Lögberg - 12.07.1956, Side 4

Lögberg - 12.07.1956, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLÍ 1956 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 74-3411 Einn hinna þriggja vitru Svo sem menn rekur minni til, var á síðasta fundi Norður-Atlantshafsbandalagsins skipuð þriggja manna nefnd með það fyrir augum, að kynna sér til hlítar allar þær að- stæður, er verða mættu bandalaginu til styrktar, eigi aðeins frá hervarnarlegu sjónarmiði séð, heldur og engu síður að því er efnahagsmálin áhrærði, en í þeim efnum þótti ýmsum aðildarríkjunum eitt og annað ábótavant; í nefnd þessa voru skipaðir þrír menn, utanríkisráðherrar ítalíu, Noregs og Canada, og voru þeir þegar kallaðir hinir þrír vitru; for- maður nefndarinnar var kjörinn Lester B. Pearson utanríkis- ráðherra Canadastjórnar, einn hinna mikilhæfustu stjórn- málamanna, sem nú eru uppi. Áminst nefnd hefir átt með sér nokkra fundi, og þótt fram að þessu hafi fátt verið látið uppi um málameðferð hennar, mun það þó nokkurn veginn sýnt, að hún sé sér þess meðvitandi, að aukins efnahagslegs jafnaðar meðal aðildarríkja sé meiri þörf en fram að þessu hafi verið vitað og viðurkent, þannig, að hin umkomuminni ríki verði ekki látin sitja á hakanum. Forustumenn rússnesku ráðstjórnarríkjanna, sem frá öndverðu hafa fjandskapast gegn áminstu bandalagi, telja nú nokkurn veginn víst, að það sé að syngja sitt síðasta vers; þessu til stuðnings er vitnað í ágreininginn milli Tyrklands og Grikklands út af eynni Cyprus; þá er heldur ekkert smá- ræðis númer gert út af afstöðu íslands til bandalagsins og tilraunum sumra stjórnmálaflokkanna í þá átt, að stökkva ameríska setuliðinu úr landi; samt sem áður verður sú stað- reynd eigi umflúin, að varnarliðið á íslandi sé þar einungis vegna Norður-Atlantshafsbandalagsins íslandi til öryggis, sem er eitt aðildarríkjanna; hvort setuliðið á íslandi er fremur af amerískum uppruna en belgiskum eða frönskum, eða af einhverju öðru þjóðerni, skiptir engu máli, og því fráleitara er það, að úthúða Bandaríkjunum fyrir eitthvað, sem þau bera enga sök á. Nato-varnarliðið er á íslandi vegna tilmæla íslenzkra stjórnarvalda, én hvorki vegna kröfu eða valdboðs af hálfu Bandaríkjanna; þetta væri holt að almenningu léti sér skiljast. Mr. Pearson, einn hinna þriggja vitru, fer ekki dult með það, að Norður-Atlantshafsbandalagið sé hvorki meira né minna en lífsnauðsyn til öryggis Norðurálfufriði og jafnvel alþjóðafriði í heild; hann stendur heldur ekki einn uppi með þá skoðun sína, því bandalagið á meðal annars naumast eindregnari stuðningsmann en Eisénhower forseta. Ef ekki væri vegna áminsts bandalags gæti Norðurálfan lítið viðnám veitt gegn áróðri og yfirgangi hinna rússnesku ráðstjórnarríkja, og víst er um það, að með endurhervæð- ingu Vestur-Þýzkalands, þó takmörkuð sé, styrkist stofunin til muna. Aðildarríki bandalagsins verða að starfa saman sem órofaheild; síngirni og sérhagsmunir mega þar hvergi koma til greina, og þá allra sízt að ná yfirhönd; þjóðirnar þurfa að læra að slaka til, jafnvel þótt slíkt á pappírnum geti kostað þumlung af þjóðernislegu fullveldi; hvort þetta lánast getur orðið annað mál meðan stærilætið ræður lofum og lögum. Menn bíða þess með óþreyju hvernig hinum þremur vitru reiði af í ráðagerðum sínum bandalaginu til styrktar; að viturlegra ráðstafana sé þörf verður eigi efað, því enn eru það slægir menn og slóttugir, sem austan járntjaldsins ráða ríkjum; menn verða að gjalda varhuga við þeim fagur- gala, sem upp á síðkastið streymir út frá Moskvu vítt um heim, er fremur minnir á viðurstyggileg fleðulæti en eitthvað annað. Samstarfsmenn Mr. Pearsons eru Galtano Martino utan- ríkisráðherra Italíu og Halvard Lange utanríkismálaráðherra Noregs, og eru þeir báðir víðkunnir áhrifamenn; þeim liggur það báðum þungt á hjarta, að bandalagið verði annað og meira en varnarbandalag, að það verði efnahagslega og menningarlega lífræn heild. MINNINGARORÐ: Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon var fæddur 30. september 1875 að Gili í Fljótum. Foreldrar hans voru þau hjónin Anna Davíðs- dóttir og Magnús Björnsson, Björnssonar Benediktssonar, Eyfirðingar að ætt. Anna, móðir Ólafs, var dóttir Davíðs Jónssonar og var sá Jón giftur Guðrúnu, systur Gísla Kon- ráðssonar. Þau hjón, Anna og Magnús, fluttust að Syðra- Mó og síðar að Krakavöllum í Fljótadal. Magnús lézt árið 1885. Þau hjónin áttu þrjú börn, sem komust á legg. Ólaf, Helga, er lézt um tvítugt, og Guðrúnu. Hún var lengi búsett á Siglufirði, en er nú nýlátin. Lætur hún eftir sig mann sinn og börn, öll upp- komin. Ólafur