Lögberg - 21.04.1955, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. APRIL 1955
7
Á mynd þessari sézt “slusher”, sem
er í rauninni skafa, er gengur fyrir 125
hestafla vél. Með þessari vél getur einn
maður flutt á svipstundu 3 tonn af málm-
grýti eftir brautinni og steypt því í einu
falli á sinn stað.
Það er þessi þróun, sem miljónum dollara
hefir verið varið til, sem mest ber á hjá
Inco vegna þess að mönnum með handafli
einu yrði ókleyft að flytja 50,000
tonn af málmgrýti á dag.
Vélar, svo sem “slusher”, eru örugg
áhöld og óhjákvæmileg til ábatavænlegrar
framleiðslu úr stórnámum eins og tíðkast
hjá Inco.
"The Romancc of NickeV’, "2ja blaðsíðna mynd-
skreyttur bœklingur, verður sendur ókeypis peim,
er sliks œskja.
Paradís fátæktarinnar — Jamaica
Þegar Kristófer Kolumbus
sigldi í fyrsta skipti yfir Atlants-
haf, í þeim tilgangi að finna nýja
siglingarleið til Japans og Ind-
lands, var honum að vísu ljóst,
að hann hafði tekið aðra stefnu
en þeir, sem áður höfðu lagt af
stað í sama tilgangi, en hins
vegar var það ekki nema eðli-
legt, að hann hugði sig vera
kominn í nánd við Cipango,
landið, sem við nefnum nú
Japan, þegar hann þann 12. okt.
1492, sá strönd fram undan, eftir
mánaðarhrakninga í stormi og
straumum.
Frumbyggjum eyií
Þetta reyndist þó ekki rétt.
Hinar fögru, gróðurríku Suður-
hafseyjar, sem hann fann þannig
í „misgripum“, voru þó um
langt skeið tengdar Indlandi í
meðvitund manna, fyrir nafn
það, er Kolumbus gaf þeim, —
Vestur-Indíur. Kolumbus gekk á
land á Bahama-eyjunum árið
1492, og tveim árum síðar gekk
hann í land á stærstu eynni,
Jamaica, sem eyjarskeggjar,
Arawak Indíánarnir, kölluðu
land skóga og fljóta. Þá var þessi
eyjaklasi, ásamt Virginia-eyjum,
byggður af hinum blíðlynda og
prúða Arawak-kynþætti og hin-
um djörfu Crib-Indíánum, en
samkvæmt sögunni gereyddu
Spánverjar þessum kynþáttum
um miðbik fimmtándu aldar.
Eyjarnar voru því óbygggðar,
þegar Danir, Bretar, Hollending-
ar og Frakkar tóku að nema þar
land.
sem flytja gullin stöngulklofin
sykurreyrinn að lyftukerfum
verksmiðjunnar, en þar mala
geysistórar kvarnir reyrinn
mjölinu smærra, en ilmandi saf-
inn rennur niður í geyma mikla.
Duftið er síðan notað sem elds-
neyti undir katlana, þar sem
safinn er soðinn, unz hann
breytist í sykurmauk og sykur-
kristalla. Kristallarnir eru síðan
settir í sekki, en sykurmaukið
er eymt eftir að í það hefir verið
bætt vatni, svo að það verði
þunnt sem öl. Eftir það er geri
bætt í, til þess að flýta fyrir
vínmynduninni, og auk þess er
látin ögn af púðursykri í vökv-
ann, en af honum fær rommið
hinn gullna litblæ. 1 hinum
geysistóru geymsluskemmum í
grennd við vinnzlustöðvarnar
eru rommfötin síðan geymd, unz
þau eru send víðsvegar um
heim til aftöppunar.
Við Monlegoflóa
Frá Kingston liggur rennslétt-
ur málbikaður bifreiðavegur
til Montegoflóans, fögur leið,
þótt rykið kunni að draga nokk-
uð úr ánægjunni. Appelsínur,
greipaldin og manóávextir
hanga á greinum, sem slúta yfir
veginn, og þarf ekki annað en
rétta höndina út til að ná í þessa
gómsætu ávexti. Við Montgo-
flóa er frægasti baðstaður á
Jamaica, þar liggja milljónerar
allra landa og fegurstu kvik-
myndastjörnur í heimi í sólbaði
á hvítum sandi, eða í forsælu
blómskrúðugra trjáa og pálma-
viða, — aðra eins fegurð og frjó-
semi mun vart að líta annars
staðar á jörðinni. En fátæktin
er heldur ekki óþekkt fyrirbæri
á Jamaica, þar sem helmingur
íbúanna leggur stund á land-
búnað og býr við þröng kjör, og
um iðnað er yfirleitt ekki að
ræða.
Við Montegoflóann er flest
fyrir héndi, sem gert getur bað-
stað eftirsóknarverðan, — hafið
alltaf lygnt og ylhlýtt, hvítur
sandurinn mjúkur og varmur.
