Lögberg - 18.08.1955, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955
Virðulegt silfurbrúðkaup
Seattle, Washington, 8. ágúst, 1955
Úr borg og bygð
— GIFTING —
Föstudaginn 12. ágúst s.l.
voru þau William Baum-
gartner og Shirley Elsie
Kjernested, dóttir þeirra Mr.
og Mrs. Carl Kjernested, Oak
View, Man., gefin saman í
hjónaband af Dr. V. J.
Eylands í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg. Brúðurin
var aðstoðuð af þeim Guðnýju
Kjernested, Ethel Kinder-
forsa og Wilma Simms. Brúð-
gumann aðstoðaði Mr. Roger
Dubois. Að vígsluathöfn lok-
inni var setin vegleg veizla 1
St. Regis Hotel hér í borg.
☆
Látinn er fyrir skömmu Jón
Ólafsson fyrrum kaupmaður
að Leslie, Sask., hniginn all-
mjög að aldri, kunnur sæmd-
armaður; vonandi verður
hans frekar minst áður en
langt um líður; hann lætur
eftir sig fjögur börn og er
eitt þeirra Thorsteinn, er
skipar ábyrgðarstöðu hjá
Pioneer Grain félaginu hér í
borginni.
☆
Mr. P. N. Johnson er ný-
kominn heim úr sex vikna
dvöl vestur í Saskatchewan,
þar sem hann tók þátt í há-
tíðahöldunum í Wadena í til-
efni af hálfrar aldar afmæli
fylkisins, og heimsótti jafn-
framt börn sín öll þrjú, sem
búsett eru þar vestra; lét
hann yfir*höfuð vel af upp-
skeruhorfum.
☆
Hér er á ferðinni eystra
Bjarni Sveinsson frá Van-
couver, B.C., Er að mæta
dóttur sinni, Ingibjörgu, ann-
að hvort hér eða í Kenora,
Ont., — en Ingibjörg starf-
rækir sjúkraheimili í New
York upp á eigin spýtur við
vaxandi orðstír.
G
R
A
Y
MARINE
THE
ENGINE
FOR YOUR BOAT
Always dependable under
the most rugged conditions
. . . the Graymarine is de-
signed particularly for its
particular job.
The size and, type you re-
quire is available through
Mumford,
MEDLANP,
flMITEP,
576 Wall St., Wpg. Ph. 37-187
United Lutheran Church
of Silver Heights
Services in the St. James
Y.M.C.A., Ferry Road South.
(Just off Portage).
Opening Service on August
21st, að 11 A.M. At this ser-
vice Pastor Eric Sigmar will
preach the sermon: “Why the
Church?” A newly assembled
choir from the St. James area,
with assistance from some
members of First Lutheran
Choir, wrll lead in the singing.
Guest' pianist and accomp-
anist will be Miss Snjólaug
Sigurdson of New York City.
Svava Sigmar will sing the
vocal solo, “Open the Gates óf
the Temple.” The president of
our Synod, Dr. V. J. Eylands,
will bring greetings.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 21. ágúst:
Enskar messur, kl. 11 árd.
og kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
☆ S. Ólafsson
Björgvin Guðmundsson, sem
hér er staddur, og hefir með-
ferðis allmikið af íslenzkri
sönglist, hefir ákveðið að
hafa samkomur á eftirgreind-
um stöðum: Lundar, mánu-
daginn 22. þ. m. Ashern 23.
Árborg 24., Geysir 25. og
Gimli 26. ágúst. Allar sam-
komurnar byrja kl. 8 síðdegis.
Aðgangur ókeypis. Samskot
tekin. ☆
Á sunnudaginn var drukn-
aði á Gimli Charles Reykdal,
24. ára að aldri. Lögbergi er
ókunnugt um þær aðstæður,
sem til slyssins leiddu. Hann
var ættaður frá Winnipeg
Beach. ☆
Nálátinn er hér í borginni
Nikulás Ottenson fyrrum um-
sjónarmaður í River Park 91
árs að aldri; hann var ættaður
af Patreksfirði, sérstæður
maður, er sór sig í ætt til
hinna fornu víkinga; útförin
verður gerð frá Bardals kl.
3.45 e.h. á föstudaginn. Dr.
V. J. Eylands jarðsyngur.
☆
Mr. Leifur Hallgrimson lög-
fræðingur frá Ottawa hefir
dvalið hér í borginni í sumar-
fríi í þrjár vikur hjá foreldr-
um sínum, þeim Mr. og Mrs.
J. L. Hallgrimson 805 Gar-
field Street. Hann hélt heim-
leiðis á mánudaginn.
☆
Myndasýning Kjartans Ó.
Bjarnasonar, er fór fram í
G. T.-húsinu á þriðjúdags-
kvöldið var, eins og áður
hafði verið auglýst, þótti hin
ánægjulegasta í alla staðið.
