Lögberg - 30.08.1956, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. AGÚST 1956
3
HALLDÓRA GRÍMSSON,
2314 Elliotí Avenue, Seattle, Washinglon:
„Orð og afleiðing"
PNGINN getur algjörlega
staðið einn, og hafa allir
þá meðfæddu löngun að þykja
vænt um þá, sem eru manni
góðir.
Guð hefur skapað manninn
°g konuna af því sama and-
tega efni, og Guð hefur látið
1 munn og hjarta þeirra skerf
af Lífsins Orði og ljósi. Og
mannkynið er því ein heild.
En þrátt fyrir það að allir
eru ein heild, og menn bera
ahyggjur hver fyrir öðrum,
þá er samt hver fyrir sig ein-
staklingur og hver hefur sinn
eiginn huga, minni, hvatir og
a^fingu, og er einnig á margs
konar og sérstakan hátt alveg
undir sinni eigin orsök og af-
ieiðingu, sem hefur gjörsam-
fega aðeins áhrif á hans eða
Nennar eigin æfi. Líkt og and-
rúmsloftið hefur áhrif á lík-
aæann, svo hafa menn góð og
sterk áhrif hver á annan.
Maður og kona geta elskast án
þess að sýna nokkra ákafa
geðshræringu.
Ef að gasbrennir er opinn
1 herbergi, þá fyllist það af
gasi, 0g ekkert ferskt loft
kemst þar inn, og ef enginn
^emur til að opna herbergið,
þá kafnar og deyr af gasinu,
sa, sem sefur þar inni.
Og enginn má útrýma sann-
leikanum úr hjarta sínu, því
þá hættir hann að vaxa hið
innra.
Einn langar til að ná í á-
kveðinn hlut, en getur ekki
íengið hann nema hann sé dá-
lítið hlutdrægur og geti snúið
efninu sér í hag.
Maður og kona hittast og
verða vel kunnug, og þau sjá
hvort annað oft fyrir tíma,
°g þeirra vinátta er í alla
staði göfgandi og þykir þeim
óáðum mikið hvort í annað
varið; en hann elskar hana
ekki, og hann segir henni að
hann ætli að giftast annari
konu.
Vinur gefur og er ekki eig-
lngjarn og gjörir fyrir vin
sinn eins og það væri fyrir
sjálfan hann.
Guð gefur að skilja rétt frá
^óngu, og hefur gjört það á
°tlum tímum. En hugsanir
korna inn í hugskotið frá
tveimur andans svæðum.
Annað andans svæðið gefur
°kkert nema gott, og hitt
kndans svæðið gefur illt, og
^rá því kemur eigingirnin,
Sern tekur alltaf mikið eða
/tið fyrir sjálfa sig, og af því
teiðir margt illt.
Allir ættu að nota vel sína
g°ðu skynsemi og ættu víst
aó hafa svo mikið af hinu
góða, að það stjórni hugsun-
inni, en ekki hið vonda, and-
iega svæði. Hið illa veldur og
er orsök að vondu hvatalífi,
en hið góða heldur hvatalífinu
1 skorðum.
Mannkynið er syndugt. Og
Öllum getur yfirsést, sumir
hota misjafnlega sín tækifæri.
Og það er mikill mismunur á
því hvernig menn nota atvik
og tækifæri sér í hag til að ná
í það, er þeim þykir mikið
varið í að fá og dettur í hug
að girnast.
Maðurinn frá hinu leynda
innra sýnir sitt ytra, og þó
ekki, því að hann á svo undur
auðvelt með að hylja hugsanir
sínar.
í einni fornsögu er getið um
Guðrúnu Ósvífursdóttur og
Kjartan Ólafsson. Guðrún
hafði verið tvisvar gift áður
en Kjartan kynntist henni.
Kjartan var álitinn að vera
fyrir ljúfmennsku sína, ætt-
erni og íþróttir með hinum
mestu sonum Islands.
Kjartan fór oft að finna
Guðrúnu og sat og talaði við
hana. Hann ætlaði að fara
utan til Noregs, og bað hann
Guðrúnu að giftast ekki en
bíða sín þar til að hann kæmi
aftur. En hún vildi ekki lofa
því og vildi fara utan með
honum, en það vildi hann
ekki, og skildu þau við svo
búið. Kjartan fór til Noregs,
og var þá Ólafur Tryggvason
konungur yfir Noregi.
Bolli, fóstbróðir og frændi
Kjartans, sem var álitinn
vaskur og vopnfimur maður,
og vissi um vinfengi Kjartans
og Guðrúnar, fór utan með
Kjartani.
Kjartan komst í mikið vin-
fengi við Ólaf konung, og
Kjartan var einn af þeim
mönnum, sem konungur hélt í
gisling á meðan verið var að
kristna ísland árið 1000.
Systir Ólafs konungs hét
Ingibjörg. Kjartan sat oft á
tali við Ingibjörgu systur
konungs, sem var álitin vitur
og kvenkostur mikill. Og
sumir við hirðina héldu að
Kjartan gæti gifst Ingibjörgu.
Bolli var ráðinn í að fara til
íslands, en Kjartan varð að
sitja í Noregi, því að hann var
tekinn í gisling.
