinn, þarf þá
ekki annað að gera fyrir plönt-
una það árið ,nema að hirða
hana eins og venjulega. Þurfi að
skipta um pott er venjulega
auðvelt að ná flestum plöntum
úr pottinum með því að slá hon-
um varlega við borðrönd, kemur
þá hnausinn í heilu lagi.
Varast skyldi að hafa ný um
pottaðar plöntur 1 sterku sól-
skini, næstu 2—3 dagana eftir
umpottun.
Plastic-dúka þarf líka að þvo
Munið, að það er ekki nóg að
þurrka yfir plastic-dúka með
deigum klút í hvert sinn, sem
þeir eru notaðir, heldur þurfa
þeir reglulegan þvott úr sápu-
vatni einstaka sinnum. Þér getið
alveg rólegar þvegið plastic-
dúkinn úr volgu sápuvatni, en
það verður að skola hann vel,
því að annars verður hann
skýjaður. Að síðustu er bezt að
skola dúkinn í rennandi vatni.
Það má ekki vinda hann, en
hrista vatnið af honum eins vel
og hægt er og hengja hann síðan
á snúru, þar til hann er vel þurr.
Varaþurrkur
Það hættir mörgum til að fá
varaþurrk í hvössu og köldu
hófst kennslan árið eftir. Samt
sem áður hafði ávallt vantað
gott íslenzkt bókasafn. Með
áformum um stofnun kennara-
embættis varð mönnum ljós
nauðsyn þess, að koma slíku
safni á fót.
Próf. Skúli Johnson, sem
kenndi íslenzku við Wesley Col-
lege í nokkur ár áður en hann
var skipaður kennari (1927) við
Klassisku deildina", (grísk
rómönsk fræði) við Mantitoba-
háskólann, veitti ráðleggingar
og aðstoðaði háskólann í þessu
máli. Hjálp hans varð einkum
dýrmæt, þegar bókagjafir tóku
að berast Háskólabókasafninu.
Þá veitti próf. Johnson og mikla
hjálp við bráðabirgðaskipulagn-
ingu íslenzka safnsins.
Það var árið 1936, sem Sidney
Smith forseti tilkynnti að Is-
lendingur, Arnljótur B. Olson,
hefði gefið Manitobaháskóla hið
stóra og dýrmæta bókasafn sitt.
Gefandinn setti engin skilyrði
fyrir gjöfinni, en lét í ljós þá
ósk sína, að bráðlega yrði sett á
stofn kennaraembætti 1 íslenzku
við háskólann. Til þess að þessu
ágæta safni yrði haldið að-
greindu í framtíðinni var sér-
stakur bókskjöldur gerður með
nafni gefandans og teikningu af
Snorra Sturlusyni, frægasta
sagnritara Islands. Arnljótur B.
Olson kom til Ameríku 1888. Bjó
íann um tíma í Dakota, en
fluttist síðar til Manitoba. Hann
var aldrei auðugur maður, en
með þrautseigju frá upphafi og
ást á bókum, tókst honum að
safna einu stærsta einkabóka-
safni af íslenzkum bókum, sem
til er í Kanada. 1 Olson-safninu,
eins og það er venjulega nefnt,
eru um 1700 eintök og var það
metið á 3,500 dollara á þeim
tíma, sem það var gefið. 1 safn-
inu eru sögurit, þar á meðal
saga Islendinga í Ameríku, guð
fræði, lög, skáldskapur gamall
og nýr, smásögur bæði þýddar
og skrifaðar á íslenzku; þjóð-
sögurnar; opinber skjöl, skýrslur
og greinargerðir; og ágætt safn
íslenzkra dagblaða og tímarita,
prentuðum í landi þessu og á
Islandi.
Árið 1939 lét Akademía Jóns
Bjarnasonar af störfum, eftir 27
ára starf. Tilheyrandi skólan-
um var ágætt bókasafn á ís-
lenzku, ensku og á Norður-
landamálunum. 1 íslenzku deild-
inni voru nokkrar mjög dýr-
mætar bækur og sjaldgæf gömul
tímarit. Safn sitt hafði skólinn
fyrst fengið frá íslenzkum söfn-
uði Lútherskra í Ameríku, sem
hafði árið 1893 keypt hið ágæta
einkabókasafn af Eggert heitn-
um Briem frá Islandi; og við
andlát séra Jóns Bjarnasonar
1914, fékk hann einnig dýrmætt
safn, er hann hafði arfleitt skól-
ann að. Auk þessara tveggja
stóru safna, var háskólasafnið
iðulega auðgað með bókagjöfum.
Þegar skólinn hætti starfrækslu
sinni, átti hann um 2,500 ís
lenzkar bækur, auk rita á öðr-
um málum og voru þær þá gefn-
ar Manitobaháskóla með þeirri
ósk, að safnið yrði varðveitt sér.
