Lögberg - 30.08.1956, Page 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956
Orkneyingar eru áhugasamir um
norræna menningarerfð
segir dr. ALEXANDER B. TAYLOR, fræðimaður
Um þessar mundir er háð
víkingamót í Reykjavík,
og sækja það fræðimenn
frá Norðurlöndum og
Bretlandseyjum, auk ís-
lendinga. Einn fulltrúinn
á mótinu er dr. Alexander
B. Taýlor, sem hefir ritað
þessa grein fyrir Morgun-
blaðið. —
Dr. Taylor er skrifstofu
stjóri í heilbrigðismála-
ráðuneyti Skotlands í
Edinborg. En tómstund-
um sínum hefir hann
varið í þágu íslenzkra
fræða, og þekktasta verk
hans a því sviði er þýð-
ingin á Orkneyingasögu,
sem kom út skömmu fyrir
síðustu heimsstyrjöld.
Áhugi minn á íslendinga-
sögum hófst þegar ég var
fimmtán vetra námssveinn í
orkneyskum skóla. Ég er ekki
Orkneyingur að uppruna; ég
er fæddur suður í Bervíkur-
skíri og að nokkru leyti alinn
upp í iðnaðarborginni Mother-
well, þar sem faðir minn
gegndi prestsþjónustu, áður
en honum var veitt brauð í
Kirkjuvogi í Orkneyjum. Ég
var fimmtán ára, þegar við
fluttumst þangað búferlum og
hóf nám í menntaskólanum
þar.
Kirkjuvogur er lítill og
snotur bær. Þar búa um fjög-
ur þúsund manns. Götur eru
þar þröngar og fornar, en
höfnin iðar af athöfnum. Og
yfir höfninni gnæfir dóm-
kirkja heilags Magnúss, fögur
og tignarleg. Ég minnist
þess ávallt, hve skemmtilegt
mér þótti ungum dreng að
heimsækja kirkjuna og horfa
á voldugar súlur af dumb-
rauðum sandsteini, og virða
fyrir mér töfrandi ljósbrigði,
sem léku inni í kirkjunni. Oft
kleif ég hringstigann upp í
turninn; þaðan sá vítt í allar
áttir: suður til Scapa Flow —
flotastöðvarinnar, sem nú er
verið að leggja niður — og
norður um eyjar smáar, sem
margar hverjar hafa ekki
breytzt síðan Norðmenn
námu þar land.
Og ekki leið á löngu áður
ég kynntist við þá atburði,
sem raktir eru í Orkneyinga-
sögu af tildrögum dómkirkj-
unnar: hvernig Magnús jarl
var drepinn á Egilsey árið
1137 að undirlagi Hákonar
jarls; hverjar jartegnir og
stórmerki urðu við skírn
hans og hversu helgi hans
kom upp; og að lokum hvern-
ig systursonur hans, Rögn-
valdur Kali skáld, lét hefja
smíði kirkjunnar árið 1137.
Lærði að meta íslenzkar
fornbókmenntir
En í Orkneyjum las ég
fleiri íslenzk fornrit auk
Orkneyingasögu, og á ég það
að þakka Hugh Marwick, sem
þá var rektor menntaskólans
og kennari í ensku. Hugh
Marwick er mestur norrænu-
fræðingur allra Skota, þeirra
sem nú eru uppi. Höfuðverk
hans er orðabók yfir norræna
tungu í Orkneyjum, og safn-
aði hann til hennar úr rituð-
um heimildum orkneyskum
og úr máli alþýðu. Orðabókin
var gefin út af Oxford Uni-
versity Press árið 1929, og
fyrir hana veitti Edinborgar-
háskóli honum doktorsnafn-
bót í bókmenntum. — Hugh
Marwick er nú orðinn aldrað-
ur maður og býr enn í Kirkju-
vogi.
Hugh Marwick lagði mikla
áherzlu á, að nemendur hans
lærðu að meta íslenzkar forn-
bókmenntir, tungu og menn-
ingu. Við vorum um það bil
tuttugu nemendur hans í
fimmta bekk, og fyrsta bókin,
sem hann valdi til lestrar í
bekknum, var Brennu-Njáls-
saga í enskri þýðingu Ceorge
Dasents. Við notuðum útgáfu
þá, sem kom út í „Everyman“-
bókaflokknum. Hún var ódýr,
kostaði einungis einn skilding
í þá daga. Marwick las Njálu
upphátt fyrir bekknum, eina
stund fimm daga viku, unz
sögunni var lokið.
