Lögberg - 19.04.1956, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.04.1956, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDABINN 19. APRÍL 1956 7 Tvö hundruð ára minning W. A. Mozarts Eflir BALDUR ANDRÉSSON Wolfgang Amadeus Mozart var fæddur í Salzburg 27. janúar 1756, fyrir réttum 200 arum. Hann var einn hinna ttiiklu, klassisku tónskálda, sem kenndir eru við Vínar- borg. Hinir eru Haydn, ^eethoven og Schubert. Eng- lrin þeirra var þó borinn og barnfæddur þar í borg nema sá síðastnefndi. Eins og nærri má geta hefur- feiknin öll verið ritað uni annan eins tónsnilling. í'att eitt af því hefur birzt á ^slenzkri tungu. Langt er Slðan „Æska Mozarts“ kom út 1 íslenzkri þýðingu Theódórs Ái'nasonar. Fyrir nokkrum árum kom út „Ævisaga' Mozarts“ á vegum Bókaút- gáfu Guðjóns Ó. Guðjónsson- ar. Höf. er bandarísk kona, Marcia Davenport. Bókin er ekki fræðileg, heldur lifandi tysing á manninum sjálfum í gleði og harmi. Þetta er ágæt bók og hlaut höfundurinn beimsfrægð fyrir hana. 1 tíma ritum hafa svo birzt greinar tónskáldið. Eitt af því bezta, sem ég befi lesið um tónskáldið, er grein eftir danska tónsnilling- lnn Carl Nielsen (kafli úr þeirri bók birtist í „Birtingi*1 1955). Hann heldur því fram, að þrátt fyrir margar lærðar bækur um Mozart og verk bans, þá fari því fjarri, að tón- skáldinu hafi verið gerð full skil enn. Það verði ekki fyrr en einhver annar mikill tón- snillingur taki sér penna í bönd, því að Mozart er af eng- um meira metinn og betur skilinn en tónskáldunum sjálfum. Mozart fékk enga aðra bennslu en þá, sem faðir hans §at veitt honum. Faðir hans, Leopold Mozart, var fiðluleik- ari og aðstoðarhljómsveitar- sljóri hjá erkibiskupnum í ^alzburg. En þetta var góður skóli og í honum voru ekki vindhöggin slegin. Þriggja ara gamall gat Mozart litli ieikið á píanó (harpsikord). ^imm ára gamall fór hann að Semja tónsmíðar. Brátt varð bann snillingur á píanó, fiðlu og fleiri hljóðfæri. Systir hans, Anna María, sem kölluð var Nannerl, og var nokkrum árum eldri, var einnig píanó- snillingur á barnsaldri. Með bæði þessi undrabörn ferðað- ist faðirinn árum saman, land úr landi. Þau léku fyrir kon- unga og aðra tigna menn, hlutu frægð og gjafir að laun- um, og stundum ekki annað en koss hjá einhverri prin- sessunni. „Maður greiðir ekki fargjöldin með póstvagninum með þessum gjöfum“, sagði Leopold gamli, sem hefðn fremur kosið klingjandi mynt. Á fermingaraldri ferðaðist Mozart um Italíu. 1 páskavik- unni var venja að flytja hið fræga kóryerk Miserere eftir Allegri í Sixtinsku kapellunni í Péturskirkjunni í Róm. Hér er um að ræða kórsmíð í 9 röddum fyrir tvo kóra. Flutn- ingur verksins var bundinn við þennan stað, og engan annan, og þess vegna var handritið geymt undir lás og slá, og fékk enginn óviðkom- andi maður í það að hnýsast. Ef út af var brugðið, þá lágu við þungar refsingar kirkj- unnar. Mozart heyrði nú lagið sungið þarna í kirkjunni á skírdag. Hann hraðaði sér síðan heim og ritaði það niður eftir minni, svo að hvergi skeikaði. Þetta var einstakt afrek, sem brátt vitnaðist og barst páfa til eyrna. Héldu nú margir, að illt væri í efni. En páfinn kunni að meta snill- inginn og gerði hann að ridd- ara af hinum gullna spora. Mozart hélt þó ekki þessari nafnbót á lofti, eins og Gluck, sem einnig var sæmdur henni, og lét jafnan titla sig: riddara von Gluck. Mozart var ekki hygginn maður á veraldarvísu. Hér er ekki rúm til að segja nánar frá ítalíuferð hans, en hún var óslitin sigurför og hlaut hann þar margs konar heiður. Síðastliðið haust var óperan „Töframaðurinn" (Bastien og Bastienne“) eftir Mozart, flutt hér í Reykjavík. 