Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1955 7 Flóðfréttir fró Nær daglega heyrist í út- Varpi eða sést í blöðum um bylji, fellistorma, stórfelldar úrkomur o. s.frv., sem valda slysum, stundum dauða og 1 flestum tilfellum skemmdum eða eignatjóni í stærri eða smærri stíl. Undanfarið hafa við þetta bætzt vatnavextir, orsakaðir af rigningum; ár hafa flætt yfir bakka sína og valdið meiri og minni skemmdum, og fjarska oft segja útvarpsfréttirnar að þessi eða hin sé nú í þann veginn að flæða, og búast megi við miklu áflæði. Sem betur fer reynast þessir spá- dómar oft rangir — eins og svo margt af útvarpsspádóm- um. En hvað sem spádómum líður hafa víða orðið skemmd- ir og skaðar meiri og minni, en reyndin þó oft sú, að full- mikið er úr gert, og í flestum tilfellum eru þessi áflæði að- eins um stundarsakir þó af- leiðingar séu misjafnar. Mig furðar oft hve lítið beyrist eða sést opinberlega um áflæði það hið mikla, sem uú hefir verið í Manitoba- vatni síðastliðin tvö ár. Er hér ekki að ræða um neitt flóð, sem rennur af innan fárra daga, heldur vatn, sem liggur yfir engjum og beitilandi stöðugt og hefir gert hátt á annað ár, og sé nokkurs stað- ar þurrt holt upp úr þegar tagn er, gengur vatnið yfir það þegar nokkuð vindar. í'lest býli standa á hæstu hól- Um, sem hægt var að finna á 'andareigninni, en kjallarar tyllast og til eru þau heimili, Sem flæðir inn í þegar verst er. Síðastliðið sumar var hey- skapur á þessum slóðum mjög btill. Þar sem næg hey hafa fengizt í meðalárum fyrir 100 gripi, fengust ef til vill hey fyrir 10. í sumum plássum alls engin. En vatnið fór síhækk- andi, og þrátt fyrir þó þau Htlu hey, sem fengust, hefðu verið sett á hæstu hæðir flæddi undir þau og á síðast- bðnu hausti mátti víða sjá stór engjaflæmi undir vatni, °g smá-heyhrúgur hingað og þangað umflotnar. I þeirri von, að einhver bót v*ri framundan, annað hvort frá náttúrunnar hendi, eða niannlegt vit og framkvæmd skærist í leikinn og veitti vatninu betri framrás en það hefur, reyndu menn að halda eins miklu af bústofni sínum °g þeir gátu með því að koma 1 fóður. Hér nærlendis var h’tið um hjálp að ræða (hér er átt við byggðirnar vest- an Manitobavatns, Wapah, ^eykjavík, Lonly Lake og Bay End), urðu menn því að leita lengra í burtu. En það er nú mannlegur breyskleiki að nota sér neyð annara, svo fóður var sett hátt, auk þess er flutningur fram og aftur bostnaðarsamur. En þó er verst að undantekningarlítið bvarta menn um að illa hafi Manitobavatni verið fóðrað. Sumir gripir jafnvel svo horaðir að búast má við afföllum. Svo fáir munu hugsa sér að koma skepnum aftur í fóður hverju sem fram fer. Ofan á allt þetta bætist að nú, þegar ís- inn er farinn af vatninu flæð- ir mikið verr en síðastliðið haust, og búast má nú við að allir vegir sem nær að flæða yfir, verði fyrir stórskemmd- um eða eyðilagðir. Áflæði í Manitobavatni er engin nýjung. Vatnið hækkar og lækkar eftir tíðarfari, hækkar í miklum úrkomum, lækkar í þurrkaárum. Árið 1902 er alnaennt talið mesta flóðár, sem núlifandi menn muna. Lítill efi er á, að nú er vatnið komið eins hátt og það fór 1902. Á tímabilinu síðan hafa orðið nokkur flóð mis- jafnlega há, sem gert hafa mikil óþægindi og erfiði. En nú er allt önnur aðstaða bænda, en var fyrir 53 árum. Þá voru tiltölulega fáir bú- endur og flestir með fáa gripi. Nú eru öll lönd fullsetin og gripabú stór. En flóðárið 1902 fluttu þó nokkrir í burtu. Nú hafa þegar nokkrir flutt í burtu, yfirgefið lönd sín og heimili, sem eins og sakir standa mega verðlaus heita og búast má við að fleiri hrekjist í burtu. Ég hef hér að framan reynt að draga upp mynd af ástand- inu í stórum dráttum og með sem fæstum orðum, en mikið meira mætti segja. Væri nokkrum forvitni að sjá, hvort hér er með ýkjur farið, þarf eigi annað en að koma ein- hvers staðar að vatninu og sjá með eigin augum, því að „sjón er sögu ríkari“. En sannfærður er ég um, að allir, sem meðfram vatninu búa, samþykkja þessa lýsingu, og mundu margir álíta, að hún ætti að vera með sterkari litum. Hvað er þá hægt að gera