Lögberg - 25.08.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.08.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1955 Úr borg og bygð — ÞAKKARORÐ — 19. maí 1955 Við viljum hér með votta okkar innilegt þakklæti til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt sýndu hjálpsemi og hluttekningu í sambandi við fráfall föður okkar, Guð- mundar Elíassonar. Erfitt væri að minnast allra þeirra, er hér komu við sögu, bæði í veikindastríði okkar hjart- kæra föður, og við kveðju- athöfnina í Vancouver og einnig við útförina sjálfa, er fram fór í kirkju og grafreit Árnesbygðar. Það hefir dregist að birta þessi þakkarorð lengur en skyldi, mest vegna þess hvað fjölskyldan er tvístruð víðs- vegar um landið. Viljum við endurtaka okkar innilegt þakklæti til ykkar allra, sem þarna áttuð hlut að máli og biðjum við Skaparann að launa ykkur öllum þau góð- verk, er þið hafið í té látið. Með vinsemd, Elíasson's-fjölskyldan ☆ Stjórnarnefnd Fróns hefir ákveðið að efna til almenns fundar í G. T.-húsinu mánu- dagskvöldið 3. október n. k. Skemmtiskrá fundarins nánar auglýst síðar. —Neíndin Fyrsta lúterska kirkja Venjulegar guðsþjónustur hefjast 11. sept., kl. 11 á ensku; kl. 7 á íslenzku. Næstkomandi sunnudags- kvöld, 28. ágúst kl. 7. Guðs- þjónusta á ensku. Mr. Barry Day, guðfræðistúdent frá United College, flytur pré- dikunina. ☆ Lúlerska kirkjan i Selkirk Sunnud. 28. ágúst: Ensk messa kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Uniled Lutheran Mission of Silver Heighis Services in the Y.M.C.A. of St. James, on Ferry Road South. (Just off Portage). There was a gratifying re- sponce to the Opening Service when over 100 people at- tended last Sunday. Many were guests, and we were happy for their presence and good will. Sunday, Aug. 28th at 11 A.M. services with Pastor Eric H. Sigmar preaching on the subject, “Facing Christ.” Guest pianist and accompanist for this service will be Mrs. Eric Isfeld. Pastor Sigmar will sing a vocal solo. Miss Helga Thordarson Þessi glæsilega unga stúlka lauk prófi í hjúkrunarfræði við Vancouver Hospital s.l. ár; hún er ennfremur brautskráð úr verzlunarskóla hér í borg. Hún er um þessar mundir á ferðalagi í Evrópu. — Miss Thordarson er dóttir Mr. og Mrs. Theodore Thordarson, Vancouver, B.C. ' Nú er fólkið, sem héðan fór í heimsókn til Islands snemma sumars víst flest komið aftur heim. Fyrst komu þau Mr. og Mrs. Gunnar Baldvinsson og Mrs. Jóhanna Goodman frá Selkirk, þar næst Einar Sig- urðsson héðan úr borg og Dr. S. O. Thompson frá Riverton og frú, en á laugardagskvöld- ið var komu þau frú Sigþóra Tómasson frá Hecla- og Júlíus Davíðsson byggingameistari; alt hefir það af ferðafólkinu, sem Lögberg hefir náð tali af, notið ósegjanlegrar ánægju af heimsókninni. ☆ Mr. Bergur Johnson vist- maður á Betel kom til borgar- innar í byrjun vikunnar með konu sína til lækninga. ☆ Nýlega er komin hingað til borgarinnar ungfrú Stefanía Vilhjálmsdóttir frá Hánefs- stöðum á Seyðisfirði, glæsileg og gáfuð stúlka, sem dvalið hefir í bænum Portsmouth í New Hampshire-ríkinu síðan um lok janúarmánaðar; hún er systir Hjálmars Vilhjálms- sonar fyrrum sýslumanns í Norður-Múlasýslu; hún á móðursystir hér í borginni, ekkju Jóns Árnasonar fyrrum kaupmanns í Churchbridge, Sask. Ungfrú Stefanía mun dveljast hér um slóðir fram yfir næstu mánaðamót. ☆ Um miðjan mánuðinn komu hingað til borgar frá Reykjavík hr. Skúli Jóhanns- son ásamt frú sinni Eriku og ungri dóttur þeirra Ingi- björgu að nafni; hefir fjöl- skyldan í hyggju að setjast hér að. Skúli er sonur Jó- hanns Eyjólfssonar fyrrum al- þingismanns frá Brautarholti og Sveinatungu, en frú Erika er dóttir Péturs Jónssonar óperusöngvara og er fædd á Þýzkalandi. Þjóðræknisdeildin „FRÓN" tilkynnir hér með, að bóka- safn