Lögberg - 23.06.1955, Síða 5

Lögberg - 23.06.1955, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1955 5 AHUGAHAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KONA FORSETANS Erindi ílutt á samkomu ÞjóSræknisdeildarinnar „Frón" 17. júní 1955 af Ingibjörgu Jónsson Dagurinn í dag 17. júní er talinn mesti hátíðisdagur Is- lands. Þann dag fæddist frels- ishetjan mikla, Jón Sigurðs- son, fyrir 144 árum; þann dag var íslenzka lýðveldið endur- reist fyrir 11 árum. Um stór- naennið Jón Sigurðsson hafið þið heyrt og lesið svo mikið í ræðu og riti, að ég tel mig ekki mann til að bæta þar við, né heldur um endurreisn lýðveldisins. En á þessum degi munum við jafnan sam- fegna með ættbræðrum okk- ar °g systrum svo lengi sem við munum uppruna okkar, °g í þeim tilgangi erum við samankomin. Jón Sigurðsson forseti, eins °g hann var venjulega kallað- Ur. dó 7. des. 1879, og níu dög- um síðar dó kona forsetans, logibjörg Einarsdóttir. Við húskveðju hennar sagði Ei- ríkur prófastur Briem: „Með- an hans verður minnzt, þá verður henni heldur ekki gieymt.“ Á sama veg féllu Hallgrími Sveinssyni dóm- kirkjupresti orð við útfarar- athöfn þeirra hjóna í Reykja- vík vorið eftir. Þó hefir verið undarlega hljótt um þessa konu í þau 76 ár, sem liðin eru. Þegar ég var beðin að Sernja erindi fyrir þessa sam- k°mu flaug mér í hug, að ég skyldi helga það konu forset- ans. ekki vegna þess, að mér Vaeri kunnugt um hana, held- Ur vegna hins að ég vissi ekkert um hana nema nafnið eitt og langaði til að afla mér frekari upplýsinga, — og fannarlega hlaut hún að eiga Pað skilið, að hennar væri einu sinni minnzt við svona tækifæri hjá okkur. Ég fékk lánað úr bókasafni ”Próns“ hið mikla ritverk _r- Páls Eggerts Ólasonar um Jón Sigurðsson; það eru fimm Pykk bindi, 23 hundruð blað- siður alls, afar fróðlegt og skemmtilegt ritverk, — en að- eins 3—4 blaðsíður af 23 nndruðum fjalla um konu óns. Ég blaðaði gegnum bréf . ®ns Sigurðssonar 460 að tölu; ! t*eim finnast fáeinar setn- lngar um hana, aðallega “ °nan biður kærlega að eiisa,“ eða „ástarkveðjur frá e kur,“ en lítið annað; engin réf frá honum til hennar. okkrar upplýsingar fann ég i Skírni 1911; ævisögum s aldanna, Benedikts Grön- als °S Matthíasar Jochums- Sonar, og í ritinu um útför Jonanna, og tek ég sumt af PVi nokkuð orðrétt, þó ég ekki tilgreini aftur heimild- irnar. Næsta ólíklegt er að ekki hafi meira verið ritað um konu þessa, þó mér hafi ekki auðnast að leggja hönd á það, því öllum er ljóst hve mikil álirif eiginkonan hlýtur að hafa á líf og örlög manns síns, annað hvort til góðs eða ills; íslendingar sjálfir hafa dregið skýr og ógleymanleg dæmi um þessa staðreynd, þar sem eru þær Bergþóra, Hallgerð- ur, Guðrún ósvífursdóttir, svo nokkrar séu nefndar. Áhrifa eiginkonunnar gætir ekki sízt, þar sem er um mikilmenni að ræða, eins og Jón Sigurðs- son. Ævisaga hans er ekki fullsögð fyrr en hennar sögu hafa einnig verið gerð full skil. Ef til vill gefur þögnin um Ingibjörgu Einarsdóttur meira til kynna um hana sjálfa en löng ritgerð. Þögnin stafar e. t. v. af sterkasta þættinum í samlífi hennar við mann sinn. Hún hugsaði í sama anda og Jóhannes skírari: „hann á að vaxa, en ég að minnka.“ Hugur hennar var öldungis gagntekinn af honum; hún miðaði alt við hann; ástundaði það eitt er gat orðið honum til góðs og virðingar. Hann var hennaf líf. Henni var því ósárt um, þótt hennar *væri að engu getið, ef hans mikla ævistarf væri metið að verðugu. Ingibjörg var fædd 9. októ- ber 1804. Faðir hennar var Einar stúdent Jónsson, síðar kaupmaður í Reykjavík; hann var föðurbróðir Jóns Sigurðs- sonar; hann átti Ingveldi Jafetsdóttur gullsmiðs. Auk Ingibjargar áttu þau hjón þrjá sonu: séra Ólaf á Stað, séra Guðmund í Arnarbæli og Jafet, gullsmið í Reykjavík. Var æskuheimili Ingibjargar með heldri heimilum bæjar- ins og var nefnt „Johnsens- hús“, því Einar var kallaður Johnsen að hætti kaupmanna