Lögberg - 23.06.1955, Síða 7

Lögberg - 23.06.1955, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1955 7 kona forsetans Eramhald af bls. 5 eins og höfðingja hæfði, og Var skartmenni í klæðaburði. Altaf var hann í ljómandi hvítri ermaskyrtu, og oftast í Ijósum buxum og dekkri frakka. úti hafði hann ávalt svartan háan silkihatt á höfði, Sem frú Ingibjörg mun aldrei hafa gleymt að bursta nokk- um dag; sá hattur var ævin- ^ga skygður. Hún klæddist samkvæmt tízku Viktoríu- t'mabilsins, eins og sjá má af •uyndum henar; er það vand- aður en fremur þunglama- ^egur búningur. Þó ást Ingibjargar og virð- lng fyrir sínum mikla manni f®ri vaxandi’með ári hverju, var hún sterk og sjálfstæð h°na, er hikaði ekki við að lata í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Lund- ln var svo hrein og bein, að hún gat ekkert orð sagt þvert um huga sér. Einu sinni var kunningi þeirra hjóna að tala við þau um rit Stuart Mills um kúgun hvenna, er honum fannst ó- hrekjandi. Forseti var heldur a móti kvenréttindum, eins °g flestir stjórnmálamenn v°ru í þá daga. Þá tók frúin til máls, og þegar hún var húin að segja hið helzta, sem henni fannst þurfa að segja, þa hélt forseti, — sem aldrei midi víkja — undan, og sagði: !)í>að er ómögulegt að dispú- tera við yður, þegar þér hafið tengið konuna mína í lið með yður.“ ^vo sem jafnan á sér stað með menn, sem mikið kveður aÚ, átti Jón sína andstæðinga, en hann var ávalt mjög orð- Var í þeirra garð; hins vegar mátti fljótt heyra á tali frú mgibjargar, ef forseta var jmlt til manns; hún gat ekki mynt sínum tilfinningum. Ef nokkuð er að marka mvisögu Benedikts Gröndals skálds, þá var frú Ingibjörg n°kkuð afskiptasöm um einka mal vina sinna. Eitt sumar meðan þau hjónin voru á ís- andi trúlofaðist Gröndal augri vinkonu Ingibjargar. egir Gröndal að strax og þau ati komið heim, hafi breyzt veðUr í lofti. „Óðar en Ingi- íUrg fékk að heyra þessa trúlofun, þá byrjaði um mig Sa dómadags rógur og bak- mmlgi, að ég væri hvorki ®fur né kirkjugræfur, og efði ekkert með konu að ?era) -----og lét Jón leiðast a sömu skoðun.“ — Skömmu Slðar var haldin Jónsveizla, eins og hann kallar það, en fað var siður að Islendingar ’ Höfn héldu forseta veizlur, Pegar hann fór til þings eða °m af þingi. 1 þetta sinn sat ru fngibjörg veizluna með °num, sem sýnir að vegur ennar og virðing hefir farið vaxandi með árunum. Gröndal, sem var nokkurs °nar hirðskáld Jóns, segir: ”®g orti kvæði til Jóns eins °g vant var, en það var ekki með eins miklum gleðibrag og vant var, af því ég var í þessum raunum; ég orti og kvæði fyrir minni frú Imbu, til að blíðka hana, en það dugði ekki.“ — Það hefði verið gaman að sjá það kvæði, en því miður gat ég ekki fundið það. — En svo hætti þessi mót- spyrna; Gröndal giftist, og hann segir síðar: „Einu sinni kom Jón Sigurðsson með kon- unni sinni heim til okkar, en við vorum ekki heima, og sárnaði okkur það mikið, að geta ekki tekið á móti Jóni og Ingibjörgu, sem við altaf virt- um svo mikils, þó þessi horn- riði kæmi fyrir snöggvast." Það voru ekki margir sem Gröndal bar virðingu fyrir, svo sem ævisaga hans gefur til kynna, en þessari konu varð hann að lúta, og nú var hún frú Ingibjörg hjá honum, en ekki frú Imba. Fram- koma hennar hefir verið slík, að hún vakti ósjálfrátt virð- ingu samferðasveitarinnar, enda var hún sjálf í engum minsta efa um það, að hún væri fremsta konan í landinu, ekki fyrir eigin verðleika, það var auðvitað, heldur vegna gjaforðsins — þar sem hún var gift landsins langfremsta manni. Tryggð Ingibjargar við vini sína var órjúfanleg. Madömu Sigríði Thorgrímssen, er reynzt hafði Ingibjörgu vel í Reykjavík, tóku þau hjón til sín 1855 og var hún með þeim að kalla alla ævi síðan, þar til hún andaðist fjörgömul ári fyrr en andlát þeirra bar að. Þeim Jóni og Ingibjörgu varð ekki barna auðið, en systurson Jóns, Sigurðs Jóns- son, tóku þau að sér, er hann var átta ára, og kostuðu hann að öllu leyti til náms, og sáu um hann þar til hann hlaut sýslumannsembætti. En eins og Próf. W. Fiske sagði, er hann frétti lát þeirra, „allir landar þeirra voru börn þeirra.