Gistihúsunum skýtur hvarvetna
upp eins og sveppum í rigningu,
og það eru dýrir sveppir! Það
er glæsilegur stíll yfir öllu,
þarna í Montego, og til ætlazt,
að hinn nýi bær, sem þar hefir
verið gert skipulag að, gefi í
engu eftir frægustu baðstöðum
í heimi. Þarna dveljast olíu-
konungarnir frá Texas, peninga-
furstar eftirstríðsáranna, auð-
menn frá Svíþjóð, ítalíu og
Belgíu, kvikmyndadísirnar frá
Hollywood, — Greta Garbo hefir
meira að segja látið sjá sig þar
á ströndinni í fjöllitum hita-
beltisklæðum, með barðamikinn
hatt og stór, dökk gleraugu. Hin
fræga, norska ballettdanspiær,
Vera Zorina, býr þar að jafnaði
vetrarlangt. Noel Coward á
þarna sumarheimili, en Errol
Flynn og kona hans, Patricia
Wymore, eiga sitt hvort gistihús
á þessum slóðum. Það er Isacs-
fjölskyldan, sem á flest verzlun- i
arfyrirtæki á eynni, sem fyrst
og fremst hefir stuðlað að því,
að nafn Montegoflóans hefir
verið sett á landabréfið, sem
heiti á einum frægasta sam-
kvæmisstað heimsins. 1 þessari
Paradís, sem náttúran hefir gætt
allri hugsanlegri fegurð, hefir
glæsileiki munaðarins og óhófs-
ins náð hámarki sínu. Hið frum-
stæða er þó enn fyrir hendi, —
á sundflekunum, skammt fyrir
utan ströndina getur fólkið
kynnst með stúttum fyrirvara
og formsatriðalaust,, þegar það
er orðið leitt á samkvæmishátt-
unum. Salt sjóloftið, fjörug, dill-
andi hljómlistin, þægindin, —
allt til að auka ánægjuna.
Skyggnzi niður í undirheima
Fyrir tuttugu krónur getur
maður fengið eyjarskeggja til að
róa með mann á sjó út í snekkju
með glerbotni. Þegar maður
leggst niður í kjalsogið og horfir
ofan í djúpið, birtist' hið ævin-
týralega líf ylsævisins, skraut-
litir fiskar og fjölskrúðugur
botngróður, blikandi kóral-
grynningar og neðansjávarhell-
ar. Þetta er furðulegur heimur
og frábrugðinn öllu því, sem
maður hefir áður kynnst.
Jamaica er afskekkt eyland,
hæfilega langt frá alfaraleið til
þess, að þar getur maður gleymt
hinni svokölluðu menningu með
öllum sínum stjórnmáladeilum,
þrasi og hernaðarótta. Og hið
gullna romm kemur frá Jamaica.
Náttúran hefir verið ótrúlega
gjafmild á öll gæði við þetta ey-
land, — en meginhluti íbúanna
býr við fátækt og strit, og
menningarleg þróun hefir náð
því stigi, þegar mest ber á
þjóðernishroka. Bændastéttin er
illa upplýst, millistéttirnar, sem
eru sæmilega efnum búnar,
stoltar og grobbhneigðar, og auð
kýfingarnir sjá ekki út yfir múr-
ana umhverfis skrauthýsi sín.
En að þessu slepptu er Jamaica
jarðnesk paradís . . .
Hvað er að frétta hjá Inco?
Litrík borg
Hvort sem ferðamaðurinn
kemur til eyjanna með flugvél
eða skipi, má hann eiga eitt víst,
— að þar sé brennandi sólskin
og óþolandi hiti. Logandi eldi-
brandar sólarinnar falla niður
um hverja smugu á blaðríkum
krónum pálmatrjánna. Þegar
til höfuðborgarinnar á Jamaica
kemur — Kingston, vekur það
þegar athygli manns hve bygg-
ingarnar eru litríkar, enda þótt
mest gæti þar hinna hvítu stór-
bygginga. Verzlanir eru sam-
kvæmt nýjustu tízku, margar
meira að segja loftkældar, svo
að viðskiptavinirnir kjósa að
dveljast sem lengst þar inni, og
það hefir að sjálfsögðu mikið að
segja varðandi viðskiptin. Ef
ferðamaðurinn kemur loftleiðis,
lendir hann að öllum líkindum
í flughöfninni, Palisadnes, en
hún er fræg fyrir það, að þar
stóð áður PortRoval, höfuðborg
eyjarinnar. Höfuðborg þessi
sökk í sæ, og týndust þar að
sögn fjársjóðir miklir í gulli og
silfri og gimsteinum, sem sjó-
ræningjarnir höfðu safnað þar.
Komi ferðamaðurinn hins vegar
með skipi, siglir hann inn í
höfn höfuðborgarinnar, en sú
höfn er hin þriðja mesta í heimi.
Fegursta og frægasta gistihús
í höfuðborginni nefnist “The
Myrthle Bank”. Pálmatré gróa í
garði þess, og þar eru gosbrunn-
ar margir og sundlaugar. Fyrir
utan gistihúsið bíður mergð ný-
tízku bifreiða, reiðubúnar að aka
ferðamanninum um borgina.
Ríkisstjórnin hefir — því mið-
ur, — bent þegnum sínum helzt
til greinilega á það, að ferða-
mennirnir hafi mikla fjárhags-
lega þýðingu, og verður ákefð
eyjaskeggja því oft illþolandi,
og gerir ferðamannamálum eyj-
arinnar meira ógagn en gagn.
Sykur og romm
Og nú er um tvennt að velja,
— að halda kyrru fyrir í Kings-
ton og skemmta sér í nætur-
klúbbunum, þar sem dansað er
bæði dag og nótt, — og svalandi
sundlaugin bíður manns þess á
milli, eða þá að skoða landið og
hin miklu iðnfyrirtæki, til
dæmis hinar miklu sykurvinnslu
stöðvar í Barnet. Þar gefur að
líta hvernig romm er unnið úr
sykurreyr. Þegar maður kemur
inn fyrir hliðið mikla á girð-
ingunum umhverfis vinnslu-
stöðvarnar, starir maður með
undrun á hin miklu færibönd,
THE INTERNATIONAL NICKEL COMPANY 0F CANADA, LIMITED
25 KING STREET WEST, TORONTO