gekk snemma að öllum almennum störfum eins og þau tíðkuðust til sveita á Islandi. Fyrst var hann með móður sinni, en síðar um sjö ára skeið á bæn- um Deplum í Stíflu. Þaðan fór hann sem sjómaður á há- karlaskip og reri frá Siglu- firði og ýmsum stöðum við Eyjafjörð. Nokkru síðar tók hann skipstjórapróf á Akur- eyri með hinum bezta vitnis- burði. Veturinn 1910—’ll var hann vinnumaður hjá séra Bjarna Þorsteinssyni á Siglu- firði, en hélt sumarið 1911 vestur um haf. Var hann fyrst þrjá mánuði í Argylebyggð, en fluttist svo í Siglunesbyggð og réðst til Jóns Hávarðsson- ar. Hann dvaldist í þeirri byggð unz hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Mar- gréti Þórhildi Hávarðsdóttur. Hún var fædd á Kirkjubóli í Norðfirði og er austfirzk að ættum. Margrét var áður gift Halldóri Halldórssyni og bjuggu þau í Siglunesbyggð. Áttu þau fimm börn: Helgu Sigríði Ednu, Arndór Frí- mann, Margréti Guðrúnu, Sesselju og Arnbjörgu Fjólu. Búa þau öll í Vogarbyggðun- um. Með síðari manni sínum eignaðist Margrét tvö börn: Önnu Guðrúnu og Helgu Soffíu Stefaníu. Kom svo, að Ólafur gekk börnunum í föðurstað og eignaðist ást þeirra og virðingu allra. Ólafur Magnússon hans var heilbrigð, öfgalaus og göfug en um leið festuleg. Hann var trúmaður og unni kirkju sinni mikið og vildi veg hqnnar og vöxt í lífi manna. Innilega mundi hann ættjörð sína og æskustöðvar og fátt gladdí hann meir en samræður um gömlu dagana heima. Hafði hann og bréfa- samband við ættingja sína á íslandi til æviloka. Hin hlýja skaphöfn Ólafs og glaðlega viðmót aflaði hon- um margra vina, sem af ein- lægni blessa minningu hans og votta ástvinum hans og ættingjum fjær og nær inni- lega samúð sína. Ólafur lézt í Winnipeg 1. júlí s.l. og fór jarðarförin fram 4. júlí frá Vogarkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Bragi Friðriksson flutti kveðjumál. B. R. F. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERG! Fréttir fró Gimli 9. júlí. 1956 Fulltrúar frá Gimlisöfnuði, sem fóru til Vancouver með séra Braga Friðrikssyni, presti safnaðarins, til að sitja hið Evangeliska lúterska kirkjuþing, voru: Mrs. Robert Tergesen, Mrs. J. H. Stevens, Miss M. Halldórson og Mrs. Elín Sigurdson (sem fulltrúi fyrir Árnessöfnuð). Gestir héðan á kirkjuþingið voru: — Mrs. C. J. Olson, ungfrú Soffía Finnbogadóttir og ung- frú Vigdís Víum. Þær ung- frúrnar gerðu ráð fyrir að ferðast til Victoria, Seattle og víðar á ströndinni. ----0---- Mr. J. B. Johnson (frá Birki- nesi) átti sjötugsamæli þann 4. þ. m. (júlí), og afmælisgjöf hans var fágæt, það var fyrsti sonarsonur hans. Þann dag eignuðust þau sonur hans, Helgi Óli Johnson, og kona hans Shirley, að 885 Garfield St., Wínnipeg, son sem á að bera nafið John Brian og verður skrifaður J. B. John- son. Ég veit að hinir mörgu og góðu vinir Jóns óska hon- um til hamingju með afmælið og afmælisgjöfina. Mrs. Kristín Thorsleinsson Winnipeg. Þær munu verða staddar hér á íslendingadeg- inum, því brottför þeirra er ekki áveðin fyr en um miðjan næsta mánuð. Sólskin og sumarblíða höfðu ríkt á íslandi dagana áður en þær fóru að heiman, og allur jarðargróður búinn að jafna sig eftir vorhretið, sem þar gekk yfir, enda hafði veturinn síðan um nýár verið mildur með afbrigðum, og gróður því tekið fljótum framförum. Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund -180 -160 —140 —120 —100 Árið 1947 fluttust þau hjón- in, Margrét og Ólafur, til Lundar og hafa átt heimili sitt þar síðan. Við burtför þeirra var þeim haldið veglegt kveðjusamsæti af byggðar- íólki og kom þar fagurlega í Ijós, hversu vinsæl þau voru af öllum, sem til þekktu, enda höfðu þau hjónin setið býli sitt hið bezta og reynzt öllum vel og tekið drjúgan þátt í félags og framfaramálum sveitarinnar. Ólafur Magnússon var greindur maður, skýr í sam- ræðum og bókvís mjög. Hann fylgdist vel með öllum megin- málum og átti um margt fjöl- þætta lífsreynslu. Lífsskoðun -----0---- Fréítir frá Mr. P. S. Pálsson, Gimli, Man., 9. júlí 1956 Fyrsta þessa mánaðar komu heiman frá íslandi systurnar Fanney og Hulda Einarsdæt- ur Long, eiga þær báðar heimili í Reykjavík. Dvöldu þær aðeins þrjá daga hjá frænku sinni, Mrs. P. S. Páls- son, hér á Gimli, en tóku sér þá ferð á hendur vestur að Kyrrahafi til Vancouver. Verða þær um tíu daga á því ferðalagi og ef til vill ferðast þær til fleiri staða þar á ströndinni. Að þeim tíma liðnum munu þær dvelja ein- hvern tíma á Gimli, og sjálf- sagt ferðast til annara staða í Nýja-Islandi og víðar, auk Make your donations to th« "Belel" Campaign Fund# 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.