“ Jón Sigurðsson dó 7. des. 1879 en Ingibjörg kona hans, er hjúkrað hafði honum í löngu sjúkdómsstríði, dó 16. dag sama mánaðar, aðeins 9 dögum síðar. Þau höfðu þá búið saman í ástríku hjóna- bandi, er aldrei féll skuggi á, í 34 ár. Margir minntust þá orða Bergþóru. „Ek var ung gefin Njáli, ok hef ek heitið honum, að eitt skyldi ganga yfir okkr bæði.“ Ekkert frem- ur hefði frú Ingibjörg kosið sér en þetta, að mega fylgja honum út fyrir landamæri lífs og dauða, því hann var henni alt, hennar líf og henn- ar yndi, eins og hún segir í erfðaskrá sinni. Hún mátti al- drei af honum sjá, og enn einu sinni fékk hún að verða honum samferða um íslands- haf eins og svo oft áður; þau voru lögð til hvíldar hvort við annars hlið í skauti ætt- jarðar þeirra. Verksmiðja, sem herðir steina og einangrunarplötur við jarðgufu Síðusíu 10—15 árin hefir bygging húsa úr holsteini íarið mjög í vöxt hér á landi. Hefir sú þróun skapazt af tveimur höfuð- orsökum: í fyrsta lagi, hlöðnu húsin reynast mikið ódýrari en þau steinhús, sem steypt eru í mótum, og í öðru lagi. að víða eru erfiðleikar á not- hæfu steypuefni, nema að sækja það langar leiðir. Á Suðurlandsundirlendinu er mjög hraðfara uppbygging, og segja má, að nálega á hverri jörð sé byggt meira eða minna árlega, og hin yngri þorp eru í örum vexti, en þau hafa það sameiginlegt að vera snauð af byggingar- efni frá náttúrunnar hendi. Flult austur yfir fjall íbúar i Suðurlandsundir- lendisins hafa því flutt austúr yfir Fjallið á undanförnum árum óhemjumagn af bygg ingarvörum úr steinefnum, svo sem hinn betri holstein og steinpípur, og hafa þessir dýru þungaflutningar orðið til að hækka byggingarkostn- að í héraðinu. Á nokkrum stöðum innan- héraðs hefir lítilsháttar bygg- ingariðnaður risið upp, þar sem unnið hefir verið með frumstæðum handverkfærum, og án fræðilegrar handleiðslu. Lyrir rúmu ári síðan stofn- uðu nokkrir menn með sér hlutafélag til reksturs full- kominnar vélaverksmiðju til byggingarvöruframleiðslu úr ýmis konar steinefnum, og bakskífugerðar úr brenndum leir. Eftir nána athugun um staðsetningu verksmiðjunnar austan fjalls, varð Hveragerði fyrir valinu. Þótt þar sé ekk- ert efni til, sem hægt væri að vinna úr, þá hefir staðurinn Og brúðurin enn við hans aðra hönd sem elskan og trúfestin sefur. (M. J.) Ólíklegt er, að Jóni Sigurðs- syni hefði auðnast að afkasta eins miklu eins og hann gerði fyrir heill íslenzku þjóðar- innar, ef hann hefði ekki átt hana sér við hlið til að bæja frá honum öllum þeim óþæg- indum og ama, svo sem í hennar valdi stóð; ólíklegt er, að þol hans hefði enzt eins eins lengi í hinni langvarandi baráttu fyrir frelsi lands og þjóðar, ef þessi sterka kona hefði ekki staðið við hlið hans með óbilandi trausti og trú á hugsjónum hans. Þess vegna standa íslendingar í ævarandi skuld við Ingibjörgu Einars- dóttur, konu forsetans, og meðan hans verður minnst ætti henni heldur ekki að vera gleymt. Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. ýmsa kosti, svo sem að liggja vel við samgöngum, hafa raf- orku frá Soginu, og síðast en ekki sízt, hinn vellandi jarð- hita og sjóðandi vatnsgufu, sem gefur mikila möguleika til aukinnar tækni í þessari framleiðslu. — Bauð Teitur Eyjólfsson, forstjóri verk- smiðjunnar Steingerði h.f., blaðamönnum í gær að skoða framleiðslu verksmiðjunnar. Ný gerð holsteins Verksmiðjunni tókst á s.l. sumri eftir margvíslegar til- raunir og ýmsa byrjunarerfið- leika, að framleiða nýja gerð af holsteini, úr möluðu hraun- gjalli, sem sameinar það, að vera léttur, sterkur og þægi- legur í öllum meðförum. Hef- ir steinn þessi fengið lof allra þeirra, sem hafa notað hann. Rannsóknir Atvinnudeildar Háskólans sýna, að brotþol steinsins er mjög