Lögberg - 07.07.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1955
7
lcelandic National Holiday Observed
in California
Landskjálftakippur víða um
Norðurland
Ur. Andres Fjelsled Oddstad
awarded Order oí the Falcon
by Thor Thors
ICELANDERS who have
1 their homes in Northern
California, more than 100 in
number, celebrated the Ice-
landic National Holiday on
June 24th. The party included
also Americans descended
trom Icelanders and other
American friends of Iceland.
All who attended enjoyed
themselves greatly with din-
n®r and dancing at a restaur-
ant in the city of San Mateo,
just a few miles south of San
Urancisco.
The Honorable Mr. Thor
fhors, Icelandic Minister to
the United States, and Ice-
^and’s representative in the
United Nations, was the guest
°í honor, together with his
Son, Thor. They had been at-
tending the United Nations
10th Anniversary ceremonies
ln progress at San Francisco.
Other special guests were
^rof. Leifur Ásgeirsson of the
University of Iceland, Prof.
Uinnbogi Guðmundsson of the
University of Manitoba, and
^r. Kjartan O. Bjarnason,
Photographer, of Reykjavík.
Cuests were introduced by
^r. Andres Fjelsted Oddstad,
ohairman for the evening.
^r. Lyman Lorensen spoke
the Americans present,
aíter which the United States
national anthem was sung.
■^r- Sveinn Ólafsson ex-
Pressed the thoughts of the
lcelanders; and, after a four-
íold “Hurrah” for Iceland, the
§nests sang „Ó, guð vors
lands“.
Mrs. Gunnhildur Snorra-
hóttir Lorensen read a poem
hy Davíð Stefánsson from
^agraskógi which had been
especially written to com-
r^emorate last year’s lOth an-
niversary of the founding of
the present Icelandic Re-
Public. Three soprano solos
Were beautifully sung by
^rs. Leona Oddstad Gordon,
aceompanied by her husband,
^arcus Gordon.
Rev. S. O. Thorlaksson,
Uonsul for Iceland in San
^rancisco, presented the
Honorable Mr. Thor Thors
^ho spoke briefly to the
8r°up. He brought greetings
ln behalf of the people of the
Horneland to all the Ice-
ianders present and to others
bound affectionately to Ice-
iand in some manner. He
stated that it is especially
gisddening to see such groups
gather to observe the National
Holiday in San Francisco, in
Washington, and in many
other American cities; and
ihat, much as Iceland regrets
to sce its citizens emigrate
to other lands, it is a source
°f pride to see that they make
good citizens and prosper
wherever they chooáe to
make their homes. At the con-
clusion of his remarks, he
greatly pleased the entire
group by presenting to Dr.
A. F. Oddstad the Order of
the Falcon.
Members of the celebration
committee were Dr. A. F.
Oddstad and wife (Emma
Stoneson), Mr. Reber H.
Hazen and wife (Margrét
Hrómundsdóttir), Mr. Theo-
dore P. Schweitzer and wife
(Bergljót Snorradóttir), Rev.
S. O. Thorlaksson, Mr. Sveinn
Ólafsson and wife (Ásta Lóa
Bjarnadóttir), Mr. and Mrs.
Ingvar Thordarson (Kristín
Eyjólfsdóttir), Mr. Halldór
Helgason, and Mr. Lyman
Lorensen and wife (Gunn-
hildur Snorradóttir).
June 25th 1955
Theodore P. Schweitzer
SAS vill fá algert
einkaleyfi á
innanlandsflugi
Nýlega hefir stjórn SAS,
flugfélagasamsteypa Dana,
Norðmanna og Svía, lagt
fyrir samgöngumálaráðherra
þessara þjóða fyrirætlun sína
um innanlandsflug í löndum
þessum.
Er gert ráð fyrir samtals
170 milljón „farþegakíló-
metrum“ innan þessara landa
árið 1955—’56, en var ekki
nema 72,4 millj. farþegakíló-
metra árið 1954—’55. Er þetta
135% aukning.
Stjórn SAS kveðst ekki
gera ráð fyrir auknum ríkis-
styrk sér til handa, en krefst
þess hins vegar að fá algert
einkaleyfi til þess að reka
innanlandsflug í þessum lönd-
um á öllum áætlunarleiðum.
Ýmis blöð Norðurlanda, og
þá einkum í Noregi, mótmæla
þessum áformum kröftuglega,
ekki sízt Oslóarblaðið „Dag-
bladet“, sem er harðort mjög
í garð SAS.
T. d. segir „Dagbladet“ á
þessa leið: „Það er alvarlegt
mál að setja úr leik þau norsk
flugfélög, sem reka innan-
landsflug nú. Það er ósann-
gjarnt að meina Braathen og
Fred Olsen að reka slíkt flug
vegna þess eins, að Svíar hóta
að stofna ný félög vegna síns
innanlandsf lugs“.
