Lögberg - 23.06.1955, Síða 1
/
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
Transit - Sargent
Silverline Taxi
5 Telephone Lines
20-4845
I I
ANYTIME — ANYWHERE I
CALL
Tronsit - Sargent
Silverline Taxi
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1955
NÚMER 25
Kærkomnir gestir
oí Fróni
Hingað komu til borgar-
innar í nokkurra daga heim-
sokn um síðustu helgi þeir
Jón Guðbrandsson, sem um
langt áraskeið hefir verið
umboðsmaður Eimskipafélags
Islands í New York og Kaup-
mannahöfn, Reykvíkingur að
og óli Vilhjálmsson, sem
arum saman hefir haft með
höndum erlendis umboðsstarf
íyrir Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga; þessir góðu gest-
lr hafa int af hendi mikið
nytjastarf í þágu íslenzks at-
hafnalífs.
Deyr í hórri elli
Hinn 17. þ. m., lézt á Wash-
lngton Island frú Júlía G.
Thordarson ekkja hugvits-
mannsins víðkunna Dr. Hjart-
ar C. Thordarsonar, 100 ára
°g 10 mánuðum betur að
aldri, fædd 10. september
1854. Heimili hennar stóð
^ngstum í Chicago. Hún
giftist Hirti C. Thordarsyni
^l- desember 1894, en hann
lézt 1945. Hin látna lætur
eftir sig tvo sonu og eina
s°nardóttur.
Útförin var gerð frá lút-
erskri kirkju í Chicago hinn
,0- þ. m. Rev. Roy Mumm
jsrðsöng.
St’órf-jón á fóum
Sekúndum
Síðastliðinn sunnudag olli
ellibylur á fáum sekúndum
’miklu tjóni í smábænum
ita í suðurhluta Mamtoba-
ylkis, að talið er að það muni
laupa upp á hálfa miljón
°llara; ýmsar byggingar
lofnuðust við jörðu og mörg
°nnur hús sættu stórskemd-
UrnJ margir íbúar bæjarins
nnstu aleigu sína og standa
uPPi án skýlis yfir höfuðið.
L Nú hefir Rauði krossinn
fyrir aðstoð þeim til
. sem verst eru settir
u8 önnur mannfélagssamtök
0rniÖ til liðs við hann.
°eitt sér
^íálpar,
^lu ára afmæli
Þessa dagana er mikið um
úýrðir í San Francisco í til-
efni af tíu ára afmæli Sam-
dnuðu þjóðanna, en í þeirri
borg útu þessi mikilvægu
alþjóðasamtök fyrst dags-
Ijósið; eru nú þangað komnir
erindrekar frá sextíu þjóðum.
^yrstu aðalræðuna flutti
Eisenhower forseti.
Endurkosinn í
félagsst-jórn
Arni G. Eggerison, Q.C.
Eftirfarandi símskeyti barst
Arna G. Eggertsyni, Q.C., frá
Reykjavík hinn 14. þ. m.:
Reykjavík, 14. júní 1955
„Á nýafstöðnum aðalfundi
Eimskipafélags íslands voruð
þér endurkosinn í fram-
kvæmdarstjórn félagsins til
tveggja næstu ára. Félagið
greiðir hluthöfum 4% í árs-
arð fyrir 1954“. — Grettir á
Tilraun til byltingar
Á fimtudaginn var lét
nærri að til stjórnarbyltingar
kæmi í Argentínu, sem staf-
aði því, að Peron forseti, sem
í rauninni er hvorki meira né
minna en einvaldsherra í
landinu, tók sér fyrir hendur
að brjóta á bak aftur vald
Róman-kaþólsku kirkjunnar,
er þar hefir árum saman ráð-
ið lögum og lofum og boðið
ríkisvaldinu birginn; lét
Peron reka úr landi tvo
kardínála, er hann grunaði
um launráð gegn stjórn sinni;
jafnskjótt ag þau tíðindi bár-
ust í Páfagarð, lét páfinn
setja Peron og æðstu valda-
menn hans út af Sakrament-
inu, en slíkt er hin þyngsta
refsing, sem áminst kirkju-
deild ræður yfir; á fimtu-
dagsmorguninn hófst úr lofti
sprengjuhríð á forsetabústað-
inn, er lauk með því, að allar
árásarflugvélarnar urðu að
heypja sig á brott; í árásinni
létu um átta tugir manna lífið
en nokkuð á annað hundrað
voru fluttir á sjúkrahús;
nokkrar skærur áttu sér stað
víðsvegar um landið, en að
nokkrum klukkustundum
liðnum lýsti Peron yfir því í
útvarpsræðu, að stjórnarher-
inn hefði að fullu og öllu bælt
uppreisnina niður.
eftir annað ár í félagsstjórn-
inni. Kveðjur,
EIMSKIP
GRETTIR EGGERTSON
rafurmagnsverkfræðingur
Sæmdur guilkrossi
Ungum Islendingi, sem bú-
settur er í New York, Sigurði
A. Magnússyni, hefir fallið sú
l markverða viðurkenning í
skaut, að vera af Grikkjakon-
ungi sæmdur The Golden
Cross of the Royal Order of
Phoenix fyrir íhyglisverða
bók, er hann hefir samið, er
nefnist .Grískir reisudagar1 og
fjallar um menningu Grikkja
að fornu og nýju; erindreki
Grikkja hjá Sameinuðu þjóð-
unum, Christian Palamar, af-
henti Sigurði heiðursmerkið.
