Lögberg - 19.01.1956, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.01.1956, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 7 Markverð og falleg bók THE SASKATCHEWAN ICELANDERS A Strand of the Canadian Fabric eftir W. J. LINDAL dómara Þessi bók er fimmtíu ára minnig Saskatchewan fylkis og hefir það að markmiði að sýna fram á þátttöku íslend- inga í landnáminu og í upp- fyllingu þeirra krafa, sem landsskuldinni fylgja Bókin er rituð í vinsemdaranda til allra og alls þess, er hún fjallar um. Höfundurinn nam heimilis- rett í Saskatchewan og af þeirri eign sem og öðru erfiði, hafði hann sig áfram í marg- þaettu skólanámi. Helztu ævi- atriði viðvíkjandi störfum og menntun höfundar er að finna a kápu bókarinnar, svo sem nú er mikið um. Ber þar vel saman við það, sem Páll heit. Reykdal skrifaði um Walter Líndal fyrir nokkrum árum síðan og dáðist að harðfengi hans og staðfestu í vosbúð og erfiði hér á vötnunum, þá lítið meir en barn að aldri, í fram- sókninni til æðra mennta. Höfundur tileinkar konu sinni bókina. Svo viðurkennir hann hjálp, sem honum hefir verið látin í té úr ýmsum átt- um við samningu þessa víð- tæka ritverks. Þá skrifar prýðilega falleg- an formála höfuðsmaður sögu deildar Háskóla Saskat- ehewan (University of Sask- atchewan) og formaður út- breiðslunefndar fimmtíu ára afmælishátíðarinnar 1955, — Próf. George W. Simpson. Próf Simpson ræðir bæði með sæmd og velvild um bókina og höfund hennar. Þar að auki eru menn minntir á þann sannleika, að bók sem þessi, gildir bæði fyrir nútíð og framtíð. Nútíðin er svo nærri minningunum og lífi dagsins; einnig sérlega markverður minnisvarði fyrir þá framtíð, er núverandi dagurinn er genginn til viðar og lífið hefir hregið sína alþekktu hulu yfir tíðindin, sem á undan eru gengin. Næst kemur kafli, sem höf. uefnir ‘Author’s Introduction’ eða Kynning höfundar. Er það sérlega fróðlegur og at- hyglisverður þáttur. Aðalbókin er í fjórum heildarþáttum og fjórtán köflum, alt lifandi og fræð- andi frásögn. Byrjar úti á Is ^andi og aftur í fornöld ^linnist á ættir vorar og upp ruria, bókmenntir og sögu oj sýnishorn lögð fram í bundm °g óbundnu máli. Höfundu þeldur svo áfram í gegnun vesturförina, landnám vestra toluvert mikið af daglegu líf andnámsáranna, einkum sérstökum byggðum, alls stað ar greinilega frá sagt, þv Sehi tekið er fyrir og víða bók est ártöl og mánaðardaga: rásalgnarinnar. Margir oj jherkilegir þættir enda megii ókarinnar. Dagurinn hækk ar og hitnar, hjá nýkomna fólkinu, eftir því sem lengra sækir á bókina. Kröfur lands- ins nýja koma ósjálfrátt til manrja og kvenna og fjöldinn allur mætir þeim á sigrandi hátt. Borgarlífið tekur við af frumbýlingsárunum. — Unga kynslóðin stígur fram á sjón- arsviðið og haslar sér völl í menntun og starfi. Lífið er bæði erfitt og glæsilegt og vonirnar brenna bjart í sálum þeirra ungu. — Þá kemur 4. ágúst 1914. Þeir ungu fóru af því þeir fundu skylduna kalla sig, — skylduna við ríkið og landið, sem hafði alið þá og menntað. Margir þeir miðaldra og eldri, vildu gjarnan fara, en það gekk misjafnlega fyrir þeim að komast. Það eru ágætar myndir og þar með málsgreinar í bók- inni, einnig nafnalistar. — Myndir og málsgreinar af öllum piltunum, sem féllu, frá Saskatchewan í báðum styrjöldunum og nafnalistar allra þeirra manna og kvenna, sem innrituðust úr þessu um- rædda fylki, svo sem hægt var að ná í, en það reyndist erfitt að finna sumt þar af. Höfundur umræddrar bókar, Walter J. Lindal, var á meðal þeirra, sem innrituðust í her- inn og fór yfir. Hann fékk gaseitrun í lungun og dvaldi á tæringarheimilinu Ninette í tvö ár, sem afleiðing af því. Slík reynsla er