Lögberg - 11.10.1956, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1956
Lögberg
Gefið tit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrif ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is published by The Columbia Press Limited,
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Printers Limited
Autborized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE SPruce 4-3411
Fögur rækf-arsemi við norræn fræði
Um þessar mundir á kenslan í Norðurlandamálum og
bókmentum við ríkisháskólann í North Dakota 65 ára afmæli,
en grundvöllur að þessari mikilvægu menningarstofnun var
lagður með ríkisþingssamþykt árið 1891 og hófst kenslan
þá um haustið.
North Dakotaríkið byggir mikill fjöldi fólks af norskum
uppruna, er af skiljanlegum ástæðum lét sér hugarhaldið --
og lætur sér hugarhaldið um fræðslu í hinni göfugu tungu
feðra sinna og þeim bókmentafjársjóðum, er hún hefir
hjálpað til að móta. Og hvað var þá eðlilegra en það, að
æðsta mentastofnun ríkisins yrði hinn varanlegi vermireitur
þessara norrænu helgidóma?
Ritstjóri Lögbergs var viðstaddur, er háskóli North Dakota-
ríkis lýsti doktorskjöri Sigurgeirs Sigurðssonar biskups; það
var fögur og eftirminnileg athöfn, einkum og sér í lagi
vegna þess, hversu hún bar á sér /lorrænan blæ, þó hið
mælta mál væri ensk tunga; ástin á norrænum menningar-
erfðum speglaðist í hugsun og framsögn á áhrifaríkan hátt;
þar duldjst engum að hugur fylgdi máli, að það var í raun
og veru hjartað, sem hafði orði>*
Undanfarin 27 ár hefir dr. Richard Beck gegnt prófessors-
embætti í Norðurlandamálum og bókmentum við áminstan
háskóla og er nú jafnframt forseti norrænudeildarinnar;
hefir starf hans á þeim vettvangi, svo sem annars staðar,
borið giftudrjúgan árangur.
Þó stúdentahópur dr. Becks, er leggur fyrir sig nám í
norskri tungu sé af skiljanlegum ástæðum allfjölmennur, er
það engu síður þakkarvert hve marga nemendur dr. Beck
hefir haft í íslenzku og hefir enn.
Við háskóla North Dakotaríkis skipar norræn tunga
heiðurssess. Hví ætti ekki íslenzk tunga að skipa hliðstætt
tignarsæti við Manitobaháskólann?
☆ ☆ ☆
Fagurt kvöld á haustin
Vor er indælt, ég það veit En ekkert fegra á fold ég leit
þá ástar kveður raustín. en fagurt kvöld á haustin.
Þannig kvað Steingrímur Thorsteinsson, skáld hinnar
ævarandi fegurðar fyrir endur og löngu, og enn eru sannindin,
sem í áminstum ljóðlínum felast óhagganleg og á traustum
grunni, því fagurt kvöld á haustin er slíks eðlis, að þar
kemst fátt til jafns við. —
Laufin falla til jarðar, eitt og eitt, visin og bleik, og við
erum háð sömu örlögum og þau, föllum á vissum tíma til
foldar visin og bleik; að óttast slík örlög væri fásinna, er
hefna myndi sín grimmilega, því ístöðuleysið og óttinn við
réttlátt og órjúfanlegt lögmál, kemur þeim óþyrmilega í koll,
er af slíkri kórvillu eru haldnir.
Yfir visnuðum og bleikum blöðum hvílir mildur friður,
sem innri skynjan að fullu metur, en orð fá eigi nema í
ófullkomnum mæli lýst.
☆ ☆ ☆
Ætfri að vera á hvers manns vörum
Enn er hér margt fólk af íslenzkum stofni, sem ann hug-
ástum íslenzkri tungu og vill nokkuð á sig leggja henni til
verndar og fulltingis. Ekki alls fyrir löngu hitti ég í blíðviðri
á götunni konu, sem lagt hefir órofarækt við íslenzkuna vegna
þeirrar ómælisfegurðar, sem hún býr yfir og þess vitþroska,
sem auðkennir hana; við spjölluðum saman dálitla stund
um Ástkæra, ylhýra málið, og konunni féllu að lokum orð á
þessa leið: „Við verðum að biðja fyrir íslenzkunni í þeim
anda, sem Hallgrímur Pétursson gerði, er hann í eftirfarandi
versi samstilti sína fögru bæn móðurmálinu og kristni-
menningunni:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn drottinn þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orðið útbreiði
um landið hér, til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og bygðum halda.
