Lögberg


Lögberg - 23.06.1955, Qupperneq 2

Lögberg - 23.06.1955, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JONÍ 1955 Fljótandi hallir óðs keisara Eftir ADRIAN BURY Tvö síórskipsflök hafði hið tæra og íagra Nemi- vafn að geyma. Þau voru ef fil vill hlaðin auðæfum Kaligulu, hins brjálaða keisara. Margsinnis var reynt að hefja skipin upp og loks tókst það. EINN AF frægustu og feg- urstu stöðum í Evrópu er Nemi-vatnið. Það er hér um bil í 15 enskra mílna fjar- lægð frá Rómaborg. Það er sporöskjulagað og endur- speglar hinn dýrlega himin- bláma yfir Italíu svo fagur- lega, að það hefur ávallt verið kallað Spegill Díönu. Rómverjar voru voldugir fyrir 2000 árum og geymast margar minjar frá þeim tíma. Meðal gersemanna voru gal- eiður miklar, sem hafðar voru á Nemi-vatni. Voru þær að öllum útbúnaði sem skraut- legustu hallir, enda notaðar til skemmtisiglinga og veizlu- halda. En árum saman lágu þær í myrku djúpi Nemi- vatnsins og fólk gerði sér margvíslegar hugmyndir um útlit þeirra og skraut. Á fyrri öldum kristninnar hafa þær vafalaust verið á- litnar viðurstyggilegar leifar frá heiðnum sið, sem bezt væru geymdar í sinni votu gröf, þar sem leir og vatna- gróður settist að og hyldi þær smátt og smátt. En aldrei gleymdust þó þessi skip. Fiskimenn máttu minnast þeirra, hver kynslóðin eftir aðra. Því að oft komu þeir heim með net sín rifin eftir yfirbyggingu skipanna eða hluti, sem úr þeim höfðu losnað. Stundum komu þeir líka heim með súlnabrots- bronshöfuð, myntir, litaða gólftígla eða annað lauslegt. Ulræmdur harðstjóri Sumir af þessum munum báru merki Gaiusar, þriðja sonar Germanicusar. Gaius var kjörsonur Tiberiusar keisara, sem uppi var þegar Kristur var krossfestur. Gaius hlaut viðurnefnið Kaligula, af því að hann gekk á her- mannastígvélum þegar hann var barn. í fyrstu var hann vinsæll stjórnandi. Hann stjórnaði hersveitum og ferð- aðist um ríkið til þess að treysta það og stækka. En þessi miklu völd og hinn gíf- urlegi auður, sem hann erfði eftir Tiberius, urðu honum afdrifarík. Hann brjálaðist og tvö síðustu árin, sem hann lifði varð hann einn af hinum grimmustu harðstjórum, sem ríktu yfir Rómaveldi. — (Sumir söguritarar halda því fram, að Kaligula hafi veikzt hastarlega af heilabólgu, en er hann komst á fætur, hafi orðið þessi skyndilegu um- skipti á hegðan hans og vin- sældum). I Hann ætlaði sér að full- komna verk Juliusar Cæsars og sigra Bretland. En þegar hann var kominn til Boulogne sá hann sig um hönd og setti allan herinn í að tína skeljar, sem hann sendi til Rómar, til vitnis um það að hann hefði sigrað hafið. Kaligula rak í útlegð eða drap flesta ætt- ingja sína og dansaði og skemmti sér á meðan fórnar- dýrin voru vegin í návist hans. Hann lét í ljós þá ósk, að höfuð allra Rómverja sæti á einum hálsi, svo að hann gæti höggvið þau öll af í einu höggi. Eftirlætishestinn sinn gerði hann að ræðismanni. Á einu ári sólundaði hann meiru fé, en sem samsvaraði fimm og hálfri millj. og var þá veginn af liðsforingja úr lífverði sínum. Líklegt má þykja að mikið af þessari nefndu fjárhæð hafi verið varið til að byggja skrautsnekkjur þessar. Lang- líf var sögusögn um það, að Kaligula hafi kallað hirð sína og ættingja út á skipin, látið kveikja í þeim og síðan skipað svo fyrir að þeim skyldi sökkt. En engar sannanir eru fyrir þessu í sögu Rómverja. Verið getur að þessar snekkjur hafi verið notaðar af öðrum keisurum eða ríkis- mönnum, en síðan hrörnað og það verðmætt, sem í þeim var verið burtu flutt. Þær hafa síðan gisnað og sokkið eins og aðrar vanhirtar