til þess að bæta úr þessum vandræðum, eða öllu heldur til þess, að tilfelli sem þessi komi ekki fyrir? Svar við þessari spurningu er öllum ljóst og hefur lengi verið. Eina ráðið er að auka svo út- rás úr Manitobavatni að það geti tekið á móti auknu vatns- magni í vætuárunum, en losnað við það eins fljótt óg það kemur inn. Frá náttúrunnar hendi er aðeins ein útrás úr vatninu, Farirford-áin. En vatn kemur víða að bæði frá náttúrunnar hendi og fyrir mannanna að- gerðir. Þannig hefir Winnipeg vatnið útrás inn í Manitoba- vatn, auk ótal lækja og stærri vatnsfalla. Þar við bætist fjöldi skurða, sem liggja að vatninu til að þurrka upp land meðfram því. Nokkru eftir flóðið 1902 byrjaði sambandsstjórnin á skurði við mynni Fairford-ár- innar. Sá skurður mun að ein- hverju leyti hafa hjálpað lækkun vatnsins þá, en var aldrei fullgerður eins og til var ætlast. Síðan hefur ekkert verið gert til að vera viðbúið vatnshækkun eins og þeirri, sem nú á sér stað. En flestum, sem meðfram vatninu búa, hefur ætíð verið ljós hin yfirvofandi hætta, og við og við hafa nefndir og einstaklingar, já, og þingmenn verstu flóðplássanna minnt þá stjórn, sem með völdin fór í það og það skifti, á hættuna og nauðsynina að eitthvað sé gjört áður en vandræðin ber að höndum. Eins og oft vill verða hjá stjórnum hafa undirtektir oft verið góðar, en þar sem ekki væri enn nein bráð hætta á ferðum, yrði ekkert gert sem stæði. Á þurrkatímabilinu eftir 1930 til 1940 stóð vatnið mjög lágt. Urðu „sports“-menn borganna þá hræddir um að lækkun vatnsins mundi skemma anda-skyttirí þeirra svo þeir fengu því til leiðar komið að settar voru lokur í Fairford-ána til að halda vatn- inu til baka. Þær lokur hafa að vísu verið teknar í burtu nú, en álitamál hvort stólpar þeir, sem héldu þeim, séu ekki nokkur hindrun vatnsrásinni. Síðastliðið vor var vatnið komið svo hátt að sjáanlegt var að til stórvandræða horfði, (en það hækkaði þó til muna eftir það eins og áður er hér skýrt frá). Kölluðu þá nokkrir framtaksmenn Siglu- nessveitar saman almennan fund, sem var mjög vel sóttur, þrátt fyrir vont veður og mis- jafna vegi. Var þar stjórnar- forseti Manitoba, ásamt ein- um af ráðgjöfum sínum, einnig þrír þingmenn frá þeim kjördæmum, þar sem ástand- ið var einna verst. Var flóðið og framtíðar horfur vel og ákveðið skýrt á þeim fundi og sterklega skorað á stjórn- ina að hefjast handa og ráða einhverja bót á vandræðun- um. Stjórnmálamenn hafa sérstakt lag á að svara vel en lofa engu, og svo fór í þetta sinn. Þingmennirnir, sem þarna voru staddir, studdu vel málstað kjósenda’ sinna og hafa ávalt gjört síðan. Það mun þó hafa orðið ár- angur þessa fundar, að mæl- ingar hafa verið gerðar hvar heppilegast og ódýrast mundi að ræsa svo fram vatnið, að halda mætti nokkurn veginn jafnvægi á vatnshæðinni, og kvað vera hægt að gera þetta fyrir eina milljón dollara. Stuttu eftir þenna fyrsta fund var stofnaður félags- skapur eða samband allra bú- enda kringum vatnið. Nefnist sá félagsskapur “Lake Mani- toba Flood Control Associa- tion”. Gekk vonum fremur greitt að koma þessum sam- tökum af stað, en almenn nauðsyn rak hér á eftir, og engum samtökum veit ég af á þessum slóðum, sem náð hafa jafnt til allra og allir undan- tekningarlaust tekið þátt í. Fundir hafa síðan verið haldnir, almennir og nefnda þeirra, sem . kosnar voru í deildum félagsins. Nefndir og forstöðumenn félagsins hafa staðið í stöðugu sambandi við bæði fylkis- og sambands- stjórn. Þörfin á að gengið sé til framkvæmda er af öllum viðurkennd, stjórnum sem öðrum. En þar við situr, og nú kvað svo komið, að hvor stjórnin segi að hinni beri að bera kostnaðinn. En á meðan þessu fer fram sitja bændur og horfa á vatnið flæða yfir engi sitt og akra/þar sem þeir eru og geta ekki aðhafst. Þeir hika í lengstu lög við að yfir- gefa lönd sín og heimili, í flestum tilfellum góð heimili, sem þeir hafa byggt upp og lagt í fé og krafta í mörgum tilfellum ganga burt frá æfi- starfi sínu verðlausu; og hvert á að flytja þegar heil byggð- arlög, mörg byggðarlög verða að yfirgefast