Fréfrfrir frá sfrarfsemi S. Þ.
Framhald af bls. 1
Uppskeruhorfur
í Ausíur-Evrópu
Sérstakur kafli skýrslunnar
fjallar um Austur-Evrópu.
Þar er þess m. a. getið, að
búast megi við mikilli upp-
skeru í ár.
Tjónið, sem hinn harði
vetur vann á vetrarsáning-
unni bættist að miklu leyti
upp með góðu vori.
Búist er við að uppskeran í
Sovétríkjunum verði að
minsta kosti eftis mikil í ár
eins og hún var í fyrra og
sama er að segja um flestar
aðrar Austur-Evrópuþjóðir.
Samanlögð iðnaðarfram-
leiðsla Austur-Evrópuland-
anna á fyrra helmingi ársins
1956 var frá 7—131/2% meiri
en árið áður.
----0---
NÝ ALÞJÓÐASTOFNUN
TIL NÝTINGAR
KJARNORKUNNAR
Um þessar mundir stendur
Fréfrfrir . . .
Framhald af bls. 3
lega íslendingadag, sem hald-
inn var í hinum fagra skemti-
garði við Friðarbogann, sunnu
daginn 29. júlí s.l. — Forseti
dagsins var Stefán Eymunds-
son frá Vancouver, B.C., og
stjórnaði hann þessu fjöl-
breytta skemmtimóti af sér-
stakri lipurð og snilld. Mikið
var þar um góða og vel þjálf-
aða skemmtikrafta. Tvær á-
gætar söngkonur, frú Anna
Árnason McLeod og Mrs.
Robert Murphy. Strengja-
kvartett undir leiðsögn Jule
Samúelsson, söngkvartett sem
EIli K. Breiðfjörð stjórnaði.
Síðan tveir ágætir ræðumenn
þeir T. B. Ásmundsson, lög-
maður, á ensku, og séra Eirík-
ur S. Brynjólfsson, á íslenzku.
Einnig fjöldi af stuttum á-
vörpum, og að endingu mikið
af almennum íslenzkum söng,
svo að sjaldan hefir heyrzt
meira sungið á Islendingadegi,
því að í heilan klukkutíma
var sungið undir stjórn ýmsra
ágætra söngmanna. Fyrst
mun séra Eiríkur hafa stjórn-
að fjölda söngva, síðan Gunn-
ar Matthíasson frá California
og fleiri. Söngflokkurinn, sem
saman stóð af ágætu söng-
fólki, söng mjög hrífandi. En
svo var það líka eitt stórt at-
riði ,sem setti sérstakan svip
á allan daginn, og það var, að
forseti dagsins, hr. Eymunds-
son stjórnaði skemmtiskránni
algerlega á íslenzkri tungu,
svo mér datt í hug, að ef svona
heilbrigt, alíslenzkt hátíða-
hald heldur áfram við Friðar-
bogan á landamærum Canada
og Bandaríkjanna, þá mun ó-
hætt að gera ráð fyrir íslend-
ingadagshaldi við Friðar-
bogan í Blaine hin næstu
50 árin.
Hátíðin var afar fjölsótt,
veðrið skínandi, og staðurinn
guðdómlegur.
—Guðm. P. Johnson
yfir ráðstefna í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New
York, sem ræðir um að koma
á fót nýrri alþjóðastofnun til
nýtingar kjarnorkunnar í
friðsamlegum tilgangi.
87 þjóðir sendu fulltrúa á
ráðstefnuna, sem boðað var til
af ríkisstjórnum tólf þjóða, en
ekki beinlínis af Sameinuðu
þjóðunum. Dag Hammar-
skjöld var valinn aðalforstjóri
ráðstefnunnar. Henni er ætlað
að framkvæma hugmynd
Eisenhowers forseta,, sem
hann bar fram á Allsherjar-
þingi S.Þ. fyrir þremur árum
og sem var á þá leið, að koma
bæri upp sérstofnun á vegum
Sameinuðu þjóðanna, sem
ynni að friðsamlegri nýtingu
kjarnorkunnar til hagsbóta
fyrir allar þjóðir heims og þá
ekki sízt vanyrktu þjóðirnar.
