Lögberg - 26.01.1956, Page 1

Lögberg - 26.01.1956, Page 1
HAGBORG FUEL /káz Sole Distributors OiLNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 HAGBORG FUEL JfcfcL Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTÚDAGINN 26. JANÚAR 1956 NÚMER 4 Risofengið fyrirtæki Samningar hafa nú verið undirskrifaðir um fram- kvæmd byggingafyrirtækis, sem hleypur upp á að minsta kosti 45 miljónir dollara; byggingasvæðið er í hinum svonefnda Windsor skemti- garði í St. Boniface, og fyrir hönd þeirrar borgar staðfesti J. G. Van Belleghem samning- ana með undirskrift sinni við Land Assembly and Develop- ment Company Limited. Land spildan, sem félag þetta hefir keypt, nemur 729 ekrum og verða þar reist 3,041 fjöl- skyldu heimili, sem gert er t'áð fyrir að kosti frá $9,500 til $18,000. Þarna verða reistar kirkjur og skólar, auk fjöl- margra nýtízku sölubúða; ætlast er til að fyrirtæki þetta verði fullgert innan tveggja ára, og er nú þegar hafin við það vinna. Það liggur í augum uppi, að risafyxirtæki af þessari gerð veiti miklum fjölda manna og kvenna stöðuga atvinnu. ) stjórnarnefnd Qmerísks skóldafélags Dagblaðið GRAND FORKS HERALD flutti nýlega þá frétt, að dr. Richard Beck hefði verið skipaður í stjórn- arnefnd skáldafélagsins “The American Poetry League,” Tók- hann sæti í nefndinni fyrir sérstök tilmæli dr. J. V. Chandler, Kingsville, Texas, sem er forseti félagsins og þekkt skáld, en bækistöðvar félagsins eru í Philadelphia. Lar sem umrætt skáldafélag hefir félagsfólk bæði í Canada °g Bandaríkjunum, eru full- trúar í stjórnarnefndinni úr háðum löndunum. Útnefning *fr. Becks er til þriggja ára. Jafnframt því að blaðið flytur ofannefnda frétt, fer það vinsamlegum orðum um fjóðagerð hans og önnur rit- störf, og getur sérstaklega þýðingasafna þeirra úr ís- lenzku, sem hann hefir annast utgáfu á, Icelandic Lyrics og fcölandic Poems and Stories. Israelsmenn sakfeldir Hinn 19. þ. m., sakfeldi ör- ^ggisráð Sameinuðu þjóðanna sraelsmenn fyrir ástæðu- ausa og óverjandi árás á yriu hinn 11. desember síð- ^stliðinn; í árásinni voru immtíu og sex Syríubúar ^agnir, er svo voru illa við- únir, að þeir svo að segja °mu engum vörnum við. Flytur varnarræðu Svo sem áður hefir verið sagt frá, veittust brezk blöð, þar á meðal sum helztu mál- gögn íhaldsflokksins, allþung- lega að forsætisráðherranum, Sir Anthony Eden, og báru honum á brýn aðgerðarleysi og hik, varðandi varnarráð- stafanir til að koma í veg fyrir þá ískyggilegu verð- bólgu, er sýndist vofa yfir brezku þjóðinni; ákúrum þessum svaraði forsætisráð- herra nýlega í ræðu og kvað sér í léttu rúmi liggja að- finslur, sem á engum rökum væri bygðar, og hann sagðist geta fullvissað þjóðina um það, að útilokun verðbólgu væri engu síður sitt áhugamál en annara brezkra þegna. ÁiiHegur skildingur Árið, sem leið var landað í Noregi 1,635,233 smálestum af fiski, og nam verðmæti aflans 600 miljónum króna; þetta var mesta aflaár, sem um getur í fiskiveiðasögu norsku þjóðarinnar og hafði djúpstæð áhrif á efnahag hennar í heild. Hagur norskra fiskimanna stendur