Sýnist þetta mjög skiljan-
legt, að Norðmenn vilji ekki
láta Svía geta sett sér stólinn
fyrir dyrnar um innanlands-
flug hjá sér.
Sænsku blöðin eru ýmist
með þessu eða á móti, en ýmis
stærstu blöðin telja áform
þessi skynsamleg, en þó var-
hugaverð.
En stjórn SAS hyggst eink-
um nota Douglas Dakota-vél-
ar (sömu vélar og hér eru
mikið notaðar innanlands),
svo og Scandia-vélar.
—VISIR
AÐFARANÓTT fimmtudags-
ins varð landskjálpta-
kippur allsnarpur, sem fannst
víða um Norðurland. Laugar-
dagsblaðið hefir aflað sér
eftirfarandi fregna af honum:
Akureyri. Kippurinn fannst
kl. rúmlega 12 mínútur yfir
3. Fólk vaknaði allvíða af
svefni, greinilegur titringur
fannst, hurðir hristust og
glamraði í gleri. Virtist hann
vera í tveimur lotum, án þess
þó að fyllilega yrði kyrrt á
milli. Eftir því sem helzt
verður ráðið af jarðskjálfta-
mælinum í Menntaskólanum,
þá hafa upptök kippsins verið
um 50 km. frá Akureyri.
Dalvík. Á Dalvík var jarð-
skjálftakippurðurinn ekki svo
harður að menn vöknuðu þar
almennt.
í ólafsfirði varð hans einn-
ig lítilsháttar vart. Er honum
þar helzt líkt við lítið högg.
Fnjóskadalur og Kaldakinn.
í Skógum í Fnjóskadal og
Ófeigsstöðum í Kinn fannst
kippurinn greinilega, og er
talinn allsnarpur.
Grímsey og Flatey. Kippur-
inn var allharður í báðum
eyjunum og vaknaði flest fólk
af svefni. Telja menn hann
harðasta jarðskjálftakipp, er
þeir hafa fundið þar síðan
Dalvíkurskjálftann 1934. í
báðum eyjunum telja menn
sig hafa orðið vara við land-
skjálftakippi síðar um nótt-
ina og morguninn, í Flatey
kl. rúmlega 5, en kl. 9.21 í
Grímsey. Ekki mun þeirra
hafa orðið vart á jarðskjálfta-
mælinum hér.
Reykjahlíð við Mývatn. Þar
var kippurinn allharður, svo
að hrikti í húsum og fólk
vaknaði af svefni. Varð hans
vart kl. 3.12.
Húsavík. Þar var kippurinn
mjög snarpur. Fólk vaknaði
víða af fastasvefni og hrikti
allmikið í húsum.
Siglufjörður. Dálítill kipp-
ur en stuttur, og vaknaði fólk
sums staðar.
Hörgárdalur. Aðeins fáir
urðu varir við kippinn, sem
var fremur lítill.
Árskógarslrönd. Talsverður
kippur, og fólk vaknaði sums
staðar.
Á Grenjaðarstað var kipp-
utrinn snarpur, svo flestir
vöknuðu, og brakaði nokkuð
í húsum. Hins vegar varð
hans ekki vart utan húss. Þar
fannst einnig hræring kl. 5.
í Hrísey varð landskjálftans
einnig vart, svo að sumt fólk
vaknaði, og glamraði í hurð-
um. Þóttust menn einnig
verða varir smáhræringa síð-
ar um nóttina.
I Höfðahverfi virðist kipp-
urinn hafa verið álíka og í
Hrísey.
Á Kópaskeri og Raufarhöfn
fannst kippurinn einnig en á
hvorugum staðnum gætti
hans verulega.
Á Grímsstöðum á Fjöllum
fannst hann ekki.
í stuttu máli sagt virðist
landskjálftinn hafa verið
snarpastur á svæðinu Reykja-
hlíð — Húsavík — Flatey —
Grímsey.
Laugardagsblaðið, 21. maí
Minningarorð
Hinn 24. nóvember 1954
lézt á sjúkrahúsinu að Vita,
Manitoba, frú Guðný Sigur-
jóna Ólafsson og var lík henn-
ar flutt vestur til Wynyard til
jarðsetningar; útförin var
gerð frá United kirkjunni þar
í bænum hinn 29. sama mán-
aðar af presti þess safnaðar,
Rev. Creighton. Hin látna,
góða kona, var lögð til hinztu
hvíldar í grafreit Wynyard-
bæjar við hlið manns síns
Guðmundar G. Ólafssonar, er
lézt 2. desember 1931.
