Lögberg - 19.01.1956, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.01.1956, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 3 Opið bréf tii ritstjóra Lögbergs Business and Professional Cards S. O. BJERRING Framhald af bls. 2 sumar. Svo að ég fór til Sel- kirk í apríl og byrjaði að vinna; var ég kyndari á gufu- bátnum Victoria í þrjú sumur á Winnipegvatni norður til Berence River og fjölmargra staða á báðum ströndum og viðkomum á mörgum eyjum °g árósum. Fjórða sumarið var ég undir-vélstjóri á gufuskipinu Ogema, er sigldi frá Selkirk til Swampy Island og Liltla Saskatchewan fljótsins. Það sumar komu foreldrar mínir °g tvö systkini gift: Þórólfur °g kona hans og 3 stálpuð börn, systir mín Sigurbjörg og maður hennar Gísli Good- man og eitt barn. Við sett- umst að í Winnipeg. Ég fékk stöðuga atvinnu sem kyndari 1 rafstöð Winnipegborgar, sem gengur allt árið. Gísli komst bæði fljótt og vel að atvinnu í matvörubúð, og faðir minn vann hér um bil stöðugt, gætti að og passaði nokkrar mjólkurkýr á beit að deginum til. Þannig höfðum við aðstöðu, sem vel mátti kalla þolanlega, oða betri en við höfðum búist við. Þórólfur fór með konu og börn út í nýlendu, en kom til Winnipeg næsta vor. Um sama leyti var mér vikið frá stöðu minni við rafstöðina. Ég eyddi litlum tíma í að barma mér, en tók sokka og strigabuxur og peninga og ráðgaðist um við föður minn, hvort hann kærði sig um að íreista gæfunnar enn. Við tórum svo og tókum járn- brautarlest til Astoria, sem er smábær á bökkum Columbia fljótsins skammt frá Kyrra- bafsströndinni. Við höfðum heyrt af íslenzkum manni, er Við þekktum að heiman, svo við fórum sem leið liggur, stóðum við tvo til þrjá daga í Vancouver, tókum þaðan fyrsta skip suður til Takoma, Þaðan fórum við með járn- hrautarlest til Portland og siðan með skipi til Astoria. — Asr fundum við ekki mann tann, sem við leituðum að, en kunningja hans, góðan dreng, °g svo fórum við út og fram. Eftir 2—3 daga tókum við °kkur far með léttum bát vestur á fjörur. Við vorum P^rna í Astoria fáar mílur ^ýstur eða innaf brotsjóum f-yrrahafsins. Þar fengum við ^r upplýsingar, að bráðlega ^rði byrjað á innsiglinga- ^hibótum við Columbia fljót- l^> svo að við spurðum um j^rkið: „Það verður byrjað er innan skamms. Ef þið jhjið vinna, þá getið þið ebgið vinnu með því að skilja ^tir nöfn ykkar og heimilis- fS, og læt ég ykkur vita, Y vinna er til fyrir ykkur.“ skildum eftir nöfn okkar heimilisfang í Astoria og j°rUm okkar leið. Eftir 3 daga a®ngum við tilkynningu um homa og fengum þar ágæta vinnu sem entist í 3—4 mán- uði: húsnæði og fæði og $1.50 á dag. Þaðan fór ég til Vic- toria. í fjarveru minni hafði fólk mitt komið frá Victoria, svo við útveguðum húsnæði og fengum vinnu, ekki stöð- uga hvað mig snerti; tók ég því hvað sem bauðst. Ég fór og freistaði lukkunnar í Grocery-búð, hafði þekkt til þess sem drengur. Æi, það misheppnaðist, en við vorum menn með fullu fjöri og ólam- aðir, en höfðum engin efni. Um þessar mundir tóku sér and og reistu heimili nokkrir Islendingar á Point Roberts. Meðal þeirra voru Bent bróðir minn og systir mín og maður hennar. Þau eggjuðu mig til að koma svo ég fór, en ekki einn, því að misseri áður eða- svo, kynntist ég íslenzkri stúlku; felldum við hugi sam- an og giftumst eins fljótt og við gátum. Ó, við unnumst og unnumst ennþá. Hún var tekin frá mér fáum vikum fyrir j 50. giftingarafmælið okkar. — Ó, við vorum svo ástfangin hvort í öðru, áttum engan kaldan eða þöglan dag í nær 50 ára sambúð. — Ég þakka Guði mínum góðum fyrir hana og stundum leyfi ég mér að dvelja við þá hugs- un, að kannske leyfi Guð minn góður okkur að sjást og dvelja saman í eilífðinni. — Ég varð 91 árs þann 3. des. s.l. Geng ég oft 4—5 mílur, rispa þessa skrift og les dagblöðin, ef ég hef bezta sætið. Hún Elínborg ól, fóstraði og lagði grundvöllinn að menn- ingu, sem ég held að sé fágæt, sex