Lögberg - 20.12.1956, Side 4

Lögberg - 20.12.1956, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. DESEMBER 1956 Lögberg GeflO út hvern íimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KBNNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 Jólin í nónd Um þær mundir, sem þetta eintak af Lögbergi berst les- endum í hendur, er jólahátíðin í þann veginn að verða hringd inn, innihaldsríkasta friðarhátíðin á þessari jörð, og vér fögnum henni sem hátíð gleðinnar eins og stendur í sálmin- um, þótt umhorfs sé dapurlegt víða, því einmitt þegar þannig stendur á, er þörfin brýnust fyrir bjartsýni og óhvikult lífstraust. Að standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall, sú skyldi karlmannslund. — Fyrirmyndina má sækja til meistarans frá Nazaret, er var jöfnum höndum ímynd hins eilífa kærleika og hinnar karlmannlegu hetju, sem hvorki óttaðist kvalir né krossdauða; mannhelgin, þessa heims og annars, var fyrsti og æðsti liður- inn í stefnuskrá hans. — Sú staðreynd verður vissulega eigi umflúin, að umhorfs sé dapurlegt víða; viðsjár miklar hafa teflt í tvísýni æski- legum friði í Miðaustri; kynþáttadeilan í Suður-Afríku hefir vakið hvarvetna ótta og ugg og hliðstæða sögu má segja, þótt í annari mynd sé, af hjaðningavígunum í Algeriu; en átakan- legasta harmsagan verður þó vitaskuld sú, sem gerzt hefir og er enn daglega að gerast í Ungverjalandi, sem er í öllum atriðum þyngri en tárum taki; frelsisþrá þjóðarinnar leitaði framrásar í byltingu gegn rússneskum kúgunaröflum, þar sem horfst var í augu við eld og dauða með slíku hugrekki, er jafan mun talið aðdáunarvert; í fyrstu var svo að sjá sem frelsisfylkingarnar myndu ganga sigrandi af hólmi, því þær skutu æ dýpri og dýpri rótum í vitund þjóðarinnar; en eigi leið á löngu unz eiturormar afkristnaðs Rússlands, sendu lestir skriðdreka inn í Budapest, er ýmist limlestu eða stein- drápu þúsundir saklausra manna, kvenna og barna, er það eitt höfðu til sakar unnið, að verja á opinberum vettvangi heilög mannréttindi sín; þessar baráttuhetjur voyu ofurliði bornar, þúsundir flýðu land og leituðu haölis innán vébanda Austurríkis þar sem þeim var göfugmannleg viðtaka veitt; þúsundir voru fluttar í sóðalegum þrælavögnum til Síberíu- vistar, en þaðan eiga, ef sagan endurtekur sig, fáir aftur- kvæmt. Nú hafa margar þjóðir, þar á meðal Canada, opnað drengilega hlið sín fyrir flóttafólki frá Ungverjalandi, sem nú fagnar því að eiga þess kost að deila örlögum við canadisku þjóðina og þær aðrar þjóðir, er heitið hafa því lífsöryggi og landsvist; fyrstu hópar þessara óvæntu innflytjenda eru nú komnir hingað til lands og þar á meðal hreint ekki svo fáir til Manitoba; hefir þessum píslarvottum mannréttindabar- áttunnar verið hvarvetna vel fagnað svo sem vera bar; þeim hafa verið fengin hlý skjólföt til afnota, vistlegt húsnæði og holt fæði; hafa stjórnarvöld og einstaklingar svarist í fóst- bræðralag um það, að útvega hinum nýkomnu bræðrum vorum atvinnu og koma þeim á fastan