Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 1
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNI 1955 ANYTIME — ANYWHERE | CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR Hundrað óra afmælið í Spanish Fork, Utah í síðustu fréttagrein um hátíðina í Spanish Fork, í til- efni af hundrað ára afmæli komu fyrstu landnemanna, var þess getið að fjöldinn allur af skrúðvögnum væru í undirbúningi fyrir stórkost- lega skrúðför, sem fer fram að morgni dags 17. júní. Skrúðförin hefir verið út- logð þannig að niðjar frum- herjanna, hafa skipast í hópa, hver fjölskylda út af fyrir sig, til þess að útbúa skrúðvagna þessa (floats), og tekur hver hópur einhvern þátt úr sögu íslands, eða sögu Utah land- Uemanna til þess að sýna. Til dæmis verður einn skrúðvagn, sem sýnir komu Þórðar Dið- rikssonar og Samúels Bjarna- sonar til Utah, og standa fyrir þeirri sýning niðjar þeirra, en formaður er beinn afkomandi hórðar, og ber nafnið Gil Dið- rickson. Um 27 skrúðvagnar hafa Verið undirbúnir, sem sýna sÖgu og menningu íslenzku þjóðarinnar og þjóðarbrotsins i Utah. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn af þessari hlið há- tíðarinnar: Floats 1. The float of the Maid of the Mountain. 2. The Map of Iceland. 3. The Landing in Iceland, 874. 4. A Viking Ship. 6- Scenery in Iceland. 6. Leif Erickson leaves Norway. 7. Landing in Vínland. 8. An Icelandic Home in the even- lug. 9. The Making of Edda ^nd Saga. 10. An Icelandic frshing boat. 11. Jón Sigurðs- son, the liberator. 12. A Meet- ’Ug at Thingvellir. 13. Mor- áion Missionaries meet Haf- hðason and Guðmundsson. 14. ^lissionaries carry faith to Iceland. 15. Sailing vessel loaves Iceland with Saints ^board. (Mormónar heita fullu dafni The Church of Jesus ^hrist of Latter Day Saints).. 16. Þórður Diðriksson arrives tinhliða bingkosningar Nýlega eru um garð gengn- *r almennar kosningar til fylkisþingsins á Prince Ed- ^ard Island, og urðu úrslit h^u, að Liberalstjórnin hlaut þingsæti af 30, en slík er Pingsætatalan þar eystra; ’baldsflokkurinn, sem hafði irambjóðendur í öllum kjör- ^®um, vann einungis þrjú Pingsæti, og hefir foringi n^ns, Mr. Bell, gefið í skyn, hann muni láta af forustu eftir áminstar hrakfarir. with handcart company. 17. Samúel Bjarnason arrives, 1855. 18. Brigham Young greeting Icelanders. 19. The Icelandic Pioneer monument. 20. An Icelandic library. 21. Early Icelandic meeting house. 22. Lutheran church. 23. Modern Icelandic home. 24. Uncle Sam welcoming a group of Icelanders. Af þessu má sjá, að mikil vinna, hugsun og hugvit hefir verið lagt í undirbúning þessarar merku hátíðar, sem frændur vorir í Utah halda dagana 15.—17. júní, og er lík- legt að margan landann muni fýsa að fara suður til Spanish Fork og samgleðjast Utah- íslendingum og sýna þeim virðingu við þetta tækifæri. —H. D. Úr bréfi fró Vancouver 16. maí, 1955 Kæri Einar Páll Jónsson! Beztu þakkir fyrir vinsemd þína og velvild. — Já, ekki er það gótt, að brotið á Lögbergi þurfi að minnka. En hvað skal segja. „Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera.“ Blaðið á stórmerkilega sögu, geymir feikna fróðleik og hefur verið og er ótal mörgum til yndis og ánægju. Gaman væri að geta skropp- ið til Utah og tekið þátt í há- tíðahöldunum þar, sem verða vafalaust með miklum glæsi- brag. Ef maður gæti verið fulltrúi fyrir einhverja stofn- un eða félag, er tæki þátt í kostnaðinum, væri það bót í máli, en því verður nú ekki til að dreifa. Vafalaust yrði það mikill ánægjuauki fyrir þá Utah-menn, ef fleiri en heimamenn einir kæmu til há- tíðahaldanna. Ég skrapp til Victoria um daginn og naut gistivináttu Soffoníasar Thorkelssonar. — Hann er alltaf höfðingi heim að sækja og kona hans er hon- um samtaka í gestrisni. Hann er hinn hressasti og hafði ný- lega fengið margar úrvals- bækur frá íslandi, þar á meðal fyrsta bindi af endurminning- um Thor Jensen og auðvitað tók ég hana heim með mér og varð ekki svefnsamt um nótt- ina. Það er ekki hægt að byrja á þeirri bók og loka henni fyrr en maður hefur lokið við að lesa hana. Hún er stórmerkileg og frásögnin öll er látlaus og einlæg. Nú læt ég þetta nægja í bili og sendi þér og þínum beztu kveðjur og þakkir. Með vinsemd, E. S. Brynjólfsson KIRKJUÞING Hið sjötugasta og fyrsta árs- þing Hins evangeliska lút- erska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður sett með opinberri guðsþjónustu að kvöldi föstudagsins 24. júní 1955, í kirkju Gimli-safnaðar að Gimli, Man. Áætlað er, að þingið standi yfir frá 24.