1 henni eru aríur, sem „allir vildu kveðið hafa“. Þótt þetta verk þoli ekki samanburð við hin síðari meistaraverk höfundarins á þessu sviði, þá lifir það enn góðu lífi eftir 200 ár. Og það hlýtur að vekja undrun allra, að höfundurinn var aðeins 12 ára barn. Menn deila nú mikið um það, hvort Shake- speare, óskólagenginn leikari, geti verið höfundur allra þeirra leikrita, sem honum eru eignuð, og færa sterk rök fyrir því, að höfundur þeirra hafi verið Bacon, sem var stórlærður maður. Ef menn vissu jafn lítið um Mozart og þeir vita um Shakespeare, þá yrði því vafalaust mótmælt, að höfundur þessarar óperu hafi verið tólf ára gamalt barn. En líf Mozarts er fullt af staðreyndum, sem ekki er hægt að rengja. Fram að 17 ára aldri, eða til ársins 1773, var Mozart oftast á ferðalagi milli stórborga álfunnar sem undrabarn, oft- ast í fylgd með föður sínum. Þetta gaf þó ekki mikið í aðra hönd, því að ágóðinn fór allur í ferðakostnað. En það var von föðursins, og reyndar megintilgangur með þessum ferðum, að nafn sonarins yrði svo frægt, að honum yrði boð- in staða, sem sómdi snilligáfu hans, þegar hann hefði aldur til. En sú von brást með öllu. Þeir feðgar voru í þjónustu erskibiskupsins í Salzburg. Hinn nýi erskibiskup, Hier- onymus ,var strangur maður og'röggsamur, en hann kunni ekki að meta snilligáfu Mozarts og sýndi honum eng-, an sóma. Það var því grunnt á því góða milli þeirra. Eitt sinn er erkibiskup var stadd- ur í Vínarborg með hirð sína, þá' neitaði hann Mozart um leyfi til að halda hljómleika upp á eigin spýtur þar í borg- inni. Þá sauð upp úr. Eftir harða árekstra fór Mozart fyrir fullt og allt úr þjónustu hans. Þetta var árið 1781 og var hann þá 25 ára gamall. Þau 10 ár, sem Mozart átti eftir ólifað, dvaldist hann í Vínarborg. Hann lifði þar við þröngan kost á kennslu, píanó spili og á tónsmíðum. Hann kvæntist og varð þá róðurinn þyngri. Hann var afkasta- mikill við tónsmíðar og kom frá honum hvert meistara- verkið eftir annað. Keisarinn gerði hann að vísu að hirð- tónskáldi, en þessari stöðu fylgdi ekki önnur skylda en að semja danslög fyrir grímu- dansleiki hirðarinnar og laun- in voru lítil. Áhrifamenn í tónlistarlífi borgarinnar lögð- ust á eitt að halda honum niðri. Þar var Italinn Salieri fremstur í flokki. Þetta gerðu þeir af ótta við snillinginn. Hann mátti ekki varpa skugga á þá. Óperurnar „Brúðar- ránið“ og „Figaró“ fengust þó MALTING BARLEY VARIETIES While there are some malting barley hybrids being developed, they are not ready for distri- bution to the barley growers. Until these are ready, the best malting varieties are Montcalm and O.A.C. 21. För further information write to: Barley Improvement Institute 206 Grain Exchange Building WINNIPEG 2. Manitoba This space contributed by Dremys Maniloba Division Western Canada Breweries Limiled MD-377 loks fluttar þar, eftir að keis- arinn sjálfur hafði tekið i taumana. óperan „Don Juan“ var fyrst flutt í Prag, en „Töfraflautan“ var fyrst flutt í leikhúsi í úthverfi Vínar- borgar, sem var einkaeign. Eftir mikið andstreymi lézt svo Mozart 5. desember 1791, aðeins 35 ára gamall. 