Lögberg - 18.08.1955, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955
5
"WWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWyrW
AHIJCAHAL
LVENNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÁVARP FJALLKONUNNAR
Flutt af MI88 SNJÓFAUGU SIGURDSON á tslendingadaginn
á Gimli 1. ágúst 1955
Fréttabréf fró ríkisútvarpi íslands
Hjartkæru börnin mín
1 Vesturheimi:
Mér er ávalt hjartfólgið
®nægjuefni að koma hingað
og ávarpa ykkur á þessari
íniklu árssamkomu, sem þið
helgið minningum frá liðinni
tíð á ættlandinu forna í
austri.
Úg veit að minningarnar
lifa enn í hugum margra
hinna eldri, en eins og ávalt
eru þær blandnar söknuði.
Ég veit einnig að jafnvel í
treganum munið þið eiga þá
sigurgleði, er stafar frá lífi og
athöfnum íslenzkra landnáms
rnanna og kvenna, er fyrst
reistu bú hér í landi og gátu
sór þann orðstír, sem aldrei
deyr. Þeir feður og mæður
ykkar, sem við öll minnumst
I dag, reyndust svo trú sinni
köllun, þrátt fyrir allt, að fá
rnunu þess dæmi. Og köllunin
var annað og meira en hin
nauðsynlega vinna hvern dag.
Hún var engu síður ræktuð
a hinu andlega sviði lífsins.
Hjá þeim var ávalt líf í bað-
stofunni, þar sem allar hend-
Ur störfuðu undir hljómi
>.dýrra braga“. Og þó að
kaldan blési stundum, var
lögð rækt við þá óbilandi ást
a íslenzkri tungu, ljóðum og
þjóðlegum fræðum, sem fólk-
flutti með sér að heiman.
Þannig varð hvert heimili að
uPpeldisstofnun, sem kenndi
umfram allt trúna á þann guð,
Sem leiðir börn sín gegnum
allar þrengingar, og að lokum
inn á fyrirheitna landið. Hún
^enndi einnig sögu minnar
þjóðar og landsins, þar sem
oáttúruöflin eru ofin í líf og
stríð þjóðarinnar í stórfeng-
legum myndum.
Þetta fólk vissi af eigin
reynslu að án fræðslu um hið
liðna, sézt ekki hið nýja til
samanburðar. Það vissi að
irúin á forngildar hugsjónir,
frelsis, jafnréttis og bræðra-
fugs, var hin eina rétta í öllu
iifi og starfi manna, og að sú
trú var sprottin af ást og að-
dáun á andans afrekum þjóð-
^rinnar gegnum liðnar aldir.
etta var hin mikla arfleifð,
Sem landnemar hér fundu að
^hesta nauðsyn bar til að
eSgja rækt við.
Eins og ást móðurinnar
verður vegarljós barnsins alla
Pess ævi, svo var og er ástin
a því göfuga og góða, sá
geisli, sem á ætt sína að rekja
II vilja skaparans. Hún var
°§ er sá heilagi eldur, sem
sfendur. í sífeldri baráttu við
auða og myrkur mannlegs
lfs. Ef hún kulnar um stund,
þá lifnar hún á ný, af umhugs-
uninni um ahdardrátt barns-
ins, er það lá í vöggu, og sér
á ný lífsafl guðs í brosi þess.
Þetta innræti var uppistaða
í hinni stórfeldu voð land-
nemans. Hann vissi eins og
skáldið Einar Benediktsson,
að „Marmarans höll er ein
moldarhrúga, musteri guðs
eru hjörtun, sem trúa, þó hafa
þau ei yfir höfði þak“, og
ennfremur segir hann: „án
vegabréfs vors hjarta er leiðin
töpuð.“
En af því innræti, sem að
ofan greinir frá, lærðuð þið
að meta og ávaxta þann mikla
arf, sem í tungunni er fólg-
inn, og að aflið til þess bjó í
ykkur sjálfum. Þið funduð að
ný útsýn opnaðist með hverju
orði. Einar Benediktsson
nefndi íslenzkuna „drottningu
allra heimsins tungna“, og
kunni hann þó og mat mörg
önnur tungumál, en um tungu
okkar kvað hann þetta fagra
ljóð:
„Ég ann þínum mætti í orði
þungu.
