Lögberg - 19.04.1956, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDABINN 19. APRÍL 1956
5
AlilJe4H/iL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Hyoða sópa er bezt?
Við erum að hlusta eða
horfa á skemmtilegt leikrit
yfir útvarpið eða sjónvarpið.
í miðju kafi stöðvast leikur-
inn til þess að auglýsa sápu.
Hlustendur eru fullvissaðir
nm að þetta sé sú bezta sápa,
sem fáanleg sé. Nokkru síðar
er leikurinn stöðvaður á ný
hl að auglýsa aðra tegund af
sápu eða þvottadufti og er sú
legund einnig talin sú bezta,
sem völ er á. Sama sápufélag-
ið auglýsir með stuttu milli-
biii þrjár eða fjórar tegundir
sápu. Orðalagi auglýsinganna
er breytt en hins vegar stað-
^asft að sú sápa, sem talað er
'Im í hvert skipti taki öllum
°ðrum sáputegundum fram.
t’annig ógilda þessar auglýs-
iugar hver aðra.
Þessar öfgar og þetta á-
hyrgðarleysi af hálfu auglýs-
enda hlýtur að koma þeim í
k°ll. Fólk fær andstyggð á
þessum þvætting, vill ekki
^lusta á hann og hættir að
kaupa vörur, sem þannig eru
auglýstar. Almenningur er
ekki eins einfaldur eins og
auglýsendur virðast álíta
hann. Eða hvaða kona trúir
þVl"> til dæmis, að hún verði
eins fögur eins og Helen frá
Troy, ef hún notar vissar
fegrunarvörur, og að lykt-
eyðandi smyrsli (deodorant)
séu ómissandi til að varna því
tilhugalíf hennar fari í
kalda kol?
☆ ■ ☆ ☆
^ictoria droLtning og
kvenréttindamólið
^essa dagana hefi ég veri
að iesa afar skemmtilega bó
æfisögu Victoriu drottningí
eftir hinn merka sagnrita]
ytton Strachey, í þýðing
Hristjáns Albertssonar.
Svo sem kunnugt er, ví
drottningin mjög íhaldssör
eins og lýsir sér í þessui
kafla bókarinnar:
Ekki leit hún síður óhýr
au§a alla nýbreytni tímar
í Þjóðfélagsháttum. Hvoi
eldur var um að ræða stón
^eytingar eða smávægilega
Pa varð engu tauti við har
°mið. Framan af æfi hemu
v°ru reykingar ekki leyfðar
samkvæmum heldra fólks, c
þetta bann hélt hún fast vi
,a S1'na æfi, þó konungí
mótmæltu, og biskupar c
Sendiherrar, sem boðnir vor
Hl Windsor, yrðu að leggja:
endilangir á gólfið í svefi
nerbergi sínu og reykja út ui
arininn — þá hélt bannið.
Búast hefði mátt við því, a
r'kjandi drottning hefði veri
vinveitt einni öflugustu un
°tahreyfingu, sem á henm
tímum hófst — frelsisbaráttu
kvenna — en því fór fjarri;
það þurfti ekki annað en
minnast á slíkt til þess að
henni hitnaði í skapi.
Árið 1870 rakst hún á frá-
sögn af fundi, sem haldinn
hafði verið til að krefjast
kosningaréttar fyrir konur, og
skrifaði nú Theodor Martin,
af konunglegri reiði: „Drottn-
ingunni er það mikið áhuga-
mál, að allir, sem talað geta
eða skrifað, sameinist gegn
þessu bannsetta, illkynjaða
„kvenréttinda“-brjálæði, sem
gripið hefir vesalings veika
kynið og gersamlega ruglað
tilfinning þess fyrir prúðri og
kvenlegri hegðun. Lady . . . .
ætti skilið ærlega flengingu.
Þetta mál hleypir drottning-
unni í blossa, svo hún ræður
ekki við sig. Guð skapaði
menn og konur hvort öðru
ólíkt — það er því bezt, að
hvort kynið haldi sig á sínum
stað. Tennyson kemst fallega
að orði um muninn á karli og
konu í „Prinsessunni“. •—
Konan myndi verða heiftug-
ust, kaldrifjuðust og and-
styggilegust af öllum mann-
legum verum, ef henni væri
leyft að afkynjast, og hvað
yrði þá úr þeirri vernd, sem
manninum er ætlað að veita
veikara kyninu? Drottingin er
ekki í efa um, að frú Martin
er henni sammála“.
Þeirri röksemd varð ekki
mótmælt; frú Martin var á
sama máli og drottningin; en
þó hélt meinið áfram að grafa
um sig.
☆ ☆ ☆
Eflir bókmennlakynningu
Davíðs Slefnássonar
í Háskólanum
Þó heimvu: Kiljan hylli nú
og heiðri, á dögum vorum,
vildi ég heldur, veit mín trú,
vera í Davíðs sporum.
Hann á stóra og styrka sál,
stuðla í ljóðin setur.
Heilagt skilur hjartans mál
hinum öllum betur.
Lilja Björnsdóttir
—Nýtt kvennablað
☆ ☆ ☆
Dreifa má fínu salti á gólf-
ábreiður áður en ryksugunni
er rennt yfir. Það skýrir
litina.
☆ ☆ ☆
Það hvessir skærin að
klippa sandpappír með þeim
nokkrum sinnum.
Blessuð sólin elskar alt,
alt með kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Framf'íðarheimilið, þar sem hús-
störfin verða sjúlfvirk
Þar verða flest verk unnin með því að ýta á rafmagnshnapp
Bandarískir vísindamenn
telja, að unnt sé að stjórna
húsverkum og heimilisstörf-
um á vélrænan hátt, — en nú
er aðeins inn það deilt, hvort
húsfreyjan eigi að „ýta á
hnappinn“, sem setur allt af
stað.
