Lögberg - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.12.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955 Lögberg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager UtanAskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fynrfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 HÚNVETNINGA UÓÐ EFTIR SEXTÍU OG SEX HÖFUNDA Rosberg G. Snædal og Jón B. Rögnvaldsson söfnuðu og sáu um útgáfuna. 339 blaðsíður. Akureyri. Prenl- verk Odds Björnssonar, H.F. 1955. Bókin er helguð Húnvelningafélaginu á Akureyri. Sá fagri siður hefir færst í vöxt á íslandi hin síðari ár, að átthagafélög tæki sér fyrir hendur, að safna til og annast um útgáfu héraðslýsinga, eða þá sýnishorna af ljóðagerð nú- lifandi kynslóða í hinum ýmissu landsfjórðungum; hefir þetta orðið unnendum hins skráða máls ósegjanlegt fagnaðarefni, því þó vitað sé að misjafn finnist sauður í mörgu fé, verða naumast skiptar skoðanir um það, að sérhver landshluti út af fyrir sig, búi yfir nokkurum þeim ljóðrænum verðmætum, er gagn sé í og gróði, að komi fyrir almenningssjónir. Hér verður engin tilraun til samanburðar gerð á þessu nýja ljóða- safni við þau hin eldri hliðstæðrar tegundar, sem vér höfum kynst,enda verða þau öll að sjálfsögðu, að standa og falla á eigin merg, eins og alt annað, sem mannleg hugsun framleiðir. Af hinum þjóðkunnu skáldum Húnvetninga skipa öndvegi í þessari bók dr. Sigurður Nordal, Páll Kolka, séra Sigurður Norland, Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í Svartárdal, Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi og þeir Guðmundur og Jóhann Freemann; sýnishorn af ritverkum þeirra verða hér eigi birt, enda eru lesendum Lögbergs þau að verulegu leyti kunn, vegna úrvals úr ljóðum þeirra, sem þeim hefir veitzt að- gangur að í blaðinu frá ári til árs. Þess vegna verður hér fremur vakin athygli á nokkrum skáldum úr Húnaþingi, sem lítið hafa látið yfir sér, en hafa engu að síður lagt fram fallegan skerf til íslenzkrar ljóðlistar. Á blaðsíðu 147 standa þessi athyglisverðu erindi eftir Ingibjörgu Sigfúsdóttur frá Forsæludal í Vatnsdal, sem nú er búsett á Refsstöðum í Víðidal, er nefnast „Fyrr og nú“: Aður taldi íslenzk þjóð óðsnildina gæði. Samin voru og lesin ljóð, lærð og sungin kvæði. Nú má kaupa þessi þjóð þrykt og gylt í sniðum, í gerviskinni, gerviljóð af gerviljóðasmiðum. Hlýleg og strengmjúk eru ljóð Hallgríms Th. Björns- sonar frá Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu, svo sem ráða má af eftirgreindum vísum, er höfundur nefnir „Þrá“: Það er vorið með æskunnar unað, ástir, faðmlög og söng, sem heitast af hjarta eg þrái haustkvöldin döpur og löng. En svo þegar vorsólin vermir, og vöxtur í sál minni býr, þrái eg heitast haustið, húm þess og ævintýr. Vísa Ásu Jónsdóttur frá Ásum, „Hamingjan“, er hvorki hugsuð né sögð út í hött: £g veit þú átt heima í heilbrigði manns, hrekklausum vilja og sterkum. Samt er þín leitað í drykkju og dans, draumum og myrkraverkum. Rósberg G. Snædal er höfundur vísunnar „Mannlýsing“, sem hér fer á eftir: Eyddu sorg í iðu glaums úti á torgum sviðnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu að morgni liðnum. Valdimar K. Benónýsson frá Kamshóli í Víðidal er maður ljóðrænn með ágætum og tillag hans til bókarinnar þakkarvert; hann yrkir snild- arlegar ferskeytlur svo sem vísurnar um Jón S. Bergman bera svo glögg merki um: Feigðin leggur björk og blóm, blandar dregg í skálar. Nærri heggur dauðadóm, dult á vegginn málar. Falleg kvæði á í þessari bók Gunnlaugur P. Sigur- björnsson á Ytri Torfustöðum í Miðfirði og skal hér vitnað í eitt þeirra, „Gröfin mín“. Að undangenginni beryrtri sjálfs- lýsingu kemst skáldið svo að orði: Þannig var hann, því mun eigi þurfa stein á leiðið hans. Virðum líkt og lík af greyi, leifar þessa förumanns. Heyrum ei þótt einhver segi: eigum við að hnýta krans? Nægir að sveig á flagið fleygi Fjallkonan og Guð vors lands. Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal býr yfir ríkri skáldæð og getur verið manna mein- skeyttastur í lausavísum, þó þeirra verði lítið vart í þeim sýnishornum, sem hér um ræðir, en engu að síður sver þessi vísa „Á Þingvöllum“ sig greinilega í ætt: Ég þingmenn háa heyrði þar halda ræður dagsins, ég held þeir séu hornsteinar í heimsku þjóðfélagsins. Gaman hefði verið að vitna í eitt og annað fleira, sem þessi margbrotna ljóðabók hefir til brunns að bera, þó rúm leyfi eigi að slíkt verði gert. Aðeins einn Vestur-lslend- ingur, sprottinn upp úr Húna- þingi, Jón J. Pálmi, sem les- endum Lögbergs er fyrir löngu að góðu kunnur , á ljóð í safni þessu og sómir hann sér þar óneitanlega vel; en naumast hefði það komið að sök, þó sýnishorn af ljóðum fleiri húnvetnskra skálda vestan hafs hefðu flotið með í bókinni. Leynilegi Hún: — Já, en ef ég giftist þér, elskan mín, þá myndi ég missa atvinnuna mína. Hann: — Gætum við ekki haldið giftingunni leyndri? Hún: — Jú, við gætum það, en ef við ættum nú barn? Hann: — Ja, við mundum vitaíilega segja frá því! Owing to weaiher conditions, ihe performances of ihe play "IN THE WAKE OF THE STORM" lo points outside Winnipeg are cancelled for ihe iime being. THE MONTEGO (Model 4V6K) 1 nAttúrlegri stærð 24" mynd í Copper-tone stfL I fagurri omgerð. Má snúa til hliða eftir vild. Páanlegt í Walnut, Mohogany, eða ljðsu Mohog- any . . .Með stðrri 24" mynd. • REYNT AÐ ÞVÍ AÐ VINNA ÁGÆTLEGA WESTINGHOUSE TV Þoð eru til WESTINGHOUSE T.V. eftir hvers eins smekk á viðróðanlegu verði fyrir hvern og einn! ' Pöntunum fylgt sem bezi má verða. • . i Hér er um að ræða björtustu og skýrustu canadiska 24" mynd í góðu kabinetti, af smekklegri og móðins gerð. Westinghouse Montego er töfrandi að formi og fegurð. Það er á ási, er snýst til hliða eftir vild og “Copper- Tone” útliti, ásamt þægindum af “Topline Tuning” og vinnur fjarska vel. Hin volduga “Silver Safeguard” Chassis og “Luma Ray” alumineraðar pípur, er trygging yðar fyrir bjartari og gleggri myndum . . . ávalt. The area-proved 24" Montego sýnir skýrar myndir í náttúrlegri stærð . . . tvöfaldur samkomu hátalari, gefa fullkomnustu skemtun. you can be sure ... if iTs Westinghouse Sjáið og berið saman beztu kaupin hjá næsta verzlara WESTINGHOUSE munal gerd^ ondp

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.