Foreldrar Guðnýjar Sigur-
jónu voru þau hjónin Thor-
kell Magnússon ættaður úr
Gullbringusýslu og Ingibjörg
Guðmundsdóttir, er rót sína
átti að rekja til Skagafjarðar;
þau hjónin komu vestur um
haf árið 1884 og settust að í
Þykkvabænum suðvestur af
Mountain, N. Dak., og þar var
Guðný heitin fædd 31. maí
1885. Hún ólst upp í föður-
garði unz hún giftist Guð-
mundi G. Ólafssyni, en 1904
íluttu þau til Caliento-nýlend-
unnar í Manitoba og tóku sér
þar heimilisréttarland. Árið
1928 fluttu þau til Vatna-
bygðanna í Saskatchewan og
settust að í námunda við
Wynyard. Brátt eftir að þang-
að kom, tók Guðmundur að
kenna þess sjúkleika, er dró
hann til dauða.
Þau Guðmundur og Guðný
eignuðust fjóra sonu: Ingvar
Tryggva, Jónas Valdimar,
Carl Halldór og Kristinn
Thorberg, sem allir eru hinir
mestu dugnaðar- og myndar-
menn, búsettir að Piney í
Manitoba.
Að manni sínum látnum tók
Guðný sig upp og flutti til
baka með sonum sínum til
Caliento, en nokkru síðar til
Piney og þar beið hún síðasta
áfangans.
Guðný Sigurjóna var hóg-
vær og hæglát, vinföst og
ástrík eiginkona og móðir; er
hennar sárt saknað af sifja-
liði og fjölmennum hópi
trúnaðarvina.
Sex systkini lifa þessa
mætu konu: Ingvar Magnús-
son, Carl Magnússon, Louis
Magnússon, Kristín (Mrs. T.
J. Halldórsson, öll við Wyn-
yard, Ólafur F. Magnússon,
Leslie, og Halldór Magnússon
til heimilis í Kaliforníu.
Blessuð sé minning þessar-
ar prúðu og yfirlætislausu
konu.
T. J. H.
Garðyrkjufélag
íslands 70 ára á
þessu vori
Afmælisins minnsl með út-
gáfu sérstaks ársrits og dag-
skrár í ríkisútvarpinu
Síðastl. laugardag var
haldinn aðalfundur Garð-
yrkjufélags íslands, en
26. þ. m. eru liðin 70 ár
síðan félagið var stofnað
af Schierbeck landlækni
og Árna Thorsteinsen
landfógeta og öðrum for-
ustumönnum garðyrkju-
mála á þeim tíma.
Heimsókn þriggja
prófessora
Formaður félagsins E. B.
Malmquist setti fundinn og
las skýrslu um störf þess á
liðnu ári. — Gat hann m. a.
kærkominna heimsókna og
fræðsluerinda, er þeir héldu
próf. Arne Thorsröd frá land-
búnaðarháskólanum á Ase og
próf. Post frá Bandaríkjun-
um. En þeir voru á fundum
með garðyrkjubændum bæði
í Mosfellssveit og Hveragerði.
Þá var ennfremur á ferð hér
á vegum Mír próf. Usjakova,
sem hefir haft forstöðu fyrir
kynbóta- og grænmetistil-
raunastöð við Moskvu undan-
farin 20 ár.
70 ára afmælis minnst
í tilefni afmælis félagsins
verður gefið út mjög vandað
ársrit, þar sem skýrt er frá
þróun félagsins og garðyrkju-
málanna almennt. Þá hefir
félagið og í undirbúningi sér-
stakan dagskrárlið í Ríkisút-
varpinu af þessu tilefni.
Stjórn Garðyrkjufélagsins
skipa nú: E. B. Malmquist,
ræktunarráðunautur, formað-
ur; Ingólfur Davíðsson, mag-
ister; Jóhann Jónasson, bú-
stjóri Bessastöðum og Elín
Eiríksdóttir, Laugardal.
—Mbl.. 13. maí
Ný útgáfa á ritverkum
dr. Helga Péturss
Félag Nýalssinna í Reykja-
vík hefir gefið út nýja og
vandaða útgáfu af ritverkum
dr. Helga Péturss, það er að
segja allar „nýall“bækurnar,
en það eru sex bindi.
Bækurnar komu áður út í
þessari röð: „Nýall“, nokkur
íslenzk drög til heimsfræði og
líffræði, „Ennýall", nokkur
drög til skilnings á heimi og
lífi, „Framnýall“, björgun
mannkynsins og aðrir alda-
skiptaþættir, „Viðnýall“, „San
nýall“, saga Frímanns eftir að
hann flutti á aðra jörð og
aðrir nýalsþættir, og loks
„Þónýall“, íslenzk vísindi og
framtíð mannkynsins og aðrir
nýalsþættir.
Bækurnar eru prentaðar í
Prentsmiðjunni Hólum, og er
frágangur allur hinn smekk-
legasti.
—VÍSIR, 28. maí