þeirrar tíðar. Vorið 1829 kom til bæjarins ungur sveinn til að taka stúdentspróf. Var það Jón Sigurðsson. Réðst hann það sumar að verzlun Einars Johnsens föðurbróður síns til næsta vors. Fór vel á með þeim frændsystkinunum Ingibjörgu og Jóni, þó nokkur væri á þeim aldursmunur; hann var þá 18 ára en hún 25 ára. Þegar Jón fór utan til háskólanáms 3 árum síðar, voru þau lofuð sín á milli. Síðan sáust þau ekki í tólf ár. Hvergi er minnst á, að Ingibjörg hafi verið falleg, enda bera ekki myndir af henni vott um það, en hún var höfðingleg og gerðarleg í sjón; stöðuglynd, frændrækin, iðjusöm og nokkuð skapstór; þótti það lunderni einkenna föðurætt þeirra Jóns. Ingibjörg átti ekki heiman- gengt um þessar mundir; var hún með föður sínum og þótti sýna prýðilegt innræti sitt og dyggð í sambúðinni við hann; hún var með honum til þess er hann andaðist. Var hann lengi veikur og allerfitt að stunda hann, en hún reyndist honum svo, að orð var á gert. Hann dó 1839 og lét hann henni eftir allríflegan arf. Næstu árin dvaldi Ingibjörg hjá Madömu Sigríði, ekkju Thorgrímssens landfógeta. — Nú hafði Ingibjörg setið lengi í festum og heimilisástæður ekki lengur því til fyrirstöðu að hún giftist, en þó drógst það enn um skeið. Öll þessi ár hafði unnusti hennar, Jón Sigurðsson, verið önnum hlaðinn í Kaupmannahöfn við lærdóm, vísindastörf og und- irbúning til forustu í frelsis- baráttu íslendinga. Hann var hið mesta glæsimenni og hrókur alls fagnaðar og mjög eftirsóttur af öllum í Höfn. Konur þar kváðu hafa litið hann hýrum augum, Þó fara engar sögur af því að hann hafi verið fjöllyndur í þeim efnum. Ef til vill hafa honum ekki þótt hagir sínir þannig, að hann mætti festa ráð sitt, en hugur hans að mestu bund- inn framtíðardraumum hans á sviði stjórnmálanna. Um alt þetta mun Ingi- björgu hafa verið fullkunnugt, og er ekki að furða þótt hún kunni að hafa haft nokkrar áhyggjur út af því, að einhver Hafnardaman þrifi hann frá sér. Heyrt hefi ég, þó ekki sé það skjalfest, að mætur maður hafi leitað ráðahags við Ingibjörgu á þessu tíma- bili, og er ekki ólíktlega, að hún hafi ígrundað alvarlega, hvort hyggilegt væri að taka honum. Hún var nú komin hátt undir fertugt og var sjö árum eldri en Jón frændi hennar. Þó mun henni hafa verið fjarri skapi að rjúfa heit sín; hún varð að vita allan hug hans í þessum efnum. Og einmitt um þetta leyti skrifar bróðir hennar, séra Ólafur á Stað, Jóni og grenslast eftir hvort hann sé afhuga ráðinu. Enginn veit hverju Jón svar- aði; og enn líða nokkur ár. Loks kemur hann til Islands sumarið 1845, eftir 12 ára fjarveru. Var hann þá búinn að geta sér frægð fyrir vís- indalega starfsemi sína við Árnasafn, fyrir bókmentafé- lagið og fornfræðafélagið. Hann hafði undirbúið sig til forustu í þjóðmálastarfsemi sinni með því að afla sér djúprar þekkingar um sögu íslands að fornu og nýju; enn- fremur hafði hann kynnt sér stjórnarfyrirkomulag annara þjóða. Hann hafði og komið sér upp málgagni, „Nýjum Félagsritum“, til þess að vekja þjóðina til umhugsunar á viðfangsefnunum og örfa hana til framsóknar. — Sumarið áður var fyrst kosið til Alþingis og var Jón kosinn alþingismaður fyrir Isafjarðarsýslu og jafnan síð- an meðan hann lifði. Áður en hann lagði af stað héídu ís- lenzkir stúdentar í Kaup- mannahöfn honum mikla veizlu og voru ort til hans kvæði; flutti Jónas Hall- grímsson honum Leiðarljóð, eitt sitt síðasta kvæði. •— Framkoma Jóns var, sem vænta mátti, hin glæsilegasta á þinginu og jókst honum traust og vinsældir. Engar sögur fara af endur- fundum þeirra Jóns og Ingi- bjargar; hafi ást hennar verið tekin að kulna, mun hún hafa blossað upp á ný, þegar þessi ásjálegi maður birtist henni loks eftir langan aðskilnað. Hún mun þó ekki hafa fallið í stafi fyrir þessu ættmenni sínu, né gengið eftir honum; slíkt var fjarri hennar skap- gerð. En skömmu eftir þing- slit ritar Jón einum vini sín- um: „Ef guð lofar, þá held ég, að ég muni gifta mig nú og fara með stúlku mína til Kaupmannahafnar. Hún er eins og hún hefir verið, trú- föst og elskuleg, en það er miður, að ég get ekki verið henni svo mikil aðstoð, sem hún verðskuldar, því embætt- ið er ekki feitt eins og þú veizt.