Lögberg - 19.01.1956, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956
5
■wwwwwww'wwww
ÁlitGAHÁL
GVtNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
Framfarir í málum canadiskra kvenna
Fyriræt'Sanir sovéf-stjórnarinnar á
Suðurskautslandinu
Þriðjudagurinn 10. janúar
varður talinn all-sögulegur í
framsókn canadiskra kvenna
í atvinnulífi landsins og á
opinberum vettvangi. Þegar
Hon. Vincent Massey lands-
stjóri setti sambandsþingið
þann dag, tilkynnti hann í
ræðu sinni, að stjórnin myndi
leggja fyrir þingið frumvarp
þess efnid, að konum í þjón-
ustu sambandsstjórnarinnar
yrði tryggt jafnt kaupgjald á
við karlmenn, er leysa af
hendi sömu vinnu. Talið er,
að 72,0000 konur hagnist af
þessari löggjöf, þegar hún
nær fram að ganga; 60,000
kvenna hafa þegar náð þess-
um réttindum en alls munu
1,270,000 konur stunda at-
vinnu utan heimilis í Canada.
Mrs. Ellen Fairclough, Con-
servative þingkona frá Hamil-
ton West, hefir lagt sams kon-
ar frumvarp fyrir hvert þing
síðan 1953, en árangurslaust
þangað til í fyrra, að ellefu
Liberal-flokksmenn léðu því
fylgi sitt ásamt þremur mót-
•stöðuflokkunum. Þessi breyt-
ing á afstöðu stjórnarinnar til
þessa máls er talinn mikill
sigur fyrir Mrs. Fairclough.
Flokkurinn, sem fer með
völd, felur jafnan, þingmanni,
sem hann vill heiðra sérstak-
lega, að flytja fyrstu ræðuna,
þegar þingið tekur til starfa
og svara ræðu landstjórans.
I þetta skipti varð kona í
fyrsta sinn fyrir valinu, en
það var Mrs. Ann Shipley,
þingkona frá Temiskaming,
Ontario. Hún er ekkja og
þriggja barna móðir. Sat lengi
í skólaráði Kirkland Lake og
bæjarstjórn, áður en hún var
kosin á þing árið 1953. Var
ræða hennar með ágætum.
☆ ☆ ☆
Alþjóða-
smásagnakcppni
Árið 1953—1954 efndi stór-
blaðið New York Herald Tri-
bune til alþjóða-smásagna-
keppni. Ritstjóri Eimreiðar-
innar var fulltrúi nefndarinn-
ar hér á landi. Voru aðeins
fjórar sögur valdar úr þeim
sögum, sem bárust og sendar
í keppnina. Höfundar áttu að
hafa dulnefni, en senda um
leið sitt rétta nafn og heimilis-
fang í lokuðu umslagi. 1 síð-
asta hefti Eimreiðarinnar
birtist saga eftir Elinborgu
Lárusdóttur rithöfund, sem
heitir „Ástin er hégómi“. Hún
er ein af þeim fjórum, sem
sendar voru í keppnina. Eftir
úrslitin barst frúnni bréf frá
formanni nefndarinnar hjá
New York Herald Tribune.
f’ór hann fram á að fá rétt til
þess að birta söguna í væntan-
legu smásögusafni, eins að
þýða hana á fleiri eða færri
tungumál, flytja hana í útvarp
og sjónvarp. — Sagan er nú
komin út á fjórum tungumál-
um, ensku, grísku, finnsku og
flæmsku. — Mun þetta vera
í fyrsta og einasta skipti, sem
frú Elinborg hefir tekið þátt í
samkeppni innan lands og
utan, og hefir því í rauninni
unnið glæsilegan sigur.
—(Kvennablaðið)
☆ ☆ ☆
Hneigingar
Þegar Elizabeth drottning
II., sem þá var prinsessa,
heimsótti Canada fyrir nokkr-
um árum ásamt manni sín-
um, hertoganum af Edin-
burgh, var mikið um það rætt
í blöðunum, hvernig þeir, sem
yrðu fyrír þeim heiðri að
heilsa upp á þau hjónin, ættu
að haga sér. Hneigingar og
beygingar voru sjálfsagðar,
en þær urðu að vera hnit-
miðaðar, með vissum hraða,
framkvæmdar upp á punkt,
ef vel átti að fara. Sagt var
frá því, að konur og karlar
stæðu fyrir framan spegla
klukkutímunum saman að
æfa sig í þessari list áður en
gengið væri á fund hinna
tignu gesta. Oft varð samt
þessum hneigingarathöfnum
nokkuð ábótavant; karlar
sumir hverjir létu sér nægja
að kinka kolli nokkuð hvat-
skeytslega um leið og þeir
tóku í hendur hinna tignu
hjóna, og konurnar, sem stóðu
verr að vígi, því þær urðu að
viðhafa hinar vandasömu kné
beygingar, kiknuðu stundum
um of í hnésbótunum af
hrifningu eða hræðslu, svo
við lá að þær yltu um koll,
en til allrar hamingju var
jafnan þjónn nálægur til að
reisa þær upp, ef þess þurfti.
