Lögberg - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.12.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955 Merkra tímamóta minnzt við skólasetningu ó Möðruvöllum Or borg og bygð Þjóðræknisdeildin F R Ó N hélt ársfund sinn á mánudags- kveldið. Skrifari, Thor Víking, las skýrslu sína, er bar með sér að deildin hafði leyst af hendi mikið og gott starf á umliðnu ári; hún hafði efnt til ágætra skemmtikvelda. Aðsókn að bókasafninu hefir verið meiri en áður, og skýrði bókavorður og forseti deildarinnar, Jón Jónsson, frá því, að mikið af nýjum bókum væru væntanlegar frá Is- landi. Samkvæmt skýrslu gjaldkera, Jochums Ásgeirs- sonar, er fjárhagurinn í góðu lagi, $273.00 í sjóði. Næst fór fram kosning embættismanna og er nú stjórnarnefnd Fróns þannig skipuð: Forseti Jón Jónsson, endurkjörinn Vara-forseti Steindór Jakobsson Ritari Heimir Thorgrímsson Vara-ritari Ingi Swainson, endurkjörinn Gjaldkeri Jochum Ásgeirsson, endurkjörinn Vara-gjaldkeri Thor Viking Fjármálaritari Benedikt Ólafsson Vara-fjármálaritari Einar Sigurðsson, endurkjörinn. Endurskoðendur: Jóhann Th. Beck Grettir L. Johannson. Að lokum flutti frú Marja Björnssno ýtarlegt erindi um Háskóla íslands; rakti hún að nokkru sögu hans og lýsti hin- um fögru, nýju byggingum skólans, en þær höfðu þau hjónin skoðað, þegar þau heimsóttu Island 1950. Var gerður hinn bezti rómur að erindinu. Um leið og forseti sleit fundi minti hann fólk á Kiljansvökuna, sem haldin verður á vegum Fróns í Sam- bandskirkjunni 10. desember. The Viking Club heldur kvöldskemtun í áðal borðstofu Empire hótelsins Main & York á föstudags- kvöldið þann 2. desember næstkomandi, kl. 8. Þar fá .menn aðgang að margs konar hollum hressingum og dansi. Miss Sandra Öxholm skemtir með sýningum skrautdansa. Aðgangur að samkomunni einungis $1.50 á mann. ☆ Kvenfélag Sambandssafn- aðar heldur sitt árlega kaffi- boð í EATON’s Assembly Hall á þriðjudaginn 6. desember frá kl. 2 til 4.45 e. h. Forsetinn, Mrs. G. S. Eirik- son, tekur á móti gestum ásamt Mrs. O. Pétursson, Mrs. G. Arnason og Mrs. P. M. Pétursson. Við kaffiborðin verða Mrs. A. G. Eggertson, Mrs. F. Ben- son, Mrs. K. W. Johannson, Mrs. P. Goodman, Mrs. G. Gottfred og Mrs. W. Kristjan- son. Félagskonur, er hafa um- sjón með kaffiveitingum, matarsölu og útsölu á hann- yrðum, eru Mrs. S. E. Bjorn- son, Mrs. S. B. Stefansson, Miss M. Pétursson, Mrs. B. E. Johnson, Mrs. S. Sigurdson, Mrs. J. F. Kristjansson, og Miss G. Sigurdson. Þetta árlega samkvæmi hefir verið mjög vinsælt, og vonast er eftir að sem flestir noti þetta tækifæri til að hitta kunningja sína og um leið styrkja gott málefni. — Margir og góðir munir verða á boðstólum, auk ýmsra teg- unda af kaffibrauði. Nefndin ☆ Mrs. Sigríður Sigurgeirsson frá Duluth kom til borgar- innar í fyrri viku í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. J. C. Sigurgeir- son, Asa Court. ☆ Mr. Elmer Nordal will be soloist at the performance of “In the Wake of the Storm.” MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Barming Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 4. des.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson The Beiel Old Folks Building Campaign Commiilee for Piney, Manitoba, is Skafti V. Eyford, Chairman Mrs. Bertha Bjornsson Mrs. E. Thorvaldson Mrs. N. Hvanndal Stefan Stephanson. Tengdamóðirin var að leggja af stað heim á leið og sagði við tengdason sinn daginn áður en hún fór af stað: — Heyrðu, góði minn, manstu hvenær áætlunarbíll- inn fer á morgun? — Hann fer nákvæmlega eftir sextán klukkustundir, sjötíu mínútur og þrjátíu sekúndur, kæra tengda- mamma, svaraði tengdasonur- inn. Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Menntaskólinn á Akur- eyri var settur í gær og fór skólaseningin fram að Möðruvöllum í Hörgárdal í minningu þess, að á þessu hausti eru liðin 75 ár frá því að Möðruvalla- skóli var settur í fyrsta sinn. Skólasetningin fór fram í Möðruvallakirkju og hófst með guðsþjónustu. Séra Sig- urður Stefánsson, prófastur, messaði. Síðan flutti Þórarinn Björnsson, skólameistari, ræðu, og bauð fyrst og fremst velkomna gamla Möðruvell- inga, sem viðstaddir voru. Las hann kafla úr skólasetningar- ræðu Hjaltalíns skólastjóra, er hann setti skólann í fyrsta sinn 5. okt. 1880. Sagði Þórar- inn, að starfssögu þessarar menntastofnunar m æ 11 i skipta í þrjú tímabil, alþýðu- skóla Hjaltalíns á Möðruvöll- um, gagnfræðaskóla Stefáns Stefánssonar og síðast mennta skóla Sigurðar Guðmunds- sonar á Akureyri. Nemendur og kennarar Skólinn hefir útskrifað 988 stúdenta og 2453 gagnfræð- inga. í gamla Möðruvallaskól- anum voru alls 372 nemendur, og eru 65 þeirra enn á lífi, þar af tveir frá fyrsta ári, þeir Árni Hólm, fyrrverandi kenn- ari á Akureyri, og Þorleifur Jónsson fyrrverandi alþingis- maður í Hólum. Við Möðru- vallaskóla störfuðu alls 10 kennarar en við Akureyrar- skólann 100. Sá kennari, sem lengst hefir starfað þar, er Jónas Snæbjörnsson, samtals 41 ár, eða frá 1914. Þá gat skólameistari þess, að í vetur yrðu 295 nemendur í Menntaskólanum á Akur- eyri og er það 25 fleiri en í fyrra. Verða 160 í heimavist skólans. Að lokinni ræðu skóla- meistara flutti Bjarni Bene- diktsson menntamálaráðherra ávarp og afhenti skólanum að gjöf málverk af séra Arnljóti Ólafssyni, sem kallaður hefir verið faðir Möðruvallaskóla. Örlygur Sigurðsson hefir gert málverkið eftir frummynd Sig Guðmundsson, málara. — Málverkið er gjöf frá ríkis- stjórninni. Þar næst flutti Steindór Steindórsson menntaskóla- kennari ágrip af sögu skólans. 1 gærkveldi bauð Menntaskól- inn á Akureyri gömlum Möðruvellingum, sem staddir eru á Akureyri, til samsætis í hinu nýja heimavistarhúsi, og átti Páll Hermannsson, fyrr- verandi alþingismaður, að flytja þar aðalræðuna. —TIMINN, 16. okt. Dánarfregn Látinn er að heimili sínu við Camp Morton, Man., þann 17. nóv Thorsteinn Sigurður, landnámsmaðru: og bóndi þar. Hann var fæddur að Gimli, 5 nóv. 1879, sonur landnáms- hjónanna Jóhanns Sigurðs- sonar Sigurðar, frá Grenivík við Eyjafjörð og konu hans Jóhönnu Jónatansdóttur frá Hríshóli í Höfðahverfi. Hann ólst upp í grend við Gimli og í Selkirk. Þann 28. nóv. 1901 kvæntist hann Guðlaugu Sesselju Pétursdóttur Eyjólfs sonar landnámsmanns í Höfn við Camp Morton. Hún and- aðist í marz 1943. Börn þeirra eru: Thorsteinn, búsettur í Winnipeg, kvæntur Helen Golinski. Ingibjörg, Mrs. E. Einars- son, Camp Morton. Pétur, heima. Jóhanna, Mrs. Karl Thor- lakson, Camp Morton. Rósbjörg, heima. Baldur, kvæntur Lillian Johnson, Camp Morton. Tíu barnabörn hins látna eru á lífi, og einnig þrír bræður: Júlíus, Camp Morton. Mike í Matlock. Stanley í Selkirk. Thorsteinn var maður trú- verðugur og skyldurækinn, snillingur til verka, og barð- ist sigrandi lífsbaráttu. Inni- legt samband tengdi hann við börn hans og ættmenni. Voru börn hans honum indælt sam- verkafólk, lifðu flest í grend við hann; sum þeirra hafa al- drei að heiman farið. Hann naut ágætrar umönnunar þeirra í langri sjúkdómslegu. Útför hans fór fram frá heimili hans, þann 21. nóv. að mörgu fólki viðstöddu. Jarð- sett var í Gimli-grafreit. S. Ólafsson TEAMWORK Hvort hcldur bað eru menn á fótboltaHvícði eða bæmlnr í HíimvinnufélÖKum, er vist, að sam- starfið borgar sig. f þrjátíu ár bafa kornræktarbændur í Manitoba samvizkusamlrga unnið að samvlnnusamtökum sínum. Og þeir hafa lært margt af reynslumni. Nú eru »5,000 kornrækktarbændur virkir þátt- takenudr í 211 samvlnnukorntilöðum, sem ■nynda Manitoba Pool Klevators. Þeir hafa sjálfir skipulagt þau fullkofnustu markaðs- samtiik fyrir framleiðslu sína, sem hugsanleg eru. Þessir bændur eiga og ráða yflr þessum stofnunum og gcra sér þa-i- undirgefnar. MANIT0BA P00L ELEVAT0RS "INTHEWAKE OFTHE STORM" BY LAUGA GEIR, EDINBURG, N. DAKOTA, U.S.A. A Three Acl Play, Based on Icelandic Pioneer Life in North America. Will be presented by The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. in the Concert Auditorium of the Federated Church Banning St. and Sargent Ave. On Friday Evening. December 2nd, 1955 Proceeds to the “Betel” Building Fund This is the prize winning play in the competition sponsored by.the Chapter.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.