Ég ann þínum leik í hálfum
svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.
Ég elska þig málið undurfríða
og undrandi krýp að lindum
þínum.
Ég hlýði á róminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum
mínum.“
Ég hefi ávalt vitað, að ein-
mitt vegna þess að lífsbarátta
ykkar hér í landi var reist á
þeim grunni, sem að ofan
getur, hafið þið gegn um árin
unnið fleiri og markverðari
sigra, og að allt líf kynslóð-
anna hefir orðið fegurra og
blessunarríkara.
Ég vil minnast þess hér, að
á þessu ári eru liðin hundrað
ár síðan fyrstu íslendingar
settust að í Utah, og hefir
þess atburðar verið minnst í
sumar með veglegum hátíða-
höldum þar, eins og kunnugt
er. Mér er sérstök ánægja í að
geta þessa hér, því þar hefir
komið fram, eins og á meðal
ykkar, undraverð tryggð og
fastheldni við hinar íslenzku
menningarerfðir. Er þessi há-
tíð í dag einnig ljós vottur um
órofa tryggð og ást, sem þið
berið í brjósti til ættjarðar-
innar og stofnþjóðar ykkar.
Ég fagna þyí með þakklát-
um og hrærðum huga og bið
guð að blessa ykkur, börnin
mín í Vesturheimi á öllum
ókomnum tímum.
Framhald af bls. 4
Bólu. Margt manna var á sam-
komunni er minnisvarðinn
var afhjúpaður, en það gerði
dóttur-dóttur-dóttir B ó 1 u -
Hjálmars.
☆
Náttúrulækningafélag ís-
lands hefir komið upp stóru
og vistlegu heilsuhæli í
Hveragerði, og var það tekið
í notkun á sunnudaginn var.
Hælið er 620 fermetrar, einn-
ar hæðar hús. Þar komast
fyrir 28 gestir auk starfsfólks,
borðsalur þar fyrir 100 manns
og rúmgóð setustofa. Ákveðið
er, að starfrækja heilsuhælið
allt árið. Það er fullskipað
fram í næsta mánuð.
☆
í háskólasafninu í París er
deild, sem nefnist Norræna
bókasafnið, og senda bóksalar
í Danmörku, Finnlandi, Nor-
egi og Svíþjóð safni þessu
bókagjafir ár hvert. í safninu
er töluvert af gömlum ís-
lenzkum fræðum, en tilfinn-
anlegur skortur hefir verið á
nýrri íslenzkum bókum þar.
Nýlega gáfu íslenzkir bóka-
útgefaendur safni þessu um
600 bindi, eða meira en var
þar fyrir af íslenzkum bókum,
cg hafði forstjóri Bókfellsút-
gáfunnar, Birgir Kjaran, for-
göngu um þetta mál, en Pétur
Benediktsson sendiherra ís-
lands í París afhenti gjöfina
fyrir hönd gefenda. Stjórnar-
formaður bókasafnsins til-
kynnti við það tækifæri, að
Pétur Benediktsson hefði ver-
ið kjörinn heiðursfélagi í
stjórnarnefnd safnsins.
Sendiherra Sovétríkjanna
hér á landi afhenti, nýlega
Landsbókasafninu að gjöf 800
bindi bóka, sem voru á vöru-
sýningu Sovétríkjanna í
Reykjavík, og eru gefendur
útflutningsfyrirtæki 1 Sovét-
ríkjunum.
☆
Á aðalfundi kvenfélagsins
Hringsins í Reykjavík, sem
haldinn var fyrir nokkru,
skýrði stjórn félagsins frá því,
að samningar hefðu tekizt
við ríkisstjórnina í samráði
við læknana dr. Snorra Hall-
grímsson og Kristbjörn
Tryggvason, að efsta hæð
Landsspítalans yrði notuð til
bráðabirgða fyrir barna-
spítala, þar til nýi barna-
spítalinn yrði fullgerður, og
að kvenfélagið Hringurinn
tæki að sér að búa hæðina
rúmum, sængum sængurfatn-
aði og öðrum húsbúnaði. —
Barnaspítalasjóður Hringsins
nemur nú tæplega þremur
miljónum 240 þúsund krón-
um, og jókst um rösklega
365.000 krónur á reiknings-
árinu. Auk þess á félagið tvo
minningarsjóði, sem nema
samtals rösklega 150.000 kr.