Þess vegna var sérstakur bóka-
skjöldur gerður með nafni Aka-
demíu Jóns Bjarnasonar, ártali
gjafarinnar og mynd af séra dr.
Jóni Bjarnasyni.
1 safni Akademíu Jóns Bjarna
sonar eru nokkrar útgáfur af ís-
lenzkum biblíum (þar á meðal
útgáfan frá 1644), nokkrar sjald-
gæfar útgáfur af hinum frægu
veðri, og það svo slæman, að
enginn varalitur, hversu vel
sem smurt er, getur hulið hann.
Vindið þvottapokann upp úr
heitu vatni og látið hann liggja
litla stund á vörunum, þurrkið
síðan og nuddið varirnar mjúk-
lega með nærandi kremi, þurrk-
ið kremið af með bómull og
berið síðan varalitinn á. Ef þetta
er gert á kvöldin, látið þá nær-
ingarkremið liggja á vörunum
yfir nóttina.
Passíusálmum Hallgríms Pét-
urssonar. Aðrar þýðingarmiklar
bækur eru t. d.: íslenzkir Ann-
álar, Kaupmannahöfn 1857:
Gunnlaugs saga Ormstungu,
Khöfn 1775: Hervarar saga og
Heiðreks, Khöfn 1785: Codex
Regius, Khöfn 1891: Peringskiold
útgáfa frá 1697 af Heimskringlu
Snorra Sturlusonar. Kristian
Kaalund Islandslýsing, Khöfn
1871. Einnig eru í því mörg vís-
indaleg og bókmenntaleg verk
nútíma-íslenzku, bækur um ís-
land á öðrum málum, og gott
safn gamalla tímarita, en elzt af
þeim er Islanske Maaneds-
tidender, prentað í Hrappsey,
íslandi árið 1774.
Auk þessara tveggja stóru
gjafa, þ. e. Akademíu Jóns
Bjarnasonar og safns Arnljótar
B. Olsons hafa margar smærri
gjafir borizt háskólabókasafn-
inu. Hafa þær aðallega komið
frá íslendingum búsettum
Ameríku, guðsorðabækur til
heimilislesturs, kvæði, smásög-
ur, ensk rit um Island og Islend-
inga og nokkuð af hinum vin-
sælu tímaritum, sem gefin eru
út í Norður-Ameríku.
Árið 1939 heimsótti Jónas
Jónsson Winnipeg. Var hann
mjög snortinn af tilraunum Is-
lendinga til þess að viðhalda
tungu sinni og menningararfi.
Er hann kom aftur til íslands,
bar hann fram frumvarp, sem
varð að lögum, þess efnis, að
Manitoba-háskólinn fengi allar
bækur og tímarit, sem gefin eru
út á íslandi. Á árunum 1940—48
var nær allt, sem prentað var á
íslandi sent bókasafninu. En
síðan 1949 hafa aðeins þær bæk-
ur, blöð og tímarit verið valin,
er álitin hafa verið nytsamleg
markmiðum íslenzku deildar-
innar. Sér Landsbókasafnið á
íslandi um þessi mál og Eim-
skipafélag íslands flytur þessi
völdu rit til New York án
flutningskostnaðar. Þessi gjöf
íslenzku ríkisstjórnarinnar er
mjög þýðingarmikil fyrir bóka-
safnið.
1 nóvember 1952 fékk háskól-
inn stóra gjöf af tímaritum frá
séra Einari Sturlaugssyni á
Patreksfirði. Þegar hann frétti
að stofna ætti íslenzkt kennara-
embætti við háskólann, vildi
hann leggja fram sinn skerf, með
því að gefa einkabókasafn sitt.
Séra Einar Sturlaugsson byrjaði
að safna tímaritum árið 1931 eða
1932 og 1948 hafði hann safnað
einu bezta einkasafni þessarar
tegundar á Islandi. Ásamt þeim
tímaritum og dagblöðum, sem
fyrir voru í háskólasafninu gerir
þessi nýi fengur safnið hið
ágætasta.
Hluti af íslenzka lestrarsaln-
um hefir verið helgaður hinu
látna vestur-íslenzka skáldi,
Stephani G. Stephanssyni. Þar
stendur skrifborð hans og stóll.
Á borðinu eru skrifföng hans,
öll fagurlega útskorin í birki
íbenvið og hvalbein og silfur-
slegið drykkjarhorn. Yfir skrif
borðinu hanga tvær af uppá-
haldseigum skáldsins, samsett
mynd af frægustu íslenzkum
skáldum og stjórnmálamönnum
og fimmtíu ára gömul lynggrein
frá Islandi, hér umlukt fa,gur-
lega skrautrituðu kvæði, sem
hann orti um hana. Á meðal bóka
í einkasafni skáldsins er fagurt
eintak af kvæðasafni hans, And-
vökur, sem vinir hans í Ameríku
gáfu honum og stóðu þeir
straum af kostnaði þriggja
fyrstu bindanna af ljóðmælum
skáldsins. Einnig er þar hin
markverða Húspostilla Jóns
Vídalíns (guðsorðabók til heim-
ilislesturs), sem skáldinu var
gefin, er það tók hina fyrstu
tönn — það er gömul íslenzk
venja, að gefa barni „tannfé".