Vitanlega liðu allir áhorf-
endur mikla önn fyrir þá
vesalinga, sem „skandeleruðu“
á þennan hátt, við svo hátíð-
leg tækifæri, og kunnu vel að
meta þá, er kunnu að hneigja
sig eftir listarinnar reglum.
Það má því vera íslending-
um hvarvetna mikið fagnað-
arefni, hve Nóbelsskáldið
Halldór Kiljan Laxness kunni
vel að hneigja sig, þegar hann
tók á móti verðlaununum af
Svíakonungi 10. desember,
svo sem eftirfarandi frásögn,
er birtist í einu dagblaðinu á
íslandi, skýrir frá; mun sú
meistarahneiging lengi lifa í
minnum manna!
„Framkoma Laxness var
með miklum glæsibrag. Hann
Hún seiur þar upp rann-
sóknarsiöðvar í sambandi
við jarðeðlisfræði árið
1957—'58
FYRIR tæpum þremur misser
um tilkynntu Rússar, að þeir
hefðu komið tveimur leið-
angursflokkum fyrir á ísjök-
um í Norður-íshafi.
Þ e s s i r leiðangursflokkar
höfðu að sjálfsögðu með sér
margvísleg rannsóknartæki og
annan útbúnað og bárust nú
tilkynningar annað veifið um
þessa tvo flokka, hvorn á sín-
um ísjaka, skýrt frá stöðu
þeirra hverju sinni, athugun-
um o. s. frv. Annar jalcanna
var yfirgefinn í apríl s.l. eftir
að hann hafði rekið yfir
Norðurheimskautið, og nálg-
aðist strendur Grænlands, en
samtímis bjó nýr rannsóknar-
flokkur um sig á öðrum jaka,
og enn eru því tveir flokkar
við athuganir, á ísjökum á
hinum nyrztu slóðum.
En það er ekki aðeins þar
nyrðra, sem Rússar láta þann-
ig til sín taka, því að í undir-
búningi hefir verið mikill
leiðangur þeirra til Suður-
skautslandanna, og var til-
kynnt á sínum tíma, að hann
legði af stað í þessum mánuði.
Rannsóknir þess leiðangurs
verða framkvæmdar, eins og
rannsóknir annarra leiðang-
ursflokka, sem tilkynningar
hafa verið birtar um, brezkra,
bandarískra o. fl. sem þáttur
í rannsóknaráætlun „Jarð-
eðlisfræðiársins 1957—’58“. —
Verður því hin vanalega þögn
um þetta hnattsvæði rofin
hvað líður, og íbúatala þess,
sem ekki er nema nokkrar
tylftir, eykst svo, að hún
verður nokkur hundruð.
12—14 rannsóknarstöðvar
Á þessum slóðum verður
komið upp 12—14 bækístÖðv-
var rólegur og eðlilegur og
sýndi miklu meiri heims-
mannsbrag en flest annað
stórmenni, sem þarna var
saman komið. Hann tók hyll-
ingu fjöldans með léttum og
mjúkum hneigingum, sýndi
alvörugefna þátttöku, þegar
Island var hyllt, en hlédrægni,
þegar hylling fólksins beind-
ist að honum sjálfum.
Hneiging hans fyrir kon-
ungsfjölskyldunni og sam-
komugestum var meistara-
verk út af fyrir sig, og sýndi
óvenjulega háttvísi og glæsi-
mennsku. Þegar Gústaf Adolf
konungur rétti honum verð-
launin, tókst með þeim fjör-
legt en lágvært samtal, og
handtak þeirra var svo langt
og innilegt, að það vakti sér-
staka athygli samkomugesta,
og þeir voru mjög þakklátir
fyrir þennan persónulega blæ,
sem brugðið var sem snöggv-
ast yfir þessa virðulegu og
hefðbundnu samkomu“.
um og þaðan farið í rann-
sóknaleiðangra í farartækjum,
sem ætluð eru til rannsókna-
ferða um snæviþakin lönd og
ísa, og einnig í flugvélum.
Rússar hafa aldrei ' fyrr
komið á fót rannsóknastöðv-
um á suðurskautsmeginland-
inu. Þó hafa þeir lagt leið
sína suður þangað, því að þeir
sigldu kringum það fyrir 135
árum’ og þótti þeirri hring-
siglingu frábærlega stjórnað,
en að öðru leyti hefir áhugi
þeirra fyrir þessu hnattsvæði
ekki komið í ljós fyrr en nú,
áð því undanteknu, að þeir
hafa sent hvalveiðileiðangra
suður þangað.
En reynsla þeirra í hinum
nyrztu höfum og löndum er
hin mikilvægasta og framlag
þeirra til rannsókna á suður-
skautssvæðinu verður líklega
meira en nokkurrar annarar
þjóðar, að framlagi Banda-
ríkjamanna undanteknu. Og
menn efast ekki um, að þeim
muni vel takast að notfæra
sér þar syðra reynslu frá
norðurslóðum.
