Lögberg - 30.06.1955, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.06.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚNI 1955 5 AliUGAHAL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON STÓRA BESSIE í BREZKA ÞINGINU ER KERLING í KRAPINU íslendingar mega vel muna frú Bessie Braddock, þing- mann frá Liverpool. Enginn ^aður á þingbekkjum hefur fekið stærra upp í sig um framferði brezkra togaraeig- enda gagnvart Islendingum, en þessi 200 punda kvenskör- Ungur úr Verkamannaflökkn- Uln, Hún hefur haldið því fram að löndunarbannið sé samsæri togara-auðvaldsins fú þess að fá hærra fiskverð Ur hendi brezkra húsmæðra. ®g þegar hagsmunir hús- ^uaeðra eru í hættu, er Bessie 1 Vfgahugv Nú á dögunum átti hún í erlum við samflokksmenn Slna út af framþoðsmálum. •^f því tilefni er ævisaga hennar rifjuð upp í stórum >dráttum. ■ ,,f:>eir segja að hún líkist juffertu undir fullum seglum, er hún vaggar um þingsalinn. Og það fer hrollur um Ox- ford- og Cambridgepiltana á þingbekkjunum, þegar Bessie lætur til sín heyra. Hún er hyorki raddfögur né tiltakan- fega orðprúð. Og málfar hennar er meira í ætt við sjómannskonur í Liverpool en útvarpsþuli eða Oxford- Prófessora. í kappræðum er úún ekki lamb við að leika. ^umar kveðjur, er hún sendir ^haldsþingmönnum, eru lík- astar því, að þeir væru slegn- lr utan undir með blautum flski. Blöðin gera sér dælt Vjð hana og gera gys að henni. »Hún er þinginu til skamm- ar> ‘ segja íhaldsþingmenn á stíípressuðum buxum og gljá- ^gðum skóm. En í hafnar- ^verfunum í Liverpool er Hessie Braddock hinn sanni fulltrúi ' alþýðunnar og er yilt, hvar sem hún fer. Hessie er líka þaðan upp- runnin. Hún er 55 ára, fædd í fafaekrahverfi hafnarborgar- lnnar, þar sem aðbúðin var Þannig; að einn .vatnskrani ufi 1 porti átti að duga handa eilu íbúðarhverfi. Bessie var uPpalin í sárri fátækt og við ^ikið erfiði. Hún sór þess yran eið á unglingsárum, að feffa hlut verkakvennanna í , eimaborg sinni og frelsa Þ961- frá fátækrahverfunum. Þeir segja, að hún eigi stórt Jarta, eins og sæmir 200 PUnda maddömu, en hún seg- lsf ekki hafa tíma til að enna í brjósti um fólk. „Það emst enginn langt á með- aumkvuninni,“ segir hún. °!kið þarf ekki með- aumkvun, það þarf starf.“ ún var kjörin bæjarfulltrúi er hún stóð á þrítugu, og þá þóttu bæjarstjórnarfundir líf- legri samkomur en áður, er hún tók þar sæti. „Ég vildi ég hefði vélbyssu til að nota á ykkur alla,“ hrópaði hún eitt sinn til bæjarfulltrúa íhalds- ins, er hún hafði átt í orða- sennu við þá. „Við höfum rottueyðir í þjónustu borgarinnar, en hann eltir vitlausa tegund,“ sagði hún við þá í annað sinn. Eitt sinn kom hún með heljar- mikið gjallarhorn á bæjar- stjórnarfund, og ávarpaði fundarmenn í gegnum það. í annað sinn kallaði hún and- stæðing „vísvitandi lygara,“ og kaus heldur að fylgja lög- reglunni úr salnum en taka orð sín aftur. Bessie er búin að sitja 10 ár á þingi og þau hafa hreint ekki verið viðburðalaus. Þing- menn hafa átt það til að ganga úr þingsalnum, þegar hún hefur haldið ræður. Fyrir síðustu kosningar átti Bessie í einni orustunni enn. Og í þetta sinn við eigin flokksbræður en ekki íhalds- menn. Heima í kjördæmi hennar höfðu Bevanistar orð- ið ofan á í uppstillingarnefnd, og tilkynntu nú, .að Bessie Braddock mundi ekki verða í kjöri aftur. Bessie er andvíg Bevan og öllu hans ráðslagi. Hún var einu sinni kommún- isti, en nú lýsir hún fyrrver- andi samherjum þannig: „Kommúnistaflokkurinn er rotinn allt í gegn. Og eitt er víst: Kommúnistum og ljós- rauðum aftaníossum þeirra skal ekki takast að bola mér frá þingmennsku. Ég skal sýna þeim, hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni. Ég gef ekki skít fyrir kommún- ista.