Lögberg - 18.08.1955, Side 4

Lögberg - 18.08.1955, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955 Lögberg GeflÖ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 íslendingadagurinn á Gimli Vegna fjarveru ritstjórans fórst það fyrir að Islendinga- dagsins yrði minnst hér í blaðinu í vikunni, sem leið, og skal nú lítilsháttar tilraun til þess gerð, að bæta úr drættinum. Síðastliðið hátíðahald fór að öllu leyti hið bezta fram, veður var ákjósanlegt frá morgni til kvölds og samkomu- gestir í hátíðaskapi; það var ánægjulegt að litast um í hin- um vingjarnlega skemtigarði Gimlibúa, heilsa þar upp á frændur og vini, minnast sameiginlegs uppruna og gá til veðurs varðandi meðferð þjóðræknismála í framtíðinni, en í slíkri viðleitni er Islendingadagurinn engan veginn óveru- legur liður og þess vegna ber að leggja við hann alla hugs- anlega rækt. Islenzka mannfélagið stendur í mikilli þakkar- skuld við þá menn, er íslendingadagsnefndina skipa og leggja fram endurgjaldslaust krafta sína ár eftir ár til vandaðs og skipulagsbundins undirbúnings. Til þeirrar skemtilegu nýbreytni hafði nefndin stofnað í þetta sinn, að hátíðin hófst með glæsilegri skrúðvagna- fylkingu um bæinn, er áhorfendum þótti mikið til koma; í fylkingarbroddi var bíll Fjallkonunnar, en honum ók einn nefndarmanna, K. W. Johannson byggingameistari; því 'næst hófst eins konar sönghátíð í skemtigarðinum þar sem leikin voru af spólum mörg tónverk og fögur undir forustu Björgvins Guðmundssonar tónskálds af Akureyri, sem nú dvelur hér í heimsókn ásamt frú sinni; mörg laganna voru snildarverk, er Björgvin hafði samið, og þar gafst fólki kostur á að hlýða á hinn fræga Kantötukór Björgvins, er hann stofnaði og stýrði fram til þessa dags; þau Björgvin og frú eru vinmörg hér um slóðir og vakti því nærvera þeirra á áminstri hátíð mikinn og almennan fögnuð. Á tilteknum tíma hófst hin reglubundna skemtiskrá og var.þá Fjallkonan, ungfrú Snjólaug Sigurdson, leidd til há- sætis ásamt hirðmeyjum sínum; var framkoma hennar tígu- leg og ávarp hennar röggsamlega flutt og prýðilega samið; forsæti á hátíðinni skipaði Snorri Jónasson, og fórst honum samkomustjórn hið bezta úr hendi; um nöfn aðalræðu- manna er lesendum þegar kunnugt; ræðurnar voru af hæfi- legri lengd, kjarnyrtar og skipulega samdar; í stað nýortra kvæða, svo sem við hefir gengist undanfarið, las prófessor Finnbogi Guðmundsson ljóð eftir Einar H. Kvaran og Einar P. Jónsson. Fyrir hönd fylkisstjórnarinnar sótti hátíðina Ron Turner fylkisféhirðir og ávarpaði mannsöfnuðinn; ávarp hans var stutt og laggott, en lýsti góðvild í garð íslenzku landnemanna og íslenzka þjóðarbrotsins yfirleitt. Frú Björg Isfeld hafði æft kvartett, er með ágætum söng vakti mikinn fögnuð meðal samkomugesta; söngmenn- irnir voru pTófessor Sigurður B. Helgason, Hermann Fjeld- sted, Alvin Blondal og Albert Halldórsson; þessi liður skemtiskrárinnar var slíks eðlis, að gróði hefði verið að ef söngurinn hefði verið tekinn á stálþráð;' vera má að slíkt verði gert síðar, því hér var um óvenju fagran söng að ræða. Að lokinni meginskemtiskrá fór fram skrúðganga að landnema minnisvarðanum og lagði Fjallkonan þar að hon- um fagran blómsveig; nokkuð var um íþróttir á hátíðinni, og þar á meðal sýndu fjórir piltar íslenzka glímu undir stjórn Art Reykdals. Um fimmleytið var sezt að snæðingi í samkomusal lútersku kirkjunnar þar sem borð svignuðu undan margbreyttum og girnilegum vistum, enda hafa ís- lenzku konurnar á Gimli lengi haft orð á sér fyrir risnu