Lögberg - 07.07.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.07.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Siiverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1955 NÚMER 27 Nákvæmar landmælingar framkvæmdar í sumar ^anskir séríræðingar annasi í samvinnu við íslend- inga og Bandaríkjamenn Hafnar eru á íslandi ná- kvaemar mælingar á land- inu, bæði staðarákvarð- anir og aðrar niælingar, sem síðar verða undir- staða kortagerðar, en auk þess verður nákvæmlega reiknuð út fjarlægð milli Islands og nágranna- landanna. Hér er um að ræða samstarf danskra, bandarískra og ís- lenzkra aðila, en það eru danskir sérfræðingar frá Geodætisk Institut í Höfn, sem annast sjálfar mæling- arnar, en Islendingar leggja H1 mannafla ,efni og farar- tæki, en Bandaríkjamenn a. þrjár þyrilvængjur. Dönsku sérfræðingarnir, sem eru 29 að tölu, hafa dval- izt hér 3V2 viku, en fyrirliði þeirra er Chantelou, yfirmæl- ingafræðingur frá Danmörku. ^réttamenn áttu í morgunn tal við Chantelou og Ágúst Höðvarsson í skrifstofu land- niaelinganna, og skýrðu þeir Irá framkvæmdum. Ágúst Böðvarsson skýrði Irá því, að hér væri um mikið vinarbragð að ræða af hálfu ^ana, sem legðu til mjög vprðmæt tæki, auk hinna 29 serfræðinga, en sjálfir gætum Vlð naumast annast svo ná- kvaemar og kostnaðarsamar n^aelingar. Þá hafa Danir hér tvo vélbáta, sem eru á vegum eiðangursins. Meðal hinna dönsku sér- ræðinga eru tveir stjörnu- raeðingar, og hafa þeir bæki- stöðvar sínar að Ragnheiðar- ^töðum í Flóa og í Hjörsey á ^ýrum. Flestir leiðangurs- ^anna eru nú við Stóra- j^ropp í Borgarfirði, þar sem þeir dvelja í tjöldum. Verkefni landmælinga- jnannanna er aðallega tví- Pætt: Þeir ætla með ná- væmu þríhyrningakerfi að |næla landið upp eins ná- væmlega og beztu tæki eyfa, en samtímis verður ^æld fjarlægð milli landa, og er hér um þátt alþjóðlegrar samvinnu að ræða. Þríhyrn- jngskerfi það, sem fyrir var er, er ekki nægilegt til slíkra ^ælinga, og þess vegna verð- Ur nú gert þríhyrninga-„net“ a landinu, miklu fullkomnara en áður var . Gert er ráð fyrir, að mæl- ingar þessar taki allt sumarið, en vonir standa til, að þeim verði lokið fyrir haustið. Flestir verða sérfræðingarnir 38 síðar í sumar. Enn sem komið er, hafa þeir lítt getað aðhafzt í óbyggðum vegna snjóþyngsla. —VISIR, 24. maí Vegleg afmælishátíð í Argyle Um síðustu helgi var mikið um dýrðir í Glenboro, og raunar víðar, því þá var minst 75 ára afmælis hins fagra og frjósama Argyle- bygðarlags, þar sem Islend- ingar hafa jafnan komið mjög við sögu; en þetta var hátíð allar bygðarinnar án hlið- sjónar af þjóðernislegum upp- runa þar sem allir voru eitt. I Sögu íslendinga vestan hafs er skilmerkilega lýst landnámi íslendinga í Argyle og fyrstu brautryðjenda að verðleikum svo glæsilega minst, að þar verður eigi um bætt. Einn maður úr frum- herjahópnum, Mr. Friðbjörn S. Fredrickson, 96 ára að aldri, býr hjá syni sínum, Fred kaupmanni í Glenboro, og var viðstaddur hátíðahöldin. I tilefni af atburðinum streymdu synir og dætur bygðarinnar að úr öllum átt- um til að samgleðjast með bygðarbúum og rifja upp æskuminningar sínar; sonur Argylebygðar, Dr. Tryggvi J. Oleson, prófessor í sagnfræði við Manitobaháskólann, flutti aðalræðuna fyrir minni frum- herjanna. Afspyrnuveður veldur sfórtjóni Síðastliðið fimtudagskvöld, rétt um miðaftansleytið, skall á eins konar gerningaveður í Winnipeg með slíkri helli- rigningu og ofsastormi, að til undantekninga má teljast; iarviðrið stóð yfir í nálega tvær klukkustundir, en svo var myrkt umhorfs, að naum- ast sást gatna á milli. Vatn fylti og hálffylti marga kjall- ara, einkum í Fort Garry og St. Vital, en í Winnipegborg fóru 5000 símar í ólag; víðs- vegar um fylkið skemdust einnig margar símalínur; er fjárhagstjón símasambands- ins metið á 90 þúsundir dollara. Þrír aðalembættismenn kirkjufélagsins Séra Eric H. Sigmar skrifari Sjötugasta og fyrsta árs- þingi hins ev. lúterska Kirkju félags íslendinga í Vestur- heimi var