Lögberg


Lögberg - 05.04.1956, Qupperneq 5

Lögberg - 05.04.1956, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. APRÍL 1956 5 AtiLGAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Fréttabréf fró Nýlega hefur borizt frétta- bréf frá Lilju Eylands, er í vetur hefur stundað íslenzku- nám við Háskóla íslands. Vildi svo skemmtilega til, að bréfið barst hingað 31. marz s-l., er liðin voru upp á dag fimm ár frá því er lýst var yfir stofnun íslenzkudeildar Manitobaháskóla. En Lilja er, sem kunnugt er, sá nemandi, er lengst hefur sótt nám við deildina og nú síðan fylgt því eftir með námsdvöl sinni á íslandi. Eru oss því sérstak- lega kærkomnar fréttir af henni og birtum nú áður- greint bréf hennar: Frá Islandi er allt gott að frétta. Nú hef ég dvalizt hér a Gamla Stúdentagarðinum í sex mánuði og dvölin hefur verið bæði skemmtileg og fróðleg. í vetur stunda sex erlendir stúdentar nám við Háskóla íslands, sem allir njóta styrks frá íslenzka ríkinu, Dani, Þjóðverji, Englendingur, Spánverji, hollenzk stúlka og eg- Auk þess eru hér tveir erlendir stúdentar, Spánverji °S þýzk stúlka, sem hafa lokið sérstöku prófi í íslenzku fyrir utlendinga eftir tveggja vetra nám. Þessi hópur hefur haldið ^jög saman í vetur, bæði við nam og dægrastyttingu. I fyrstu áttum við erfitt með samræður, því að við áttum ekkert sameiginlegt tungu- ^ál. En úr þessu rættist hrátt, og nú tölum við nær eingöngu saman á íslenzku. Höfum við oft haft gaman af eigin málvillum, til dæmis Þegar ég eitt sinn var kynnt seni „vesturheimsk" stúlka, eða þegar Daninn talaði um náttkjól í staðinn fyrir síð- kjól í stúlknahóp. Það er eins °g Spánverjinn orðar það: »fslenzkan er ekki mál fyrir hvíta menn,“ enda er hann sjálfur ekki of hvítur! Ætlazt er til, að við erlendu stúdentarnir sækjum kennslu- stundir í íslenzku hjá Hall- dóri Halldórssyni, dósent. Þar nð auki megum við velja aðrar námsgreinar. Sumir ieggja stund á norsku eða grísku og aðrir gotnesku og trúarbragðasögu, en flest okk- ar hafa sótt tíma 1 íslendinga- sögum hjá Einari Ól. Sveins- syni og bókmenntum síðari alda hjá Steingrími J. Þor- steinssyni. Við höfum alltaf borðað í Mötuneyti stúdenta á Gamla Garði. Það var mjög gaman að sjá viðbrögð hinna erlendu stúdenta, þegar svið voru á horðum í fyrsta sinn. Þjóð- Verjinn hljóp óðara heim og Lilju Eylands Ungfrú Lilja Eylands kom ekki í kvöldmat, því að hann óttaðist, að þá fengi hann hinn helming höfuðsins til kvöldmatar. Annars er maturinn ágætur, en talsvert frábrugðinn því sem við eigum að venjast, og fellur okkur því ekki alltaf í geð. Daglegt líf stúdenta er hér með allt öðrum svip en heima. Enginn er skyldugur að sækja tíma, og það sem betra er, enginn þarf að borga fyrir kennsluna, og gerir það mörg- um fátækum stúdentum kleyft að stunda nám við há- skólann. Þeir stúdentar, sem ekki eiga heima í Reykjavík, búa flestir á Stúdentagörðum, þar sem hver hefur herbergi með húsgögnum út af fyrir sig og greiðir fyrir það 300 kr. á mánuði. Félagslíf er ekki upp á marga fiska. Mér finnst skorta hinn sanna skólaanda, sem kemur, ef til vill, af því að þetta er eini háskólinn í landinu og því ekki um neina samkeppni að ræða. Til dæmis hef ég varla orðið vör við neitt íþróttalíf, þótt hér sé ágætis