Bolli sagði við Kjartan: Að
það mundi vera fátt fyrir
hann til skemmtunar út á ís-
landi, þar sem hann situr á
tali við Ingibjörgu konungs-
systur og konungur mundi
hann ekki lausan láta. Kjartan
svaraði: Haf ekki slíkt við. En
þýðir: Ég banna þér að segja
þetta.
Bolli fór til íslands, en
Kjartan varð að vera eftir að
skipan konungs. Þegar Bolli
kemur heim, þá segir hann að
Kjartan muni ekki koma
heim, og hann muni verða í
Noregi og giftast Ingibjörgu
konungssystur.
Bolli fór til Guðrúnar
og bað hana að verða konan
sín. Hún vildi ekki Bolla, og
sagðist mundi bíða með að
gifta sig á meðan Kjartan
væri á lífi. Bolli svaraði: Hún
vrði þá nokkuð lengi að bíða,
því ef að Kjartan ætlar sér
Business and Professionai Cards
The Business Clinic
Anna Larusson — Florence Kellett
1410 Erin Street
Phone SPruce 5-6676
Bookkeeping - Income Tax
Insurance
að koma og giftast þér, þá
hefði hann sagt mér það.
Guðrún var ekki fús, og
mjög treg til að giftast Bolla,
en hún var mikið eggjuð af
föður sínum og bræðrum að
neita honum ekki, því að þeim
þótti það mikill fengur að
hún fengi Bolla, og Bolli sagði
henni að Kjartan kæmi ekki
og hann mundi giftast Ingi-
björgu konungssystur. Og það
varð úr, að Guðrún giftist
Bolla. En það stafaði mikil
óheill af þessari giftingu.
Eftir að kristni var lögtekin
á íslandi kom Kjartan heim,
og frétti hann þá strax að
Guðrún væri gift Bolla.
Kjartan sá eftir Guðrúnu.
En hann kynntist stúlku, er
hét Hrefna, sem var falleg og
af góðum ættum, og hann
giftist Hrefnu.
Guðrún sá mikið eftir
Kjartani, og hún varð öfund-
sjúk og gat ekki unnað Hrefnu
að eiga Kjartan.
Óvinátta varð mikil á milli
manna í héraðinu, og Bolli og
bræður Guðrúnar, að eggjan
Guðrúnar, sátu fyrir Kjartani
og ætluðu að drepa hann.
Kjartan vildi ekki vega að
Bolla, og Bolli greip tækifærið
og veitti Kjartani banasár. Og
nokkru seinna drápu bræður
Kjartans Bolla.
Sagan sýnir það að Bolli
var mjög eigingjarn, og vildi
hann láta hjálpa sér að ná í
það, er hann girntist. Hann
sýnir skort á þeirri staðfestu,
er vinur sýnir vini sínum.
Og sagan sýnir konu, sem
treystir ekki á trúfesti manns-
ins, er hún unni. Hún stendur
ekki á móti árás, þegar mest
á liggur. Hún fer eftir vissum
áhrifum og grípur þann hagn-
að, sem var í boði. Hún-lætur
ást sína falla og giftist Bolla.
Og hún fær þann félagsskap,
sem giftingin gefur henni.
Þessi saga sýnir, að hin
liðna tíð er mjög lík nútíðinni
að því leyti að margir, þegar
þeir vita, að þeir geta ekki
fengið það er þá langar til,
þá grípa þeir til þeirra ráða
að nota álit og orðróm. Og
menn fá oft aðra til að hjálpa
sér til að ná í það, sem þá
langar til að fá.
Hvatalífið er eins á öllum
tímum, og hið góða hefur sín
vissu áhrif á öllum tímum.
Og maðurinn þarf alltaf að
nota sína hugsun og vinna að
því að ná því takmarki, sem
hann hefur ásett sér að ná.
Og tilfinningin hreyfist, æsist
og vekur löngun til að verða
fremri og meiri en sá næsti.
Og hugsanir koma og fara,
koma aftur og hinkra við og
verða að rót, og verkin hafa
sína afleiðingu.
r—— ' J Minnist BETEL í ertðoskrám yðar SELKIRK HETAL PR0DUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vitS, heldur hita frá a8 rjúka út me8 reyknum.—Skrifi8, sími8 til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 •— SUnset 3-4431
Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 — '1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & COPPORATE SEALS CELLIÍLOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipefl PHONE 92-4624 4
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louiao Street Slmi 92-5227
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá bezti. Stoína8 1894 SPruce 4-7474
Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890
EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg Phone 92-6441
SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shinglee Insul-Bric Sldlng Vents Installed to Help Eliminate Condensatiijn 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man.
Office Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appointment.
Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOB 27 YEARS SPruce 4-4422 Ellice & Home
PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q-C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Cllve K. Tallin. Q.C, A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th IL Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnlpeg 2, Man. Phona 92-3561
Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118
Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 S. A. Thorarinson Bwrrister and SoHcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslmi 40-6488
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreiSaábyrgC o.s. frv. Phone 92-7538 < Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2488 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENOHA FORT FRANCES - ATIKOKAN
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Hofið H öf n í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soo., 3498 Osler St.. Vancouver, BÆ.
National Realty Co. New and older homes—farms— stores and other businesses in Winnipeg and surrounding areas. PAUL ANDERSON. Manager 214J4 Sherbrook St, Winnlpeg, Man. Days SPruce 4-5568—Evgs. 42-4924 Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlinfltan and Sargent SUnaet 3-5550 We collect light, water and phone bills. Po*t Offioa