Lögberg - 30.06.1955, Page 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚNI 1955
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
„Þá höldum við af stað“, sagði Jón og bauð
henni hægri handlegginn, en hélt í tauminn á
Fálka með vinstri hendinni. Það var stuttur spölur
fram að Einbúa, sem var stór hóll á eyrunum
fyrir neðan Hól. Fátt var talað á þeirri leið, nema
hvað Jón var eitthvað að tala um góða veðrið,
sem hlyti þó að hressa hverja manneskju að koma
út í, sem ekki væri komin að hálfu leyti ofan í
gröfina. Lína þagði. Hún hresstist við návist hans.
„Hér setjum við okkur. Þú getur talað um
það, sem er í bréfinu, meðan ég kveiki í pípunni.
Viltu kannske halda í klárinn?“ sagði hann.
„Hvernig veiztu, að ég er hugsjúk?" spui^i
Lína án þess að líta á hann.
„Það er lítill vandi að sjá það á ykkur kven-
fólkinu, þegar móðursýkisköstin detta í ykkur“,
sagði hann.
Lína svaraði engu. Jón tróð tóbaki í pípuna,
en horfði þó öðru hvoru út undan sér til hennar.
„Ef þú værir gift kona, dytti mér í hug að
þú ættir von á því að verða móðir eftir nokkra
mánuði“, sagði hann loks glettnislega.
„Það er þá líklega bezt að ganga hreint til
verks og segja sannleikann“, hugsaði hún, en
samt hefði hún kosið, að hann hefði verið
ókenndur.
„Ég býst við að slíkt geti komið fyrir utan
hjónabands“, sagði hún og roðnaði.
„Já, en það er nú óvanalegra“, skaut hann
inn í“.
„Það er nú samt óefað svoleiðis ástatt fyrir
mér“, sagði hún og svitnaði af því að koma þessu
út^úr sér, en nú var það búið og hún var fegin.
Hvað skyldi hann segja?
„Já, sjáum til hvað ég er skarpskyggn — eða
finnst þér það ekki, Lína? Það er þó dálítið ryk í
kollinum á mér og þá er sjónin ekki eins skýr.
Ég óska þér til hamingju. Það hlýtur þó að vera
skemmtilegt að hugsa til þess að eignast svolítið
barn“, sagði hann og hló lágt. „Hvílík gleði væri
það ekki, ef konan mín segði mér einhverja nótt-
% ina, að við ættum von á barni“, bætti Jón við og
blés stórum reyk út í loftið og horfði á hann
dreifa sér og hverfa.
„Ég efast ekki um það, að það sé ánægjulegt
fyrir hjón, sem eruð eins efnuð og þið að eignast
barn“, sagði hún skjálfrödduð, „en heldurðu að
það sé ekki dálítið öðru máli að gegna fyrir stúlku
að eiga barn í lausaleik?“
„Þarf það nokkuð að vera í lausaleik — get-
urðu ekki drifið þig í hjónabandið með föðurnum,
áður en það fæðist? En það úrræðaleysi“, sagði
hann og reykti í ákafa.
Línu fannst eins og það ætlaði að líða yfir
sig við svar hans. Henni datt í hug það, sem frú
Svanfríður hafði sagt, að ástin vildi vanalega
dofna, ef svona lagað kæmi fyrir. Ætlaði hann þá
að bregðast henni algerlega, þegar henni lá mest
á, þessi maður, sem hún elskaði svo heitt og hafði
fórnað svo miklu til þess að geta notið hans?
„Hvernig geturðu talað svona, Jón“, stundi
hún upp með erfiðismunum, „þú veizt, að það er
enginn annar en þú sjálfur, sem ert faðir að því
barni“.
„Nú, svo að þér dettur í hug að kenna mér
þa$, giftum manninum“, sagði hann og saug píp-
una svo fast, að það snarkaði í henni.
„Guð veit, að það er enginn annar“, sagði
hún og byrgði andlitið í höndum sér, svo að hann
sæi ekki örvæntingu hennar.
„Oho, ég efast um að hann vilji nokkuð skipta
sér af þessu“, sagði Jón kæruleysislega og hélt
áfram að reykja.
Lína óskaði að hún hefði aldrei farið lengra
en ofan á eyrina, þar sem hann tók við bréfinu.
Þetta ætlaði alveg að eyðileggja hana. Hún gat
ekki ímyndað sér, að hún hefði krafta til að
l^pmast heim aftur. Henni fannst það skipta
klukkutímum, sem þó voru ekki nema fáeinar
mínútur, þangað til hún heyrði hann segja:
„Svona, nú hefurðu sleppt taumnum á klárn-
um og hann er að sullast yfir ána og ég orðinn
gangandi. En það gerir víst ekki mikið til“.
