Lögberg - 23.06.1955, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1955
Úr borg og bygð
Mrs. P. Reykdal, 979 Inger-
soll Street hér í borg, fór
vestur til Vancouver, B.C. s.l.
fimmtudag í heimsókn til
ættingja og vina.
☆
Mr. og Mrs. Carl Kernested
frá Oak View, Man., voru
stödd hér í borginni um síð-
ustu helgi; voru þau á leið
vestur að hafi í heimsókn til
sonar síns þar og annara
ættingja og vina.
☆
Á miðvikudagskvöldið í
fyrri viku lögðu af stað áleiðis
til íslands Ingólfur N. Bjarna-
son og frú frá Gimli og munu
þau verða að heiman nálægt
tveggja mánaðatíma. Þau
hjóríin eru vinmörg hér um
slóðir og hafa unnið drengi-
lega að þjóðræknismálum
okkar á Gimli og öðrum ís-
lenzkum mannfélagssamtök-
um. Ingólfur er ættaður af
Reyðarfirði, en frú hans, Ingi-
björg, af Akureyri; hlökkuðu
þau bæði mikið til að heilsa
upp á forna vini og litast um
á æskustöðum sínum.
Lögberg árnar þessum
mætu hjónum góðs brautar-
gengis og heillar heimkomu.
☆
Mr. Pétur Thorsteinsson
frá Kandahar var staddur í
borginni í byrjun vikunnar
ásamt frú sinni og syni,
Raymond Thorsteinsson; lét
Pétur hið bezta af uppskeru-
horfum í Vatnabygðunum.
BLOOD BANK
. # - -
WINNIPEG
BREWERY
IIMITID
MD-365
Látinn er nýlega að heimili
sínu í Vancouver, Guðmund-
ur Eiríksson byggingameist-
ari, fæddur í Reykjavík 7.
júlí árið 1888. Útför hans var
gerð í dag, fimtudag. Séra
Eiríkur S. Brynjólfsson jarð-
söng. Hann lætur eftir sig
konu sína, frú Svanfríði Thor-
kelsdóttur, ásamt þremur
börnum; en systir hans, frú
ftfería Sigurðsson, er búsett í
Finnipeg, en tvær systur,
Kristín og Sesselja, eiga
heima á íslandi.
Guðmundur var traustur
vinur vina sinna og mikill
atorkumaður.
☆
Eva ólafsdóttir frá Höfnum
í Gullbringusýslu er nýkomin
til borgarinnar í heimsókn til
ættingja og vina. Hún er
dóttir Steinunnar Oddsdóttur,
prests Gíslasonar, sem margir
kannast enn við hér vestan
hafs, og Ólafs Ketilssonar
manns hennar, sem var á
sinni tíð vel þekktur dugnað-
ar- og athafnamaður á Suður-
nesjum. Bróðir hennar er
Oddur Ólafsson, yfirlæknir á
Reykjalundi. Eva gerir ráð
fyrir að dvelja hér vestan-
hafs í nokkrar vikur; mun
hún og ferðast nokkuð um
nærliggjandi sveitir, og einnig
um Bandaríkin, áður en hún
hverfur aftur heim á leið.
☆ ,
GJAFALISTI
frá „Höfn", Vancouver
Lestrarf. „Iðunn“, Marker-
ville, Alta $100.00
í minningu um fyrstu land-
nemana í Alberta, sem stofn-
uðu lestrarfélagið og héldu
því við um fleiri tugi ára.
Júlíus Davidson, Winni-
peg, $10.00
John Hillman, Sylvan Lake,
Alta .................$10.00
Jóhann K. Johnson, Hecla,
Man. ................ $25.00
í minningu um gamla Mikl-
eyinga:
Mrs. Elín Anderson
Bogi Sigurgeirsson
Guðmundur Berg
Jónas Stefánsson
frá Kaldbak
Mrs. Sigríður Stefánsson.