og leggjast í eyði? Einhver kann að spyrja: Því voru menn að byggja pláss, þar sem slík hætta var yfir- vofandi? Þeirri spurningu er bezt svarað með annari: Er nokkurt pláss hér á sléttum Vesturfylkjanna, sem ekki er í einhverri hættu af völdum náttúrunnar, áflæði, sand- foki o. s. frv., en er þó byggt og gefur góðan árangur í vanalegu árferði? Frekara svar við fyrri spurningunni er, að meðfram Manitobavatni eru eins góð gripalönd og nokkurs staðar í fylkinu, og framfleyta tug- um þúsunda gripa, ennfremur á pörtum sæmileg akuryrkju- lönd. Hvað mikið land liggur nú undir vatni er mér ekki kunn- ugt, en það er áreiðanlega mikið, allt í kringum vatnið og nú flæðir langt inn á Portage-sléttur yfir akra, engi og beitland. Ég minntist í byrjun þessa máls á skaðafréttir þær, sem nær daglega heyrast og sjást. Oftast fylgir þeim fréttum áætlun um hve miklir skaðar hafi orðið í það og það skiftið, áætlun, sem gerð er jafnvel áður en óveðrinu eða áflæðinu slotar. Eigi ósjaldan fylgir með að kröfur verði — eða séu þegar — gerðar til stjórn- anna að hlaupa undir bagga með þeim, sem fyrir tjóni hafa orðið. Flestum er í fersku minni stóra flóðið, sem partur af Winnipeg varð fyrir, fyrir fá- um árum, og olli auðvitað stórskaða og skemmdum. öll blöð voru full af fréttum og myndum, útvarpið varði miklu af fréttatíma sínum í lýsingar af flóðinu. Þá stóð ekki á stjórninni eða almenn- ingi að veita hjálp og það svo drengilega, að enn er til stór sjóður af þeim samskotum, sem ekki hefur tekizt að koma í lóg. Samt var þar um tilfelli að ræða, sem varaði að- eins stutta stund og hafði lítil eða engin áhrif á atvinnuvegi fólks. Fram að þessu hafa flóð- plássin við vatnið aðallega farið fram á að lækka vatnið og að skorður séu settar við að þetta komi fyrir aftur, þær skorður, sem eigi að hjálpa öldnum og óbornum frá því að verða fyrir þeim áföllum, sem nú eiga sér stað. Aðrar skaðabótakröfur er mér ekki kunnugt um, að hafi verið gerðar, en skaði einstaklinga w er þegar orðinn svo hár, að ókunnir geta vart gert sér hugmynd um. Ég sagði einnig í byrjun, að mjög lítið sæist eða heyrðist opinberlega um flóðið í Mani- tobavatni. Þó mér sé ljóst, að þessi orð hjálpi ekki málum á neinn hátt, finnst mér ekki fara illa á því, að íslendingar í öðrum byggðum hafi hug- mynd um hvað landar þeirra kringum Manitobavatn hafa nú við að stríða og sendi því þessar línur til beggja ís- lenzku blaðanna í þeirri von, að þau ljái þeim rúm. Wapah, Man., 14. maí 1955 J. R. Johnson VAR HANN SONUR . . . Framhald af bls. 2 málarekstur er á enda að því er faðerni snertir, er menn gefa slíka yfirlýsingu sem her- toginn gamli gaf, 18 árum eftir fæðingu drengsins. Þá er og litið svo á, að hjúskapur við móður barnsins bendi frekar til þess, að manni sé alvara um að feðra það rétti- lega a. m. k. meðan ekki sann- ast óyggjandi hið gagnstæða. í þessu máli vorú þessi al- mennu, lögfræðilegu sjónar- mið þó látin víkja. Dómstóll- inn lýsti yfir því, að móðir og sonur hafi ekki fært sönnur á faðernið, og ekkert bréf hafi verið lagt fram í réttinum milli hertogans og Antoinettu frá fæðingarári drengsins. Þá hafi sá, er talinn var faðirinn (gamli hertoginn) hvorki skipt sér af framfærslu drengsins né uppeldi. Þá var því haldið fram sem sönnun þess, að drengurinn væri ekki sonur hertogans, að hertoginn hafi ritað einum vandamanni sín- um bréf nokkru eftir fæð- ingu Jean Gustaves, þar sem hann kveðst ekki eiga neina afkomendur. Á þennan hátt braut dóm- stóllinn þá réttarvenju, sem tíðkast hefir í Frakklandi, að ekki hefir verið talið óvenju- legt, að maður viðurkenni barn konu þeirrar, sem hann vill kvænast, sem sitt eigið, jafnvel þótt hann hafi áður ekki skipt sér af framfærslu þess né uppeldi. Þá má og segja, að sá úr- skurður dómstólsins, að frændi Bosons hertoga, Hélie hertogi af Talleyrand eigi heimtingu á því að verja aðals titilinn, brjóti í bága við lög lýðveldisins franska, sem við- urkennir ekki formlega aðals- titla og forréttindi. —VÍSIR, 2. marz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.