fleytur. En í skrautsölum þeirra léku sér síðar milljónir af smáfiskum, sem heima eiga í Nemi-vatni. Leit gerð fyrir fimm öldum Það var fyrst árið 1446, á viðreisnartímabilinu, er hrifn- ingin var sem mest yfir Grikk landi hinu forna og Róm, að tekið var að skyggnast eftir hinum sokknu snekkjum. Prospero Colonna kardináli átti þá vatnið og tvö þorp á hæðunum umhverfis það. Hétu þorpin Nemi og Gen- zano. Kardinálinn kvaddi til frægan vísindamann og bygg- ingameistara og bað hann að komast að hinu sanna um hin sokknu skip. Byggingameistarinn, Leon Battista Alberti, réð' til sín marga sjómenn frá Genúa, sem flugsyndir voru. Þeir köf- uðu í vatnið og syntu í kaf og gátu kynnt sér nokkurn veg- inn legu skipanna og stærð. Albert lét þá gera lyftivél með köðlum og krókum. Sjó- mennirnir festu krókana í skipin og var nú tekið að draga þau upp. En þá brotn- aði stykki úr framstafni ann- ars skipsins og mönnum skild- ist að þau myndi með þessu lagi brotna í smátt við átökin. Var þá tilraunum Albertis lokið. Menn, sem vit höfðu á fornminjum, hirtu viðarbúta og brot, sem upp höfðu kom- ið. Báru þau vitni um þessa dýrgripi, sem í djúpinu lágu , og biðu hagkvæmari björgun- araðferða. Fólk ímyndaði sér að skipin hefðu verið full af gulli og gimsteinum, er Kali- gula lét sökkva þeim í taum- lausu svalli sínu og brjál- semi. Girnilegar sem fyr I hundrað ár lágu snekkj- urnar aftur óhreyfðar. En girnilegar þóttu þær eigi að síður. Og þá kom til sögunnar Francesco de Marchi, sem einnig var byggingameistari og hernaðar-vélfræðingur. Hann ætlaði að reyna hvernig tækist. Ekki virtist þó Marchi vera hugkvæmdasamari en Al- berti, nema að því leyti, að hann notaði köfunarbúning, sem Guiglielmo de Lorena hafði fundið upp. Köfunar- búningurinn var fremur frumstæður og kristall greypt ur í hjálminn. En í búningn- um fór Marchi niður á botn á vatninu og gat skoðað skipin gaumgæfilega. Stórfiskar leggja til atlögu I skýrslu sinni segir hann frá því, að hann hafi verið í heila klukkustund niðri í vatninu, en hafi þá orðið að koma upp sökum kulda. Hendir hann mjög gaman að sjálfum sér af því, að hann hafi ekki gert sér ljóst hvað kristallinn stækkaði það, sem fyrir augu bar. Hafði hann orðið dauðhræddur, er hann sá heila stórfiskavöðu stefna að sér og virtust þessi stór- hveli ráðast að honum úr öll- um áttum. En þegar til kom voru þetta aðeins smáfiskar, sem veiðast í Nemi-vatni og líkjast hlaðsíld að stærð og smekk. Þegar de Marchi var búinn að kynna sér stærð skipanna og legu þeirra, lét hann gera fleka með vindu og flaut hann á tómum ámum. Með þessari vél ætlaði hann að lyfta öðru skipinu, en það fór eins og fyrir Alberti. Tókst aðeins að brjóta úr því stykki. Síðan hvíldu snekkjurnar þrjár ald- ir í friði. Árið 1827 fór Annesio Fus- coni verkfræðingur af stað ásamt öðrum. Þeir höfðu kaf- arakúlu og fleiri nýtízku til- íæringar og breyttu hinum fögru ströndum Nemi-vatns í björgunarstöð. — Höfðingjar Rómar, listamenn, fornfræð- ingar og heill hópur af for- vitnu fólki kom til að horfa á tilraunina. En veður var ó- hagstætt, vélar biluðu og allir urðu fyrir vonbrigðum. Svo virtist, sem snekkjur Kali- gula myndu verja leyndarmál sitt til eilífðar. En fátt hefir eins mikið aðdráttarafl og sokkin skip, sem menn halda að geymi mikla fjársjóði. Valnsborðið lækkað. Árið 1895 fór fram enn ein tilraun í „hinum miklu of- beldisaðförum“, sem kallaðar voru. Eliseo Borghi og Vitt- orio Malfatti gerðu þá tilraun, en voru þó engu nær en aðrir, sem reynt höfðu að ná upp snekkjunum. Þeir náðu ein- hverjum brotum