Lögberg - 29.09.1955, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.09.1955, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 Áhugi landa minna á íslandi kom mér á ávart — segir franski íslandsvinurinn ROBERT ANDRAULT Ég er hingað kominn, hvorki sem prófessor, vísindamaður 'eða sérfræðingur af neinu tagi, heldur sem hver annar ferðamaður, — sagði Frakk- inn Robert Andrault í stuttu samtali, sem Mbl. átti við hann og konu hans á dögun- um. Þau hafa dvalizt og ferð- azt um hér á landi undanfarn- ar 3—4 vikur og er það í ann- að skipti, sem þau hjónin heimsækja ísland,, en þau voru hér s.l. sumar og ferðuð- ust víða um landið. Kann lagið á því að ferðasi M. Andrault er verkfræð- ingur að mennt og vinnur við verksmiðju eina í París, sem m. a. framleiðir tjöld og ann- an ferðaútbúnað og þarna er augsýnilega á ferð maður, sem kann að ferðast og laga sig eftir aðstæðunum. Hann sýnir mér á Islandskorti þá vegalengd, sem þau hjónin hafa farið hér á íslandi, svo að segja um allt landið frá annesjum til innstu dala og óbyggða — með bakpokann sinn á bakinu, tvær mynda- vélar — og svo tjaldið, sjálfan kjörgripinn, sem með öllum útbúnaði vegur aðeins rúm- lega tvö kg. — Við höfum sofið í tjald- inu hverja nótt, segir M. Andrault. — Það sparar okk- ur mikla peninga — gistihús- in á Islandi koma svo anzi ónotalega við pyngjuna. Já, við höfum reynt að vera hag- sýn, notast við þau farartæki, sem á boðstólum eru afe guðs- postulana þess á milli, komizt víða og séð margt og mikið. Við höfum gist íslenzka bóndabæi og talað við síldar- stúlkurnar á Raufarhöfn — það var líf og fjör á „planinu“ þegar við komum þangað í sumar. Hér í Reykjavík finnst okkur við þekkja annan hvorn mann, sem við mætum á götunni — já, eiginlega finnst okkur við vera orðin — svona af sjálfu sér — að ættleiddum íslendingum og kunnum því mæta vel. Hvergi meiri fegurð og fjölbreytni Það er alveg óhætt að segja, að fáir erlendir ferðamenn, sem komið hafa til íslands, hafa sýnt einlægari og óeigin- gjarnari áhuga á landi og þjóð heldur en þessir Frakk- ar. — Hvers vegna? — Já, hvers vegna, svarar M. Andrault. Ég hefi ferðazt meira og minna um öll lönd Evrópu — ísland var það síð- asta, sem ég átti eftir að kynn- ast. Ég komst fljótlega að raun um, að í engu öðru landi, sem ég hefi ferðazt um er eins mikla fegurð — eins sér- kennilega fegurð og fjöl- breytileik að finna á jafn litlu yfirborði eins og einmitt hér á íslandi. — Og ,svo annað, heldur H. Andrault áfram, okkur hefir alls staðar verið tekið svo vel, svo hlýlega og vinsamlega, að ekki fór hjá því, að okkur færi að þykja vænt um ísland og íslend- inga. Merkilegt landkynningar- starf M. Andrault hefir sýnt greinilega í verki, að þarna fylgir hugur máli. Eftir hina fyrstu íslandsferð sína í fyrra hefir hann þegar unnið mikið og merkilegt landkynningar- starf fyrir Island í heima- landi sínu, sem við hljótum að vera honum þakklátir fyrir. — Við Frakkar þekkjum sorglega lítið land ykkar og þjóð, segir hann. Við erum ekkert vel að okkur í landa- fræði og margir hafa allan — og sinn eina fróðleik um ís- land úr „Pecheur d’Islande eftir Pierre Loti, sem aldrei hafði stigið fæti á íslenzka grund eða úr bók Jules Verne „Au centre de la Terre“ (Leyndardómar Snæfellsjök- uls), sem engan veginn getur talizt áreiðanleg heimild — að ekki sé meira sagt. 50 fyrirlestrar Eftir að hafa heimsótt ís- land í fyrra, fannst mér ég ekki geta staðizt við að þegja, þegar heim kom, um það sem ég Jhafði séð hér og reynt — og svo hafði ég tekið hér ó- sköp af myndum, ekki færri en 1400 litmyndir, sem mér fannst ég verða að lofa öðrum að njóta ánægjunnar af