Sagan heillaði okkur
Sagan heillaði okkur þegar
frá upphafi. Mörður gígja var
orðinn lifandi persóna í hug-
um okkar, þegar við höfðum
hlýtt á söguna nokkur andar-
tök. Okkur fundust þau Hrút-
ur, Höskuldur, Unnur og
Hallgerður vera raunverulegt
fólk, og okkur þyrsti eftir
meiru. Ungæðisleg forvitni
okkar um vígaferli og bar-
daga örvaðist við fyrsta vígið,
þegar þung öxi Þjóðólfs bar
af handsaxi Þorvalds. Síðan
tók við hin flóknari atburða-
röð og sögurnar af þeim
Gunnari, Njáli og Njálssonum
tóku hug okkar allan. Við
hrifumst af hálfsögðum orð-
um, skjótum tilsvörum og
kjarnyrtum lýsingum á helztu
hetjum sögunnar. Þær höfðu
jafnvel þau áhrif, að við
sömdum lýsingar hver af
öðrum í svipuðum stíl og
sagan lýsir Gunnari og Skarp-
héðni. Ég man ennþá glepsur
úr þeim, en tel mér þó ekki
ráðlegt að hafa þær eftir.
Okkur hætti sem sé til að vera
stóryrtir og illyrtir, svo að
sumar þeirra eru eflaust æru-
meiðandi. — En mest orkaði
þó á okkur fullvissa söguhöf-
undar um áhrif örlaganna, sú
ramma trú að gagnslaust sé
að reyna að flýja forlög sín.
Kynni vor af Njálu var
stórkostleg og ógleymanleg
reynsla. Þegar lestri hennar
var lokið, var tekið til við
Grettis sögu, en það er Njála,
sem mér er og verður hug-
stæðust, og svo ætla ég að
farið sé um aðra nemendur
Marwicks.
Las Slurlungu á frummálinu
Þegar ég hóf nám mitt við
háskólann í Edinborg, lagði
ég stund á forníslenzku jafn-
framt fornensku, og hef aldrei
glatað þeirri ást á sögunum,
sem ég fékk í Orkneyjum á
menntaskólaárum mínum. Ég
hitti stundum bekkjarbræður
mína þaðan, og þá berst talið
oft að sögulestri Marwicks.
Einn jafnaldra minna er frá-
bær efnafræðingur og stjórn-
ar nú rannsóknardeild hjá
Imperial Chemical Industries.
En hann gaf. sér þó nægan
tíma til að nema íslenzku. Ég
rakst á hann af tilviljun fyrir
skömmu, en hafði ekki séð
hann í mörg ár. Þegar ég hitti
hann, var hann að lesa Sturl-
ungu á frummálinu.
Eru Orkneyingar norrænir?
Vinsældir íslendinga sagna
á orkneyskum skólabekk veita
vitanlega litla hugmynd um
annað atriði, sem mig langar
til að minnast á: Að hve miklu
leyti finnst Orkneyingum
sjálfum þeir vera norrænir, og
hverjar eru hugmyndir þeirra
um þjóðerni sitt?
Áður en þessu verði svarað,
verðum við að rifja upp fyrir
okkur nokkrar sögulegar stað-
reyndir. Á fjórtándu öld eru
eyjarskeggjar enn norrænir
menn að máli og uppruna, en
þá fara að flytjast þangað
skozkar fjölskyldur, og þeir
mannflutningar héldu áfram
síðan. Mest kvað þó að þeim á
17. öld, þegar trúarofsóknir í
láglöndum Skotlands knúðu
fólk til að flýja til eyjanna.
Með þessum innflytjendum
barst lágskozk tunga, sem er
ein grein enskunnar, og var
þetta tungumál notað í kirkj-
um og skólum á eyjunum
síðan. Norræn tunga átti því
snemma í vök að verjast í
Orkneyjum. Menntaskólinn í
Kirkjuvogi hófst á 16. öld.