“ Og Bessie vissi hvað hún söng. Nokkru síðar var tafl- staðan breytt. — Uppstilling- arnefndin hafði beygt sig fyrir brottrekstrarhótun mið- stjórnarinnar, en áður mun Bessie hafa verið búin að þjarma að miðstjórninni. Nefndin birtí tilkynningu um að frú Bessie Braddock, hin mikilhæfa þingkona, mundi enn á ný verða í kjöri fyrir Verkamannaflokkinn í einu kjördæmi Liverpool-borgar. —DAGUR, 11. maí Tveir íslenzkir piltar nýkomnir úr siglingu umkverfis jörðina Fagrar hugsanir hafa hlið- stæð áhrif á samferðasveitina og frjódöggin á blómin; þær ryðja sér braut um múrveggi mannlegrar skammsýni og orka sem lífgrös á þá, er í skuggum einstæðingshátttar- ins dvelja. HIN stóru farþegaskip, sem sigla um heimshöfin, ým- ist á áætlunarleiðum eða sem skemmtiferðaskip umhverfis jörðina eru sannkallaðar ævintýraborgir, og farið um- hverfis jörðina með slíku skipi kostar um 220 þúsund íslenzkar krónur, en þá er líka fátt til sparað að lífið geti orðið sem ánægjulegast. Þeir munu fáir íslendingar, sem hafa farið slika ferð sem far- þegar, en ekki er víst nema nokkrir hafi verið skipverjar á slíku skipi. Að minnsta kosti er svo um tvo kornunga ís- lendinga, sem eru nýkomnir úr slíkri hnattsiglingu með sænska skipinu Kungsholm, en þar störfuðu þeir sem mat- reiðslumenn. Piltar þessir eru Ragnar Gunnarsson, Hátúni 21, 21 árs að aldri, og Halldór Vil- hjálmsson, Hverfisgötu 94, 22 ára. Þeir komu heim með Gullfossi á fimmtudaginn, og hitti tíðindamaður blaðsins þá snöggvast að máli í gær og spurði frétta úr þessari ævin- týrasiglingu. \ > Þeir félagar voru á nám- skeiði í Sjómannaskólanum hér veturinn 1951—’52 og fóru til Svíþjóðar vorið 1952. Þar réðust þeir matreiðslumenn í veitingahúsi í Stokkhólmi um sumarið, en um baustið fóru þeir á matreiðsluskóla, og voru þar í tvö ár. Réðust á Kungsholm í október 1954 réðust þeir á hið nýja stórskip Sænsk- Ameríska skipafélagsins, Kungsholm, í Gautaborg, og þar með hófst ævintýraferð þeirra, sem stóð rúma sjö mánuði. Kungholm er hinn glæsilegasti farkostur, enda nýtt, tekið í notkun snemma árs 1954, búið svo sem bezt og glæsilegast er um slík skip. Það er í ásptlunarferðum milli Gautaborgar og New York hálft árið, en fer 1 hnatt- siglingu með amerískt skemmtiferðafólk á hverjum vetri. 350 íarþegar Þeir félagar, Ragnar og Halldór, réðust, sem fyrr segir, matreiðslumenn á skip- ið, og voru í hópi 40 mat- reiðslumanna þess, en skips- höfnin alls er um 450 manns. Farþegar hins vegar um 350. Fyrsta ferðin var með far- þega milli Gautaborgar og New York, en í janúar í vetur lagði Kungsholm af stað í hnattsiglinguna, en hún tók alls 97 daga. Leiðin lá fyrst austur um Atlantshaf til Mið- jarðarhafslanda, og var þar komið við í ýmsum höfnum, cg staðnæmst í hverri höfn einn eða fleiri daga. Alls kom skipið í 31 höfn á hnattsigl- ingunni. Þegar austur úr Súez kom, lá leiðin til Aden, Bombay, Ceylon, Bangkok og Bali, hinnar fögru og frægu eyju í Indónesíu. Eftir það var hald- ið norður á bóginn aftur til Filippseyja, Hong Kong og Japan en síðan yfir Kyrrahaf, Honolulu, Kaliforníu og síðan suður til Mexico gegnum Panama-skurð og til New York. Þar lauk ferðinni 15. apríl. Skipshöfninni boðið í íerðir Skipshöfnin