Fyrir ráðstefnunni liggja
tillögur um stofnskrá fyrir
hina nýju stofnun, þar sem
m. a. er tekið fram, að hún
eigi „að stuðla að rannsókn-
um á sviði kjarnorkuvísinda,
t. d. um framleiðslu rafmagns
með kjarnorku,“ o. s. frv. Þá
er stofnuninni ætlað að stuðla
að því, að þjóðir skiptist á
vísindamönnum og sérfræð-
ingum á sviði kjarnorku-
fræða. Einnig er henni ætlað
að hafa eftirlit með því, að
efni, sem veitt er til friðsam-
legra kjarnorkuframkvæmda
verði ekki notað til víg-
búnaðar.
Gert er ráð fyrir, að hin
nýja stofnun taki til starfa,
er 18 þjóðir hafa gerzt aðilar
að og staðfest endanlega
stofnskrá. Þó er þess krafist,
að þrjár af eftirtöldum þjóð-
um séu meðal hinna 18: —
Bandaríkin, Bretland, Frakk-
land, Canada og Sovétríkin.
----0----
ALÞJÓÐASAMÞAKKT
GEGN ÞRÆLAHALDI
Ný alþjóðasamþykkt, sem
samin var á vegum Samein-
uðu þjóðanna hefir verið lögð
fram til undirskriftar. Sam-
þykktin fjallar um bann gegn
þrælahaldi í hvaða mynd sem
er.
Þessi samþykkt á að koma
í stað samþykktar um sama
efni frá 1926 og sem gerð var
að tilhlutan Þjóðabandalags-
ins. Hún var samin og sam-
þykkt af ráðstefnu, sem ný-
lega var haldin í Genf og þar
sem fulltrúar frá 51 þjóð voru
mættir.
Hin nýja samþykkt gengur
í gildi er tvær þjóðir hafa
gerzt aðilar að henni með
fullnaðarsamþykkt sinni.
----0----
TILLÖGUR UM HÁSKÓLA
Á VEGUM S.Þ.
Á ársþingi Matvæla- og
landbúnaðarstofunar Samein-
uðu þjóðanna (FAO), sem ný-
lega var haldin í Róm, bar Sir
Herbert Broadley, aðstoðar-
forstjóri FAO fram tillögu
um, að stofnaður verði háskóli
á vegum S.Þ.
Við háskóla þennan skulu
valdir færustu kennarar til að
kenna stúdentum, sem vilja
taka að sér embætti á vegum
ríkisstjórna í vanyrktu lönd-
unum.
Líkar tillögur hafa komið
fram áður, t. d. frá Canada-
mönnum og Frökkum, í sam-
bandi við tækniaðstoð Sam-
einuðu þjóðanna.
"Befrel" $180,000.00
Building
Campaign Fund
---1—180
—160
—140
—120
——$99,148.79
ADDITION
to Belel Building Fund
Mr. Jðnas J. Thorvardson. 76*
Vlctor St., Winnipeg 3, Manitoha,
14.00.
Mr. og Mrs. A. Wathne, 700
Banning St., Winnipeg 10,
Manitoba, 50.00.
Mr. og Mrs. C. Baily, 432 Munro®
Ave., East Kildonan, Man., $25.00-
Guðrún Finnson, Hnausa,
Manitoba, $50.00.
Jðn Baldvinson, Hnausa,
Manitoba, $100.00.
Mr. og Mrs. E. P. Jðnsson,
Ste. 29, Queens Apts., 518 Marylan
St., Winnipeg, Manitoba, $25.00.
Mr. og Mrs. Kelly gveinss°n
1588 Wolsley Ave., Winnipeg,
Manitoba, $200.00.
Make your donations to
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street,
Winnipeg 2.
copenhagin
Heimsins bezta
munnfróbak