Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.06.1955, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1955 Aldarafmæli frjálsrar verzlunar á íslandi Eftir prófessor RICHARD BECK Frjáls verzlun á Islandi átti aldarafmæli 1. apríl síðast- liðinn. Var þeirra merkis- tímamóta í framsóknarbar- áttu og atvinnulífi þjóðar- innar, að verðugu, minnst með virðulegri hátíðarsam- komu í Þjóðleikhúsinu í Reykavík á sjálfan afmælis- daginn, að viðstöddum for seta Islands, herra Ásgeir Ásgeirssyni og frú hans, og rnörgu öðru stórmenni þjóð- arinnar. Formaður hátíðarnefndar- innar, Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður og formaður Verzlunarráðs Islands, hafði samkomustjórn með höndum, en aðalræðumenn voru Ing- ólfur Jónsson, viðskiptamála- ráðherra, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri og fyrrv. skólastjóri Verzlunar- skólans. Auk þeirra fluttu ávörp: Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Kristján Jónsson, formaður Sambands smásöluverzlana, og Guðjón Einarsson, formaður Verzlun- arfélags Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur, und- ir stjórn Sigurðar Þórðarson ar söngstjóra, söng fjölda ia§a> en eflisöngva og tví- söngva sungu Guðrún Á. Símonar söngkona og Guð ^oundur Jónsson óperusöngv- ari. Var því með sanni rúm hvert vel skipað á hátíðar- •Jagskránni, og samkoman um ajlt sæmandi hinum sögulegu Lmamótum, er hún var helguð. En hátíðarnefndin, sem skiPuð var fulltrúum hinna ýnisu samtaka verzlunarstétt- arinnar, lét eigi þar við lenda. tilefni af aldarminningu Verzlunarfrelsisins, átti nefnd ln hlut að útgáfu sérstaklega Vandaðs sögurits, íslenzk ^erzlun, eftir Vilhjálm Þ. huslason. Er hér að vísu, eins og höf. ekur fram í eftirmála sínum, »um að ræða ritgerð um ^erzlunarfrelsið, uppruna þess og eðli og helztu áhrif þess, en ekki almenna verzl- L^arshgu tímabilsins“. Eigi að síður er rit þetta hið skil- nierkilegasta og fróðlegt að Sama skapi, og þá um leið aöætur skerfur til verzlunar- "°gu landsins í heild sinni, euda tengir höf. frásögn sína haráttuna fyrir verzlunar- r.elsinu stjórnarfars- og hag- hætt' tímabÍlSÍns me® ýmsum Ritið hefst með gagnorðu á- varpi forseta íslands, og vott- ar hann þar forustumönnun- htn í verzlunarbaráttunni og amherjum þeirra þakklæti t í greinarlok með eftirfar- ndi orðum: „Það er mikil og prúð fylk- lng, sem staðið hefir í sigur- sælli baráttu. I dag rennum vér huganum til margra með þakklæti og virðingu, og þá fyrst og fremst Jóns Sigurðs sonar, sem fremstur hefir staðið í baráttunni fyrir Is- lands endurreisn á öllum sviðum“. Mynd Jóns Sigurðssonar skipar einnig, eins og vera ber, öndvegi framan við bók- ina, og undir mynd hans eru prentuð þessi orð hans: — „Verzlunin er undirrót til vel- megunar lands og lýðs, þegar hún er frjáls“. Þau ummæli hins vitra og langsýna stjórnmálaleiðtoga og menningarfrömuðar þjóð ar vorrar hafa, góðu heilli, sannast í ríkum mæli. Þeirri staðhæfingu ber þetta fróð- lega rit Vilhjálms Þ. Gísla- sonar órækt vitni. Upphafsorð þess hitta ágætlega í mark: „Verzlun hefir frá upphafi íslandsbyggðar verið einn af burðarásum þjóðlífsins og menningar þess. Þjóðarhagur blómgaðist með góðum verzl- unarháttum og siglingum, honum hnignaði með van- rækslu verzlunarinnar eða einokun hennar. Krafan um verzlunarfrelsi var undir- aldan í allri sjálfstæðisvið- leitni þjóðarinnar, þegar rof- aði fyrir nýjum tíma á átjándu og nítjándu öld, og verzlunarfrelsið, sem loks var veitt 1854 og 1855, varð ein meginstoð margs konar fram- fara í stjórnarfari og í verk- legu og andlegu lífi“. Þeim orðum sínum finnur höf. síðan nægan stað í sögu- legum heimildum og hag- skýrslum þjóðarinnar. á