Lögberg - 20.10.1955, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1955
75 ára afmæli Argyle-byggðar
1880—1955
íslenzka byggðin í Argyle
átti 75 ára afmæli á þessu
sumri, og hérlenda mann-
félagið á þessum slóðum á
sömuleiðis 75 ára afmæli. Var
þessa atburðar minnst með
hátíðahaldi, sem stóð yfir í
3 daga í Glenboro, 1., 2. og 3.
júlí. Sló íslenzka og hérlenda
mannfélagið saman með þetta
hátíðahald, og gekk það allt
prýðilega. Fimm Islendingar
frá N. Islandi skoðuðu og
námu land í Argyle seinni
part sumars 1880, og voru þeir
fyrstir allra Islendinga að líta
augum þá fögru byggð, og
með því hófst íslenzka land-
námið þar. Þessir 5 Islend-
ingar höfðu allir verið frum-
herjar í N. íslandi. Þeir
fóru til baka um haustið og
sátu í N. íslandi um veturinn,
en fluttu um vorið til Argyle,
og margir fleiri, og liðu ekki
mörg ár þar til hún (Argyle)
var albyggð.
F. S. Friðriksson, 96 ára.
Heiðursgeslur á 75 ára
hálíðinni.
Nöfn þeirra 5, sem fyrst
komu eru öllum Islendingum
kunn, og saga þeirra. En þeir
voru:
(1) Sigurður Kristófersson
frá Ytri-Neslöndum við Mý-
vatn, (2) Kristján Jónsson frá
Fellsseli í Köldukinn, og síð-
ast frá Héðinshöfða (3) Skafti
Arason frá Hringveri á Tjör-
nesi, (4) Halldór Árnason frá
Sigurðarstöðum á Sléttu, og
(5) Friðbjörn S. Friðriksson
frá Hóli á Melrakkasléttu. Er
hann sá eini af þessum 5, sem
enn er á lífi. Var hann einn
æðsti heiðursgestur á hátíð-
inni. Skafti Arason dó 26. júní
1903, Kristján Jónsson 30.
maí 1919, Sigurður Kristó-
Fred Frederíckson, formaður
75 ára hátíðarnefndarinnar og
dótturböm hans tvö
Dr. R. E. Helgason, meðlimur
75 ára hálíðarnefndarinnar
fersson 27. marz 1921, og Hall-
dór Árnason 22. sept. 1932.
Sjá söguþætti þessara 5
frumherja í Sögu Islendinga
í Vesturheimi IV. bindi, bls.
34—46. Það er sagt í sögu-
þætti Halldórs Árnasonar, að
hann hafi búið rúm 60 ár í
Argyle. Það er prentvilla;
hann bjó þar rúm 50 ár (52).
Hr. Fred Frederickson, stór-
kaupmaður, sonur F. S. Frið-
rikssonar landnámsmanns,
var formaður hátíðarnefndar-
innar, sem var vel skipuð;
átti hann ekki lítinn þátt í
því, hvað hátíðin lukkaðist
vel. Hann sýndi þar bæði
dugnað og frábæra smekkvísi.
Aðrir Islendingar í hátíðar-
nefndinni voru B. S. Johnson,
Dr. R. E. Helgason, séra Jó-
hann Frederickson og A. E.
Frederickson; en um allt var
hin bezta samvinna, og al-
menn ánægja með hátíðina.
Hátíðin byrjaði 1. júlí kl.
1.30 með skrúðgöngu (Parade)
um öll helztu stræti bæjar-
ins, og var stórkostleg; var
það óefað ein stærsta og
prýðilegasta skrúðganga, sem
sést hefur í smærri bæjum.
Þar var fjöldi af „floats“,
smekklega útbúin og puntuð,
og var íslenzka tillagið lofað
ekki síður en það hérlenda,
þó minna væri að vöxtum.
Ekki verður skrúðgöngunni
lýst nema lítillega. Þar voru
landbúnaðarvélar af öllu tagi,
vegagerðarvélar og eldvélar
(slökkviliðs), sem sýndi greini
lega þróunina á þessum 75
árum, þar voru bílar fornir
og nýir. Sveit manna á reið-
hjólum og hestum ríðandi óg
keyrandi. Þar var Rauðarár-
kerra a. m. fl. Ýms skóla-
héruð tóku þátt í skrúðgöng-
unni með „floats“, einnig
mörg félög og einstaklingar;
voru þau mörg falleg og til-
komumikil og til sæmdar.
Mun Fjallkonan þó hafa átt
flesta aðdáendur. Skrúð-
gangan nam staðar í sýning-
argarðinum vestan við bæinn.
Þar var múgur og margmenni
og þar fór skemtiskrá fram,
ræðuhöld, söngur og hljóð-
færasláttur. Stjórnaði Mr. F.