úr viðunum og minjum frá fortíðinni. Kafara ágæta höfðu þeir til hjálpar og komust þeir að raun um stærð skipanna og á hversu miklu dýpi þau lágu. Annað skipið lá í halla undir vatnsborði og var dýptin þar frá 15 til 70 fet. Á hinu skip- inu var ekki eins djúpt. • Enn líða nærri 30 ár. Þá tóku höndum saman nokkrir frægir fornfræðingar, lista- menn og verkfræðingar og var skipuð nefnd til að ræða málið. Formaður hennar var Corrado Ricci, senator. Þeir \ , 7 urðu sammala um að skipin myndi algerlega splundrast ef reyna ætti að lyfta þeim upp. Eina ráðið væri að lækka vatnsborðið. Auðugir iðjuhöldar lögðu nú til stórfé, svo að hægt væri að setja upp véldælur. Fornir vatnsveitustokkar voru end- urnýjaðir og nýjum bætt við. Tuttugasta október 1927 voru vélarnar settar 1 gang. 1 marz 1928 var búið að dæla burtu svo miklu vatni, að yfirbygg- ingin á öðru skipinu sást. 1 september 1928 var vatnið 40 fetum lægra og kom nú allt stærra skipið í ljós. Járnsleði var gerður og var nú skipið dregið á land. Hitt stóð á þurru í júní 1929. Engan dýrgrip var að finna í skipunum og má því segja, að þessi björgun, sem varð afar fjárfrek, hafi ekki gefið mikið í aðra hönd. En skipin eru sjálf dýrgripir frá forn- fræðilegu sjónarmiði og lík- lega merkilegasti fundur forn leifa á þessari öld. Annað 214 fet, hitt 219 fet Sannleikurinn er sá, að snekkjurnar eru sannanir fyrir því hvernig Rómverjar byggðu skip á þeim dögum og eru ekki aðrir vitnisburðir til um það. Eru þessi skip svo fullkomin að gerð, að vatnið gat ekki unnið á þeim á tvö þúsund árum. Annað skipið var 214 fet á lengd og 60 á breidd. Hitt var 219 og 72 fet.. Þau voru byggð úr eik, greni og furu, með tíglagólfum, úr gylltum tígul- steinum, handriðum úr bronsi — og á skrokkunum voru dýrahöfuð með hring í munni fyrir festar skipanna. Hafa þetta því auðsjáanlega verið fljótandi hallir fyrir Kaligulu og vini hans. Svefnsalir voru fullkomnir og vatnsleiðslur fyrir heitt vatn til lauga. Skrauthýsi höfðingja á þeim dögum hafa ekki verið þægilegri og full- komnari vistarverur en þessi skip. Og á hundadögunum, þegar hitinn í Róm er óþol- andi, hefir Kaligula vafalaust leitað í sínar fljótandi hallir og haldið þar óhófsveizlur þær, er illræmdar voru. Kynlegir alburðir Nú er leyndinni svipt af- Og ferðamaðurinn getur ekki lengur setið í hlíðunum við Nemi-vatn, eins og ég gerði einu sinni, og virt fyrir sér skugga skipsskrokkanna, sem í djúpinu lágu. En nú má skoða skipin í húsi, sem byggt hefir verið yfir þau. Þau erU vönduð, mjög þéttuð með rauðu blýi og koparnaglar í spónlagningum til að forðast sýringu. Meðan hið mikla björgunar- starf fór fram kom ýmislegt einkennilegt fyrir. Staðurinn missti fegurð sína um tíma, er vatninu var dælt burt. Risa vaxin tré dóu og féllu til jarðar. Stórar sprungur komU í jarðveginn. En náttúran græddi sjálf sár sín, er stund- ir liðu. Og Nemi fékk aftur sinn eilífa yndisleik. Call of the Sun By HELEN SWINBURNE Come, clover and bluebell And pale wood anemone, Tassels of the willow Where the cool stream flows; The shadows of night Have faded, so . . . come, Awaken! The dawn Is weaving her rose. Where earth’s grassy rainment, Strong in its roothold, Is richly brocaded With purple and gold, Downy wing, lacy wing, Spinner and silk, Give of your beauty To grace the flower-fold. Come, children, and lighten The air with your laughter, Low on the meadow A blithe wind blows; The shadows of night Have faded, so . . . come, Awaken! The dawn Is weaving her rose.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.