drengja, sem allir náðu fullorðinsárum; 5 þeirra eru 1 Victoria og einn að Point Roberts. Við bjuggum í verka fólkshverfi Victoria og vorum blátt áfram verkafólk. Sex heilbrigðir drengir hlaupa og stökkva þar út og inn, kann- ske 20 sinnum á dag, og aldrei fengum við þótta- eða móðg- unarorð frá nábúum okkar eða neinum öðrum. Ég þakka það áhrifum móður þeirra. Einn drengjanna er banda- rískur þegn, hóf háskólanám í Seattle. Hinir eru canadískir borgarar; allir nema hann tóku þátt í ófriðnum. Henry George, Gustav og Christian voru í þrjú ár í Frakklandi; Gustav særðist í Vimi Rigde, en Christian veiktist í skot- gröfunum. Þeir voru fluttir til Englands og náðu þar bata, svo að þeir voru sendir á blóðvöllinn aftur. En Henry George féll viku fyrir vopna- hléið. Tveir þeir yngstu, Samúel og Bent Gestur, voru í flotaliðinu í seinni ófriðnum. Henry var að lesa lög. Gustav er blaðamaður vinnur við Vancouver Sun. Victor er doktor í efnafræði við há- skóla Washington-ríkis í Seattle. Christian er einnig doktur í efnafræði við háskól- ann hér í London. Þeir út- SELKIkK MEIAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frá aS rjúka út meS reyknum.—SkrifiS, simiS til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Day CaU Evenings SUnset 3-3961 50-9803 74-6620 Broadland Service Labs Qualified Technicians Complete Radio and T-V Service John Tnrner 226 Maryland St. Victor Thordarson WINNIPEG skrifuðust frá heimaskólum sínum, Victor í Seattle og Christian hér; samfara nám- inu unnu þeir ýmsa aðra vinnu á öðrum tímum ársins. Christian vann fyrir sér við að keyra möl og sand. En við lok fyrra stríðsins var Canada herinn í Frakklandi; þá var enginn háskóli í London, en þar sem enska stjórnin gerði ráð fyrir að ýmsir Canada- menn gætu og hefðu rétt á að ganga á háskóla þar úr því þeir hefðu ekkert að gera, en yrðu að bíða til vors. Chris tók því sitt fyrsta háskóla- námsár þar þá. Svp þegar hann kom heim, var háskóli þessi hér kominn í gang, hann var því kominn ári lengra og las svo sín 3 ár hér og kallaði svo á bróður sinn Victor að koma og taka 3ja ára námið í efnafræði á MacGill háskóla, sem er stærsti og bezti háskóli Canada; þeir útskrifuðst því sama vorið. Curry, yfirhers- höfðingi Canada, var þá for- seti MacGill háskóla og rétti hann þeim brosandi og vin- gjarnlegur hin dýrmætu skil- ríki. Þeir Victor og Christian höfðu þarna viðurkenningu fyrir sjö ára háskólanám. Ég kalla mig gæfumann, — þann mesta gæfumann, — sem ég hef kynnst. Þessir fimm synir mínir eru allir kvæntir og um leið og ég ann drengjunum alls hins bezta, þá nær gifta mín svo langt og djúpt, ég nefnilega ann þess- um 5 stúlkum eins og þær væru mín eigin börn. Canada hefir tekið mig að sér. Ég þekki enga manneskju sem hefir notið og nýtur slíks lífsfagnaðar og gæfu eins og ég. Drottni mínum góðum sé lof og dýrð! Þinn einlægur, Christian Sivertz Minnist BETEL í erfðaskróm yðar Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA * Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. StofnaS 1894 SÍMI 74-7474 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreiöaábyrgS o.s. frv. Phone 92-7538 Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 -J J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON * FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. Gilbart Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Phone 3271 Selkirk Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 ElUce & Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 — Res. 74-0118 Phone 92-7025 , H. J. H. PALMASON Chartered. Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Mw. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN Hofið H öf n í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St„ Vancouver. B.C. Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent SUnset 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.