M. Ferg, Q.C., fylkisþing-
maður skemtiskrá. Ræður
fluttu þar eftirfylgjandi Is-
lendingar: F. Frederickson,
H. S. Sveinsson, oddviti
(Reeve) Argyle-sveitar, Dr. R.
E. Helgason, forseti Glenboro
Chamber of Commerce, og
Dr. Tryggvi J. Oleson, kenn-
ari í Miðalda-sögu við Mani-
tobaháskólann. Flutti hann
aðalræðuna, er hann fæddur
og uppalinn í Glenboro. Séra
Jóhann Fredriksson flutti
bæn, og las ávarp frá Hr. F. S.
Friðriksson, sem hann hafði
samið til hátíðarinnar. (F. S.
F. er fæddur á Hóli á Mel-
rakkasléttu 9. jan. 1859, hann
er því senn 100 ára, já, áður
en varir. Hann hefur verið
maður bjartsýnn og léttlynd-
ur, prúðmenni og hinn mesti
snyrtimaður. Heill og heiður
sé honum).
Þann 2. júlí voru boltaleikir
aðalþátturinn að deginum;
tóku þátt í þeim flokkar frá
7 bæjum og dró það múg og
margmenni. Að kvöldinu var
mikil og vegleg samkoma í
skautaskálanum (Rink), aðal-
lega söngur og hljóðfæra-
sláttur (Concert). Þar söng
frú Elma Gíslason frá Winni-
peg með fullum krafti, og
sinni vanalegu listhæfni. Hún
er fædd og uppalin hér í
þessu umhverfi. ■— Einnig
skemtu með. söng þau séra
Eric H. Sigmar og frú Svava,
endurfædd með nýjum lífs-
krafti, fyrir skömmu komin
úr Islands- og Norðurálfuför
Björn S. Johnson, meðlimur
75 ára hátíðarnefndarinnar
sinni. Hr. Fulton Frederick-
son frá Edmonton, sonarsonur
F. S. F. kom þarna líka fram,
og sýndi list sína.
Á sunnudaginn 3. júlí var
sameiginleg guðsþjónusta í
kirkju, sem var „há til loíts og
víð til veggja“. Með öðrum
orðum var prédikað undir
beru lofti, við fjölmenna að-
sókn. Prestarnir, sem þjón-
uðu, voru þeir séra K. K-
Ólafsson, sem þjónaði Argyle-
prestakalli frá 1925 til 1930, og
á hér marga vini, einnig
meðal hérlendra, og séra Fred
Douglas frá Winnipeg. (Nefni
ég hann, þó hann sé ekki ís-
lenzkur; hann er fæddur og
uppalinn hér, er ágætur mað-
ur og hefir unnið sér frægðar-
orð í Winnipeg fyrir mannúð-
arstarf og dugnað). Sameinað-
ur kór hafði kirkjusönginn
með höndum. En Mrs. Elma
Gíslason söng Solos. Allt fór
Framhald á bls. 7
B. E. M.
Television Service
r'
• Factory Trained >
Technicians. í
• All Work Guaranteed. '
• Swift Efficient Service.
Phone 75-2875
178G Logan Ave.
WINNIPEG 3
"IN THE WAKE OF THE STORM"
BY LAUGA GEIR, EDINBURG, N. DAKOTA, U.S.A.
A Three Act Play, Based on Icelandic Pioneer Life in
Norlh America.
Wlll be presented by The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E.
On Monday and Tuesday Evenings,
November 14th and 15th
Concert Auditorium of the Federated Church
Banning St. and Sargent Ave.
This is the prize winning play in the competition sponsored by the
Chapter.
What You Should Know About Your
Water Heating Equipment
• Do you have ample hot water?
• Is your water heater automaiic?
• Can you depend on years of trouble-free service?
• Does your tank have quick recovery?
• Is your tank guaranteed for 25 years?
If you have to answer NO to any of the above questions
then you are not getting ful value from your present water
heater. This situation can be remedied by having one of
our water heating experts give you free advice on your
water heating equipment—whether it be for small homes
or apartment blocks. Simply contact CITY HYDRO’S
MERCHANDISE BRANCH, 405 Portage Avenue, for a man
to call.
City Hydro’s copper water heaters consist of two thermo-
stats, two immersion type water heaters and features the
Everdur tank guaranteed for 25 years.
No. 40 (30 imperial gallons)...*..$189.50
No. 52 (40 imperial gallons) $219.50
---------------CLIP HERE----------------
FREE ADVICE
I would like to know more about my water
heating equipment.
Name..............................
Address.......................-....
Mail to CITY HYDRO, 405 Porlage Avenue
I
I
I
I
I
I'
I
I
I
/
405 PORTAGE PHONE
east of Kennedy 96-8201