Lögberg - 25.08.1955, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1955
7
minningarorð um
Guðmund Elíasson
Fæddur 18. nóvember 1871 — Dáinn 4. marz 1953
Guðmundur Elíasson, fyrr-
um bóndi að Laufhóli 1 Árnes
bygð í Nýja-lslandi, andaðist
a Almenna sjúkrahúsinu í
Vancouver 4. marz 1953 eftir
nokkra legu þar. Hann var
feddur í Görðum í Breiðuvík
'• Snæfellsnessýslu á íslandi
18. nóvember 1871. Foreldrar
hans voru Elías Vigfússon
IVigfús var venjulega nefnd-
Ur ,,Brókeyjar-Vigfús“) og
Sigríður Jósepsdóttir. Hann
var einn af sex börnum þeirra
bjóna, eru þau nú öll látin
utan ein systir, Halldóra að
Uafni á íslandi. Ein systir
bans var Guðbjörg kona Hans
Thorarinsonar, um langt skeið
vöruflutningsmaður í Blaine,
^ashington, er nú búsettur í
^lount Vernon, Washington,
®r Guðbjörg látin fyrir 10
arum. önnur systir Guð-
niundar heitins var Sigurrós,
kona G. Stefánssonar bónda í
grend við Hensel, Noi\h
l-lukofa, eru þau bæði látin
tyrir nokkrum árum.
Guðmundur Elíasson
Fimm barnabörn og eitt
barna-barna-barn hins látna
eru á lífi.
Kveðjuathöfn var haldin í
Vancouver á Roselawn út-
fararstofunni, laugardaginn 7.
marz. Þar fluttu minningar-
og kveðjuræður séra Albert
Kristjánsson frá Blaine, sem
þekkti Guðmund heitinn frá
samveruárum þeirra í Nýja-
☆ ☆
íslandi, og séra E. S. Brynj-
ólfsson, prestur í Vancouver.
Frú Þóra Þorsteinsson Smith
söng einsöng. í útfararstof-
unni var samankominn stór
hópur yngri og eldri vina
Guðmundar heitins sem
kvaddi hann hinztu kveðju,
ásamt sonum hans og nánasta
skylduliði. Helgi, sonúr hins
látna, flutti lík föður síns
austur til Árness til greftrun-
ar. Fór útförin fram frá
kirkju Árnessafnaðar 11.
marz að viðstöddu mörgu
fólki undir stjórn sóknar-
prestsins, en séra Sigurður
Ólafsson flutti einnig kveðju-
mál.
Guðmundur var vel gefinn
maður, fróður og hagorður og
hafði birt sumar minningar
sínar, margar þeirra í ís-
lenzku blöðunum. Hann átti
glöggan skilning á samtökum
og félagslegum málum; var
styrkur í lund og skepgerð, og
fór eigin leiðir. Hann var dug-
andi bóndi, hagsýnn, „þéttur
á velli og þéttur í lund“, og
hinn ábyggilegasti maður í
hvívetna.
☆
Guðmundur fór til Vestur-
beims árið 1891. Settist að í
Norður-Dakota og dvaldi
lyrstu tvö árin hjá Jóni
bunda Jónssyni á Mæri og
^agnhildi konu hans, móður-
systur sinni. Fram að alda-
h'ótum vann hann á ýmsum
ba3ndabýlum; meðal annars
bjá Norðmönnúm og lærði þá
aÓ tala norska tungu. Um
bríð stundaði hann atvinnu í
^innipeg-borg og þar giftist
bann árið 1903 Margréti
Sveinsdóttur, ekkju Sveins
^enónýssonar, mætri konu.
Átti hún tvö börn eftir fyrri
^rann sinn, Kristínu, er síðar
varð fyrri kona Hrólfs kaup-
^anns Sigurðssonar, dáinn
1919, og Þorstein, útvegs-
^aann og bónda á Laufhóli.