Victor Thorson,
Vancouver $20.00
Erling Bjarnason,
Vancouver 10.00
Dr. W. H. Thorleifson,
Vancouver 10.00
Kvenfélagið „Sólskin“,
Vancouver 100.00
Kvenfélagið „Sólskin“,
Vancouver, rúmföt og bolla-
pör.
Mr. og Mrs. Mundi Egilson,
Vancouver, kaffi og sykur.
Meðtekið með þakklæti,
Mrs. Emily Thorson,
féhirðir
☆
Lawrence Edward Ingi-
mundson, 18 St. Elmo Road
lézt á Almenna spítalanum á
miðvikudaginn 15. júní; hann
var 50 ára að aldri, fæddur í
Selkirk, 13. marz 1905. Hann
var giftur Jakobínu Breck-
man frá Lundar, og áttu þau
þar heima í nokkur ár, og
síðar í Treherne; en til Winni-
peg fluttust þau 1941. Á yngri
árum var Mr. Ingimundson
vel þekktur íþróttamaður. —
Auk ekkjunnar lætur hann
eftir sig þrjár dætur upp-
komnar og giftar og hóp
systkina. Útförin fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á
laugardaginn 18. júní, og var
mjög fjölmenn. Dr. Valdimar
J. Eylands flutti kveðjumál.
☆
— LEIÐRÉTTING —
í næstsíðasta Lögbergi hefir
slæðst óþægilegt innskot í
grein mína um Samson J.
Samson, sem óskast hér með
leiðrétt.
Setningin í blaðinu hljóðar
svo: „Var hinn látni daglegur
gestur á þessum látnu stöð-
um“. En á vitanlega að lesast:
„Var hinn látni daglegur
gestur á þessum stöðum".
—J. G.
☆
Miss Helga Thordarson
hjúkrunarkona frá Van-
couver kom til borgarinnar á
þriðjudaginn í heimsókn til
móðursystur sinnar, Mrs. Th.
L. Hallgrimson, 805 Garifield
Street. Daginn eftir hélt hún
áfram ferð sinni áleiðis til
Evrópu. Systir hennar, Lára,
sem einnig er hjúkrunarkona,
starfar í Egyptalandi á veg-
um United Nations. Hafa syst-
urnar mælt sér mót í Aþenu-
borg. Þær eru dætur Mr. og
Mrs. Thordar Thordarson í
Vancouver. Helga hefir í
hyggju að koma til Islands á
heimleið.
Tilkynning
Ársþing Unitara kvenna-
sambandsins verður haldið í
Wynyard, Sask., 1. júlí 1955.
Varður það haldið í sambandi
við aðalkirkjuþing Unitara í
Vestur-Canada. — 1 tilefni af
því vildi ég einnig tilkynna
öllum vinum og styrktar-
mönnum sumarheimilisins á
Hnausum hvaða not hafa
verið höfð af heimilinu í síð-
astliðin 3 ár síðan við urðum
að hætta við að starfrækja
það sjálfar. Heimilið hefir
verið lánað endurgjaldslaust
munaðarlausum börnum, —
(Childrens Aid Soc. of Winni-
peg) — í 6 vikur, (fyrsta árið
í tvo mánuði). Einnig höfum
við lánað það í 2 vikur,
Mentally retarded Girls of
Broadway Home. Þær höfðu
mikla ánægju af verunni. Nú
vil ég fyrir hönd félagsins
þakka kærlega öllum, sem
styrkt hafa þetta fyrirtæki
með peningagjöfum í „Blóma-
sjóðinn“, og á annan hátt. Ég
vona, að þeir sem vilja styrkja
okkur í framtíðinni, gjöri það
ef þeim finst að við séum að
gjöra góðverk með því að lofa
þessum foreldralausu börnum
að njóta sín í sumarfríinu. —
Nafn nýja fjármálaritarans
verður birt í íslenzku blöð-
unum.
Með vinsemd,
Sigríður McDowell, forseti
Fyrsta lúterska kirkja
Sumarfrí í júlí.