deildarinnar verður opn- að til útlána á bókum mið- vikudaginn 7. september á vanalegum tíma, sem er kl. 9.30 til 11 f. h. og kl. 6.30 til 8.30 e. h. Talsvert hefir bætzt í safnið af nýjum bókum yfir sumarfríið. Fyrir hönd deildarinnar Frón, J. Johnson, bókavörður ☆ Hinn 17. þ. m. lézt á Betel Swain Swainson, fæddur 5. janúar 1866 að Hóli í Höfða- hverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson og Anna Jónasdóttir. Hann kvæntist Ovidu Jóelsdóttur (Loftsson) 17. maí 1889, er lézt 11. maí 1949. Þau komu til Winnipeg 15. ágúst sumarið 1893. Þeim hjónum varð sex barna auðið; þrjú dóu í bernsku, en tvö á æskualdri; ein dóttir lifir föður sinn, Ida Dorothy til heimilis í Winnipeg; hann lætur einnig eftir sig eina systur, Mrs. Jónasínu Jó- hannesson í Vancouver. — Swain heitinn tók heimilis- réttarland í Árborg, flutti síðan inn í þorpið, en kom til Gimli í janúarmánuði 1951 og gerðist þá vistmaður á elli- heimilinu Betel. Útförin var gerð frá Bardals hinn 22. þ. m. Dr. Valdimar J. Eylands jarð- söng. Áttræð að aldri Mrs. C. B. Jónsson Sunnudaginn hinn 28. þ. m., heldur Mrs. Lily Matthews móttökufagnað (Open house) að heimili 'sínu 778 Minto St. frá kl. 2 e. h. til kl. 6, í tilefni af áttræðisafmæli móður hennar Mrs. C. B. Jónsson (Thordís Björgvinsdóttur), er lengi var búsett við Cypress River; verða vafalaust margir til að taka í hendina á þessari vinsælu konu áminstan sunnu dag. Sundafrek tveggja kvenna Á sunnudaginn, 14. ágúst, var í fyrsta sinn reynt að synda þvert yfir Winnipeg" vatn, var það tvítug stúlka, Kathie Mclntosh að nafni, sem lagði út í þá þrekraun að synda frá Grand Marais a austurströnd vatnsins til Win- nipeg Beach — 18 mílur. Hún lagði af stað kl. 11.30 f. h., en var tekin úr vatninu kl. 9.30 e. h. vegna öldugangs í vatn- inu og náttmyrkurs, og átti hún þá eftir 4 mílur. C.K.R-C- útvarpsstöðin tilkynnti nú að hún myndi veita $1,000.00 verðlaun og silfurbikar þeim, er fyrst leysti af hendi þessa þrekraun. — Á föstudaginn lögðu 5 keppendur til sunds frá Grand Marais, fjórir karl- menn og Kathie. Þótti hún sýna mikinn kjark að leggj3 út í þetta langa sund aftur, eftir aðeins 5 daga hvíld. Allir karlmennirnir gáfust upp a sundinu, en Kathie komst alla leið eftir 17 klst. Daginn eftir reyndi ung húsmóðir, tveggja barna móð- ir, Vivian King Thompson frá St. Vital þetta sama sund- Hún er 24 ára og hefir hlotið mörg sundverðlaun. Hún reyndist hraðsyntari en Kathie og var alt útlit fyrir að hún myndi ná takmarkinu á styttri tíma, en tvær mílur frá Winnipeg Beach skall snögglega á þrumuveður, rigning og ofsarok, svo sund- konunni lá við drukknun og var hún tekin úr vatninu. Þessar tvær. sundkonur og þá sérstaklega Kathie Mc- Intosh hafa verið hyltar mjög fyrir kjark sinn og sundafrek og hefir Miss Mclntosh verið gefnar margar verðmætar gjafir. Magnús Ásgeirsson skóld lótinn Magnús Ásgeirsson skáld andaðist síðastliðna laugar- dagsnótt, 30. júlí. Magnús, var eins og kunn- ugt er, talinn einn snjallasti ljóðaþýðari landsins og hefir þýtt fjölda ágætra ljóða. Magnús Ásgeirsson var 53 ára, er hann lézt. —VÍSIR, 2. ágúst Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 28. ágúst: Árborg, kl. 2. Ladies Aid 50 years. Riverton, kl. 8, á ensku og íslenzku. Robert Jack Góð vörumerki að kynnast og kaupa eftir . . . Veitið athygli þessum nöfnum, er þér farið i búð, því það, sem þér þarnist ber að líkind- um á sér eitthvert þessara nafna. — Verzlið í öryggi — í vörugæðum og verði. .... einungis hjá EATON'S - m xtfi1 o* '&s&SM-sí&íiéíjMto 3OÚ V//SSSArSSSS/.-SSS;U. "SALESMEN" wanted for the sale of hardwood and cloth covered caskets in Western Canada. Give territory covered. Commission basis. Send particulars to: LOGBERG 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.