Lína hreyfði sig ekki. Hún hafði alveg gleymt,
að hún átti að halda í tauminn á Fálka. Það var
allt á sömu bókina lært fyrir henni þessa
hörmungarstund.
„Hvað er þetta, Lína, þú ert þó líklega ekki
farin að kjökra“, sagði Jón allt í einu. „Nú gengur
fram af mér. Hélztu virkilega, að ég væri að segja
þetta í alvöru? Heldurðu að ég sé bæði heimskur
og illmenni? Komdu hingað til mín, svo að við
getum talað skynsamlega um þetta. Það er ekki
til þess að gráta yfir öðru eins og þessu“.
Lína þurrkaði laumulega af sér tárin. Hún
varð svo glöð á svipstundu, að henni fannst hún
geta flogið. Hún undraðist það, að sér skyldi hafa
dottið í hug, að hann brygðist sér. Hún færði sig
til og settist við hlið hans.
„Ég veit ekki, hvernig ég hef misst taumana,
án þess að taka eftir því“, sagði hún lágt.
„Eins og það geri mikið til. Það er ekki svo
langt heim, að ég geti ekki gengið það“, sagði Jón
hirðuleysislega. „En heldurðu að þetta sé ekki
einhver ímyndun úr þér, sem þú varst að tala
um?“ bætti hann við.
„Nei, það er engin ímyndun, því er nú verr“,
sagði hún lágt. „Manstu, þegar ég sagði þér, að
það kæmist upp um okkur og okkur ætti eftir að
hefnast fyrir breytni okkar?“
„O-nei, ekki man ég nú eftir því. Heldurðu
að þetta tilheyri þá þessari hefnd?“ sagði Jón og
hélt áfram að reykja.
„Já, auðvitað. Hvað heldurðu að hún Anna
segi?“
„Hvaða Anna?“ sagði hann og kreisti aftur
augun.
„Anna Friðriksdóttir, ef þú kannast nokkuð
við það nafn“, sagði Lína.
„Já, hún“, sagði Jón og fór að hlæja lágum,
hljóðlausum hlátri. „Hvað skyldi hún segja, konan
sú? Auðvitað rífur hún klæði sín og slítur hár
sitt. Það gera alla konur undir svona kringum-
stæðum, jafnvel þótt þær geti ekki fullnægt
kröfum eigimannsins. En mér fipnst bara að
hárið á henni sé allt of fallegt til þess að það sé
slitið í einhverri örvæntingu. Einhver ráð yrðu
kannske með fötin. Þess vegna verðum við að
reyna að finna einhver ráð, sem komi í veg fyrir,
að hún taki til slíkra úrræða. Geturðu ekki hugs-
að þér eitthvað, Lína? Konur eru vanalega svo
ráðagóðar“.
„Það, sem mér hefur dottið í hug, stendur í
bréfinu“, ^agði hún. Henni var orðið léttara uríi,
þegar hún heyrði, hvað hann var rólegur. Hún
greip utan um hönd hans í annað sinn, því að
hún var komin áleiðis til jakkavasans. „Ekki að
snerta það“, sagði hún alvarleg.
„Hvaða vit er nú þetta?“ spurði hann og
brosti. „Líklega einhverjir túrarnir úr kven-
fólkinu“.
„Það eru til yfirsjónir, sem ekki er hægt að
tala um, en það er hægt að skrifa um þær“.
„Ég botna ekkert í þér“.
„Það gerir ekkert til núna. Þú skilur það,
þegar þú ert búinn að lesa bréfið“.
„Jæja, það er kannske bezt. Hugsanirnar eru
ekki vel skýrar, en samt nóg til þess að ég veit,
að það er úr talsvert vöndu að ráða. Nú fer
Ameríkuskipið héðan eftir nokkra daga. Viltu
fara með því. Þig skal ekki skorta peninga og ég
skal senda þig til góðs fólks, sem þ$r líður ágæt-
lega hjá. Og svo náttúrlega hugsa ég um uppeldis-
kostnað barnsins, eins og þú værir hér heima“.
Lína hristi höfuðið. Þarna kom það, sem hana
hafði grunað, rækallans Ameríkuskipið.
„Nei, það er þýðingarlaust að nefna það. Það
yrði bara til þess að gera út af við mig. Ég treysti
mér ekki í vetur, meðan ég var heilbrigð. Ég vil
helzt vera hérna í dalnum, ef það væri mögulegt“.