með mér. — Ég verð að segja, að hinn feykimikli og almenni áhugi á íslandi, sem ég varð strax var við meðal landa minna kom mér á óvart. Ég hafði haft í hyggju að halda eina 3—4 fyrirlestra um för mína hingað, þegar heim kæmi en þeir urðu, er lauk, ekki færri en 50, bæði í París og utan hennar 1 ýmsum helztu stórborgum Frakk- lands, auk greina, sem ég hefi skrifað fyrir ýmis frönsk blöð og fjögur samtöl hafði ég við franska útvarpið. Hreint og beint heillað Fyrirlestrana munu hafa sótt alls um 40 þús. manns. Það var yfirleitt alltaf hús- fyllir og áheyrendurnir iðuðu i skinninu eftir að fá að heyra meira og meira um ísland. Að fyrirlestrunum loknum rigndi yfir mig spurningum, stund- um allt fram til kl. 2 um nótt- ina. Fólkið virtist hreint og beint heillað, ekki sízt af lit- myndunum, sem ég yfirleitt sýndi jafnframt fyrirlestrun- um. Sérstaklega urðu áheyr- endur mínir hrifnir og snortn- ir í senn, er þeir sáu myndina, sem ég hafði tekið af minnis- varða hinna frönsku sjó- manna, sem reistur var hér í kirkjugarðinum í Reykjavík í fyrrasumar. Það brást aldrei, að innileg hrifningaralda færi um áheyrendasalinn, er ég sýndi þessa mynd. Framhald á bls. 4 Block Hills Passion Play A play which claims the langest run in history, 713 years, will be performed in Winnipeg October 3—October 15. It is the widely-known Black Hills Passion Play, a dramatization of the life of Christ which originated in Germany in 1242. The colorful pageant will be presented for three mati- nees and twelve night per- formances at the Playhouse Theatre. Playing the Christus will be Josef Meier, a native of West- phalia, Germany, and the sevehth generation of his family to help re-enact the events of Christ’s last week. Presented in English, the pageant’s 22 scenes include the triumphal entry into Jerusalem, the trials before Herod and Pilate, the Last Supper and the Ascension. The cast’s apperance in Winnipeg is sponsored by the AOTS Clubs of Greater Win- nipeg. Mary, the mother of Jesus, will be portrayed by Clare Hume, who in private life is Mrs. Meier. A former radio writer and actress she is the American-born grand- daughter of a New York city drama critic. * Premier performance of the play in Winnipeg will be at 8 p.m. Monday, October 3rd. Mail orders are being received at the Celebrity Box Office, 2nd Floor, Hudson’s Bay Store, Winnipeg. Reserved seat prices for evening performances are $1.25, $1.50, $2.00, $2.50, $3.00. NOTE: Cuts for this article didn’t reach the Logberg in time for last weeks publica- tion. —Ed. Westinghouse Laundromat er hin eina sjólfhreyfð þvottavél sem— SPARAR FERSKT, HREINT HEITT VATN! AÐEINS WESTINGHOUSE LAUNDROMAT HEFIR Sjálhreyfilslok • Einfaldan siýrishreyfil. I Þrjú vatns-hitaslig • Ker sem hreinsar sig sjálft. • Laundromai-röðunartæki. MEÐ HINUM ÓSAMBÆRILEGA WESTINGHOUSE VATNSSPARNAÐI ÞARF ALDREI AÐ NOTA AFTUR KALT. ÓHREINT ÞVOTTA EÐA VINDINGAVATN Engin þvotta aðferð er verklegri o| full- komnari en Laundromats-aðferðin. Og þó, eyðir Laundromat minna vatni. Ástæðan fyrir því er hinn frábæri vatnssparnaðar stýrishreyfill, sem mælir upp á hár hve mikið vatn þarf eftir fyrirferð þvottsins. Það er algerlega engin óþarfa vattiseyðsla . . . . og þarf aldrei að nola upp aftur kalt, óhreint þvotia eða vindingavatn! Þér sparið marga tugi potta af heitu, hreinu vatni á ári hverju þar sem sannarlega um það munar . . . . í heitavatnsgeyminum yðar! ÞÉR GETIÐ VERIÐ VISS EF ÞAÐ ER Wbstinghouse Sjáið sjðhvarpsins h<-/.t« sýningu “Studio One” á mánudagskvöldum kl. 10 síðdegls. Hjá næsta Westinghouse-sala yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.