oft dýrkeypt- ur peningur að þekkingu lífs- ins, en Mr. Lindal hefir veizt þrek til að sigra það. — Nafnalistar landnema fylgja köflum byggðanna, hverri og einni fyrir sig. Myndir eru margar í bókinni: 1. Lands- uppdráttur af Saskatchewan- fylki, Víkingaskip, þá lands- uppdráttur af íslandi, þá er ágæt mynd af þreskingu með hestafli, þá er mynd af ,Önnu‘ þegar hún var lítil stúlka, og svo aftur þegar hún er orðin amma. Á síðari myndinni horfir amma á Sánkti Kláus í sjónvarpi um jólin ásamt barnabörnum sínum. Vafa- laust er myndin rétt. Mann- úðin á sinn sterka aðdrag- anda, samt hygg ég að þær séu fleiri íslenzku ömmurnar vestra, sem kjósi að horfa á upphaflegu jólamyndina, að minsta kosti á sjálfa jólanótt- ina, heldur en Kláus gamla þó margt gott megi um hann segja. Frásögnin um jólahaldið bæði á íslandi og hér fyrst á árum, er ágæt og vafalaust rétt í þessum kafla. Einnig mylid í frásögn af broslegri þröngsýni, er brugðið upp frá landnámsárunum á bls. 71. Þá er mynd af aldraðri konu, sem spinnur á rokkinn sinn, það minnir á það sem sagt var á íslandi fyrrum: „Að kona, sem ekki kynni að koma ull í fat og mjólk í mat, væri ekki fær um að giftast“. Konan, sem sýnd er við rokk- inn sinn þarna í bókinni, hefir vafalaust uppfyllt þetta stóra lögmál. Hún er bæði fríð og aðsópsmikil, heldur vel um lagðinn en horfir einbeitt á heiminn, á meðan hún þarf að líta upp. Hér, sem víðar, er ágæt frásögn um lifnaðar- háttu og búskap landnem- anna. Það eru um níutíu myndir í bókinni, af ýmsum tegund- um. Mönnum og konum, flest sem farin eru héðan; af lands- uppdráttum, vinnubrögðum, áhöldum alla leið frá Víkinga skipum í fornöldinni, uxum, hestum, þreskivélum, og upp í loftför. Þá eru húsin, sem fyrst voru byggð og ein þrjú stór og reisuleg hús, sem byggð voru stuttu ef-tir alda- mótin; eitt nærri Wynyard, annað næfri Churchbridge og það þriðja nærri Kindersley. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um yngri kynslóðina og framsókn hennar til dáða. Það hefir verið mikið verk að kanna það, sem til þarf til að gera þær ályktanir, sem til eru færðar me& rökum að þvi er virðist. En vel sé þeim, sem gefur unga fólkinu byr undir vængi. Víðast hvar virðist vera lýst nákvæmlega högum og hátt- um bygðanna, svo að mann undrar hve miklu að höfund- ur hefir komið í verk. Samt er hér eitt aðriði, sem æski- legt hefði verið að meira hefði verið sagt um, en það er landnámið sjálft við Leslie. Um leið og maður þakkar háttvirtum höfundi fyrir allt, sem hann segir um Leslie, því það er í alla staði prýðilegt, þá hefði verið vel til fallið að minnast meir á landnámið sjálft, eins og t. d. gert er um Foam Lake og Þingvalla- byggðirnar, því frá því 1908 og í næstu þrjátíu til þrjátíu og fimm árin var mikið starf- að og stritað í ýmsum veðrum og margvíslegu andrúmslofti tímanna í Leslie-héraðinu. Lönd voru brotin úpp strax meira og minna, á uxum og hestum, heimili byggð, smá og stór, en þrotlaus vinna árum saman var einkenni þeirra allra. Svo þegar fram í sótti, urðu menn, auk venju- legrar vinnu, að sækja skól- ana fyrir börn sín um há- vetur, ár eftir ár milli skepnu- hirðinga á málum heima fyrir. Þeir fengu stundum svalann í andlitið, því það er alkunn- ugt, að þrátt fyrir það hve yndislegar hliðar að Sléttan á í sinni tilveru, vetur, sumar, vor og haust, þá er það altítt að kuldinn að vetrinum er frá tíu „fyrir neðan“ og allt niður í fjörutíu, jafnvel fimmtíu stig. Einstaöku menn eru enn í bygðinni, sem komu snemma. Jón Goodman kom ungur drengur með móður sinni ekkju, Margréti Goodman 1905. Og var hann því búinn að vera í bygðinni í fimmtíu ár í vor, 1955. Jón er með af- brigðum