því tímabili, sem hér um ræðir, og dregur síðan saman niður- stöður sínar í bókarlok í þess- um málsgreinum: „Verzlunin hefir aukizt og blómgast á margan hátt þessa öld, frá því að verzlunar- frelsið hófst, og bæði kaup- menn og kaupfélög hafa lagt þar til sinn skerf. Nú eru í landinu upp undir 1700 verzl- anir, móts við 58 fastaverzlan- ir 1855. Af þessari tölu eru nú 220 heildverzlanir, 1218 smá- söluverzlanir og 208 fisk-, brauða- og mjólkurbúðir. Verð innfluttrar vöru er ná- lægt 1130 millj. kr. og verð útflutningsvöru um 846 millj. kr. íslendingar reka nú verzl- un við 50 erlendar þjóðir — sækja vörur vítt um heim og hafa aflað afurðum sínum markaða í fjrlægum löndum. Um 1700 vörutegundir eru nú greindar í verzlunarskýrslum árlega, móts við 45 vöru- flokka, sem taldir voru á skýrslum árið 1855. Menn hafa hugsað og deilt margvíslega um lífskjör og lífshamingju á þeim breyt- ingatímum, sem síðustu mannsaldrar hafa verið, og meta ýmislega gæði lífsins. Það er komið undir mann- Business and Professional Cards FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Stofna'S 1894 SlMI 74-7474 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winti PHONE 74-3411 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU Minnist BETEL í erfðaskrám yðar S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sí. Winnipeg PHONE 92-4624 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aS rjúka út með reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar 3-3744 — 3-4431 ræðst og lífsgæði eru metin En það er ekki að efa, að Is- öldina, öld verzlunar og stjórnfrelsis, en nokkru sinni fyrr að lifa lífi sínu myndar- lega og gæfusamlega — og þeir hafa gert það“. Hver sá, sem ferðast hefir um Island á síðustu árum og kynnt sér að ráði atvinnu- og menningarlíf þjóðarinnar, mun heilum huga taka undir þessi ummæli höf. og telja þau í engu orðum aukin. Ber og að sama brunni, athugi les- endur þróun verzlunarinnar eins og hún er túlkuð í tölum og táknum í þessu prýðilega riti hans. Það er prýtt mörgum myndum bæði úr sögu ís- lenzkrar verzlunar og af ýms- um forustumönnum á því sviði, og frágangur þess allur hinn sambærilegasti að öðru leytj. Minningarrit þetta er, í einu orði sagt, bæði um efni og búning, öllum hlutaðeig- endum til sæmdar. Dr. ROBERT BLACK Sérfi-æSingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sími 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o.s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI c PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service , ^jiar DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. ' Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Sqlicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. 1 Portage and Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET I Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 j Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS -- SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Phone 3271 Selkirk Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST ENÐ FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors 701 Somersel Bldg. lipea, Man. Ph. 93-8391 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Buildlng VINNIPEG MANTTOBA Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 00 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN HafiS H ö f n í huga Heimili sólsetursbarnanna, elandic Old Folks’ Home Soc. 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. Prescription Specialist Cor. Arlinglon and Sargent Phone 3-5550 We Handle School Supplies We collect light, water and phone bills. Post Office

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.