Þetta mál var rætt á þingi
bandarískra rafmagnsfræð-
inga, sem haldið var nýlega.
Skýrði Morris D. Hooven frá
þessu, en hann er forseti sam-
bands rafmagnsfræðinga.
Hooven skýrði frá því, að
auðvelt væri að stjórna flest-
um hússtörfum frá litlum
klefa, þar sem væri ghægð
kveikjara og slökkvara og alls
konar hnappa. Allt væri þetta
tiltölulega einfalt og engir
tæknilegir öruðleikar á þvi.
Mætti t. d. ímynda sér, að
þetta gengi þannig til:
Húsbóndinn og húsfreyjan
sitja í „stjórnklefanum“ til
þess að ákveða húsverk og
heimilisstörf næsta dags. Það
á að vekja litlu telpuna kl. 7
með rólegri tónlist. Hins
vegar á að vekja drenginn
Gifts to Betel
C. B. Johnson, Gimli, Man.,
$5.00; Julius Davidson, Win-
nipeg, Man., $10.00; Mr. and
Mrs. A. Sigurdson, Foam
Lake, Sask., $5.00 in memory
of Jon J. Skafeld, Mozart,
Sask.; Fríkirkja Ladies Aid,
Brú, Man., $25.00; Vinkona,
Betel, $10.00; Mrs. Anna
Thorsteinson, Betel, $3.00;
Mrs. Steinunn Valgardson,
Betel, $2.00; Mrs. Nikolina
Fredrickson, Betel, $10.00;
Mrs. Sigridur Goodman, Betel
$1.50; Mrs. Sigridur J. Olaf-
son, Plenty, Sask., $25.00;
Mrs. I. Sigurdson, Lundar,
Man. $7.00; Sveinn A. Svein-
son, Betel, $20.00; Baldursbrá
Ladies Aid, Baldur, Man.,
$25.00; Mrs. Henrietta John-
son, Betel, $1.00; Mr. and Mrs.
Bergur Johnson, Betel, $2.00
in memory of Carl Johnson,
Wynyard, Sask.; Johann K.
Johnson, Hecla, Man., $30.00;
J. Clubb, Winnipeg, 5 lbs.
coffee; Armstrong Gimli
Fisheries, 100 lbs. Whitefish;
Paul Olson, Gimli, 50 lbs.
Sunfish; Mrs. G. Berg, Em-
broideed tablecloth; Canadian
Icelandic Ladies Aid, Flin
Flon, Sask., writing paper,
towels, face cloths, toilet soap,
dish towels, pillow cases, dish
cloths, thread and shoe laces;
Judge Lindal, Winnipeg, a
copy of Saskatchewan Ice-
landers; Central Bakery,
Gimli, 11 doz hot cross buns;
Tergesen Drug Store, Gimli,
16 bricks Ice cream; Mrs. L.
Burns and Miss J. Johnson,
Winnipeg, Easter Lilly; Mrs.
Lachuta, Winnipeg Beach,
Easter Flowers.
S. M. BACHMAN
Ste 40, 380 Assiniboine Ave.
Winnipeg, Man.
með hressandi hergöngulagi.
Þá verður að loka glugga
Möggu frænku kl. 4.45 um
nóttina, því annars verður
henni kalt, en kaffið hennar
á að vera hæfilega heitt kl.
6.45. Við morgunverðarborðið
á telpan að fá lítið fréttablað
um tízku, en drengurinn fær
fréttir af íþróttum, en hins
vegar á húsmóðirin að lesa
n ý j u s t u „slúðursögurnar“.
Eggin eru auðvitað soðin á
réttan hátt á tiltekinm
mínútu, svo og ristað brauð
tilbúið samstundis.
Bíll húsmóðurinnar er upp-
hitaður kl. 9, bílskúrsdyrnar
opnast og snjónum er rutt frá
í tæka tíð, og þannig heldur
þetta áfram þar til rafmagns-
rúmábreiða húsbóndans er
sett í samband á miðnætti.
Um svipað leyti er kötturinn
látinh út. Allar þessar ráða-
gerðir eru teknar á segul-
band, ýtt er á tiltekna hnappa,
litið á ýmsa mæla, og þá er
allt tilbúið fyrir morgundag-
inn. — Þannig er hver dagur
fyrirfram ákveðinn í fram-
tíðar, sjálfvirka heimilinu.
Hooven sagði, að ekki ætti
neitt sundurlyndi að koma til
að því er varðar húsbónda-
valdið í sambandi við sjálf-
virka kerfið. Hann minnti á
spakleg orð Benjamíns Frank-
líns fyrir meira en tveirp
öldum, er hann sagði, að ef
maður og kona væru ekki á
sömu skoðun, hefði konan á
réttu að standa. —VÍSIR
SPARIÐ MEÐ
U£VL
$310 HRINGFERÐ
BEINT TIL
ÍSLANDS!
Lægsta far lil Evrópu af hinum
skipulagsbundnu flugfélögum. —
Fljúgið á einnig nóttu með IAL,
yðar eigin félagi . . . beint til
Reykjavíkur. Lending á áætlunar-
tíma. Douglas öryggi. A hverri
flugvél eru sex ameríkulærðir
flugmenn, aðeins 52 farþegar . . .
en slíkt tryggir aukin þægindi og
fullkomnari þjónustu.
Leitlð fuUra upplýsinga hjd hvaJia
ferðaskrifstofu scm er
r
C.A.B. staðfest
flug á hinni
miklu hring-
ferð frá New
York tU
ÍSLANDS
NOREGS
SVÍÞJÓÐAR
DANMERKUR
ÞÝZKALANDS
LUXEMBOURG
15 West 47th Street, New York 36
Tel. PIj. 7-8585