Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1956 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Það fer hvergi eins vel um hann og á Nautaflötum hjá Borghildi og okkur öllum“. „Ég geri það, sem mér sýnist réttast“, greip hún fram í fyrir honum. Hann brosti gletnislega. „Auðvitað ræðurðu, þó að þú hafir aldrei getað ráðið fram úr nokkru“. „Það á bezt við það, sem á undan er gengið, að þú lítilsvirðir mig“, sagði hún með kjökur- hljóði. „Ég geri það ekki, góða mín, en þetta verður að taka enda. Geturðu ekki hugsað þér, að þetta sé draumur. Nú er ekkert sem minnir á hrösun mína. Litla leiðið verður bráðum grasi gróið. Þá er alt gleymt, eins og óþægilegur draumur“. „Það er víst ekkert gleymt. Allt minnir á ömurleika og mæðu. Jafnvel sólskinið er ekki eins bjart og það er vant að vera. Sérðu ekki, hvað er dimmt og drungalegt yfir. Við höfum aldrei ferðazt saman í svona veðri. Og áin svona hrylli- leg. Drottinn minn, hvað ég hræðist hana!“ „Hún hefur litið svona út á hverju vori frá því þú komst fyrst fram í dalinn, og rigningarský hafa ótal sinnum byrgt sólina fyrr en nú. Þetta er að- eins ímyndun", sagði hann vonsvikinn. „Ég var að vona, að þú vildir sættast áður en þú kæmir heim til Jakobs. Hann hefði orðið glaður að sjá það“. „Hann veit ekkert“, sagði hún. „Heldurðu að drengurinn sjái ekki þessa breytingu, kona? Það má nú sjá minna“. Hún sá, að hann var að leita að pípunni í vasa sínum, og stóð upp. „Ég vil halda áfram“, sagði hún. „Það er víst óþarfi að fara að reykja". Þau riðu harðara það sem eftir var leiðar- innar. Jökull var víst kominn alla leið heim fyrir löngu. Anna gaf manni sínum gætur, þegar þau voru á móts við Jarðbrú. Þar hékk fallegur þvottur á snúru. Skyldi hann geta stillt sig um að gefa kotinu auga? Hann gerði það ekki. Hún sló í Stjarna, svo að Jarðbrú hyrfi sem fyrst úr augsýn. Jakob stóð brosleitur á hlaðinu, þegar for- eldrar hans riðu heim. ,„Þarna bíður hann eftir okkur, blessaður drengurinn11, sagði hún og stundi af ánægju yfir því, hvað allt var þó líkt og það hafði verið, þegar hún fór. Þarna voru mjólkur- föturnar drifhvítar á hliðinni á borði framan við skálaþilið, eins og þær voru vanar, og Borg- hildur kom brosleit utan frá læknum með vatns- fötu í hendinni. „Ó, hvað það er þó gaman að vera komin heim aftur“, sagði hún, þegar hún var komin inn í eldhúsið og heimilisfólkið bauð hana velkomna, innilega ánægt á svipinn. Hún sá, að það meinti það, sem það sagði. Það var öðruvísi svipurinn á því en kaupstaðarfólkinu. Það voru hvorki hurðaskellir eða eldhús- glamur, sem vakti Önnu næsta morgun, heldur var það Jakob, sem strauk yfir hár hennar, en ætlaði svo að læðast fram aftur, þegar hann sá, að hún bærði ekki á sér. „Ó, Jakob“, sagði hún þá, „þú ert sá bezti drengur, sem til er. Engin mamma á eins góðan dreng og ég“. Hún stakk andliti hans undir vanga sinn. „Það á heldur enginn drengur eins góða mömmu og ég“, sagði drengurinn. „Pabbi færði rúmið mitt að sínu, meðan þú varst í burtu, svo að mér skyldi ekki leiðast“. „Það var gott að hann var góður við þig, þegar ég var ekki heima. Nú fer ég aldrei í burtu, nema þú farir með mér“. En drengurinn svaraði næstum áður en hún hafði lokið við setninguna: „Ég fer aldrei frá pabba!