Má með sanni segja, að kvöld-
stund þessi hafi heppnast vel,
því að samkomusalur hússins
var að kalla mátti þéttskipað-
ur, þrátt fyrir sumarfrí og
sumarhita á þessum tíma árs.
Próf. Finnbogi Guðmundsson
sagði frá ferðum þeirra félaga
og skýrði myndirnar ásamt
myndatökumanninum.
Myndirnar voru með ágæt-
um, enda hefir Kjartan fyrir
löngu fengið orð fyrir að vera
snjall myndatökumaður.
Kæri ritst'jóri Lögbergs,
Fjölmennt og skemmtilegt
silfurbrúðkaup var haldið hér
þann 29. júlí s.l., í blómum
skreyttri kirkju Calvary lút-
erska safnaðarins, til heiðurs
Mr. og Mrs. Barney Björns-
son. Hver bekkur var skip-
aður, er hin vinsælu hjón
voru leidd til sætis. Forseti
safnaðarins, Mr. Karl F.
Frederick, bauð alla vel-
komna, ávarpaði brúðhjónin
og óskaði þeim til hamingju
í tilefni dagsins. Um leið
þakkaði hann þeim sérstak-
lega fyrir 25 ára starfsemi
þeirra í þágu kirkjunnar. —
Kórinn söng sálminn: “O
perfect love,” en Mrs. Harold
Eastvold lék' á orgelið. Séra
G. P. Johnson flutti því næst
bænarorð.
Öllum til ánægju voru við-
staddar um kvöldið tvær vin-
konur brúðhjónanna frá Win-
nipeg, Miss Inga Bjarnason, er
söng tvö heillandi lög, og Miss
Sigrid Bardal er lék undir, og
skemmti síðan með fínni
píanó-sóló.
Næst á dagskrá voru ávörp
til brúðhjónanna, en „á milli
þátta“ las forsetinn mörg
skeyti frá fjarstöddum skyld-
mennum og vinum. Mrs. G. P.
Johnson las upp kvæðj frá
H. E. Magnússyni. Mrs. Ruth
Sigurðsson bar fram þakklæti
frá kvenfélagi safnaðarins til
Mrs. Björnsson, og afhenti
henni gjöf. Sömuleiðis Mrs.
Trondsen fyrir hönd sunnu-
dagaskólans.
Síðast ávarpaði undirrituð
heiðursgestina í nafni allra
veizlugesta og fleiri vina, er
eigi gátu verið viðstaddir, og
Dúkurinn er úr Sandakirkju í
Dýrafirði og mun vera frá því
um siðaskipti
Norsk kona, frú Martha v.
Spreckelsen, sem býr í
Randers í Danmörku,
færði Þjóðminjasafninu í
gær stórmerka gjöf, og
veitti Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður henni
viðtöku. Gjöf þessi er út-
saumaður altarisdúkur úr
Sandakirkju í Dýrafirði.
Er Kristján Eldjárn veitti
gjöfinni viðtöku, gat hann
þess, að hér væri um hinn
merkasta hlut að ræða,
'sem væri einstæður meðal
íslenzkra kirkjumuna.
Dúkur þessi mun vera frá
því um siðaskipti, eh ekki
hefir enn verið unnt að kveða
nákvæmlega á um tímann.
Þ a k k a ð i þjóðminjavörður
kærlega þessa merku gjöf.
Dóttir hvalstöðvarstjóra j
Frú Spreckelsen er dóttir
afhenti þeim viðeigandi gjöf,
til minningar um silfurbrúð-
kaupsdaginn og velvildar hug
fólksins hér, alveg almennt
talað. —. hjónin svöruðu bæði,
hlýtt og innilega.
Ef „góða veizlu gera skal,“
er mér næst að halda, að ísl.
konurnar í Seattle séu til
fyrirmyndar. — í kaffisalnum
var margra „góðra vina
fundur“ þetta eftirminnilega
kvöld. — í samtali hér og
þar heyrðist mér Winnipeg-
borg vera nefnd á nafn oftar
en einu sinni. — Á meðal að-
komugesta var Mr. S. Björns-
son frá Blaine, hinn unglegi
faðir brúðgumans, og Mr.
Henry Thorbergsson frá Van-
couver, B.C., bróðir brúðar-
innar.
Barney Björnsson og Clara
Thorbergson voru gefin sam-
an í hjónaband 30. júlí 1930 í
Fyrstu lútersku kirkjunni í
Winnipeg, af Dr. B. B. Jóns-
syni. — Barney var búinn að
koma sér vel fyrir í Seattle,
er hann sótti brúði sína til
Canada, og hér hefir heimili
þeirra slegið föstum rótum.
