Lögberg - 30.08.1956, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956
7
Heilsuhæli Nátiúrulækningafélags íslands í Hveragerði:
Grettistak til gagns og góðs fyrir
aldna og óborna
Brautryðjandasiarf JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR, læknis
pYRIR 19 árum eða hinn 5.
* júlí 1937 var hið fyrsta
Náttúrulækningafélag stofnað
hér á landi á Sauðárkróki.
hyrstu hugmyndina munu
þeir hafa átt Björn Kristjáns-
son, heildsali í Reykjavík,
kerlaugar og steypiböð. Þar
fást einnig heit hveraböð inni
í húsi.
Aðbúð og eldi
Læknir Heilsuhælisins, hin
hálfníræða hetja, Jónas Krist-
sonur Kristjáns Gíslasonar. . . , . ,__
Sauðár- íánSS0n> innir Þarna af nendl
öll hin daglegu læknisstörf.
íyrrum kaupmanns á
króki, og hinn þjóðkunni
læknir Jónas Kristjánsson, þá
héraðslæknir á Sauðárkróki,
sem öllum öðrum fremur
hefir borið þetta mál fram til
sigurs hér á landi.
Síðan hafa verið stofnuð
oiörg slík félög hér á landi og
Wunu nú vera 15 starfandi,
uieð þá þriðja þúsund félags-
menn. Þessi félög hafa mynd-
að samband sín á milli, sem
keitir „Náttúrulækningafélag
íslands“ (N.L.F.Í.), og er Jónas
Kristjánsson forseti sam-
bandsins.
Stofnun og stefna
Heilsuhælisins
Þetta samband, N.L.F.Í.,
stofnaði sjóð með skipulags-
skrá, er samþykkt var á aðal-
fundi N.L.F.Í. hinn 19. marz
1944. Sjóðurinn heitir „Heilsu-
hælissjóður Náttúrulækninga-
félags íslands“. Hann er eign
Heilsuhælisins sem er sjálfs-
eignarstofnun.
Heilsuhæli Náttúrulækn-
Ingafélags íslands hóf starf-
semi sína hinn 24. júlí 1955 í
nýjum og glæsilegum húsa-
kynnum í Hveragerði eða að-
eins sunnan við kauptúnið.
Þessi nýja stofnun hefur
þann tilgang að vera einskon-
ar skóli, er kenni fólki að varð
veita heilsuna, er kenni því að
kfa heilbrigðu og reglusömu
Hfi, er kenni því að temja sér
ákveðna hollustuhætti, er
kenni því að þekkja hin ein-
földustu lög náttúrunnar, sem
Silda í hinum nánustu sam-
skiptum manna við hana, og
sem kenni því, að háskalegt er
að halda ekki þessi einföldu
allsherjarlög.
En jafnframt starfar Heilsu
hælið sem sjúkrahús, er tekur
vissa sjúklinga til lækninga,
sem sé alls konar gigtarsjúkl-
inga o. fl.
Sj úklingar hafa notið þarna
margs konar læknisaðgerða
annarra en baðanna.
Aðhlynning öll við gestina
er í bezta lagi, bæði frá hendi
læknis, forstöðukonu og starfs
stúlkna.
Fæðan þarna er eingöngu
úr jurtaríkinu, svo og mjólk
og mjólkurafurðir. Egg eru
einnig notuð 1 mat.
Margir þurfa nokkra daga
til að venjast fæðinu, en flest-
um féll það vel, þegar frá leið.
Það er ákaflega fjölbreytt,
mjög vel matbúið og glæsilega
framreitt. Fólk, sem ekki
dvelur í Heilsuhælinu, kemur
oft margt til að fá eina og
eina máltíð. Um helgar skiptir
það stundum mörgum tugum,
og oft sama fólkið aftur og
aftur. Það bendir til þess, að
því falli fæðið.
Árangur
Ég, sem skrifa þessar línur,
var gigtarsj úklingur í Heilsu-
hælinu í vor mánaðartíma.
Mér leið mjög illa, þegar ég
kom þangað og hafði þjáðst
af gigt i nokkra mánuði og
farið stöðugt versnandi. Eftir
hálfan mánuð var líðan mín
miklu betri, og þegar ég fór
þaðan eftir 32 daga dvöl, var
ég næstum laus við giftina.