“ Þau voru gefin saman 4. sept. 1845; var hún þá 41 árs en Jón aðeins 34. Skömmu síðar sigldu þau til Kaup- mannahafnar. — Stúdentar fögnuðu Jóni með annari veizlu, en ekki er þess getið, að Ingibjörg væri það, enda var kvenfólki víst sjaldan boðið í stúdentaveizlurnar. Heimilislífið Jón þurfti ekki að iðrast kvonfangsins, því dyggari og samhentari kona myndi tor- gæt. Hún var að vísu engin mentakona á bóklega vísu, enda stóð það ekki til; á þeim vettvangi þarfnaðist hann ekki aðstoðar. Hún var öðrum góðum gáfum gædd; hún var frábærlega vel gefin til hand- anna og ágætlega vel fallin til heimilisstjórnar. Ekkert gat komið honum betur, því hann var framúrskarandi gest risinn, og þau bæði. Ungu Islendingarnir í Kaupmanna- höfn trúðu á hann og fylktu liði undir merki hans. Ekki er að vita hvort hann hefði geta haft eins mikil áhrif á þá í þáv átt, að vinna að heill Islands, ef hús hans hefði ekki altaf staðið þeim opið, og hann getað rætt við þá heima, frætt þá og örfað þá til fram- kvæmda. Þessir ungu menn dreifðust síðan um landið; urðu áhrifamenn í íslenzku þjóðfélagi og öfluðu Jóni og stefnu hans fylgis. Þannig varð heimilið, er Ingibjörg skapaði með honum, lyfti- stöng hans í baráttunni fyrir frelsi þjóðarinnar. Svo var fyrir mælt af frú Ingibjörgu, að þau vildu helzt taka á móti gestum á laugar- dögum, en kæmi svo fyrir, að einhver kom annan dag og hafði ekki boðað komu sína, þótti hún taka gestum heldur þurrlega, og unglingum sagði hún skörulega til siðanna; hafði hún oft andsjtætt, þótt ekki væri viðtökudagur. En slíkt lét Jón sig litlu skipta, en hitt var venja hans, þegar sezt var til borðs og hún tók sæti sitt, að hann talaði fyrst til hennar og helzt ánægjuorð og viðurkenningar fyrir hennar frammistöðu. Skein úr því ánægjan af hennar svip sem húsbóndans. — Stundum var þröngt í búi, en henni varð drjúgt úr því, sem fyrir hendi var; hún var meistara- lega forsjál og nákvæm í að stjórna húsi og fara vel með efni og það svo, að hvergi sýndist skorta það, sem hafa þurfti, en þó alt í hófi. Á borðum var altaf íslenzk- ur matur alls konar, krydd- aður með skemmtilegum sam- ræðum og ljúfu viðmóti. Að máltíð lokinni var farið inn í skrifstofu húsbóndans, þar var framreitt létt púns og skrafað og skeggrætt um ís- lenzk málefni fram undir miðnætti. Forseti fylgdi gest- um til útidyra og kvaddi þá með kossi. Heimili þeirra hjóna var al- gerlega íslenzkt. Frúin bauð oftast þannig heim: „Komið þér nú bráðum upp á harðan fisk!“ Að vera boðinn upp á harðan fisk, var sama sem að vera boðinn til íslenzku hirð- arinnar, sagði einn vinur þeirra síðar. Þótt forsetinn hefði jafnan allgóðar tekjur af vísinda- störfum sínum, er undrunar- vert hvernig þau hjón gátu haldið uppi þessari risnu alla sína tíð. Þeim voru að vísu sendar margar gjafir frá ís- landi bæði sem vináttu- og virðingarmerki, og voru þær sendar til hennar engu síður en til hans. Fengu þau oft að heiman kjöttunnur, kæfu- kúta, rikling, hákarl, rjúpur og smjör. Hefir þetta komið sér vel, og henni orðið þetta notadrjúgt. Geta má nærri, hve íslendingum í Höfn hefir þótt gott, að komast í þetta sælgæti. Norðmenn voru tíðir gestir í húsi þeirra hjóna; Svíar og Þjóðverjar voru þar í boði, ef þeir voru vinir íslendinga, en aldrei sást þar danskur maður. Enginn Dani hefði nokkru sinni komist í svo mikið vinfengi við frú Ingi- björgu, að honum væri boðið „upp á harðan fisk!“ Bæði höfðu þau hjónin fyrirmannasnið á sér; sáust aldrei nema á betri stöðum. Ef þau keyptu eitthvað, þá var það, það bezta og dýrasta. Forsetinn klæddist jafnan Framhald á bls. 7

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.