og skörungsskap við undirbúning borðhalds; undir borðum þakkaði Dr. V. J. Eylands fslendingadagsnefndinni með snjöllum orðum boðið í kjallarasal kirkjunnar og hann gleymdi heldur ekki að þakka kvenþjóðinni fyrir ágætan beina. Er líða tók að kveldi hófst venju samkvæmt almennur söngur í skemtigarðinum, er Alvin Blondal stýrði með miklum glæsibrag, en við hljóðfærið var frú Peark Johnson; var það hressandi • eftir hita og þunga dagsins, að hlusta á hljómniðinn í kveldkyrðinni. Þegar tekið var að rökkva, sýndi hr. Kjartan Ó. Bjarna- son, kvikmyndatökumaður frá fslandi, myndir af ættjörð- inni, sem vel var látið af. Fréttabréf frá ríkisútvarpi íslands 31. JÚLÍ ------------------ Síðastliðná viku hefir verið sunnan og suðvestanátt um land allt, en um miðja vikuna gerði norðan og norðvestan- átt í einn dag eða svo. Rigning hefir verið um sunnan og vestanvert landið og einnig rigndi lítilsháttar norðanlands í vikunni, aðallega vestan til. Heitt hefir verið í veðri norð- an og norðaustanlands í síð- ustu viku. ☆ Skipt hefir í tvö horn um heyskapinn hér á landi í sum- ar vegna tíðarfarsins. Sunnan lands og vestan hafa verið stöðugir óþurrkar, en fyrir norðan og austan hafa verið sífelldir þurrkar og hlýindi víðast hvar. Óþurrkasvæðið nær frá Mýrdalssandi til Húnaflóa, og hefir þar hvergi verið þurrkuð heytugga að heita má til þessa. Margir bændur sunnanlands og vest- an hafa sett eins mikið í vot- hey og þeir hafa getað en sums staðar hafa súrheys- turnar þeirra ekki komið að gagni sökum þess að heyið hefir verið of blautt til þess að blása því upp í turnana. Þá hefir súgþurrkunaraðferð- in ekki komið að gagni sunn- anlands þar sem ekki hefir þornað á steini að kallað verði 1 margar vikur, en gras- ið þarf að vera grasþurt til þess að hægt sé að nota þá verkunaraðferð. Þurrkar voru litlir í Húnavatnssýslu og Skagafirði þar til um síðast- liðna helgi, að þurrkur kom þar góður og náðu flestir bændur upp heyjum sínum. í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og Múlasýslum hefir verið hin ákjósanlegasta heyskapartíð í margar vikur, og hafa Þing- eyingar aldrei átt eins mikil og góð hey og nú svo snemma sumars. í Austur-Skaftafells- sýslu hefir gengið sæmilega að þurrka hey, en miður í Vestur-Skaptafellssýslu. Þó horfir þar ekki til vandræða nema í Mýrdalnum. ☆ Veður hefir yfirleitt verið gott á síldarmiðunum fyrir norðan og síldveiði allgóð vikuna, sem leið. Um s.l. helgi var síldaraflinn orðinn 7600 mál í bræðslu og í salt rúmlega 81,000 tunnur, og er það tæplega tveir þriðju af aflamagninu á sama tíma s.l. sumar, en hins vegar hefir miklu meira verið saltað nú, svo að verðmæti þessa afla til útgerðarmanna er tæplega einni miljón króna meira en á sama tíma í fyrra. Á þriðju- dagskvöldið var heildarsöltun No»ðanlands orðin rösklega 95,000 tunnur, og allmikið hefir veiðzt síðan. Alls munu 130 skip stunda síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar eða um 60 færri en í fyrra. Um s.l. helgi var Snæfell frá Akur- eyri aflahæsta skipið með 3119 mál og tunnur, en næst var togarinn Jörundur frá Akureyri með 3035 mál og tunnur. ☆ Laxveiðin í sumar hefir verið nokkuð misjöfn. í ná- grenni Reykjavíkur hefir veiðst ágætlega og sömuleiðis í Borgatfirði, en í Dalasýslu er veiðin ekki eins góð. Á Suðurlandi hefir verið mjög misjöfn veiði og á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár hafa lang- varandi flóð spillt mjög veiði. ☆ Forsetahjónin komu í opin- bera heimsókn til Akraness á sunnudaginn var, skoðuðu