Lögberg - 01.12.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1955
5
'WWVWWWWWWWVWWWWWWWWVWV
ÁHLGAMÁL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
B E T E L
Betel var stofnað fyrir
meir en fjörutíu árum fyrir
atbeina lúterska kvenfélags-
ins í Winnipeg og kirkju-
félagsins, en heimilið hefir frá
upphafi notið stuðnings Is-
lendinga almennt; trúarskoð-
anir hafa ekki komið til
greina.
Það má segja að íslendingar
hafi tekið meira ástfóstri við
Betel en nokkra aðra stofnun
sína, svo sem gjafalistarnir, er
að staðaldri hafa birzt hér í
blaðinu, gefa til kynna. Með
gjöfum sínum, smáum og
stórum, hafa þeir leitast við
að votta hinum íslenzku
frumherjum, er þeir áttu svo
mikið upp að unna, virðingu
sína og þakklæti. Og Betel
hefir veitt fjölda af eldra
fólki, er ekki áttu annað at-
hvarf, áhyggjulitla og rólega
daga hin síðustu æfiár þeirra.
Stofnunin ávann sér með
réttu heitið „Ánægjuríka sól-
setursheimilið“.
Stofnun og starfræksla
Betels vakti íslendinga til
meðvitundar um skyldur
þeirra gagnvart ellimóðum og
hrumum þjóðbræðrum þeirra.
Og þeir stofnuðu önnur elli-
heimili þar sem þeirra var
þörf. Betel hafði skapað for-
dæmið. En nú er svo komið,
að þetta fyrsta elliheimili ís-
lendinga, sem þeim hefir
jafnan verið svo kært, þarfn-
ast mikillar fjárhagslegrar
aðstoðar til þess að endur-
bæta og auka húsakynni þess
þannig að hægt sé að veita
móttöku þeim mörgu, sem
sækja um vist á heimilinu og
ekki eiga í annað hús að
venda.
Fjársöfnunarnefnd h e f i r
verið skipuð, svo sem skýrt
frá í íslenzku blöðunum, og
væntir hún þess, að íslend-
ingar hvarvetna hlaupi nú
drengilega undir bagga sem
fyrr, og tryggi með ríflegum
fjárframlögum framhaldandi
rekstur þessarar þörfu mann-
úðarstofunar.
Betel hefir stundum verið
nefnt óskabarn Vestur-Islend-
inga og víst hefir þeim þótt
vænt um það og verið stoltir
af því. Þeir munu ekki bregð-
ast því.
☆ ☆ ☆
Húsfreyjustörf eru
aldrei leiðinleg
— nema húsfreyjan
sé það sjálf
Svo sagði formaður Sam-
bands danskra húsmæðra-
félaga fyrir nokkru, er sam-
bandið hafði fræðsluþing
fyrir skömmu.
„Störf húsfreyjunnar eru
aldrei leiðinleg,“ sagði frúin,
„nema konan sé það sjálf.“
Húsfreyja verður að sinna
skrifborðsvinnunni
Formaður sambandsins hélt
ræðu og ræddi um: „Altari
nýjungarinnar“. Hún sagði
frá tilraunum, sem gerðar
hefðu verið og að húsfreyjur
yrðu að fylgjast vel með í
öllu. Starf húsmóðurinnar
heimtar stöðugt endurbætur
og endurnýjun. Hún er alltaf
að læra. — Konur í sveitum
Danmérkur fylgjast vel með
hvernig búinu vegnar, þær
vita nákvæmlega hvernig fjár
hagurinn er, — langflestar.
Þetta á svo að vera. — Það er
hægt að vinna sér inn pen-
inga með handavinnu og
handavinna er þörf á öllum
heimilum, en húnfreyjan
þarf líka að nota skrifborð
sitt.
Á húsmæðraþingi í Noregi
var því haldið fram, að sá
tími, sem færi í að gera
áætlun um störf og útgjöld
væri þýðingarmeiri en vinnu-
tíminn sjálfur. Og af Svíum
var því haldið fram, að fær
húsfreyja væri fær þjóðfélags
borgari.
Þegar nægar vörur eru á
boðstólum verður húsfreyja
að kunna að velja og hafna.
Hún verður og að þekkja
vöruverð og vörugæði og
haga kaupum sínum eftir því
sem heimilinu hentar bezt.
Hún verður alltaf að vera
vakandi og á verði um vel-
ferð heimilismanna og hag
heimilisins.
Virðing fyrir húsfreyju-
starfinu
Á fræðsluþingið komu tvær
konur, sem voru ráðgjafar
húsmæðra. Sögðu þær frá
ferð sinni til Ameríku og að
þar væri margt að læra. Þar
er starf húsmæðra mjög
mikils metið. Sést það meðal
annars á því hversu mikil
rækt er lögð við húsmæðra-
fræðsluna og menntun hús-
mæðraráðgjafa. Þær þurfa að
stunda nám í 4 ár áður en þær
geta orðið „kandidatar“. Auk
þess getur húsmæðraráðgjaf-
inn gengið í háskóla og tekið
þar B.A. eða doktorspróf.
Húsmæðraráðgjafar eru laun-
aðir af ríkinu og þykir mikils
um vert að þær konur fái
sem bezta menntun. Þegar
þær hafa unnið starf sitt í 6
ár geta þær fengið orlof í
hálft ár, með fullum launum..
Vilji þær fá heils árs, til þess
að afla sér frekari menntunar,
fá þær helming launanna.
Ekki gerði hún það!
Faðirinn: — Mér finnst María
alltof ung til þess að giftast.
Hún ætti bara að bíða róleg
þar til hinn rétti kemur.
Móðirin: — Hví skyldi hún
gera það. Þegar ég var á henn-
ar aldri, gerði ég það ekki!
CANADA: mikilvæg ur
samherji í hinum vestlæga heimi
fCANADAl
Mörg lönd líta til Canada er aukinna fæðubirgða þurfa með, eða hráefnis
fyrir iðnað og framleiðslu þeirra. Með óheftum viðskiftum við aðrar
þjóðir, hefir Canada stuðlað að því að gera líf annara betra.
Canada hefir einnig á annan hátt stuðlað að því að gera heiminn frjálsari
og betri fyrir annað fólk. Það hefir unnið að friði með sameinuðu þjóðunum.
Það hefir lagt til hæfa menn og fé til aðstoðar löndum við virkjun auðs-
uppspretta þeirra og til að bæta ástæður borgara þeirra.
Til þess að sem flestir geti orðið hluthafar í auði þessa lands og þekkingar
borgaranna, hefir Canada unnið að kynningu og góðri sambúð allra þjóða.
Allir canadiskir borgarar skoða þetta sameiginlegt hlutverk sitt.
Þú getur öðlast upplýsingar um hvernig þú eigir að vera góður borgari
með því að snúa þér til ritara í næsta dómhéraði við heimili þitt, eða frá
Canadian Citizenship Branch, Ottawa.
THE DEPARTMENT OF CITIZENSHIP AND IMMIGRATION
OTTAWA CANADA
Hon. J. W. Pickersgill,
ráðherra
Laval Fortier
vara-ráðherra