Ég fór þá strax að vinna, en
þrátt fyrir það hélt batinn
áfram eftir að ég fór frá
Heilsuhælinu og giftin var
horfin mánuði síðar.
Heilsuhælið var fullsetið
þann tíma, sem ég dvaldi þar.
Þeir sjúklingar, sem höfðu
dvalið þar hálfan til heilan
mánuð eða lengur, virtust
flestir hafa fengið nokkurn
bata og sumir mikinn. Þarna
voru sjúklingar, sem höfðu
mætt mjög erfiðum sjúkdóm-
um, einnig þeir virtust vera á
batavegi eftir nokkurra vikna
dvöl þar.
Nýjar bækur í Bókasafni „Fróns
B,
852
853
854
855
856
857
858
859
860
861
862
863
864
865
866
867
868
869
870
871
872
873
874
875
876
877
878
879
880
881
882
883
884
885
886
887
888
889
890
891
892
893
894
895
896
897
898
899
900
Ung stúlka á réttri leið Margit Ravn
Heima er bezt ..........................Margit Ravn
Buffalo Bill ..........................Wm' f’ ^ody
Hví slær þú mig ...................Haraldur Nielsson
Komið víða við ....... Þórarinn Gr. Vikingur
Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðm. G. Hagalm
Lady Hamilton .....................». V. Shumacker
Þrek í þrautum ..................Guðm. G. Hagalm
Þrettán spor ....................Þorleifur Bjarnason
Sólarsýn .............................- Ari Arna .
Úr blámóðu aldanna Guðm. G. Hagalin
Svipir og sagnir ............Sögufélag Hún vetnmga
Ingibjörg í Holti Marta Loli°n
Samvinnan á íslandi Thorsteinn Odhe
Tveir júnídagar .............Oddný Guðmundsdottir
Brennimarkið ......................Kathrine N. Bust
Eins og maðurinn sáir Kr. S. Kristjansson
Bóndinn á Stóru-Völlum Jón Sigurðsson
Bóndinn á heiðinni ...............Guðlaugur Jonsson
Öræfaglettur .........................Ólafur Jónsson
Bessastaðir ..................Vilhjálmur Þ. Gislason
Sönn ást og login fitz ^oren
Fákur .................Einar í. Sæmundsson
Njálssaga Þumalings Selma Lagerlov
Hárlokkur .............................Esther Miller
Ingveldur Fögurkinn ................Sigurjon Jonsson
Ástir piparsveinsins Wm. J. Locke
Símon í Norðurhlíð ..............Elinborg Larusdottir
Milljóna snáðinn ...................Walter Christmas
Sagan af Sólrúnu ................Dagbjört Dagsdottir
Syndugar sálir .................Ingólfur Kristjánsson
íslenzk örlög .......................Ævar R. Kvaran
Ferð Nonna ............................Jón Svemsson
Fólkið í Steinshóli ..................Stefán Jonsson
Hlustað á vindinn Stefán Jónsson
Aðalsteinn ...........................Pál1 Sigurðsson
Þar sem brimaldan brotnar Guðrun fra Lundi
Til fiskiveiða fóru ...................Thorolf Smith
Skygnst um á heimahlaði..........Þorbjörn Bjornsson
Æviár .....Eiríkur V. Albertsson
Ágúst í Ási Hugrún
Við leiðarlok ....................Ásmundur Gislason
Við rjóður elda ..........................E- S- Ellis
Veronica .............................Jóhanna Spyn
poiiv Louise M. Alcott
Polly kemur til borgarinnar Louise M. Alcott
Strákapör Níelsar hugprúða Börge Jenssen
The Viking Heart..................Laura G. Salverson
Kynning og bending
Ég rita þessar línu reinkum
til þess að fólk, sem lítil eða
engin kynni hefir af þessari
sérstæðu nýjung, fái tækifæri
til að kynnast því, sem þarna
er að gerast og að þeir, sem
þurfa á sams konar hjálp að
halda og þeirri, sem þarna er
veitt, þurfi ekki vegna ókunn-
ugleika að vera án hennar.