—29. júní. Söfnuðirnir hafa rétt til að senda einn fulltrúa á þing fyrir hverja hundrað fermda meðlimi eða brot af hundraði, en þó þannig að enginn söfn- uður hafi fleiri en fjóra full- trúa á þingi. Ennfremur er Bandalagi lúterskra kvenna heimilt að senda tvo fulltrúa. Allir söfnuðir eru áminntir um að neyta réttar síns og senda fulltrúa á þing. Embættismenn og fasta- nefndir leggja fram skýrslur samkvæmt dagskrá, sem birt verður á þingstaðnum. Winnipeg, Man., 20. maí 1955 V. J. Eylands. forseti Lilju Eylands veittur nómsstyrkur íslenzku ríkisstjórnarinnar Ungfrú Lilja Eylands, B.A. Nefnd sú, sem skipuð var til að úthluta námsstyrk ís- lenzku ríkisstjórnarirmar, er auglýstur var hér í. blaðinu fyrir skömmu, hefur tilkynnt, að styrkurinn hafi verið veitt- ur Lilju Eylands, er lauk B.A. prófi við Manitobahá- skóla nú í vor. Styrkurinn nemur sem kunnugt er 12.500 íslenzkum krónum (750 cana- diskum dollurum) og er veitt- ur til náms í íslenzkri tungu, bókmenntum og sögu við Há- skóla íslands í Reykjavík veturinn 1955—56. Lilja hefur numið íslenzku við Manitoba- háskóla undanfarin þrjú ár. Lilja er yngsta dóttir Dr. Valdimars J. Eylands og Lilju konu hans. Skipaður í hóo óbyrgðarstöðu í vikunni, sem leið, var Mr. Sigurbjörn Sigurdson, fyrrum aðstoðarforstjóri við Game and Fisheries deildina í stjórn Manitobafylkis, skipaður Director of Fisheries; munu Islendingum þykja þetta góð tíðindi þar sem svo margir þeirra í þessu fylki eiga af- komu sína til fiskiveiðanna að sækja. Lögberg hefir hvað ofan 1 annað á það bent í ritstjórnar- dálkum sínum hve þýðingar- mikið það væri, að hæfur Is- lendingur hefði umsjón fiski- veiðadeildarinnar með hönd- um og nú er þetta komið á daginn. Mr. Sigurdson er fæddur og uppalinn í Árnesbygðinni í Nýja-íslandi og þekkir fiski- veiðar út í æsar frá blautu barnsbeini; hann er óvenju- lega fjölhæfur maður og um alt hinn bezti drengur. Magn stuðlanna Stuðla vanda megnið má, mál svo grandist eigi. Hugsjón andans orða-fá, á þar land og vegi. Óttalaus Ei skal hræðast Elli dóm, eða kul í sinni, meðan fáein Braga blóm brosa’ á götu minni. Eftir uppskurdð Lyfti’ ég skál svo léttist kjör, ljóða báli kyndi; þó að málið þagni á vör þekkir sál mín yndi! PÁLMI Skúli Johnson látinn Hinn kunni lærdómsmaður Skúli Johnson, prófessor í klassískum fræðum við Mani- tobaháskólann, lést hér í borg- inni í gærmorgun (miðviku- dag). Útför þessa merka manns verður gerð frá Clark- Leatherdale á föstudaginn kl. 2.15 e. h. ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 22 Merkur blaðamaður Hingað kom til borgarinnar á mánudagskvöldið einn hinna kunnustu blaðamanna íslenzku þjóðarinnar um þess- ar mundir, hr. Skúli Skúla- son frá Odda í Rangárvalla- sýslu, ritstjóri „Fálkans“ í Reykjavík, er hann stofnaði fyrir 28 árum og gefur út enn þann dag í dag. Skúli rit- stjóri, sem er kvæntur norskri konu og að miklu leyti bú- settur í Noregi, skrifar mán- aðarlega ritgerðir fyrir Morg- unblaðið í Reykjavík, ríkis- útvarp Islands og ýmis sænsk, norsk og dönsk blöð, auk þess sem greinar eftir hann birtast stundum í London Times; blaðamennska hans mótast af hreinskilni og sannleiksást; för hans til þessa lands var gerð fyrir hönd íslenzku ríkis- stjórnarinnar á vegum Nato og voru það blaðamenn frá tólf þjóðum áminsts banda- lags, er tóku þátt í heimsókn- inni til Canada; hann lagði af stað héðan til Austur-Canada og Evrópu á miðvikudags- morguninn. Það var ritstjóra Lögbergs ósegjanlegt ánægjuefni, að hitta hér Skúla ritstjóra, heil- steyptan vin og samferða- mann frá fornu fari. íhaldsflokkurinn brezki vinnur glæsilegan sigur Við hinar almennu þing- kosningar, sem fram fóru í Bretlandi hinn 26. maí síðast- liðinn, gekk íhaldsflokkurinn sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða; alls eiga sæti í neðri málstofunni 630 þing- menn; stjórnarflokkurinn und- ir forustu Sir Anthony Edens, meira en tvöfaldaði þingstyrk sinn og styðst nú við 64 þing- sæta meirihluta. Ágreiningur sá, er gróf um sig síðastliðinn vetur innan vébanda hins óháða verka- mannaflokks milli málsvara vinstri manna með Aneurin Bevan í forarbroddi og Mr. Attlees fyrrum forsætisráð- herra, veikti að mun aðstöðu flokksins í kosningunum. Allir þingleiðtogar flokk- anna voru endurkosnir í kjör- dæmum sínum og Sir Winston Churchill jók þingfylgi sitt meir en dæmi voru áður til. I Bretlandi hafði ríkt góð- æri síðastliðið kjörtímabil og mun það að sjálfsögðu hafa ráðið allmiklu um kosninga- úrslitin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.