Guðmundur og Margrét
fluttu til Dakota og bjuggu
^ar á eignarjörð sinni til árs-
ius 1908, en fluttu þá til Nýja-
Islands og keyptu jörðina
Laufhól af Gísla heitnum
Jónssyni kaupmanni, er þar
bjó. Bjuggu þau þar blóma-
búi í 18 ár. Árið 1926 brugðu
þau búi, en dvöldust áfram
uaeð Ágúst syni sínum og
b°nu hans þar til árið 1938;
það ár fluttust Guðmundur
°§ Margrét til Gimli og þar
ar>daðist Margrét árið 1943.
9uðmundur dvaldi á Gimli til
arsins 1944, en flutti þá til
^ancouver, B.C., og dvaldi
Par með sonum sínum og í
skjóli þeirra, en gerðist vist-
Uiaður á elliheimilinu Höfn,
begar það var stofnað og
valdi þar til dauðadags.
Börn Guðmundar og Mar-
gretar eru: Agúst, járnsmiður
® Gimli, kvæntur Jónínu
Guðrúnu Johnson; Helgi, bú-
Settur í Nova Scotia; Franklin,
úsettur í Vancouver, B.C.; og
ylagnús, búsettur í Fernie,
•G. Helgi og Magnús eru
giftir hérlendum konum. —
Guðmundur Elíasson frá Laufhóli
Eftir FRANKLIN JOHNSON, Árborg, Man.
Þú ert farinn á feðranna slóð,
þar ferð verður aldrei til baka.
Á gröf þína breiði ég lítið ljóð,
þar lóur um vormorgun kvaka.
Frumherjahópnum fækkar óðum,
fannblásið drif er í þeirra slóðum.
Mætust geymist í minjanna reit
þeirra minning, er stofnuðu frumbýlingssveit.
Þeir reistu kofa og byrjuðu bú,
sá byrjendahópurinn dáður.
þeir ganga færri fótsprin nú,
sem frumherjar stikuðu áður.
Samt kólnaði oft við kuldaél
og kærustu vonirnar frusu í hel.
En ósnert var íslenzka dyggðin;
við ættjörð var hjartnæmust tryggðin.
Bjargfastur vinur vina þinna,
en vininn bezta áttir þér við hlið.
Við fráfall hennar mátturðu þín minna,
því mæðan þunga varð þitt fylgilið.
Hugur minn hvarflar um horfnu árin,
með hluttekning skil ég þín föllnu tárin.
Það gleymist ei, ír gleður barnsins hjarta,
þið gjörðuð okkar jóladaga bjarta.
Þú áttir svo viðkvæma vorgeisla í sál,
er vermdi og glæddi öll hjartkær mál.
Þótt bölsýnisbjálkarnir störðu,
en einstæðingsskapurinn ósjálfrátt varð
sem yfirgnæfandi klettabarð
frá uppvaxtarárunum hörðu.
Heimurinn byggir oft kuldakjör
þeim er koma í munaðarleysi.
Þeirra framandi vonir af feigðarskör
svo falla í getuleysi.
1 huganum beiskjan bústaðinn finnur
við brothættast efnið til lokadags vinnur.
Nú ertu leystur úr lífsnauðum þeim,
ljóssins og kærleikans fluttur í heim.
Hvað getur komið sér kærar en það,
er að kroppnum svo þjökuðum mold fellur að,
að sofa þar svefnværu háður?
Og vakna aftur, en undrandi þó
yfir öllu.því fagra, er í lífinu bjó,
þótt óskynjað væri það áður.
Afmæliskveðja til
Kirkjufélagsins
Grand Forks, N. Dak.
20. júní 1955
Herra dr. theol.
Valdimar J. Eylands,
forseti Hins ev. lúterska
kirkjufélags íslendinga
í Vesturheimi,
Winnipeg, Man.
Kæri vinur:
Þar sem ég get eigi, anna
vegna heimafyrir, þegið virðu
legt boð þitt og setið og á-
varpað þetta merka afmælis-
þing Kirkjufélags þíns, verð
Fró Mountain, N. Dak.