íþróttahús. Stjórn- málafélög stúdenta eiga mestu fylgi að fagna og virð- ast vera tengd hinum ýmsu stjórnmálaflokkum landsins. Stúdentar hafa stundum forgöngu um kynningu á verkum íslenzkra skálda í Hátíðasal Háskólans, til dæmis á verkum Davíðs Stefánssonar og Halldórs Kiljans Laxness, og eru þær alltaf mjög vel sóttar. Birgir Thoralcius ráðu- neytisstjóri hefur verið hægri hönd okkar erlendu stúdent- anna í vetur. Hann hefur greitt götu okkar á allan hátt og við ávallt getað leitað til hans og konu hans. Nú kem ég að veðrinu. í blöðunum hef ég getað lesið, að Reykjavík hefur stundum DRAUMUR Það var um næstliðin jól að mig dreymdi eftirfarandi draum: Ég þóttist vera stödd í afar- stórum sal. Hann var þétt- skipaður af fólki; enginn tók sér sæti. Það talaði allt í hálfum hljóðum. Það virtist eins og allir væru. að bíða eftir einhverjum og inn kom ungur maður í hvítum klæð- um. Hann fór inn fyrir þar sem fólkið stóð. Hann var bláeygur með gulbjart, liðað hár. Ég sá, að þetta hlaut að vera æðri vera. Það skein svo sterk birta af ásjónu hans. Hann aðvaraði mannkynið við hættunni, sem fram undan er. Bað það að missa aldrei kjarkinn á hverju sem gengi og þreytast aldrei á að biðja og vera viðbúið því tíminn væri stuttur, — Drott- inn væri að koma hvort sem mannkynið tryði því eða ekki. — Hann söng svo indælt vers, sem ég hefi aldrei heyrt. Ég gat ekki lært það. Svo byrjaði hann á öðru. Ég hefi aldrei heyrt þvílíka rödd. Hún var svo há og fögur. Ég átti bágt með að þola röddina hans. Hann sá það og hætti í miðju versi. En þetta eru orðin, sem hann söng af seinna versinu: Það er svo sætt í svalaþungum draumi, er sólin kætir mannsins glöðu lund. Draumurinn er ekki lengri. !Ég vaknaði á sömu mínút- unni. Ég fór að hugsa. „Drott- inn minn góði Guð, ef þú ætlar mér að halda áfram með versið, þá bið ég þig að hjálpa mér. Þú veizt, að ég get það ekki án þinnar hjálpar“. Ég fann unaðs- kenda tilfinningu. Og seinni parturinn kom til mín: Þá drottins kraftur gegnum hjartað streymir og gnægð þú færð frá lífsins sælulind. — Orð engilsins eru skiljanleg. Margur legst til svefns með sorg í hjarta og biður um hugsvölun og styrk íí and- streymi lífsins. Þá gefur drottinn væran svefn og mann dreymir fagra drauma. Þá er það sól réttlætisins, sem skín í sálu mannsins. Drottinn sleppir ekki hendi sinni af sál mannsins þó hann sofi. Allir eru hans elskuðu börn. í vetur verið heitasta höfuð- borg Evrópu, og í bréfum að heiman, að þið væruð grafin undir 7 feta snjólagi. Og fyrir mitt leyti finnst mér þetta hafa verið alls enginn vetur. Nú er daginn farið að lengja og blómin að lifna við, og senn líður að hinni íslenzku „nóttlausu voraldar veröld“. Beztu kveðjur, Lilja Eylands 10 þúsund óra fornleifar yið Salernó Hunang á leirkerjum frá því löngu fyrir Krisís- burð og dansandi meyjar ástargyðj unnar ítalskir fornleifafræðingar hafa grafið upp fornleifar, sem að því er virðist ná 10 þúsund ár aftur í tímann. renna hér upp fyrir sjónum manna löngu gleymdar menn- ingarminjar, sem ná allt frá rómverska og hellenska tíma- bilinu og langt aftur í forn- sögulega tíma. í kumbli ein- um hafa fundizt tinnuvopn, sem menn halda að hafi borizt til Evrópu með mönn- um, er komu að austan. Fögur