„Jú, jú, hvergi er nú betra að vera en í bless-
uðum dahium. En finnst þér þú ekki vera helzt til
nærri konunni, ,sem þú nefndir áðan. Þótt hún
fari ekki langt út af heimilinu, hefur hún eyru
eins og aðrir, og það getur komið fyrir að þau
heyri það, sem þeim er ekki ætlað eða er óþarfi
að komist til þeirra“.
„Ég get ekki hugsað mér að vera annars
staðar“, sagði Lína.
Jón reykti dálitla stund; svo tók hann pípuna,
sló henni í tána á reiðstígvélinu og stakk henni í
vasa sinn.
„Við verðum að láta þetta bíða þangað til
seinna“, sagði hann og slangraði á fætur. „Það er
víst nægur tími. Hann er víst ekki farinn að
sprikla ennþá, litli anginn þinn, Lína, svo að við
getum hugsað í næði“.
Það brá fyrir döpru brosi á andliti Línu. Það
var einhver bjarmi af móðurgleðinni við að heyra
þessari lífvana manneskju, sem væntanleg var i
tilveruna, gefið fyrsta nafnið, og það af föðurnuiu
sjálfum.
„Hvenær getum við fundizt næst?“ spurði
Jón.
„Ég veit ekki. Hildur vill ekki að ég vaki
lengur. Hún ber svo miklar áhyggjur út af þessum
lasleika mínum — alveg eins og ég væri barnið
hennar“.
„Hvað er um annað að tala þar sem hún er,
sú gæðakona. Þú varst lánsöm að vera þar, fyrst
þetta kom fyrir. Þú ert svo vesaldarleg, að þú
mátt ekki vinna. Bezt væri, að þú færir heim til
mömmu þinnar og værir þar í góðu yfirlæti“-
„Þess þarf ekki. Ég fer að hressast. Ég hef
verið svo kvíðandi, en nú þegar ég sé, hvað þú
ert hugrakkur, þá verð ég ánægðari“.
Hann hló. „Áttirðu von á, að ég færi að sýta
yfir öðru eins og þessu? Nei, ekki aldeilis. Það
yrði að vera eitthvað meira en það. Vonandi
finnum við einhver ráð“.
Jón lagði handlegginn útan um Línu og kyssti
hana' á litlausar varirnar. „Blessuð stúlkan mín,
svona hvít og tekin. Þú verður að fara heim til
mömmu þinnar og vera þar, þangað til þetta er
afstaðið. „Ég borga þeim, svo að þau verði
skaðlaus“.
Lína hjúfraði sig að honum, sæl og kvíðandi.
Kannske var þetta þeirra síðasti samfundur.
„Ég vil vera hjá henni Hildi. Hún er svo góð
við mig og hún horfir heldur ekki á mig þessum
rannsakandi augum, eins og hún mamma, sem
spyr mig að því, sem ég vil ekki svara“.
„Jæja, góða, þú yeizt, hvað bezt er fyrir þig,
en nú skaltu fara heim og ég vona, að þú hafir
ekki illt af því að hafa fundið mig“.
„Ég ætla að bíða og sjá, hvernig þér gengur
yfir ána. En gleymdu nú ekki að lesa bréfið“, var
það síðasta, sem Lína sagði.
En Jón gleymdi því samt. Hesturinn var
óþægur við hann, og þegar hann loksins hafði náð
honum og sprett af honum, var hann búinn að
gleyma því, sem hann átti að muna. Morguninn
eftir rámaði hann þó í það, að það hefði verið
eitthvað sérstakt, sem Lína hefði sagt sér um
nóttina, en það var allt í þoku.
Borghildur lét reiðfötin hans út á snúru, eins
og vant var. Um miðjan daginn burstaði hún fötin
og bar þau inn í skála. Af vana athugaði hún,
hvað væri í vösunum, af því að hún þekkti, hvað
Jón var gleyminn, ef hann smakkaði vín. Þá fann
hún bréfið frá Línu. „Þarna er þá bréf, sem hann
er ekki einu sinni búinn að rífa upp“, sagði hún
við sjálfa sig. Hún hélt á því inn og lagði það hjá
diskinum hans. Það voru allir setztir við borðið,
nema Jón og Jakob.
„Hvaða bréf er þetta?“ spurði Anna. „Var
einhver að koma?“
„Nei, það var í jakkavasa hans óupprifið“,
sagði Borghildur.
Þórður leit út undan sér á bréfið og roðnaði,
en eftir því tók enginn. Anna stóð upp og leit á
utanáskrifíina.
„Svei mér, ef það er ekki kvenmannshönd á
bréfinu“, sagði hún og hló. „Nú skal' ég gera
honum grikk og rífa það upp“.
„Það er ég viss um, að aldrei hefði hann
leikið þig svo grátt“, sagði Þórður.
„Er það nokkuð grátt?“ spurði hún.