☆
Hinn níunda næsta mánað-
ar koma út ný frímerki, svo-
neínd íþróttafrímerki, og er
þar um að ræða tvö verð-
gildi. í undirbúningi er að
gefa út nokkuð af minningar-
frímerkjum á næstu árum, og
m. a. verða gefin út á árinu
1956 sérstök Skálholtsfrí-
merki, sem verða með yfir-
verði og rennur það gjald,
sem fram yfir er, til viðreisn-
ar Skálholtsstaðar. Þá er og
í undirbúningi að gefa út sam-
norrænt frímerki, og einnig er
í ráði að gefa út skógræktar-
frímerki, og á næsta ári á
Landsími Islands 50 ára af-
mæli og verða þá sennilega
gefin út sérstök frímerki 1 því
tilefni.
☆
Kvennabandið, — samband
kvenfélaga í Vestur-Húna-
vatnssýslu, — hefir ákveðið
að leggja 200 þúsund krónur
til byggingar sjúkraskýlis og
elliheimilis á Hvammstanga.
Byggingarnefnd hefir verið
kjörin og munu bygginga-
framkvæmdir hefjast næsta
vor. Það er sýslan, sem
byggir, en með framlagi sínu
til byggingarinnar tryggir
Kvennabandið sér húsrými
þar fyrir gamalt fólk, og að
þar verði jafnframt athvarf
fyrir fólk, sem þarf hressingar
við.
☆
Hin árlegu hátíðahöld verzl-
unarmanna í Reykjavík eru
um þessa helgi og hófust síð-
degis í gær og lýkur annað
kvöld. Fjölbreytt skemmti-
atriði eru á hátíðahöldum
þessum, sem fara fram í
Tívolí. Annað kvöld hafa
verzlunarmenn dagskrá 1 út-
varpinu.
☆
í vikunni, sem leið kvað
siglingadómur upp dóm í
máli, sem ákæruvaldið höfð-
aði gegn skipstjóranum á tog-
aranum Agli rauða, er strand-
aði í vetur og 5 skipverjar
drukknuðu. — Skipstjórinn,
Guðmundur Isleifur Gíslason,
er eigi talinn hafa á viðhlýt-
andi hátt rækt skyldur þær,
sem á honum hvíldu sem skip-
stjóra, og var hann dæmdur
í sex mánaða fangelsi og
sviptur skipstjóra- og stýri-
mannaréttindum í þrjú ár.
☆
Fimmtán danskir kennarar
dvöldust hér þrjár vikur í
boði íslenzku kennarasamtak-
anna og Norræna félagsins og
og fóru víða um land. Þeir
héldu heimleiðis í vikunni,
sem leið. íslenzkir og danskir
kennarar hafa skipzt á heim-
sóknum að undanförnu, og
tókust þau skipti að frum-
kvæði sendiherra Danmerkur
hér á landi, frú Bodil Begtrup.
☆
Einn íslendingur, Ingi R.
Jóhannsson, keppti á unglinga
meistaramótinu í skák, sem
haldið er í Antwerpen. Hann
komst ekki í úrslitakeppnina
þar. Skákþing Norðurlanda
hefst í Osló 14. ágúst n.k., og
taka þátt í því sjö íslenzkir
skákmenn. í landsliðsflokki
tefla þeir Friðrik Ólafsson,
skákmeistari Norðurlanda.
Guðjón M. Sigurðsson og Ingi
R. Jóhannsson. 1 meistara-
flokki tefla Arinbjörn Guð-
mundsson, Ingvar Ásmunds-
son, Jón Pálsson og Lárus
Johnsen.
Miss Snjólaug Sigurdson