kjöl í canadísku þjóð- lífi; þetta er í drengilegu samræmi við anda jólanna og þann grundvöll réttlætis, er meistarinn sjálfur lagði. Samstiltar blessunaróskir streyma vitanlega að hinni hugprúðu, ungversku þjóð nú um jólin; um ofsóknarmenn hennar, sem týnt hafa úr hjörtum sínum sjálfum jólaboð- skapnum, getur maður í rauninni ekki annað en kent í brjósti um. — Á Skólavörðustígnum í Reykjavík stendur listasafn Einars Jónssonar frá Galtafelli; húsið er sérkennilegt að byggingarstíl hið ytra og verður manni ekki síður minnis- stætt er inn úr dyrunum kemur; listaverkin sem við augum blasa verða eftirminnilég, þó ekki hvað sízt Kristsmyndin, sem býr yfir tiginni, dramatískri fegurð; með slíka mynd í huga er auðvelt að óska vinum sínum gleðilegra jóla, því til- gangur þeirra verður fyrst og fremst að búa í hjartanu. Frá Glenboro, Manitoba Glenboro Lutheran Ladies Aid Glenboro Lutheran Men’s Club, Mr. & Mrs. P. A. Anderson, Mr. S. A. Anderson, Mr. & Mrs. T. E. Oleson, Mr. & Mrs. Arni Josephson, Mr. & Mrs. Albert Sigmar, Mr. & Mrs. S. E. Johnson, Mr. & Mrs. O. Olafson and Sig. Hallgrimson, 30.00 Mr. & Mrs. A. S. Arason, 30.00 Mr. & Mrs. R. Lloyd Einarson, 30.00 Glenboro Lutheran Sunday School, 25.00 Glenboro Lutheran Ladies Aid, Memorial wreath fund, In memory of Ellis Sigurdson, 25.00 Mr. &Mrs. G. J. Oleson, 25.00 Mr. & Mrs. Ben. J. Anderson, 25.00 Mr. & Mrs. Halli Freeman, 25.00 Mr. Fred Frederickson, 25.00 Mr. & Mrs. Gísli Bjornson and family, 25.00 In memory of our dear mother and grandmother Mrs. Guðrún Stefanson, who passed away January 23, 1956. Mr. F. S. Frederickson, $25.00 Mr. &Mrs. Hannes Anderson, 20.00 Mr. & Mrs. N. Lambertsen, 15.00 Mr. & Mrs. Matt. Swanson, 15.00 Mr. Bjorn Sigmar, 15.00 Mr. S. A. Josephson, 10.00 Mr. & Mrs. C. H. Christie, 10.00 Mr. & Mrs. H. B. Hallson, 10.00 Herman Arason, 10.00 Mr. & Mrs. H. Heidman, 10.00 Miss Olga Sigurdson, 10.00 Mr. & Mrs. Ingi Helgason, 10.00 Mrs. Margrét Josephson , 10.00 Mr. W. Christie, 5.00 Mr. &Mrs. Herman Johnson, 5.00 Paulson Brothers, 5.00 Sigurdson Brothers, 5.00 A Friend, 5.00 Mr. & Mrs. S. Storm, 5.00 Mrs. Thordís Jónsson, 5.00 Mrs. Sigrún Sigurdson, 5.00 Mrs. Ninna Sigmar, 5.00 Mr. & Mrs. Siggi Guðnason, 5.00 Mr. & Mrs. Frank Skardal, 3.00 Frá Langrulh, Manitoba Langruth Lutheran Church, $50.00 Valdi Bjarnason, 30.00 Mr. & Mrs. B. Bjarnason, 10.00 Frá Glandslone, Manitoba Mr. & Mrs. Magnús Peterson, 30.00 Framhald á bls. 8 “Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----—180 —160 —140 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. Additions to Betel Building Fund a $100.00 61.18 50.00 50.00 30.00 30.00 30.00 30.00 When calling Long Distance you will save time if you tell the operator the NUMBER you want. Otherwise, she has to obtain it from "Information" in the distant city, with consequent delay. Keep a note of the out-of-town number when the operator gives it to you. NEXT CALL BY NUMBER MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.