Engar guðsþjónustur unz
nánar auglýst.
☆
— KVEÐJA —
Winnipeg, 18. júní 1955
Nú þegar ég er að hverfa
aftur heim til átthaganna,
eftir mánaðardvöl í Vestur-
heimi, langar mig til að þakka
öllum, sem ég átti kost á að
kynnast á ferðum mínum hér,
fyrir frábæra gestrisni og
velvild í minn garð.
Beztu þökk fyrir góða
skemmtun og góða viðkynn-
ingu.
Vinsamlegast,
Elías Dagfinnsson,
« Reykjavík
☆
Heimilisfang séra Erics H.
Sigmars er að 215 Silver
Heights Apts., St. James,
Winnipeg 12.
Telephone 83-7809.
FRÓÐLEIKSMOLAR
Ein eftirköstin af Austur-
Afríku-stríðinu var það, að nú
úir og grúir af hákörlum-
Fiskimenn í Smyrna (í Liltu-
Asíu) hafa snúið sér til stjórn-
ar sinnar sakir þessarar hættu,
því að hákarls hefir allt til
þessa örsjaldan orðið vart i
Egeoshafi. Það er ætlun
manna, að allur fjöldinn af
hákörlum þessum hafi komið
gegnum Suez-skurðinn, því að
það er venja þeirra að fylgja
skipunum og grípa sérhvað
það, sem varpað er fyrir borð
af matarleyfum. Nú var ó-
venjulega mikil skipaferð um
Suez-skurðinn 1936 og þá hef-
ir hákörlunum orðið kunn
leiðin og með þeim hætti hafa
þeir tekið sér bólfestu í Mið-
jarðarhafinu.
Kaupið Lögberg
Sjötugasta og fyrsta ársþing
Hins ev. lúí. kirkjufélags íslendinga í Vesiurheimi,
Gimli. Man., 25.—30. júní.
Laugardaginn 25. júní
Kl. 5. Skrásetning erindreka og gesta.
„ 7. Kvöldverður í samkomusal kirkjunnar.
„ 8. Þingsetning. — Skýrsla forseta o. fl.
Sunnudaginn 26. júní
Kl. 9. Guðsþjónusta á Betel. Séra Ólafur Skúlason.
„ 11. Guðsþjónusta með altarisgöngu í kirkjunni,
séra Sigurður Ólafsson prédikar.
„ 3. Sjötíu ára afmælishátíð kirkjufélagsins.
Ræðumenn: Séra K. K. Ólafssón, séra R.
Marteinsson, D.D., séra Ólafur Skúlason.
„ 8.30. Fulltrúi U.L.C.A. flytur ræðu (Dr. George
Harkins frá New York). Séra Bragi Friðriks-
son flytur erindi.
Mánudaginn 27. júní
Kl. 9—11. Þingfundir.
„ 12. Dagverður. Sunrise Lutheran Camp.
„ 9. Samkoma í kirkjunni að Árnesi. Ræðumenn:
Séra Bragi Friðriksson, séra Eiríkur Bryn-
jólfsson, séra Ólafur Skúlason.
Þriðjudaginn 28. júní
Þingfundir hefjast kl. 9 og standa yfir allan daginn.
Kl. 8.30. Samkoma. Ræðumenn: Séra Jóhann Frið-
riksson, séra Eric H. Sigmar, séra Robert Jack.
. j
Miðvikudaginn 29. júní
Þingfundir frá morgni til kvölds.
Kl. 8.30. Æskulýðssamkoma. Séra Russell Weberg,
Seattle, ræðumaður, ásamt fleirum.
*
Fimmtudaginn 30. júní
Erindrekar og aðrir þingmenn ferðast til Mikleyjar
. árdegis. Samkoma fer þar fram eftir hádegi. Ræðu-
menn: Séra Eiríkur S. Brynjólfsson og séra Stefán
Guttormsson.