nú í meiri blóma en nokkru sinni fyr. St-órkostlegur eldsvoði Síðastliðinn sunnudag kom upp eldur í Minto-herbúðun- um í Winnipeg, er lagði að mestu í rústir allar þessar miklu byggingar; eignatjónið er metið á $600,000, og hefir hermálaráðuneytið þegar fyr- irskipað rannsókn í málinu. Deildarstjóri slökkviliðsins, Andrew Hebenton, er vann að því að slökkva eldinn, gafst upp, var fluttur á sjúkrahús og lézt þar tveimur klukku- stundum síðar. Sæmdur gullstjörnu Laugardaginn 5. nóvember s.l. hélt stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur fund og sam- þykkti að sæma séra Sigurð Einarsson gullstjörnu félags- ins fyrir framúrskarandi störf í þágu félagsins á liðnum árum. Þetta er mikill heiður fyrir séra Sigurð, ekki sízt þegar þess er gætt, að einungis mjög fáir menn hafa fengið þessa viðurkenningu öll þau ár síðan stúdentafélagið var stofnað, eitthvað tíu — tólf manns. Næstur á undan séra Sigurði mun Tómas Guð- mundsson skáld hafa fengið gullstjörnuna, er hann varð fimmtugur 1951. —Suðurland Hlýtur mikla viðurkenningu Séra H. S. Sigmar Séra Haraldur S. Sigmar, fyrrum Gimli-prestur, en nú þjónandi prestur í bænum Kelso, Washington, hefir ný- lega hlotið mikla viðurkenn- ingu meðal stéttarbræðra sinna. Stærsta lúterska kirkj- an í suðurríkjunum St. John’s Iiutheran, í Salisbury, North Carolina, sem telur um 1700 meðlimi, hefir boðið honum að koma þangað suður til pré- dikunarstarfs dagana 5.—11. feþrúar n.k. Er þetta í sam- bandi við vakningastarfsemi þá (evangelism mission) sem r.ú fer fram í ýmsum deildum kirkjunnar. Einnig hefir hann verið kvaddur til Berkeley, Cal., síðustu daga þessa mánaðar til þess að taka þátt í prakt- isku prédikunarnámskeiði fyrir presta. Flytur hann þar erindi um „Flutning fagnað- arerindisins á vorum dögum“ “Preaching for today.” Úr borg og bygð Make it a point to attend the Icelandic Canadian Club Annual Dinner and Dance at the Marlborough Hotel, Fri- day evening, January 27, 1956. The program is excellent. The guest speaker, Rev. Eric H. Sigmar needs no intro- duction to Icelandic audiences for his cultural and enter- taining talks. Len Pattendens orchestra, a well known dance band, will be in attendance with good musical items. Tickets may be obtained at the Columbia Press and also at the Viking Press. Come one. Come all — and make this a real social event. — TILKYNNING — í bréfi, sem ég fékk frá ís- landi nýverið, var mér til kynnt, að „Menningarsjóðs og þjóðvinafélagsbækurnar væru á leiðinni vestur. Áskrifendur mega því eiga von á þeim til sín bráðlega, að ég vona. Að dregist hefur koma bók- anna vestur, stafar af því, að þær komu ekki út á Islandi fyr en undir jól. Ýmsar fleiri bækur koma þá líka, bækur, sem margir vilja eiga, svo sem myndabók um Reykjavík, sem kostar að- eins $2.00. Ensk-íslenzk orðabók, G. T. ■Zoega $7.00. Dulsagnir II. $3.75. Öndvegissúlur með teikn- ingum eftir frú Laufey Vil- hjálmsdóttur (móður Próf. Finnboga Guðmundssonar), — falleg bók og góð, kostar að- eins $1.50, o. fl. Björnsson's Book Store, 763 Banning St., Winnipeg 