ýmsa staði og mannvirki og sátu kaffiboð bæjarstjórnar Akraness. ☆ Dr. Luis Norton de Mattos, hinn nýi sendiherra Portúgala á Islandi, afhenti á þriðjudag- inn forseta íslands trúnaðar- bréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum að viðstödd- um utanríkisráðherra. ☆ Fyrsti forsetafundur Norð- urlandaráðsins, sem haldinn er hér á landi, verður settur í Alþingishúsinu á fimmtudag- inn kemur, og sitja hann þeir Erik Eriksen fyrrum forsætis- ráðherra Dana, Nils Hönsvald formaður þingflokks norska verkamannaflokksins, N i 1 s Herlitzs ríkisþingmanns frá Svíþjóð og Sigurður Bjarna- son forseti neðri deildar al- þingis. Einnig sitja fundinn ritarar deildanna. Þessir fundir eru haldnir þrisvar til fjórum sinnum á ári. Á fund- inum í Reykjavík verður rætt um fyrri ályktanir, sem ráðið hefir gert og unnið að mála- tilbúnaði fyrir næsta fund Norðurlandaráðsins, sem hald inn verður í Kaupmannahöfn í lok janúarmánaðar í vetur. ☆ Félagsmálaráðherra hefir ákveðið, að kosning á sjö manna bæjarstjórn í hinum nýja Kópavogs-kaupstað skuli fara fram sunnudaginn 2. októ ber næstkomandi. — Sam- kvæmt bráðabirgðalögum frá 23. þessa mánaðar verður kosið samkvæmt kjörskrá þeirri, sem samin var í síðast- liðnum febrúarmánuði. ☆ Nýlega er lokið niðurjöfnun útsvara í Reykjavík og var jafnað niður 123 miljónum króna, eða 22 miljónum hærri upphæð en í fyrra. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun bæjar- ins átti nú að jafna niður 101,4 miljónum króna auk 5 til 10% fyrir vanhöldum, en um það leyti, sem niðurjöfnun var að ljúka, ákvað bæjar- stjórn að hækka útsvarsupp- hæðina í 110 miljónir króna vegna fyrirsjáanlegrar út- gjalda-aukningar hjá bæjar- sjóði af völdum hækkana, er leiddu af lausn verkfallsins á þessu ári. Útsvörin hafa hækkað frá í fyrra um 5 af hundrað miðað við sömu tekjur. — Einstakir útsvars- gjaldendur eru taldir 21 til 22 þúsund að tölu, og félög nær því eitt þúsund. Hæsta útsvar, eina miljón 155 þúsund krón- ur, ber Samband íslenzkra samvinnufélaga. ☆ Um þessar mundir vinna um eitt þúsund manns hjá Sameiðuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli og annars staðar á landinu að fram- kvæmdum fyrir varnarliðið, og á þeim fjórum árum, sem samtökin hafa starfað hafa gjaldeyristekjur af þeirri starfsemi numið um 270 miljónum króna. Sameinaðir verktakar vinna nú meðal annars að smíði radarstöðva á þremur stöðum, — á Horna- firði, Langanesi og Straumnes fjalli við Aðalvík. ☆ Minnisvarði um Bólu- Hjálmar var afhjúpaður að Bólu á sunnudaginn var og afhentur Skagafjarðarsýslu til eignar og varðveizlu. Skag- firðingafélagið á Akureyri gekkst fyrir þessari fram- kvæmd, en Jónas Jakobsson á Akureyri teiknaði varðann og þær táknmyndir, sem á hon- um eru. Minnisvarðinn er þriggja metra há ferstrend súla úr steinsteypu og efst á henni hörpulíkan úr svörtum steini, en í súluna eru greyptar koparplötur tvær, á annarri táknmynd af skáldinu en á hinni ljóðlínur eftir Hjálmar. Minnisvarðinn stendur rétt við þjóðveginn fyrir neðan Framhald á bls. 5 Sagl um Bidault Bidault, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakka, er sagð- ur gera litlar kröfur til lífsins, lifa fábreyttu lífi. Að loknum erfiðum degi eftir utanríkisráðherrafund í London, heyrðist umsjónar- maður þinghússins hrópa valdsmannslega: — Komið strax með bíl Foster Dulles! — Einnig bíl Anthony Edens! — Hafið skóhlífar Georges Bidault tilbúnar eftir tvær mínútur. Kaupið Lögberg Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.