Þegar litið er í símaskrá
Orkneya verður brátt ljóst,
hve blönduð þjóðin er: nor-
ræn nöfn og skozk skiptast á,
svo vafasamt er, hvor séu
fleiri. Algengasta ættarnafnið
er Flett, en fyrsti maðurinn,
sem kunnugt er um, að borið
hafi þetta heiti er Þorkell
Flettir, sem getið er um í
Flateyjarbók. Hann var bóndi
í Vesturey og var uppi á 12.
öld. Önnur algeng ættarnöfn
norræn eru: Eunson, sem
dregið er af Jónsson, Manson,
sem er stytting úr Magnússon,
og Turfus, sem er komið af
Þorfinnsson. En skozk ættar-
nöfn eru einnig almenn, eink-
um þó Sinclair, Spence, Irving
Norræn örnefni
Fjarri fer því að skozkir
innflytjendur hafi tortímt
allri norrænni menningu i
Orkneyjum. Norrænir eyjar-
skeggjar tóku að vísu upp
tungu hinna skozku aðkom-
enda, en hafa þó varðveitt
mikinn sæg af norrænum orð-
um og orðtökum, auk þess
sem þeir virðast enn tala með
norrænu hljóðfalli, þótt mælt-
ir séu á enska tungu. Norræn
orð hafa einkum haldizt á
ýmsum sérsviðum, svo sem i
lagamáli, bændamáli, sjó-
mannamáli og tóskaparmáli,
eins og gerst verður ráðið af
ritum Hugh Marwicks um
hina norrænu tungu í Orkn-
eyjum.
N o r r æ n örnefni hafa
geymzt undarlega vel í minni
Orkneyinga, þótt fræðimenn
einir geri sér fulla grein fyrir
upphaflegri merkingu þeirra.
Ég minnist í þessu sambandi
heimsóknar til Hrólfseyjar.
Þá kom ég að bæ sem heitir
Furze. Bærinn stendur undir
hlíð og fellur lækur niður. Þar
verður foss að húsabaki. Ég
spjallaði um stund við bónda;
hann var ljóshærður og frekn-
óttur, undarlega norrænn
álitum. Ég spurði hann, hvort
hann vissi merkingu bæjar-
nafnsins, en hann kvað nei
við. En mikið hýrnaði yfir
honum, þegar ég sagði honum,
að bærinn hefði heitið að
Fossi og drægi nafn af bun-
unni. Þetta kveikti mikinn
áhuga í bónda um önnur ör-
nefni í landareigninni. Það
var eins og honum hefði opn-
azt nýr heimur, sem blasti við
af bæjarhlaði.
Flestum Orkneyingum er
svipað farið og þessum bónda,
og skiptir í sjálfu sér engu
máli, hvort þeir heita Flett
eða Sinclair, Eunson eða
Irving. Á yfirborði eru þeir
allir skozkir, en við litla örvun
njóta þeir þess að grafast
fyrir um hálfgleymda menn-
ingarerfð norrænna forvera
sinna. Við það skerpist skiln-
ingur þeirra á þjóðerni sínu
og tvíþættum uppruna.
—Mbl., 26. júlí
Maður nokkur stóð agndofa
aí hrifningu á málverkasýn-
ingu einni og horfði á undur-
fagra konumynd, sem ein-
ungis var sveipuð þremur
laufblöðum. Myndin nefndist
,.VOR“.
Kona mannsins var gröm og
ieið að bíða eftir honum og
sagði loks:
„Eftir hverju ertu að bíða —
mcm
ts
fOfí
YOUf
Aðeins til að vegja athygli
yðar á nokkrum einföldum atrið-
um, sem skýra fyrir yður aukið
notagildi símþjóustunnar.
. . . finnið númerið í símaskránni.
Getið einskis til.
. . . talið skýrt í símaáhaldið.
. . . verið fáorð, forðist mála-
lengingar.
Stutt samtöl hafa í för með sér
aðgang að fleiri samtölum yfir
sömu línu.
TELEPHONE COURTESY
PAYS — EVERYONE!
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM
og Craigie.
haustinu kannske!*
Midwest Net & Twine Co.
Sole Distribulors of
Moodus Brand “PRESHRUNK” Nylon Netting
Brownell Nylon and Cotton Sidelines
and Seaming Twines
PHONE 93-6896
WINNIPEG 2, MAN.
404 LOGAN AVENUE