slitið á miðviku- dagskvÖldið í fyrri viku eftir langa og ánægjulega sam- fundi; var aðsókn mikil svo sem þegar hefir verið skýrt frá og mörg og mikilvæg mál tekin til umræðu og af- greiðslu; eitt af stórmálum þingsins var það, að félagið beitti sér fyrir um fjársöfnun, er nema skyldi $175,000 til endurbóta elliheimilinu Betel og viðbyggingu við stofnun- ina, en slíks var löngu þörf. Leitað var ásjár Manitoba- stjórnar fyrirtækinu til stuðn- ings, en tilboð hennar um 10% framlag af byggingar- kostnaði var talið ófullnægj- andi, en hitt þótti vænlegra til úrbóta, að leita lánsfjár hjá sambandsstjórn með hagvæn- legum kjörum; hin væntan- lega viðbygging verður í fjöl- býlishúsaformi með 50 nýjum svefnrúmum; vonandi er að giftulega takist til um fram- gang þessa mikla nauðsynja- máls, sem í rauninni þolir ekki lengri bið. Dr. Valdimar J. Eylands var endurkosinn í forseta- embætti; til skrifara var kjör- inn séra Eric H. Sigmar, en Mr. Njáll Bardal var endur- kosinn féhirðir. I Betelnefnd Smjör handa Tékkum og hveiti til Póllands Að því er ráða má af nýj- ustu fregnum frá Ottawa, hefir sambandsstjórn hlutast til um sölu á 300 þúsund pundum af canadisku smjöri til Tékkóslóvakíu, en jafn- framt komið því til vegar að Pólverjar kaupi héðan úr landi 16 miljón dollara virði af hveiti. Dr. Valdimar J. Eylands forseti voru endurkosnir þeir Dr. P. H. T. Thorlakson og séra Sigurður Ólafsson, auk þess sem S. V. Sigurdson tók sæti í nefndinni í stað Harolds Bjarnasonar. Mrs. B. S. Benson var end- urkosin forstjóri Sameining- arinnar, en við ritstjórninni tekur séra Bragi Friðriksson. Social Credit verður fyrir óföllum Á miðvikudaginn hinn 29. júní s.l., fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins í Alberta og lauk þeim á þann veg, að Social Credit flokkur- inn undir forustu Ernest Mannings, vann hinn sjötta kosningasigur sinn, þótt hann óneitanlega sætti þungum á- föllum; þrír ráðherranna féllu í val, þeir Mr. Ivan Casey, skógræktar- og landsvæða- ráðherra, Mr. Lucien Mayn- ard dómsmálaráðherra, og fylkisritarinn, Mr. C. E. Ger- hart. I kosningunum næst á undan hlaut Social Credit flokkurinn 57 af hundraði allra greiddra atkvæða, en að þessum kosningum loknum 47 af hundraði. Fyrir kosningarnar réði Social Credit stjórnin yfir 51 þingsæti af 61. Nú hefir hún fengið kosna 36 þingmenn og hefir því nægu þingfylgi á að skipa. Liberlar hlutu 13 þingsæti, en höfðu áður þrjú, en búist við að þeir bæti einu sæti við sig. íhaldsmenn unnu þrjú þingsæti en C. C. F,- sinnar 2. Einn frambjóðandi, er gekk undir nafninu Liberal Progressive-Conserative, náði kosningu, einn Coalition frambjóðandi og einn utan- flokka. Ekki eru enn við hendi fullnaðarúrslit í öllum kjör- dæmum. Mr. Njáll Bardal féhirðir 22 þús. kr. verðlaun fyrir hótíðaljóð Undirbúningsnefnd Skál- holtshátíðar 1956 hefir á- kveðið að stofna til sam- keppni um hátíðaljóð (kan- tötu) ort í minningu 9 alda afmælis biskupsstóls í Skál- holti. Ætlunin er svo að íslenzk- um tónskáldum verði síðar boðið að semja lög við þann ljóðaflokk, sem beztur verður dæmdur, og að hann verði fluttur á hátíðinni. Nauðsyn- legt er því, að ljóðin séu vel hæf til söngs, og æskilegt, að þau verði í 3—5 köflum. Kvæðin skulu send vél- rituð, nafnlaus, en þó greini- lega auðkennd. Höfundarnafn fylgi í lokuðu umslagi, merktu hinu sama auðkenni og ljóðið. Veitt verða þrenn verðlaun, kr. 15000.00, kr. 5000.00 og kr. 2000.00 fyrir þá þrjá ljóða- flokka, er dómnefnd telur bezta, enda fullnægi þeir þeim kröfum, er hún gerir til slíkra ljóða til þess að verð- launahæf séu. Hátíðanefndin áskilur sér fram yfir hátíðina allan um- ráðarétt yfir þeim ljóðflokk- um, sem verðlaun hljóta, bæði til prentunar, flutnings og söngs án sérstaks endurgjalds til höfundanna. Kvæðin skulu vera komin í hendur formanni hátíða- nefndarinnar, séra Sveini Víking, biskupsritara, eigi síðar en hinn 1. sept. n.k. —Mbl., 15. júní

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.