var ekki nema að nokkru leyti sænsk, en margir Danir og Þjóðverjar í henni. Vel var fyrir henni séð, og til dæmis er skipið var í höfnum, va» skipverjum boð- ið í lengri og skemmri bílferð- ir um nágrennið, og var það starf eins manns að skipu- leggja og sjá um slíkar ferðir. Farþegarnir fóru að sjálf- sögðu í margar slíkar ferðir. Mjög var það aldrað fólk, sem var farþegar í þessari ferð, sumt lasburða, kom jafnvel í hjólastólum um borð. Förin auðsjáanlega mest farin til hvíldar og hressingar. Tveir læknar voru á skipinú og margvísleg lækningatæki. — Þar var og skurðstofa og minni uppskurðir gerðir, jafn vel teknir úr botnlangar. — Skemmtanir fyrir farþega voru margvíslegar, þrjár sundlaugar í skipinu, íþrótta- og leiktæki, danssalir o. fl. Þar var prentsmiðja og störf- uðu við hana tveir prentarar. Eíni blaðanna var sótt í dag- legt líf um borð, svo og sagt frá stöðum, sem komið var til og ferðum, sem farnar voru frá skipsfjöl. Skírsla viS miðbaug Hinn 21. marz var farið suður yfir miðbaug. Fór þá fram mikil skírsla, svo spm venja er. Neptúnus konungur og drottning hans birtust í miklu skarti, og höfðu sér til fulltingis mikinn og harð- snúinn flokk sjóræningja víga lega búinn. Þeir, sem ekki höfðu farið áður yfir bauginn, voru dregnir fram, og sýndi einhver mótþróa, sóttu sjó- ræningjarnir hann. Voru þeir settir á stól á sundlaugar- barmi. Síðan sprautaði læknir einhverjum daunillum legi upp í þá, síðan var manninum hrint í laugina, en þar kaf- færðu fjórir menn hann. Þeg- ar upp úr kom var honum afhent skjal um, að hann hefði stigið það merkilega skref á lífsleiðinni að fara yfir miðjarðarbauginn. Tveir mánudagar í viku Mánudagar þykja verstu dagar, og það er því varla nokkurt tilhlökkunarefni að eiga tvo mánudaga í sömu vikunni. Þetta verða þó þeir að þola, sem sigla kringum jörðina, og á leiðinni milli Japan og Honolulu yfir Kyrrahafið, voru átta dagar í einni viku á Kungsholm og þar af tveir mánudagar. Þetta er hins vegar nauðsynlegt að gera til þess að bíða eftir tímanum. Ráðgera að fara aflur Þeir félagarnir, Ragnar og Halldór láta hið bezta yfir ferðinni, sem hefir að sjálf- sögðu verið þeim mikið ævin- týri. Þeir ætla nú að vera heima í sumar, en hafa það hins vegar á bak við eyrað, að ráðast á Kungsholm aftur í haust, því að það stendur þeim opið, og fara í aðra hnattsiglingu. — Þetta er þó alls ekki ráðið, segja þeir að lokum, en það er auðheyrt, að þeim er þetta alls ekki fjarri skapi. Það er gaman þegar ungir og hraustir strákar leita slíkra ævintýra. Og það er gaman, þegar ungu mennirnir koma heim ánægðir eftir ævintýra- ríka för eins og Ragnar og Halldór. —TÍMINN, 22. maí SÓLBRUNI! Fáið mýkjandi NOXZEMA vegna skjóts og svalandi bata Engin fitusmeðja. Engir blettir. Hrjúft og rauðsólbrent hörund getur valdið miklum kvölum. Kveljist ekki að þarf- lausu eða látið næturfrið yðar truflast. Leikið yður ekki að óreyndum meðöl- um. Fáið heldur hið mýkjandi þraut- prófaða Noxzema, er veitir skjótan bata. Þetta meðal er bygt á vísinalegri for- skrift og er víðnotaðra en nokkur önnur tegund við sólbruna. Noxzema er laus við fitusmeðju og setur enga bletti í föt. Þér getið klætt yður strax eftir notkun meðalsins. 25c,65c,$1.69. NÝ! NOXZEMA fæst í þægi- legum hylkjum. Aðeins 65c Joe Sapinsky, árum saman strandvörður, segir: „Við höf um Noxzema ávalt vlð hendi; við þekkjum áhrif meðalsins á sólbrent hörund".

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.