20. ágúst 1955
Kæri vinur, Einar!
Hér hefir um langan tíma
suðuhitinn í pottinum verið
frá 90—98 stig og varð það
til þess að grauturinn seiddist
og varð því ekki eins nota-
drjúgur eða bragðgóður og
vera skyldi.
Hér er uppskera að taka
enda hvað korn snertir; varð
hún sem fyrr afar misjöfn, en
þeir sem sáðu snemma fengu
ágætis uppskeru, en það var
hinn langvarandi hiti, sem
skemmdi hina síðari sáningu
meira og minna, en hirðing
varð góð, því of lítið hefir
verið um blessaða vætuna, og
hagar því afar lélegir.
Hér fæðast menn og deyja
eins og annars staðar, frum-
herjarnir falla frá; einn af
þeim dó í nótt, Soren Hjalta-
lín eftir langa og þunga legu.
Sorglegt slys vildi til hér
ekki alls fyrir löngu, er G. A.
Christjanson varð fyrir korn-
sláttuvél og beið bana af; var
þar enginn nærri, er slysið
vildi til, svo enginn veit
hvernig það orsakaðist.
G. A. Christjanson var 75
ára að aldri, er hann dó, og
hefir búið hér alt sitt líf.
Nú eru hin myndarlegu
prestshjón sezt hér að, og
vonandi verður það til þess
að sundrunin hverfi og sættir
komist á.
Ég sprikla ennþá og spýti
langt, þó 71 árs sé orðinn.
Fyrirgefðu ruglið.
í friði,
þinn einl.
H. Olafson
P.S. Félagslíf dauft, já, eilífur
dans og ekkert annað. H. O.
Ort til
Guðmundar Elíassonar
Eftir Franklin Johnson
Nú er sól og sumar
og sólskin í bæ.
Nú breiðast blómarunnar,
nú brosir strönd við sæ.
Nú óma ótal raddir
af engla fögrum söng.
Úr dróma vaknar vonin
um vorsins kveldin löng.
Og blærinn léttur leikur
um laufi þakinn svörð;
þeim einlæg atlot sendir,
er ánauð líða á jörð.
ég að láta hið skriflega orð
flytja ykkur öllum, sem þar
eigið hlut að máli, hugheil-
ustu kveðjur mínar og bless-
unaróskir.
Geri ég það minnugur þess
sóma og þeirrar tiltrúr, er þið
sýnduð mér með því að fela
mér að semja hið íslenzka af-
mælisrit Kirkjufélagsins á 50
ára tímamótum þess, og jafn
minnugur þess, að það var
hið góða hlutskipti mitt að
ávarpa sextugasta afmælis-
þing félagsins í nafni Þjóð-
ræknisfélagsins. Ljúfast er
mér þó að minnast þess á
þessu 70 ára afmæli Kirkju-
félagsins, hve margháttaðan
og áhrifamikinn þátt það
hefir átt í andlegu lífi íslend-
inga í Vesturheimi og menn-
ingarlífi þeirra, og þá vitan-
lega trúarlífinu fyrst og
fremst, og jafnframt með
starfsemi sinni á íslenzku
lagt sinn mikla og góða skerf
til viðhalds íslenzkri tungu og
menningarverðmæta hér í
álfu. Og er ég, af þessum sjö-
tíu ára sjónarhóli í sögu fé-
lagsins, renni sjónum yfir
, farinn feril þess, minnist ég
með djúpu þakklæti hinna
mörgu ágætu vina og velunn-
ara, karla og kvenna, sem ég
hefi átt og á enn, góðu heilli,
í hópi félagsfólks þess.
Með allt þetta í huga sendi
ég, herra forseti, Kirkjufélag-
inu hjartanlegar kveðjur okk-
ar hjóna og bið því ríkulegrar
blessunar um ókomin ár.
Þinn einlægur,
Richard Beck
BLOOD BANK
# y. —
TH I S
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
Drewrys
MAN ITOBA
D I V ÍS I ON
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
MD-366