3, Manitoba ☆ Gefin voru saman í hjóna- band í íslenzku lútersku kirkjunni í Selkirk þann 19. þ. m. þau Lawrence Thor Indriðason og Mary Eleanor Bolow, bæði til heimilis í Sel- kirk. Svaramenn voru Mr. R. I. Indriðason og Miss Wilma Gwendolyn Walterson. Veizla var setin að giftingu afstað- inni að heimili móður brúðar- innar Mrs. Blanche Bolow í Selkirk. Sóknarprestur gifti. ☆ — DÁNARFREGN — Látin er að heimili sínu Framnesi í Geysisbygð í Nýja-íslandi, þann 16. janúar, Mrs. Margrét Símonarson, ekkja Sigvalda Símonarsonar landnámsmanns þar í bygð, 96 ára að aldri, merk kona og þróttmikil. Útförin fór fram frá kirkju Geysis-safnaðar þann 20. janúar. Hennar mun minst nánar síðar. ☆ Frú Marja Björnsson fór á þriðjudagskveldið flugleiðis í heimsókn til sonar síns, Dr. S. S. Bjornson og fjölskyldu hans í Wilmington, Delaware. Hún mun einnig heimsækja systur sína frú Kristínu Tait og fjölskyldu hennar í Miami, Florida. ☆ The Annual meeting of the Jon Sigurdson Chapter IODE will be held at the home of Mrs. E. Isfeld 575 Montrose St., River Heights on Friday Eve. February 3 at 8 o’clock. Frá G. S. Johnson P.O. Box 217, Glenboro, Man„ 15. janúar 1956 Kæri ritstjóri og útgefendur Lögbergs: .Ég sendi hér með Manitoba Pool Elevator ávísun $6.11 til áskriftarframlengingar fyrir Lögberg (áskriftarmiðinn á blaðinu er: „Marz 56. Guðm. S. Johnson, Box 217, Glenboro, Man.). Ég gerðist kaupandi að blað- inu í marz 1955, og rétt þar á eftir var það minnkað um alt að 50%. í þetta sinn þarf ekki að minka blaðið, þó ég framlengi fyrirframborgun að blaðinu. Reyndar veit ég vel að íslenzku vikublöðin í Win- nipeg eiga í vök að verjast með útgáfukostnaðinn. Ég vil síður sjá blöðin falla niður, því það þykir mér mikils virði að fá fréttir af íslend- ingum bæði frá Islandi og vestan hafs. Það er eitt, sem máske skemmir sölu á þess- um, blöðum, Lögbergi og Heimskringlu, að mikið birt-t ist af sama lesmálinu í þeim báðum — ritgerðum; — svo við kaupum sama hlutinn tvisvar, þegar við kaupum bæði blöðin. Þetta stafar af tveimur stefnum Islendinga vestan hafs, sem hvorki eiga samleið í trúarlegum efnum né í pólitík. Ég hefi álitið að þetta fyrirkomulag væri gott og uppbyggilegt vegna þess að þá hafa blöðin hvort í sínu lagi meira persónugildi og ákveðin karakter. Nú er svo komið, að margir hinir eldri íslendingar, sem lesa íslenzku, ganga nú inn í eilífðina að endaðri ævi sinni. Bráðum verða of fáir Islend- ingar til að halda við blöðun- um — tveim blöðum. Nú hefir mér dottið í hug að blöðin ættu að skipta um lag á hörpunni sinni með því að sameinast í eitt frjálsi blað, — blað, sem væri lausl við trú og laust við pólitík, og væri aðeins háð heilbrigðri dóm- greind og sjálfum sannleikan- um. Sumt sem lúterskan kennir er ekki aðgengilegt, þó sumt þar sé gott og gagnlegt. Eins er Unitara-kenningin mjög misjöfn að gæðum og er fremur óaðgengileg íslenzku fólki, en íslenzkt fólk er mjög Goðahugsjónaríkt fólk og þar með menningarlegra. heldur en efnistignandi fólk er. Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.