“ Svo kyssti hann hana og hljóp út, en hún fór að klæða sig. Skyldi Jón hafa tekið það loforð af drengnum, að hann færi aldrei frá honum, meðan hún var í burtu og þeir voru tveir einir i húsinu? Náttúrlega gæti hann ekki séð af drengn- um. Og það yrði líka mikið umstang við að flytja sig alveg burtu af heimilinu, og erfitt að snúa aftur, ef heimþráin gripi hana eins og þarna niður frá. Líklega yrði það svo að vera, að hún byggi hér áfram við þetta ástlausa hjónaband. Hver skyldi nú hafa trúað öðru eins? Það var ánægjulegt að koma fram til Borg- hildar — kaffið í bollanum á borðinu, nýsoðin egg og smurt hveitibrauð. „Þú hefur sofið vel út, góða mín“, sagði Borghildur. „Náttúrlega þreytt eftir ferðalagið“. „Ég svaf nú heldur illa þarna niður frá, og tæplega var á öðru von. Það var bara þil á milli eldhússins og stofunnar, sem ég svaf í, og stúlk- urnar glömruðu svo mikið og töluðu svo hátt. í gærmorgun vaknaði ég klukkan sex og laumað- ist út. Heldurðu að mér hafi brugðið við að missa morgundúrinn minn?“ „Ég vissi það, að þú myndir ekki geta sofið og að þér brygði við margt“, sagði Borghildur. „Já, það er áreiðanlega dálítið skrítið, hvernig talað er í því húsi. Líklega þætti þér undarlegt að heyra, hvernig Matthildur spjallar sjálf. Það er líkast talinu hennar Gróu“. „Auðvitað — þetta kaupstaðarþvaður“, sagði Borghildur með fyrirlitningarsvip. „Matthildur er ekki ennþá farin að sjá hana Lísibetu litlu hans Sigga, en hún segir að Rósa sé sóði og Siggi hagi sér eins og götustrákur og margt fleira, sem hún sagði, sem gerði mig alveg hissa“, sagði Anna. „Hún getur náttúrlega ekki beygt sig svo mikið, að koma inn til fátæklinganna, sú mikla frú“, sagði Borghildur og hnykkti til höfðinu. „Hvað skyldi Borghildur segja, ef ég segði henni það, sem frúin rausaði um hana sjálfa?“ hugsaði Anna, en upphátt sagði hún: „Hún sagðist hafa kennt í brjósti um okkur, þegar Siggi hafði ákveðið að láta barnið heita í höfuðið á mömmu, vegna þess að telpan yrði aldrei þrifalega til fara, og svo yrði næsta telpa látin heita í höfuðið a móður Rósu, og þær léku sér svo saman, ríkis- konan og kofakerlingin. Svona talar Matthildur undarlega“. „Hvers konar þvættingur er þetta?“ sagði Borghildur. Anna þurfti að bera allt það, sem henni féll illa að heyra Matthildi segja, undir dómgreind Borghildar: „Frúin sagði að ein vinnukonan, sem var búin að vera lengi hjá móður hennar, hefði látið heita í höfuðið á henni, og þeim systrunum hefði þótt það svo leiðinlegt, og það, sem meira var, þeim ýiefði þótt vænt um að barnið dó. Finnst þér þetfa ekki óskaplegt, Borghildur?“ „Það sýnir að hún er hégómleg og tilfinninga- laus“, var dómurinn, sem Borghildur kvað upp. „En ég er ekki hissa á því“, hélt hún áfram og breytti um róm, ,$>ó að Siggi minn minntist fóstru sinnar. Hún var ekki búin að gera svo lítið fyrir hann, og hann er ekki vanþakklátur, aumingja strákurinn“. „Já, mamma var hpnum ósköp góð, eins og öllum börnurn11, stundi Anna. „Já, og meira en það, Anrta mín. Ef hún hefði ekki tekið hann, lá fyrir honum að flytjast eitt- hvað suður á land. Þar áttu þau sveit foreldrarnir. Það er ekki víst, að hann hefði lent á neinu gæða- heimili. Það er sjaldan hugsað um það, þegar verið er að koma niður þurfalingum“. „Góða Borghildur, segðu mér söguna hans Sigga“, greip Anna fram í fyrir henni. „Hún er nú ekki löng“, sagði Borghildur og brosti að þessum barnaskap, sem aldreKyfirgaf þessa konu, hversu gömul sem hún varð, að láta segja sér sögu. „Foreldrar hans voru bláfátæk vinnuhjú hér út á Ströndinni og áttu tvö börn. Faðirinn drukknaði, en þá var eldra barnið tekið af hjónum, sem fóru til Ameríku. Móðirin baslaði áfram með Sigga, þangað til hún dó úr taugaveiki, sem gekk þar út frá“. „Og þá tók mamma Sigga“, greip Anna fram í, ánægð yfir því að þessi saga endaði vel. „Ég heyrði aldrei minnzt á það fyrr en Jakob reið á þingið nokkru eftir að móðirin var jörðuð. Lísibet sagði Jóni að koma með tvo hesta heim, þegar hann fór að sækja Bleik handa pabba sínum. Og svo stóðu tveir hnakkhestar á hlaðinu, þegar Jakob kom út ferðbúinn. Hann spurði bara, hvað hún hefði hugsað sér að setja á þann brúna. „Mér datt í hug“, sagði þá blessuð húsmóðirin, „að þú vildir kannske koma með munaðarlausa barnið þarna utan af Ströndinni. Hann getur verið hérna þangað til skipsferð fellur suður“.