Þrjár rússneskar siöðvar
Rússar munu koma sér upp
þremur stöðvum. Ein þeirra
verður á Knox-ströndinni
(milli 102. og 110. gr. austl. 1.),
önnur á syðra jarðsegul-
skautssvæðinu (geomagnetic
pole region), um það bil 1280
km. inni í landi frá stöðinni,
á svæði því, sem fjarlægast
er ströndinni, og ef til vill
álíka langt frá annari stöð-
inni sem hún er frá þeirri
fyrstu. Það er ekki nema ein
ástæða fyrir því, að ekki verð-
ur stöð á sjálfu suðurskaut-
inu, og hún er, að Bandaríkja-
menn höfðu fyrr tilkynnt, að
þeir myndu koma sér þar fyrir
til rannsókna.
Útbúnaður mikill
og vandaður
Mjög hefir verið vandað til
alls undirbúnings. Leiðangurs
skipin verða tvö. Annað
þeirra er Ob, eitt af þremur
flutningaskipum, sem smíðuð
voru í Hollandi til flutn-
inga meðfram norðurströnd
Síberíu, en við smíði þess var
lokið í fyrra. Ob getur flutt
6,500 smálestir varnings, og
hefir þegar komið í ljós hve
traust og vandað það er, því
að það hefir farið meðfram
allri ströndini gegnum hinn
mikla rekís og ísalög, sem þar
eru jafnan.
Mikill fengur að Ob
Rússum er hinn mesti feng-
ur að því, að geta haft not af
þessu ágæta skipi í leiðangr-
inum, og er það viðurkennt af
Bretum og Bandaríkjamönn-
um og fleiri þjóðum, sem
hafa verið að reyna að fá
miklu óhentugri skip leigð.
Þrátt fyrir þá reynslu, sem
fengist hefir af Ob, er verið
að útbúa það sérstaklega til
suðurskautsleiðangursins. Á
>ví verða þyrilvængjur til
notkunar á leiðinni og eftir
að það er komið á ákvörðun-
arstað. Ennfremur verður
flogið suður þangað stórum
flutningaflugvélum. Þjálfaða
hundaflokka hafa Rússar með
ferðis og sleða og önnur farar-
tæki, sem þeim hafa reynzt
bezt á norðurslóðum.
Vísindaslofnunin rússneska
hefir veg og vanda af leið-
angrinum, en höfuðleiðtogi
hans verður dr. M. M. Somov,
sem þegar fyrir mörgum
árum var frægur orðinn fyrir
rannsóknir sínar á suðurhveli
jarðar.
Næstur honum verður V. G.
Kort, heimskunnur haffræð-
ingur. Hve margir leiðangurs-
menn verða er ekki kunnugt.
Vísindarannsóknir hinna rúss
nesku leiðangursmanna verða
samræmdar rannsóknum vís-
indamanna frá öðrum þjóð-
um, sem eru þátttakendur í
framkvæmd rannsóknaáætl-
unar Jarðeðlisfræðiársins, en
þar er til grundvallar lagt að
sams konar rannsóknir verði
gerðar samtímis á ýmsum
stöðum.
Rannsóknarefni Rússa
eru m. a. á sviði veðurat-
hugana (einkanlega í háloft-
unum), jarðsegulrannsókna,
ionósferunnar, geimgeisla o. s.
frv. Ennfremur verða gerðar
athuganir á ísalögum, og haf-
fræðilegar athuganir frá skipi,
sem sérstaklega er til þess
búið. Að undirbúningnum
hafa starfað margar, kunnar
vísindastofnanir í Ráðstjórnar
ríkjunum, m. a. Norðuríshafs
rannsóknarstofnunin í Lenin-
grad.
Alþjóðarannsóknir
og háttvísi
Þótt það sé skortur á hátt-
vísi að tala um „pólitík“ í
sömu andránni og rætt er um
alþjóðlegt, vísindalegt sam-
starf, verður ekki komist hjá
að minnast á, að það er sorg-
legur nútímasannleikur, að á
suðurskautssvæðinu áformar
enginn neitt og framkvæmir
ekkert algerlega án tillits til
eigin hagsmuna. Með nútíma-
tækni kann að verða gerlegt
að hagnýta sér hin snævi og
ísiþöktu auðnarlönd þar
syðra, og keppnin um þessi
lönd er þegar hafin. Þegar
hefir verið gert tilkall til
mikils hluta suðurskauts
landsins, aðallega af brezkum
samveldislöndum. Með fyrir-
huguðum leiðangri fá Rússar
átyllu, sem þeir höfðu mikla
þörf fyrir, til þess að gera
kröfu um þátttöku í hvers
konar stjórnmálasamkomu-
lagi, sem ef til vill — eða ef
til vill ekki — kann að verða
gert til lausnar á þessum
vanda. —(Úr The Economist)
—VÍSIR, 25. nóv.