mikið. Gerð steinsins er byggð á nýjustu tækniþróun, og reynslu ná- grannalandanna, þá hefir og forstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins, verið verk- smiðjunni ráðhollur um upp- byggingu steinsins. Standa því miklar vonir til að bygg- ingarholsteinn verksmiðjunn- ar verði þýðingarmikill þátt- ur í byggingariðnaði landsins, sem leysir brýna þörf fyrir sterkan holstein í útveggi húsa. Hveragufan herðir Holsteinninn er mótaður í vél, sem gengur fyrir raf- magni og hefir bæði víbrator og 8 lesta pressu. Þegar steinninn kemur úr vélinni, er hann hertur í 12—14 klst. í sjóðandi vatnsgufu, að þeim tíma liðnum er hann ferða- fær hvert á land sem er. Hraunbruninn, sem notaður er í steininn, er malaður í rafknúnum vélum, sem að- greina hann í 3 stærðir, og flytzt síðan á færiböndum inn í verksmiðjuna, þar sem hann er blandaður í vissum hlutföllum. Verksmiðjan hef- ir blöndunarvél af nýrri gerð (þýzk) og mun hún vera sú eina sinnar tegundar hér á landi. Þá framleiðir verk- smiðjan ýmsar aðrar vörur til húsabygginga, svo sem ein- angrunarplötur, bæði úr vikri og bruna, skilrúmssteina, steinpípur, gangstéttar- og skrúðgarðahellur af mörgum stærðum. Allar vélar verk- smiðjunnar ganga fyrir raf- magni, og yfirleitt er víbra- tion notað við alla steypu. Að- staða til gufuherzlu steyp- unnar í stórum stíl er sérstæð í þessari verksmiðju, og hefir sú aðferð mikið vaxtarrými. Verksmiðjan þarf að auka húsakost sinn til muna á þessu sumri til þess að geta aukið starfsemi sína við fram- leiðsluna vegna mikillar eftir- spurnar á byggingarvörum Allmiklum erfiðleikum og auknum stofnkostnaði hefir það valdið verksmiðjunni, hve erfitt hefir verið að fá innflutningsleyfi fyrir vélar frá útlöndum. Af þeim sökum hefir verksmiðjan orðið að láta smíða nokkuð af vélum sínum hér á landi eftir er- lendum fyrirmyndum. Hafa þær orðið dýrari en hinar er- lendu vélar, ef innflutnings- leyfi hefði fengizt fyrir þeim. Ennþá þarf verksmiðjan að bæta við sig vélum frá út- löndum. —TÍMINN, 11. maí „Við einir eigum fullan réft fil Færeyja" Hvassyrt grein í Þórshafnar- blaðinu „14. september" í gær Frá fréttaritara Vísis, Þórshöfn í Færeyjum í gær. D A N S K A lögregluskipið „Parkeston“ er nú snúið heim aftur og hefur mönnum mjög létt við brottför þess. í tilefni af því birti blaðið „14. september“ harðorða grein og segir þar meðal annars: „Færeyska þjóðin á land sitt ein. Við einir eigum fullan og allan rétt til þessa litla bletts á jarðkringlunni, og okkur ber að vernda þessa eign okkar og rækta. Mönn- um kann ef til vill ekki að virðast, að þetta sé merkilegt viðfangsefni, þegar hugsað er til hinna miklu átaka úti í heimi, en annað eigum við ekki, og annað er ekki við- fangsefni okkar í lífinu .... Ófrelsi er til um allan heim, en engin þjóð hefur verið jafn rænd, særð og spottuð sem hin færeyska. Danir buðu okkur frelsi, sem við höfnuðum, en svo sviku þeir okkur og lögðu okkur í fjötra á ný . . . . Réttarvitund er okkur Færeyingum í blóð borin, hyort sem við teljum okkur í sambandsflokki eða annars staðar, og enginn getur afsakað eða stutt óréttinn, sem við erum beittir, nema þá að misbjóða samvizku sinni .... „14. september" hefur ekki viljað fylgja hin- um venjulegu leikreglum, að þegja yfir ósómanum og rétt- leysinu í samfélagi okkar .... Við vitum hvað við segjum, og segjum ekkert nema sann- leikann, hvort sem sumum líkar betur eða verr. Þetta teljum við æðstu skyldu okk- ar, og verði hún ekki*‘í heiðri höfð, fer bezt á því að hætta útgáfu blaðsins .... Það kann að kosta okkur illvild og hatur, en við munum halda áfram að hreinsa illgresið úr akri Færeyinga .... Okkur hefur verið innrætt vanmátt- arkennd, en þegar mest á reið, stóðu Færeyingar þó sem einn maður, og þetta mun einkenna baráttu Færeyinga í framtíðinni fyrir frelsi og réttlæti . . . .“ —VÍSIR, 13. maí «

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.