“ „Aumingja Siggi, var hann ekki grátandi, þegar hann kom til allra ókunnugra?“ spurði Anna. „Nei, ó-nei, honum hefur aldrei verið grát- gjarnt, þeim dreng. En það hef ég nú stundum sagt honum, að mér hafi fundizt hann háli vesaldarlegur, þegar honum var stungið í rúmið fyrir ofan mig um nóttina. Þar svaf hann víst í tvö ár. Ég er svo sem ekki hissa á því, þó að hann hafi látið heita í höfuðið á fóstru sinni. Hún hefði sjálfsagt reynt að láta svo utan á hana, ef gamla konan hefði lifað, að telpan gengi ekki illa til fara. En það er sjálfsagt engin hætta á, að sonur hennar gleymi því“, sagði Borghildur með hreykni í röddinni. „Ósköp hlýtur að vera ánægjulegt að taka svona munaðarlaus börn að sér“, sagði Anna dapurlega. „Já, hún hafði ánægju af að gefa og gleðja, sú kona“, sagði Borghildur og snaraðist fram úr eldhúsinu, því að nóg var að gera og hún hafði setið lengur en hún mátti, meðan hún sagði þessa stuttu sögu af munaðarlausa drengnum, sem ekk> grét, þegar hann kom til allra ókunnugra. Anna átti sjálf svipaða sögu, en það hafði víst ekki gehgið táralaust, hennar ferðalag. Mikil gæðakona hafði fóstra hennar verið. Ósköp hlaut hún að vera lítilfjörleg í sætinu hennar. Hún gladdi fáa, nema Borghildur eða maður hennar bentu henni á að þess þyrfti með. Hún stundi mæðulega og stóð upp og fór upp á geymsluloft. Þar stóð stór, grænmáluð kista, hálffull af ein- földu og tvöföldu bandi. Hún valdi úr því það fínasta og fór með það inn í baðstofu. Þetta átti að fara í skyrtur og klukku handa Lísibetu litlu. Hún ætlaði sjálf að vélprjóna það. Þó að hún snerti ekki oft á vélinni, kunni hún að fitja upp- Og það var bara gaman að sjá, hvað þetta gekk fljótt. Borghildur kom inn, þegar hún heyrði til vélarinnar. „Sjáðu bara, hvað ég er búin að prjóna“, sagði Anna brosleit. „Það er ég viss um, að þetta á að fara handa Lísibetu litlu“, sagði Borghildur. Anna jánkaði. „Það er fallega gert af þér að hugsa um hana“. Svo var ein spjörin prjónuð af annarri, sokkar, kjóll, og svo nærföt handa Rósu. Borg- hildur tók við, þegar hún hafði tíma. Ekki mátti skilja Sigga eftir — hann varð að fá nærföt. Loks var búið að prjóna utan á alla fjölskylduna í litla torfbænum við ána, sem alltaf var nefndur Gróubær. Dagana næstu sat Anna við að sauma saman spjarirnar, og var nú rólegri en hún hafð'- verið um langan tíma. Næst þegar farið var ofan á Ós, var sendur stór böggull til Rósu. Anna var ákaflega ánægð með sjálfri sér, og heimilisfólkið vonaði, að nú væri allt að komast í samt lag aftur hvað heilsufar húsmóðurinnar snerti. Borghildur reyndi að snúa huga hennar að einhverju, sem þurfti að gera, svo að hún félli ekki í sama sinnu- leysið aftur. Marga dagstundina dunduðu þær við að hlúa að blómum í garðinum, og gangan upp 1 > fjallið gleymdist aldrei, hvað mikið sem var að gera. Ert allt varð þetta til að lengja vinnudag þessarar sístarfandi koun. Hún vann því löngu eftir að aðrir voru gengnir til náða. Ef Gróa bauð henni hjálp sína, var alltaf sama svarið: „Þú hefur staðið við útivinnu í allan dag eins og aðrir og þarft að fara að hvíla þig. Ég er bráðum búin. Ná grannakonurnar töluðu um það við Gróu einn messudag, að þeim' þætti Borghildur hafa lagt af og vera óvenju þreytuleg nú í seinni tíð. „Biðjið þið guð fyrir ykkur“, sagði Gróa, „það sér á öllu heimilisfólkinu. Það er annar svipurinn á húsbóndanum en vant er. Ég gæti áreiðanlega aagt ykkur margt, ef ég hefði tíma, en hún höfuð- situr mig, þegar gestir koma. Allt á að grafa og gleymast. En gott má kallast, ef ekki er farið að kvisast eitthvað samt“. Svo var hún rokin inn í bæ.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.