Ég minni á þessa athyglis-
verðu stofnun meðfram vegna
þess, að hún stendur í fjár-
hagslegri sveltu. Alþingi hefir
að vísu veitt stofnuninni 100
þúsund króna byggingarstyrk, ar
hvort hinna tveggja síðustú
ára, eða 200 þúsund krónur
samtals. Þetta dregur skammt.
Styrkinn þarf að hækka, svo
að stofnunin geti bráðlega
byggt hinar nauðsynlegustu
byggingar, eins og t. d. bað-
deildina, sem eftir teikningu
að dæma, gæti orðið á heims
mælikvarða. En þá fyrst færi
stofnunin að njóta sín til fulls.
Þeir, sem hafa meira hand-
bært fé, en þeir hafa þörf
fyrir, og sem vilja vera góðu
og gagnlegu máli að liði, hafa
þarna gullvægt tækifæri að
rétta hjálparhönd og lána
Heilsuhælinu sem svarar
verði einnar íbúðar eða 300
þúsund til hálfa milljón
króna í nokkur ár, gegn ör-
uggri tryggingu og með sann-
gjörnum vöxtum. Þá væri
IJeilsuhælinu borgið fjárhags-
lega og því yrði unnt að starfa
samkvæmt ætlun sinni.
Það er undravert, að maður,
sem er hálfníræður, skuli geta
lyft slíku Grettistaki sem þvi
að koma þessari stofnun á fót
og reka hana sjálfur. Viljinn
er brennandi og kjarkurinn
ódrepandi. Auk þess að gefa
stofnuninni 150 þúsund krón-
ur, vinnur hann þar kaup-
laust allan ársins hring. En
því má ekki gleyma, að fleirí
hafa sýnt þarna drengileg.
handtök, enda þótt Jónas
læknir eigi þarna langstærsta
átakið. T. d. hafa nokkrir gefiS
henni myndarlegar gjafir eða
lánað henni fé. Aðrir hafa
unnið margvísleg störf í
hennar þágu ókeypis.
Framkvæmdastjóri N.F.LJ.,
Sigurjón Danívalsson, hefir
verið stofnuninni ómetanleg
stoð með dugnaði sínum, elju
cg framsýni. Þá skiptir það
ekki litlu, hvernig hin daglegu
störf innan húss í stofnunirmi
eru innt af hendi. Þeim stjórn-
forstöðukonan, ungfrú
Hrönn Hilmarsdóttir, með ár-
vekni og miklum myndar-
skap. Helisuhælið er öllum
þeim til sóma, er við þaS
vinna.
Þeir, sem hafa kynnzt
Heilsuhælinu, telja margir,
að þarna hafi verið lyft
Grettistaki til gagns og góðs
fyrir aldna og óborna.
Jón Sigtryggsson
—TÍMINN, 26. júlí
LátiS LÖGBERG komast
inn á hvert einasta íslenzkt
heimili.
Subscription Blank
COLUMBIA PRESS LTD.
695 Sargent Ave., Winnipeg
I enclose $ for subscription to the
Icelandic weekly, Lögberg.
NAME ..
ADDRESS
City
Zone
Húsakynni
Húsakynni Heilsuhælisins
eru um 650 ferm., en þau eru
aðeins helmingur þess, sem
þeim er ætlað að verða. Húsið
er ein hæð og ris, sem notað
er til geymslu. Það rúmar 28
dvalargesti, auk læknis og
annars starfsfólks. Tveir
gestir búa í hverju herbergi. i T T . jq1
Húsið er rúmgott, bjart og 475 The Saskatchewan Icelanders Walter J. Linda
sérlega vistlegt, og umhirða 476 Thor Jensen - Framkvæmdararm - Minningarnt
öll í bezta lagi. Þá skortir ekki | 477 Harpa minninganna (Árm Thorstemsson)
Þita. Hveravatn er leitt í hús-
A.
ið frá Hveragerði og er bæði I 478
notað til upphitunnar og sem 479
baðvatn. Gestir geta fengið 480
heit og köld vatnsböð, bæði I 481
—Ingólfur Kristjánsson
Vestlendingar, I., II..............Lúðvík Kristjánsson
Sjö ár í þjónustu friðarins Triggve Lie
Fjarlæg lönd og framandi þjóðir, Rannveig Tómasdóttir
Öldin sem leið .................... Gils Guðmundsson