Clara tók strax tryggð við
Seattle, og heimilið laðaði að
sér vini, eldri sem yngri. í
hlýleik og starfsgleði þess,
hafa vaxið upp þrír góðir og
mannvænlegir synir, Paul,
Henry og Dwight. — Veizlu-
gestir, ásamt vinum fjær og
nær, þakka þessum vinföstu
hjónum alla alúð þeirra og
gestrisni — og gott samstarf í
25 ár. Heill og gæfa hvíli yfir
heimli þeirra um ókomin ár!
Vinsamlegast,
Lauritz Berg, er var hval-
stöðvarstjóri í Dýrafirði og
síðar á Mjóafirði til ársins
1905. Skýrði hún svo frá við
afhendinguna í gær, að á
meðan fjölskylda hennar bjó
á Dýrafirði hafi gamla torf-
kirkjan verið rifin og ýmsum
hlutum verið fleygt, sem ekki
þótti taka að flytja í nýju
kirkjuna. Móðir frúarinnar
tók eftir þessum altarisdúk og
fékk leyfi til að taka hann.
Hefir dúkurinn síðan verið í
eign fjölskyldunnar. Kvaðst
frúin vilja með gjöf þessari
þakka Islandi fyrir æsku og
unglingsár sín og systkina
sinna á íslandi.
Fara lil Dýrafjarðar
Með frú v. Spreckelsen er
systir hennar, frú Norden-
skjöld, sem er ekkja hins
fræga pólarfara Norden-
skjölds. Þær systur ætla nú að
ferðast til æskustöðvanna í
Dýrafirði.
—Alþbl., 7. júlí
Dónarfregn
Þann 9. júlí s.l. andaðist a
Arcade Rest Home í Seattle,
íslendingur að nafni Sveinn
George Richter. Hann var
aldurhniginn maður og dauða
hans bar rólega að.
Sveinn sál. var fæddur 10-
nóv. 1865 að Hraunhöfn í
Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Foreldrar hans voru þan
hjónin Kristján Sigurðsson,
Guðmundssonar, frá Elliða i
Staðarsveit, og Steinunn
Jónsdóttir, Sveinssonar, fra
Sólheimatungu í Borgarfirði.
Þau voru af atorkufólki kom-
in og búnaðist vel í Hraun-
höfn með barnahópinn sinn.
En Kristján bóndi dó af slys-
förum á sjó um vorið 1868,
og þá tók við erfitt tímabil,
fyrir ekkjuna með börnin sjö.
Eitt af þessum börnum,
Margrét Þorbjörg, varð síðar-
meir kona Thor Jensens a
Korpúlfsstöðum.
Þrír af bræðrunum fluttust
til Vestureims. Einn af þeim
mun enn vera á lífi — H. C.
Ritcher, í St. Paul, Minnesota.
Pétur Kristjánsson, dáinn
fyrir mörgum árum, átti
heima í borginni Victoria,
B.C. Hann lifa tvær dætur,
þar til heimilis. Önnur þeirra
Mrs. Jane Eldon, kom og ann-
aðist um útför frænda síns.
Hann var ókvæntur, og einn
síns liðs í Seattle. í Home út-
fararstofu fór fram kveðju-
athöfn að viðstöddum fáein-
um vinum. Velvalin kveðju-
orð flutti lúterskur prestur,
séra Theo. A. Jensen, og jarð-
sett var í Pacific Lutheran
grafreitnum. Blóm frá Thor
Thors voru lögð á gröfina.
Sveinn sál. hafði dvalið hér
vestur frá í fjöldamörg ár,
lengi sem matreiðslumaður á
skipum meðfram ströndinni.
Síðar bjó hann einn í smá-
hýsi er hann átti og ræktaði
lengst af í garði sínum blóm
og aldini o. fl. sér til ánægju.
Hann tilheyrði íslenzka félag-
inu „Vestri“, og sótti fundi og
samkomur þess um eitt skeið.
Nokkrir gamlir kunningjar
héldu uppi samböndum við
hann og ætíð var hann glaður
í viðmóti og vinalegur hvar
sem hann kom. Hann hélt sér
vel fram yfir áttræðisaldur —
hafði í lengstu lög ánægju af
að sækja samkomur og leik-.
hús — einkum ef um söngleiki
var að ræða. Þó hann væri
kominn um eða yfir sjötugt,
er ég sá hann fyrst, fannst
mér það ekki leyna sér, að
hann hafði verið fríður mað-
ur, nettvaxinn og snyrtilegur.
Hann bar í brjósti tryggð til
ættfólks síns og til íslands,
þó hann dveldi í fjarlægð, og
fann til metnaðar vegna
frændfólksins, og ættlandsius
norðlæga og smáa.
—Nú eru allir vegir færir
anda þínum, gamli farmaður,
— svíf þú heill um höfiu
breið!
Jakobína Johnson
Seattle, Washington,
4. ágúst, 1955.
Jakobína Johnson
Norsk kona gefur Þjoðminjasafninu
dýrmæfan altarisdúk