Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1956 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 74-3411 Sigurður Júlíus Jóhannesson (9/1 1868 — 12/5 1956) —ÖRFA MINNINGARORЗ Ég sé fyrir mér tvo menn, stadda í Reykjavík fyrir tæpum 60 árum, báðir ungir íslenzkir hugsjónamenn og skáld, ritstjóri og aðstoðarritstjóri Dagskrár, er snúið var um hríð í fyrsta dagblað á íslandi — vegna nauðsynjar landsins og gagns þjóðarinnar. íslendingar sætta sig við ekkert minna en fullt frelsi, allt annað eru svik við hinn íslenzka málstað. Ég þarf ekki að taka það fram, að mennirnir, sem hér um ræðir, voru þeir Einar Benediktsson og Sigurður Júlíus Jóhannesson. Er ekki að efa, að Sigurður, er þá var ungur læknanemi í Reykjavík, hefur dáð Einar, glæsimennsku hans, einurð og orðfimi og tekið hann sér til fyrirmyndar um margt. Og jafnvíst er það, að Einar hefur brátt séð, hvað í Sigurði bjó, því að varla hefði Einar annars ráðið hann sér til aðstoðar. Ég las nýlega grein eftir Einar Benediktsson, er hann ritaði í Dagskrá árið 1897 og heitir Nýir menn. Lýsir hann þar m. a. ungum manni, er hann hafði rekizt á af tilviljun á gönguferð út úr bænum (Reykjavík) einn fagran vetrar- morgun. Og- þar sem mér finnst lýsing Einars geta í nær öllum atriðum átt við Sigurð, eins og ég mundi hugsa mér hann ungan — og reyndar alla sína daga, birti ég hér kafla úr henni í minningu þeirra Einars: „Við höfum þagað nokkra stund og gengið hratt fram hjá efstu húsunum. Nú víkur hann aftur að umtalsefninu, sniðug- lega og með lipru málfæri. Það má heita svo, að við séum málkunnugir. — Ég hitti hann fyrsta sinn fyrir nokkrum árum í félagsskap með ungum „nemanda“, er ég þekkti vei. Ég sá þá oft saman síðar, ýmist á göngu, við hljóðfæraslátt eða lestur, en aldrei við drykkju né spil. Ég átti stundum tal við þá og tók eftir því, að þessi ungl- ingur hafði næmar taugar og skilning og lét sjaldan af skoðun sinni um hvað sem var. Hann var fremur þaulræðinn, rakti mál sitt út í æsar og var karpgjarn, þó um smámuni eina væri að tala. Svo missti ég sjónar á honum svo árum skipti og hef nú fyrst fyrir skömmu uppgötvað hann aftur með gljáandi, nýja fálkamynd yfir húfuderinu. Hann er orðinn nokkuð skarpleitari, horfir fastar á mann, þegar hann talar, og sýnist vita betur en fyrr, hvað hann á undir sér. Hann virðist halda sjálfur, að hann sá fullorðinn, en er þó unglingur enn. Augun eru skýr og dökk, en það sést vel á honum, að hann hefur lagt að sér við lestur eða annað, sem eldir manninn fljótt. — Það finnst á öllu, að hann er maður, sem ætlar sér að komast áfram. Við höfum hitzt af tilviljun á sömu leið þennan morgun og höfum deilt um það stundarkorn, hvort hollara sé, eins og nú stendur, að yrkja „fast“ eða „laust“ hér á landi. Ég hef ekki getað verið honum samdóma nema að nokkru leyti, og eins og hans er venja til, hefur hann sótt fast að' sannfæra mig. Ég hef reynt tvívegis að víkja samtalinu í aðra átt, en hann hefur haldið sér fast við efnið. Svo hef ég látið hann einan um að tala, og við höfum þagað nokkra stund, en nú er hann byrjaður aftur.“ En greininni lýkur Einar á þessa leið, er hann hefur lýst á mjög skemmtilegan hátt viðræðum þeirra um skáldskap og annað, er á góma hafði borið: „Við göngum lengra upp eftir og snúum fyrst aftur, þegar bærinn er horfinn, og tölum um hitt og þetta. Félagi m'inn á eftir að fá að vita það, að fólkið er ekki einasta dómari, heldur löggjafi, og að þankalaus gleði „á góðra vina fundi“ er jafnrétthá og hin djúpsetta íhugun um rang- indastjórn gullvaldsins í þessum heimi. Og ég á ef til vill eftir að sjá, að það er rangt að láta af að gjöra það, sem sjálfur maður álítur réttast — hvað sem fjöldanum eða þeim fáu líður. Við eigum allan daginn fyrir okkur. Það er ekki langt Federal and Provincial Housing Plans for the Aged and “Betel" Home Plan By GEORGE JOHNSON, M.D. Housing for the aged has become a subject of much dis- cussion, planning and action in recent years. Government assistance has promoted building of low cost housing units in many communities. Buildings have been con- verted for homes for the aged as well as additions to pre- sent homes and nursing homes. Because of the ‘Betel’ Cam- paign for building funds it is felt that a through explana- tion of the different plans should be given to avoid any confusion. Housing for the aged and a home for the aged are two separate and distinct types of services. A com- munity considering “housing for the aged” should consider its disandvantages as well as its advantages. A community may borrow fi'om the Federal Government 90 per cent of the cost and receive 10 per cent from the Provincial Government to build low cost housing units. The cost of such units are ap- proximately $5000, and pro- vide a kitchenette, bedroom plus sitting room for a couple. Rent is estimated at $26.00. This allows about $54.00 per month for sustenance of two pensioners. Such housing is excellent for an aged couple able to be active, to cook and take interest in community affairs. With separate housing units an acute problem aries if one resident becomes ill and must receive hospital care at $8.00 per day at community ex- pense. Also if one partner should die the survivor will have less than 720.00 for su- stenance if on a government pension only. Should the hus- band survive, possibly he can- not cook. It is difficult to move such a tenant. This system may become costly to a town as older resi- dents usually develop chronic ailments needing prolonged institutional care. Such hous- ing units would be excellent if aged residents could be moved to a centrally located nursing home for care not acute enough for hospitaliza- tion. The government feels that charitable institutions are best able to meet the many personal and individual problems of care of the aged and infirm. For a municipality to con- vert a home or other building into a home for the aged pre- sents many problems such as acquiring suitable staff and additional finances. In one Manitoba town a hospital was converted for such use. The individual rates are $3.00 a day with nursing care and $4.50 a day for bedridden patient, but without medical attention. For the average pensioner such costs are pro- hibitive without charitable assistance or town welfare expence, as few can afford to pay $90.00 per month. The ‘Betel’ Plan for assist- ing tfae aged has been in operation for forty years. síðan, að vinnuljóst varð. En nú heyrast grjóthögg í holtunum og vagnaskrölt á veginum. Við förum heim hvor til sín, en vel má vera, að við finnumst aftur seinna á samleið — þó nokkur ár séu á milli okkar.“ Dagskrá Einars Benediktssonar varð ekki langlíf, leið undir lok 1899 eða sama árið og Sigurður Júl. Jóhannesson fór vestur um haf. En þó að fundum þeirra bæri ekki saman nema einu sinni eftir þetta, sumarið 1921, þegar Einar ferðað- ist um íslendinga byggðir vestan hafs, skipti það ekki máli, því að þeir hlutu alltaf að eiga samleið sem íslenzkir hug- sjónamenn og skáld. Þeir höfðu ungir markað sér stefnu, er þeir síðan fylgdu ljóst eða leynt, hvað sem annars á daga þeirra dreif. Einar fór um síðir allur yfir í skáldskapinn og framkvæmdi það í kvæðum sínum, er hann fékk ékki áorkað í lífinu sjálfu. Fegursti bragur Sigurðar, aftur á móti, varð líf hans sjáift og ævilöng þjónusta við og barátta fyrir æsku- hugsjónum hans um frelsi, réttlæti og mannúð, er aldrei spyr að verkalaunum og unnir sér engrar hvíldar, meðan dagurinn endist. Og því var það ekki nema eðlilegt, að hjarta Sigurðar skyldi enn slá marga daga eftir að lífsþrekið hafði fjarað út að fullu. Ég kom snöggvast heim til frú Halldóru daginn eftir að Sigurður dó, og þar ríkti sami friðurinn og ævinlega áður þau mörgu skipti, sem ég hef komið á heimili þeirra undan- farin ár. Og einmitt þá rann upp fyrir mér greinilegar en nokkru sinni fyrr ein aðalskýringin á hinu langa og farsæla ævistarfi Sigurðar: Hann átti alltaf öruggt athvarf heima, er hann kom úr sínum mörgu kröppu siglingum á lífsins ólgu- sjó. Og því hljótum við vinir Sigurðar bæði ungir og gamlir að votta Halldóru og dætrum þeirra hjónanna þakkir okkar og virðingu, um leið og við blessum minningu Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar. Finnbogi Guðrhundsson ‘Betel’ is primarily a charit- able institution and will con- tinue because of donations and bequests over the years. During this period all con- ceivable problems have arisen and the proposed plans are designed to meet these situa- tions. ‘Betel’ is at present able to board and room a resident at an average cosl of $56.00 a month. This is $18.00 below any comparable institution in Canada. The cost above a residents pension is met by ‘Betel’ in most cases. ‘Betel’ desires to follow the modern idea of keeping the aged residents on their own as long as possible. However as residents are arriving at a greater age, the average is 86, a diverse plan is necessary. The ‘Betel’ Plan is to have the present home remodelled to provide a large central re- creation room or social center on the main floor. The dining room will be on this floor. A large infirmary will be on the second fl'oor for the very ill and disabled with con- stant nursing care. The new wing of fifty fireproof rooms will be for active residents. Each of these rooms will be large enough for two in order to keep married couple to- gether. The ultimate plan is to have some low cost hous- ing units on the ‘Betel’ pro- perty where the younger, more vigorous can be together “on their own”. Any such Framhald á bls. 5 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 —120 —100 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.