'Mozart var einhver gáfað- asti tónsnillingur sem fram hefur komið í heiminum. Tón- listin beið mikið tjón við dauða hans, því að sagan hefur sýnt, að tónskáld semja þroskuðustu og beztu verk sín á efri árum, eins og Beet- hoven og Wagner. Þetta virð- ist vera reglan. Mozart samdi tónsmíðar í svo að segja öllum greinum listarinnar: óperur ,sinfóníur, strok-kvartetta og aðra stofu- tónlist, píanótónsmíðar, fiðlu- tónsmíðar, sönglög o. fl. Merkustu óperur hans eru: „Brúðarránið“, „Brúðkaup Fígarós", sem flutt var í Þjóð- leikhúsinu í Reykjavík af sænskum óperuflokki fyrir nokkrum árum, „Don Juan“, sem nefnd er ópera óperanna, og „Töfraflautan“, en í henni er hið alkunna lag: „1 dag er glatt í döprum hjörtum”. Af sinfóníum hans er hin fræga sinfóníuþrenning merkust, í es-dúr, g-moll og c-dúr (Júpíter), sem samin var í einni lotu á þrem mánuðum. Um strokkvartettana vil ég leyfa mér að taka hér upp ummæli danska tónsnillings- ins Carls Nielsen: „Ekkert er til í tónum jafn fullkomið og hinir tíu frægu strokkvartett- ar. Maður hefur það á til- finningunni, að í tónlist verði ekki lengra komist.“ Síðan lýsir tónskáldið handbragð- inu á tónsmíðum hans yfir- leitt. Þar sem er strangur kontrapunktur, þá fari Mozart með hann með slíkum yfir- burðum og leikni, að áheyr- andinn verði þess fyrst var, hve byggingin er rökföst og ströng, þegar hann lítur á nóturnar, sbr. síðasta kaflann í Júpíters-synfóníunni. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en vil taka það fram, að óhætt er að taka mark á orðum Carls Nielsens, sem er merkasta tónskáld Dana, og er enn, eftir dauða sinn, alltaf að stækka. Hann segir ennfremur: Mozart var enginn byltingamaður. Það var fjarri eðli hans og skapi. En ekkert annað tónskáld hefur auðgað tónlistina að jafn miklum verðmætum og hann síðan að Bach leið. Það var tekið fram hér að framan, að snilligáfa Mozarts sé mest metin og bezt skilin af tónskáldunum sjálfum. Það sýnir saga sú, sem hér fer á eftir. Franska tónskáldið Gonoud, sem samdi óperuna „Faust“, kvaðst hafa þótt mikið til um sjálfan sig sem tónskáld á yngri árum. Hann kom þá ekki auga á nema eitt tónskáld og það hét Gonoud. Er árin liðu og hann hafði safnað lífsreynslu og þroska voru tónskáldin orðin tvö: Gonoud og Mozart. Á efri árum var tónskáldið aftur orðið eitt, sem hann sá, en það hét Mozart. Hinn mæti maður Gonoud var nú reyndar víðsýnn og hjálpsamur ungum tónskáld- um og hafði þann hæfileika að kunna að meta það, sem gildi hafði, hvar sem það birt- ist. En sagap. hefur þó sann- leika að geyma. Hún sýnir, að hin hærri list Mozarts verður ekki að fullu metin af öðrum en þeim, sem hafa miklar gáfur og mikinn tón- listarþroska. —Mbl. í páskadagsskrúð- göngu riddaranna Aldrei lyddu geymdi’ eg geð, gamlar skiddur sanna; n úeg brydda brandinn með belti riddaranna. — Mörg við hrifin hugar-rót hjartað bifast lúna, strikar yfir efa-hót, undirskrifar trúna! PÁLMI Læknirinn: — Þér skulið ekki missa kjarkinn, frú mín góð. — Ef til vill eigið þér eftir að giftast í annað sinn. Ekkjan: — Er þetta bónorð. læknir? Læknirinn: — Ég skal segja yður, að læknar skrifa mikið af lyfseðlum, en sjaldnast taka þeir meðölin sjálfir. Hjá TIP TOP TAILORS Faið þér . . Tlp Top's verksflðjan Toronto, Ont. TÍZKUNA GERÐINA LITINN er þér æskið HandsniCið og tekið eftir m&ll. ‘‘Club” föt $4995 “Tip Top” föt $5995 “Fleet StreeC’ föt $7250 VerzliS I fullu trausti. — Ánægja ábyrgst, eSa peningum skiliS. Lánstranst yðar ákjósanlegt Tip Top bflSir eru alls staSar. X TF55-1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.