Lögberg - 29.09.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.09.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1955 Lögberg GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Holt og skemtilegt lesefni EIMREIÐIN, apríl—júní 1955, hefir Lögbergi fyrir nokkru borist í hendur, en dráttur orðið á að minnast ritsins fyr en nú. Að öllu athuguðu, munu skoðanir lítt skiptar um það, að Eimreiðin sé eitt allra vandaðasta tímaritið, sem gefið er út á íslandi um þessar mundir; ritstjórinn, hr. Sveinn Sigurðs- son, er ritfær með ágætum, maður djúpvitur og skáld gott, en umfram alt annað víðsýnn ættjarðarvinur, eins og for- ustupistlar hans „Við þjóðveginn“, bera svo glögg merki um; þeir svipmerkjast af sannleiksást og fölskvalausum umbóta- vilja. I forustugrein þessa umrædda heftis farast Sveini rit- stjóra orð á þessa leið: „Frelsishugsjónin er annað og meira en sjálfbirgingslegt ofmat á eigin ágæti, sem telur sér alt leyfilegt. Hún er sjálfsögun, skýr greinarmunur góðs og ills, hæfileiki til að sjá hið rétta í hverju máli og fylgja því fram til sigurs, án tillits til eigin hagnaðar. Hún er fólgin í mótspyrnu gegn pólitískri harðstjórn og vörn gegn henni. Hún er jafnvægið milli réttinda einstaklingsins og heildarinnar, vörnin gegn því, að vissum meðlimum hennar megi takast að sitja yfir hlut fólksins á þess kostnað. Hún er samvizkufrelsi í fylzta skiln- ingi, skoðana-, tal- og ritfrelsi innan takmarka velsæmis og með tilliti til sannleika og réttlætis gagnvart meðbræðrunum. Hún er einstaklingsréttur vor til að breyta svo sem sam- vizkan býður og á þann hátt, sem hverjum hentar bezt, á meðan sú breytni skaðar ekki aðra. Hún er andstaðan gegn þeirri ómensku, sem þegir við öllu röngu, hvort sem ræður heigulsháttur, ótti við óþægindi eða andleg leti. Hún er í stuttu máli samnefnari alls þess, sem fegurst er og bezt í fari voru, þess, sem gefur lífinu varanlegt gildi.“ Ofanskráð skilgreining Sveins ritstjóra á frelsishugcjón- inni, er svo þrauthugsuð og fagurlega sögð, að annað er óhugsanlegt, en hún rumski við einhverjum í fylkingum þeirra, sem haldnir eru af illum öndum og svo sljófskygnir, að þeir halda að mannfrelsið komi alveg af sjálfu sér og ekkert j)urfi á sig að leggja því til verndar. Með hliðsjón af verkfallinu mikla á íslandi seinnipart síðastliðins vetrar, kemst Sveinn ritstjóri í áminstri forustu- grein þannig að orði: „Það, sem af er þessu ári hafa sífeldar deilur um kaup og kjör lamað framleiðslu þjóðarinnar. Verkfall það hið örlagaríka, sem hófst aðfaranótt hins 18. marz 1955, stóð nákvæmlega í 6 vikur. Því lauk aðfaranótt 29. apríl, og vinna hófst aftur þann dag. Árangurinn varð, eins og kunnugt er, 10% hækkun á útborguðu kaupi, ásamt nokkrum öðrum breytingum. Þrátt fyrir ítarlega rökstuddar, opinberar skýrslur um gagnsleysi síhækkandi kaupskrúfu, samfara jafn síhækkandi verðlagi, sem svo aftur birtist í nýju gengis- falli íslenzkrar krónu, hefir enn ekki tekizt að stöðva hina miklu blekkingu, þótt fjöldi manna úr öllum stéttum hafi þegar komið auga á hana.“ í hugleiðingum Sveins ritstjóra um landsins gagn og nauðsynjar, má tíðum finna meiri og haldbetri fróðleik en í dómadagslanglokum, sem dagblöðin þráfaldlega flytja til að hylma yfir sannleikann og villa almenningi sýn. — Þetta Eimreiðarhefti er fjölbreytt að efni og hefir til brunns að bera mörg verðmæti bæði í bundnu máli og óbundnu. „Ást og blóm“, smásaga eftir Þóri Bergsson, er snildarlega samin, og vel og maklega minnist Jón Dúason sænska fræðimannsins og Islandsvinarins Ragnars Lundborg, er manna bezt skýrði og varði þjóðréttarlegan málstað íslands í sjálstæðisbarátt- unni miklu 1908. Ritgerð Þórodds Guðmundssonar „Um strauma og stefnur í íslenzkum nútímabókmentum“, er bæði of löng og of stutt, svo hægt sé að gera þeim rithöfundum, sem gerðir eru að umtalsefni jöfn og hlutdrægnislaus skil, auk þess sem hún er óþarflega laus í vöfum. Tvö kvæði eftir ungan Austfirðing, Þorbjörn Magnússon frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð flytur Eimreiðin að þessu sinni, og nefnast þau „Skrifað í sandinn“ og „Heimspeki hjartans“, og fer hér á eftir fyrsta og síðasta vísan úr því síðarnefnda: Ef sál þín er annað hvort sjúk af þrá eða særð af máttvana trega, líttu í barm þinn og leitaðu þá hins liðna og ógleymanlega, því fjarlægðin gerir fjöllin blá og færir til betri vega. --------0-------- En vökum og kyndum varðelda þá, veginn svo aðrir greini. Barnið í sál þinni bægi þér frá að blindast af vanans meini. Hinn sárasti harmur er harmurinn sá, að hjarta þitt verði að steini. Freistandi væri að birta fleiri sýnishorn úr þessari ný- komnu Eimreið, þótt þess gerist ekki í raun og veru þörf; en á það vill Lögberg leggja áherzlu, að aukin útbreiðsla Eimreiðarinnar, er engan veginn smávægilegt þjóðræknis- atriði, sem holt væri að sem allra flestir sintu. Eimreiðina má panta í Bókabúð Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. S. E. BJÖRNSSON: Si Ifurbrúðkaupskvæði ARNÞÓR OG MAGNEA SIGURÐSSON í ÁRBORG — 25. sepl. 1955 — Sem Eden íslenzkra byggða Árborg á verði stóð. „Ástkæra, ylhýra málið“ var iðkað við söng og ljóð, og ástin þar var íslenzk í eðli sínu, og góð. í eðli sínu er ástin ekki tómt skrifað blað: í kjarna hennar er kyngi, sem kemur hjartanu af stað, og blóðið örfar í æðum. Ýmsir kannast við það. Byggðin var enn í bernsku, og börnin, sem fæddust þar, hlutu að elska hvert annað: Ýmislegt til þess bar. „Holl eru heimatökin“. Hér þetta augljóst var. Arnþór og Magnea eiga og áttu sinn bústað þar. Allt, sem hann var og átti um ævina, hennar var; við öllum spurningum ávalt var Arnþór hið rétta svar. Hún gekk þar fremst í fylking með fasta og trygga lund. örugg í áframhaldi æskunni rétti mund; glatt viðmót frá innra eldi hún átti á hverri stund. En það þarf skarpan skilning að skynja ’in huldu rök og veðurfar allra átta með ýmisleg þrælatök og hafa hönd til að rétta hverjum, sem berst í vök. Sem Eden íslenzkra byggða Árborg á verði stóð. Arnþór og Magnea eiga þar ennþá hús og lóð. Þau eiga svo mikið meira í minninga ríkissjóð. Þau eiga svo mikið meira: mannvæna syni þrjá, er hafa þeim gleði gefið. Ei gullvægra heimur á en æskunnar brek og brosið bernskunnar ásýnd frá. Eg votta þeim heiðurshjónum hjartans þökk fyrir allt hið liðna, á förnum leiðum: lífsstarfið, þúsundfalt, og manndóm, sem meir er verður en miljóna skrautið valt. Áhugi landa minna . • Framhald af bls. 2 Fyrirleslurinn við Sorbonne Einna minnisstæðastur er mér fyrirlesturinn, sem ég hélt við Sorbonneháskólann í París hinn 1. des. í fyrra. Á'heyrendasalurinn var svo troðfullur, að fólk sat saman- þjappað á gólfinu frammi við fyrirlestrarpallinn. Mér þótti líka dálítið kátlegt, þegar nokkrir Islendingar, en þeir voru fjölda margir meðal áheyrenda, komu til mín að fyrirlestrinum loknum og spurðu mig, hvar ég hefði eiginlega tekið allar þessar óviðjafnalegu myndir á ís- landi? — Þeir yrðu að fara að skoða landið sitt betur, þegar heim kæmi! — Já, það er nóg til að taka myndir af á ís- landi — sem ég lifi, — segir hinn hressilegi franski ferða- maður. — Jafnvel, þótt hann rigni! í fríslundum sínum Þess má geta, að M. And- rault hefir algerlega endur- gjaldslaust haldið alla fyrir- lestra sína um ísland. Þetta kynningarstarf hans hefir, sem að líkum lætur, kostað hann ærna vinnu og fyrir- höfn, sem hann hefir lagt á sig í frístundum sínum. Hann hefir í hyggju að skrifa bók um íslandsferðir sínar, þegar honum vinnst tími til — og þegar í sumar hafa komið hingað allmargir franskir ferðamenn, sem áhuga hafa fengið á íslandi fyrir kynn- ingarstarfsemi hans. — Og M. Andrault er áreiðanlega ekki af baki dottinn í því starfi sínu. —Mbl. CrissXCross (Patented 1945) French Shorts Fara alveg sérstaklega vel, meC teygjubandi um mittiC — einka- leyfS — hnept með sjálfvirku ‘‘Criss X Cross” að framan, er hið bezta lltur út, búið til úr efnisgððri kembdri bðmuU. Auðþvegin . . . engin strauing . . . sézt lítið á við brúkun . . . Jersey er við á.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.