fornmusteri Þessar miklu fornaldar- minjar fundust fyrst fyrir löngu síðan, en sífellt eru að finnast þar nýjar minjar. Staðurinn er við flóann hjá Salerno, þar sem þrjú tignar- leg grísk musteri gnæfa yfir sléttunni en snækrýnd fjöll eru í baksýn. Musteri þessi eru talin meðal hinna feg- urstu sinnar tegundar. Jarðýta gegn forni gröf Árið 1944 rifu amerískir hermenn, sem þarna voru, upp forna gröf með jarðýtu. Höfðu líkin verið grafin í hnipri, og hjá höfðu verið lagðir tinnuhnífar og örvar. Árið 1952 var farið að leggja meira kapp á fornleifagröft- inn á þessum slóðum. Og nú segir prófessor P. Claudio Sespieri í Salerno, að merki- legasti fundurinn sé musteri Þú heyrir drottins hjartaslátt, þú finnur Jesú elsku og mátt. Þín sála lofi lausnarann, er leið á krossi fyrir mann. Heyr drottins móðurmál, mild þess biður önd. Læknar bæði líf og sál ljós frá hærri strönd. Vaknið, vaknið, verkið bíður, vakni þeir, sem ofa enn. Til þín drottinn talar blíður: Tíminn líður, ég kem senn. Guðlaug Gíslason, Vancouver. nokkurt, sem helgað var frjó- semisgyðjunni Heru. Fornaldarhunang í krukkum Fornleifafræðingarnir gerðu gat á þakið og fundu þá 8 stórar krukkur fullar af hun- angi. Var það vel geymt. Þar stóð líka mikið ker úr brennd- um leir með myndum af Heraklesi, Hermes og Diony- sos. Er það skoðun prófes- sorsins, að þessi málverk hafi verið gerð af ítölskum málara á fjórðu öld fyrir Krist. Fr j ósemisdýrkun Nú síðast hafa fundizt mun- ir, sem eru með inngreyptu skrauti úr gulli, silfri, eir eða fílabeini. Halda menn, að hér sé um að ræða fórnir ungra kvenna til frjósemisgyðjunn- ar. Frjósemisdýrkun hefir annars verið mikil í þessu héraði. Meðal annars er nafn Heru tengt silfurdiski, sem vegur hálft kílógramm. Tvö stóru musterin og ellefu minni fornmenningarsetur voru helguð Heru. Enn eill musteri ófundið Prófessor Sespieri heldur því ákveðið fram, að einnig sé þarna musteri, sem helgað hafi verið ástargyðjunni Afrodite. Hafa fundizt mörg líkneski af henni og einnig af ungum dansandi meyjum. Þykir prófessornum einsýnt, að þetta muni gefa til kynna, að eitt musteri enn sé ófundið og hafi það verið helgað ástargyðjunni. Skírt eftir hafguðinum Staðurinn hét Pæstum, og mup það hafa verið afbökun úr nafninu Poseidon, nafni hafguðsins gríska. Borgin var reist á sjöttu öld fyrir Krist af grískum landnemum. Var miðhluti borgarinnar girtur 22 feta háum múrvegg. Pæstum hefur nú aðeins 200 íbúa. Það er þorp og er við veginn Reggio-Napoli-Róm. Að sumrinu streyma þangað ferðamenn að skoða safnið, sem reist hefur verið fyrir hinar merku fornleifar. —Alþbl., 22. febr. SÉRSTAKT KAUPIÐ AF HINUM ÁREIÐANLEGU OG MIKLU BIRGÐUM AF BREZKU TAUI I CANADA. VERIÐ RÉTT OG 1 TIZKU KLÆDDIR FYRIR AÐEINS LÁnstranst yðar er gott "TIP TOP” FÖT eftir máJi gerð J>ér getið reitt yður á Tip Top Tailors, stœrstu fataframleiðend. ur. Veljið gerðina úr hinum miklu birgðum af brezku ullar- taui. Handavinna á öliu og sniSiS eftir máli og óskum hvers einstaklings til þess að “TRIM LOOK” fáist — sem er vinsælast í Canada. Ábyrgst fullnægjandi eSa peningum skilaS aftur. Það er Tip Top verkstæði aUs staðar tailors “CLUB” FÖT $49.95 “FLEET STREET” FÖT $72.50 TF-56-6

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.