duglegur maður og fylginn sér við hvað sem hann fæst. Jón hefir tekið mikinn þátt í öllum stóru málunum: kirkju- og skólamálum og pólitík, og er nú fyrir löngu orðinn formaður fyrir sam- vinnu verzlunarfélagsskapn- um á þessum slóðum. Þau Jón Goodman og Sesselja kona hans stunda búskapinn enn af miklum dugnaði. Og það er mjög ánægjulegt að heim- sækja þau. Ásgeir Gíslason, er nú um mörg ár stórbóndi í byggð- inni og hefir búið þar eitt- hvað um fimmtíu ára skeið líka. Ásgeir er mikill atorku- maður og á konu sér sam- henta í dugnaði og heimilis- haldi. Ásgeir hefir tekið þátt í stóru málunum líka, virkan og stöðugan þátt í skólastjórn, símastjórn, er í sveitastjórn og stjórn samvinnuverzlunar. Og þess utan hefir Ásgeir oftar en einu sinni reynst hjálparhella þeim er erfitt áttu. Þau Ásgeir og Bergljót eiga tíu uppkomin og efnileg börn, sem öll hafa hlotið meira og minna af æðri skóla- menntun. Og nú er heimili þeirra eins og það sem maður hugsar sér gott og gamalt greifasetur, sem yndislegt er að dvelja á. Hjá Sigbirni og Önnu sál. konu hans kom fljótlega upp stórt og umfangsmikið heim- ili, á landnámsárunum og áfram. Það var lengi mið- punktur gleðskapar og rausn- ar fyrir eldri og yngri. Þau hjón tóku þátt í ýmis konar félagsskap bygðarinnar um langt skeið og að sumu leyti til þess síðasta. Fleira mætti tilgreina, en hér skal staðar numið með þeta. Af kennimönnum, sem þjónuðu Vatnabygðum um lengri eða skemmri tíma, skulu nefndir aðeins tveir. Fyrst á árunum var það séra Runólfur Félsted, svo sem bókin vottar. Á meðal annara embættisverka, sem séra Rúnólfur Félsted gerði, var það, að hann þjónustaði Sig- björn Sigurðsson, föður þeirra Sigbjörnssons-systkina, á dán- arbeði. Það var heima hjá Soffaníasi yngsta bróðurnum. En presturinn, sem tók við af séra Runólfi Félsted og þjón- aði Vatnabygðum lengst allra íslenzkra presta, er séra Har- aldur Sigmar, D.D., en hann þjónaði bygðarlaginu í meir en seytján ár. Kona úr vestur- bygð sagði hér á dögunum, að ekki væri til heimili í vestur Vatnabygðum, sem séra Haraldur Sigmar hefði ekki lagt blessun yfýr — frá fyrstu kirkjulegu þörfinni til þeirrar síðustu. Undir þetta þakklæti tökum við svo fjölda mörg í austurbygðinni. — Hitt ber að athúga, að megin hluti þeirrar sögu, sem gerð- ist í Vatnabygðum, skeði eftir að höfundur bókarinnar, The Saskatchewan Icelanders, var horfinn frá þessum bygðum. Eitt sem fleiri merki smekk- víss rithöfundar, er það á þessari bók, að fyrst höf. er ekki beinlínis að segja sína sögu, þá nefnir hann vart sjálfan sig á nafn, nema þar sem það má til að koma. — Bókin er skrifuð á fallegri ensku og fjarska skipulega framsett. Vel gefinn og lærð- ur maður hér á Ströndinni sagði um hana: „Það er auðséð að það er lögmaður, sem hefir ritað bókina, því hún er frábær- lega skipulega gerð“. í það heila er bókin mikið og fallegt Grettistak. Kærar þakkir fyrir. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Veitið athyg'li hinum nj'ju Wampole's VI-CALi-FER 12 málmbætiefna MÆÐUR! inntökum — einkurn Rerðar íyrir vaxandi biirn — Rott lianda fullorðnu l'ölki líka. — 00 daga birgðir $1.95. UJflmPOLE’S EXTRACT OF COD LIVER Fæst hjá öllum lyfsölum — AÐEINS $1.35 1W55 Ilósti og kvef leika livern grátt sem lasinn er. Góð leið að bjggja upp kraftana. er að taka inn Wampole’s Extract af þorskaljsi REGIjUIiEGA. Það er rejnt að gæðum af þrem kynslóðum þessa lands. Það bjKRir upp, er ríkt al' sólskini, fjörel'ni D., malti, kalki. járnl. Iirennisteini og fleiri cfnum nauðsj’iilegum fjrir heilstina. Einnig gott á bragðið. Inniheldur enga olíu. Rcynið það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.