Sigurður A. Magnússon
stundar nám við The New
School, fæst við útvarpsstörf
og kennir íslenzku á veg-
um American-Scandinavian
Foundation.
Fornir vinir í
heimsókn
✓
Síðastliðinn fimtudag komu
hingað flugleiðis frá New
York, Björgvin Guðmundsson
tónskáld á Akureyri ásamt
frú sinni og munu þau dvelj-
ast hér um slóðir fram í
októbermánuð næstkomandi;
þau hafa verið búsett á Akur-
eyri í síðastliðin tuttugu og
fjögur ár; var Björgvin þar
söngkennari við Menntaskól-
ann, organleikari við Akur-
eyrarkirkju og stjórnandi
hins víðfræga Kantötukórs;
þau Björgvin og frú hans eru
frænd- og vinmörg hér um
slóðir, og verður því mörgum
það mikið fagnaðarefni að
endurnýja við þau fornan
vinskap.
íslenzk lög í
enskri þýðingu
Fylgiblaðið Scan við tíma-
ritið The American Scandi-
navian Reviw getur þess ný-
verið, að seinni part yfir-
standandi árs komi út bók í
enskri þýðingu af forníslenzk-
um lögum, en útgefandinn sé
The Bond Wheelright Com-
pany í Portland, Maine. Er
hér sennilega um að ræða út-
gáfu af þýðingu Dr. Svein-
bjarnar Johnson af Grágás, er
Dr. Árni Helgason ræðismað-
ur Islands í Chicago mun hafa
beitt sér fyrir að kæmist á
prent; þess er jafnframt
getið, að í smásölu muni ein-
takið kosta $25.00 og verði
glæsilegur viðauki við lög-
fræðileg bókasöfn víðsvegar
um Bandaríkin.
Landnemasporin
Skefur gleymsku sand í gömul spor,
gengin hér á fyrstu landnámsárum;
jörð, sem keypt var blóði og tregatárum,
treð ég þögull, lifi horfin vor.
Akra þessa íslenzk ruddi hönd,
auðn í gróðursælar lendur breytti,
harða glímu hetjulega þreytti,
hreystiverkum Jrægði ættarströnd.
•
Islenzkt bergmál bar um skógarlund
bragur snjall, er axarhöggin gullu
hátt, og þung á hörðum stofnum skullu;
hló í rjóðri blómum þakin grund.
Bæjarhús, sem brosa þarna við,
byggðu hjón úr frónskum dalasveitum,
vígðu býlið vonum trúarheitum,
vefur ljómi þeirra starfa svið.
Hverfa gömul spor í gleymsku sand,
glatast flest, en sagan minnug geymir
þeirra nöfn, er drauma fagra dreymir,
dáðum helga framtíð numið land.
RICHARD BECK —„Eimreiðin"
Ræðumaður á
mörgum samkomum
Dr. Richard Beck prófessor
hefir undanfarið verið ræðu-
maður á mörgum samkomum
og verður hér getið nokkurra
hinna helztu.
Þann 17. júní var hann aðal-
ræðumaður á lýðveldishátíð
að Mountain, N. Dak. Flutti
hann þár kveðjur ríkisstjórn-
arinnar íslenzku og las sím-
skeyti þess efnis, en hélt síðan
ræðu um íslandsför þeirra
hjóna síðastliðið sumar, lýsti
landi og þjóð, framförum, at-
hafna- og menningarlífi.
Kvöldið eftir (þ. 18. júní)
flutti hann á norsku erindi
um Noreg og norrænan
menningararf („Fedreland og
Fedrearv“) í hátíðarveizlu í
Moorhead, Minnesota, er
haldin var í sambandi við árs-
þing ■ félags Norðmanna af
Mæri og úr Raumsdal (Möre
og Romsdal Fylkeslag), en
hann er heiðursfélagi þess
félagsskapar.
Stuttu áður (þ. 4. júní) var
hann ræðumaður í kvöld-
veizlu þeirri í Grand Forks,
er haldin var í tilefni af árs-
þingi Sambands söngfélaga
norskra kvenna í Mið-Vestur-
ríkjunum (Norwegian Ladies
Singers League) og fjallaði
ræða hans um norræna arf-
leifð á sviði söngmenntar
(“Our Cultural Heritage of
Song”).
Sæmdur
stórriddarakrossi
Dr. Valdimar J. Eylands
Samkvæmt símskeyti frá
Thor Thors sendiherra ís-
lands í Washington, var Dr.
Valdimar J. Eylands sæmdur
af forseta íslands hinn 17.
þ. m., stórriddarakrossi hinn-
ar íslenzku Fálkaorðu.
i