Safn þetta mun verða varðveitt
til minningar um hið ágæta
skáld. Dýrgripi þessa færðu 3
eftirlifandi börn hans safninu
að gjöf á 100 ára afmælishátíð
föður þeirra þann 3. október
1953.
1 íslenzka lestrarsalnum er
olíumálverk af Snæfellsjökli
eftir frægasta íslenzka nútíma-
málarann, Jóhannes S. Kjarval.
Málverk þetta gaf íslenzki
ræðismaðurinn í Winnipeg,
Grettir Leó Jóhannsson og kona
hans, safninu.
1 bókasafninu eru um það bil
8,000 bindi, auk tímarita. Það er
dýrmætt safn. Hið eina sinnar
tegundar í Kanada, og er aðeins
eitt safn á meginlandi Ameríku,
sem tekur því fram, en það er
Fiskesafnið í Cornellháskóla.
—TIMINN, 10. maí
Merkileg íslenzk
vél við fellingu
þorskaneta
Ásgeir Long í Hafnarfirði
smíðaði hana
Nýlega var tekin í notkun
merkileg vél í netaverkstæði
Jóns Gíslasonar útgerðar-
manns í Hafnarfirði.
Er hér um íslenzka vél að
ræða, sem hinn kunni hafnfirzki
hagleiksmaður Ásgeir Long hef-
ir smíðað, og er til þess að auð-
velda fellingu þorskaneta. Vél
þessi þykir hið mesta þing, og
er ástæða til þess að greina
nokkru nánar frá tildrögum
að þessu. Vísir hefir því aflað
sér nokkurra upplýsinga um
þetta.
Fyrir um það bil einu ári kom
Jón Hlíðar Guðmundsson neta-
gerðarmaður að máli við Ásgeir
Long, eiganda Litlu vinnustof-
unnar í Hafnarfirði, og bað hann
að smíða áhald eða vél, sem auð-
veldaði fellingu þorskaneta.
Smíðaði Ásgeir einfalda vél til
reynslu, og var hún síðan prófuð
í netaverkstæði Jóns Gíslasonar
í Hafnarfirði.
Tvaer fengnar í viðbóf
Tilraun þessi þótti tkast svo
vel, að skömmu síðar voru pant-
aðar tvær vélar í viðbót, og er
hin fyrri þeirra nýlega komin í
notkun. Hefir þessi vél verið
mjög endurbætt frá hinni fyrstu,
og gera menn sér vonir um, að
hún taki hinni langt fram um
afköst. Þó er hraðinn ekki aðal-
atriðið, heldur hin mikla ná-
kvæmni, sem hún vinnur með.
Þegar fellt er á nýja teina, er
óþarft að mæla þá, því að vélin
dregur þá beint úr rúllum og
mælir nákvæmlega hvert milli-
bil, og þarf maður, sem við vél-
ina vinnur, aðeins að herða
hnútinn á því augnabliki, sem
vélin bíður milli „skota“.
Handfljótur maður afkastar
5—7 netum á klukkustund, en
hraða vélarinnar er hægt að
stilla með fætinum eftir hand-
flýti mannsins. Einnig má nota
vélina til þess eingöngu að
mæla teina. Sparar hún við það
marga menn, en venjan hefir
verið að draga teinana út um
allt hraun og mæla þá milli
tveggja staða. Þegar eingöngu
er mælt, er vélin látin ganga
með miklum hraða, og mælir
hún þá teininn á tæpri mínútu.
Ekki er unnt að segja, hve
mikla framtíð þessar vélar
kunna að eiga fyrir höndum, en
skipstjórar og útgerðarmenn,
sem séð hafa þær vinna, eru
mjög hrifnir af nákvæmni og
öryggi þeirra við fellinguna.
Augljóst er, að það hlýtur að
vera hagur í að geta treyst því,
að 600—800 króna nælon-neta-
slanga fellist rétt á teinana, en
þurfa ekki að eiga á hættu að
verða að hrúga fjölda hnúta á
enda teinsins, eða verða að
teygja á slöngunni til þess, að
ekki*verði of langur endi eftir
af teinum.
Vélar þessar eru smíðaðar í
Litlu vinnustofunni, Brekku-
götu í Hafnarfirði, eins og fyrr
greinir.
—VÍSIR, 14. marz
Lesið Lögberg